Morgunblaðið - 08.12.1993, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 08.12.1993, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 25 Steinlagt á Selfossi VINNA við frágang hringtorgsins á Tryggvatorgi á Selfossi hefur verið í fullum gangi fram undir þetta og sér nú fyrir endann á verkinu. Veður- blíðan í nóvember gerði mönnum kleift að vinna við hellu- og steinlögn á torginu ásamt því að þökuleggja. Á myndinni eru vanir steinlagningar- menn frá Garðhúsinu í Reykjavík við steinlögn í innri hring torgsins. Sig. Jóns. Egils Gull með þriðj- ung bjórmarkaðar SAMKVÆMT yfirliti Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins yfir bjór- sölu í nóvember var Egils Gull langsöluhæsta tegundin eða með 32,7% af markaðnum, en í öðru sæti var Viking með 11,75% og í þriðja sæti var Lövenbrau með 10,4%. Tuborg Grön var í fjórða sæti yfir söluhæstu tegundirnar með 7,2%, í fimmta sæti var Holsten með 7,0% og í sjötta sæti var Heineken með 6,5%. Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída Byssur og flöskur Þið, þarna heima á Fróni, sem fylgist svo vel með öllu, sem gerist úti í hinum vonda heimi, hafið ábyggilega heyrt um það, að hér í Flórída hafa nokkrir erlendir ferðamenn verið skotnir til bana á skömmum tíma. Þetta er nógu sorglegt fyrir aðstandendur og vini hinna látnu, en eins og oft vill verða, þegar svona gerist, verður umræðan um það að slíkir atburð- ir geti valdið því að ferðamanna- straumurinn komi til með að minnka. Af því virðast menn hafa þungar áhyggjur. Það er náttúrulega ekkert nýtt, að ferðafólk verði fórnarlömb af- brotahyskis og það gerist ekki bara hérna í henni Ameríku, heldur um heim allan. Hitt er aftur á móti óhugnanlegt að glæpafólkið hefir, á næstum skipulegan hátt, setið fyrir erlendum ferðamönnum sem komið hafa inn til Miami-flug- vallar, leigt sér bifreiðar og eru að reyna að fínna hótelin sín. Af- brotafólkið veit að þessir ferða- menn eru með gildan sjóð af reiðufé auk alls kyns verðmæts góss. Á síðustu mánuðum hafa yfir- völdin gert ýmislegt til þess að bægja hættum frá ferðafólkinu. Bílaleigufyrirtækin mega ekki lengur sérmerkja bíla sína. I mörg ár hafa þeir verið merktir með númerum sem byrja á Y, en nú er búið að breyta því. Vegir eru nú betur merktir og leiðbeining- arbæklingum á mörgum tungu- málum er dreift við komu flugvéla frá útlöndum. Stjómendur ríkis og bæja hafa haldið marga fundi, m.a. með ræðismönnum erlendra ríkja í Flórída. Þeir sem hér búa vita í hvaða hverfum borganna „vonda“ fólki býr og passa hreinlega upp á það, að vera ekki þar á ferðinni, sérstak- lega eftir myrkur. En það má auð- vitað ekki merkja þessi „hættu- legu“ hverfí inn á kortin, því þetta er mjög viðkvæmt og pólitískt mál, því hinir „vondu“ eru upp til hópa af blámannakyni. í þessum hverfum er að finna fátækt, at- vinnuleysi, fíkniefnaneyzlu og -sölu, vændi o.fl. Auðvitað býr hér líka gott fólk, en það hverfur í skuggann og þjáist. Þegar Lyndon Johnson, forseti landsins á sjöunda áratugnum, barði í gegnum þingið hið mikla framfærslufrumvarp sitt sém átti að eyða fátækt í landinu lagði hann um leið grundvöllinn að nú- verandi eymd hins ört fjölgandi blámannaþjóðflokks. Þetta var vit- anlega ekki ætlun stjórnendanna, en svo fór sem fór. Framfærslu- styrkirnir eru oft það ríflegir að hjá mörgum hefir verulega sljóvg- ast löngunin til þess að leita sér að atvinnu. Víða eru komnar þijár kynslóðir atvinnuleysingja. Ein- stæðar mæður fá eðlilega meðlög með börnum sínum og þess vegna er þeim akkur í því að bæta við sig ungum til þess að fá fleri með- lög. Þessar konur eru mjög bráð- þroska og verða þess vegna oft mæður á barnsaldri. Það gerist oft á miðri skólagöngunni og verður menntunin því oft endasleppt. Margir komast samt út úr þessum vitahring, beijast til mennta og flytja í burtu. 011 þessi lausaleiksböm, sem koma í heiminn einungis til að skaffa viðbótar meðlag á heimilið, alast svo upp ástlaus, föðurlaus, agalaus og eftirlitslaus. Oft eru það mamman og amman sem reka heimilið, en feðurnir mega alls ekki búa með barnsmæðram sín- um, því þá er ekki hægt að inn- heimta meðlagið. Það er algert skilyrði að faðirinn sé hvergi ná- lægt. Það fer nú oftast heldur lítið fyrir menntuninni sem þessir aum- ingjar fá. Þótt það séu auðvitað undantekningar, þá fljóta svörtu unglingarnir í gegnum þetta kerfi, ef þeir þá ekki hætta á miðri leið. Agavandamálin í skólum, þar sem svartir eru í meirihluta, eru sögð alvarleg. Margir kennaranna eru oft á tíðum hræddir við suma nem- enduma og líkamsmeiðingar eru ekki óalgengar. Eftir þennan undirbúning er tugum þúsunda slíkra unglinga sleppt út á götur og stræti borg- anna, menntunarlausum, atvinnu- lausum og sjálfsvirðislausum. Hægt er að ímynda sér að þeim finnist framtíðin ekki blasa við. Sjónvarpið sem verið hefir aðal kennarinn hefir sýnt þeim hvernig „hitt fólkið" lifir og leikur sér. Það hefir líka sljóvgað mörkin milli sjónvarpslífs og alvörulífs og deyft virðinguna fyrir mannslífinu með hinni miklu slátrun á fólki sem sýnd er á kvöldi hveiju. Svörtu unglingarnir hafa sínar langanir og þrár og þeir vilja komast yfir eitthvað af þessu dóti sem stöðugt er verið að ota að þeim í sjónvarp- inu. Það þarf bara að komast yfír peninga. Fyrir stóran fjölda þessa unga fólks er það auðveldast með því að bijóta lög samfélagsins. Til þess að verða krimmi hér, er nauðsynlegt að komast yfir bíl og byssu. Það síðarnefnda er hlægilega einfalt og ódýrt. Það eru núna fleiri skammbyssur í Banda- ríkjunum heldur en fólk og virðist ekkert lát á fjölguninni. Þingheim- ur er algjörlega huglaus og frum- vörp um takmarkanir eða hömlur á byssusölu hafa ekki náð fram að ganga. Þrýstihópur félags byssueigenda er feiki sterkur og leikur sér að því að fella þingmenn, sem eru á móti skotvopnum. Rök byssu- manna eru sífellt þau sömu: Byss- ur drepa ekki; fólk drepur. Hitt hefi ég einn islenzkan mann, sem búið hefir mjög lengi í Ameríku og er gallharður byssumaður. Þessi kauði gekk meira að segja svo langt að koma með samanburð á byssunni og Bakkusi. Hann benti á að fleiri Islandsmenn féllu í val- inn vegna flöskunnar en tíðkaðist með öðrum þjóðum. „Flaskan drep- ur ekki“, sagði hann, „fólk drepur". Ég sagði þessum fróða manni, að mér þætti þessi samiíking harla skrítin. Leyfði ég mér að halda því fram að landar okkar væru búnir að ná góðum árangri í að læra að umgangast flöskuna án þess að verða sér að voða. Aftur á móti virtist mikið vanta upp á að það, að Ameríkaninn væri að bæta umgengnisvenjur sínar í sambandi við byssurnar. Allt þetta tal um byssur og bófa er ekki fram sett til þess að hræða fólk frá því að ferðast til Flórída. Þegar tekið er með í reikninginn, að um 10 milljónir ferðamanna koma hingað árlega, þá eru mögu- leikarnir á þvi að verða á vegi glæpafólks mjög litlir. Það er mjög auðvelt að halda sig frá þeim svæð- um, þar sem hættur geta leynst fyrir. Það þurfa allir veraldarvanir að læra hvort sem er, hvar svo sem þeir ferðast í heiminum og heima hjá sér líka. Þegar miðað er við hlutdeild fyr- irtækja kemur í ljós að Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. er með 41,2% sölunnar á bjórmarkaðnum, en Viking Brugg hf. er með 30%. TRUFLANIR urðu á símasam- bandi í Breiðholti og Mosfellsbæ milli kl. 10.50 og 11.30 í gær- morgun vegna bilunar í Ijósleið- ara. Að sögn Kristjáns- Reinhardts- sonar yfirdeildarstjóra Pósts og síma varð bilunin vegna mistaka er verið var að tengja ljósleiðara. Búnaður sem á að skipta sjálfvirkt Þriðja söluhæsta fyrirtækið er svo Holsten með 7%, í fjórða sæti er Heineken með 6,5% og í fimmta sæti er Becks með 5,1% sölunnar. yfir á varaljósleiðara stóð á sér og tók um hálfa klukkustund að koma kerfinu í lag. Kristján sagði þessa bilun ekki eiga neitt skylt við þær bilanir sem orðið hafa að undan- förnu i Miðbæjarstöð Pósts og sima. Hann sagði að ekki hefði verið um sambandsleysi að ræða en truflana hefði orðið vart í stórum hluta síma á fyrrgreindu svæði. Truflanir á símasam- bandi vegna bilunar Canon Canon CLC-10 er fullkomin litmyndaljósritunarvél, sem litavæöir skrifstofuna. Hana getur þú notaö eina sér eöa fengiö þér.... Canon ...PC/MAC tölvutengi og tengt hana viö Macintosh eöa PC tölvuna þína og þá veröur hún ekki bara litmyndaljósritunarvél heldur.... Canon SKRIFVÉLIN ■ ...KRAFTAVERK: allt í einu tæki: LITMYNDASKANNt, LITMYNDAPRENTARl OG LITMYNDALJOSRÍTUNARVEL. Mögulegt er aö fá fleiri aukahluti á CLC-10 sem auka eiginleika hennar enn frekar....

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.