Morgunblaðið - 08.12.1993, Page 29

Morgunblaðið - 08.12.1993, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 29 Reuter DÍANA prinsessa virðir fyrir sér gullplötu sem hún fékk að gjöf frá söngvaranum Chris DeBurgh (í miðið) er hún hafði gefið nýjustu þotu Virgin Atlantic-flugfélagsins nafn á Heathrow-flugvelli í gær. Til hægri er Richard Branson eigandi flugfélagsins. Efasemda g-ætir um konungdóm Karls Kirkjan sögð setja fyrir sig sögur um framhjáhald hans London. Reuter. MIKLAR vangaveltur eru nú í Bretlandi um það hvort Karl prins verði nokkru sinni konungur en æsifréttablöðin hafa haldið því fram síðustu daga, að móðir hans, Elísabet drottning, vildi, að hann afsalaði sér ríkiserfðum í hendur syni sínum, William. Eitt fullyrti líka, að enska kirkjan væri því sammála en talsmaður kirkjunnar vísar því á bug. Einn af kunnustu kirkjunnar mönnum sagði hins vegar í viðtali í gær, að hann sæi ekki hvernig Karl ætlaði að gerast konungur, hefði hann haldið við gifta konu. Blöð- in hafa auk þess verið með fréttir um, að Karl prins vilji sækja um lögskilnað við Díönu, konu sína, sem fyrst en af því getur í fyrsta lagi orðið 9. desember á næsta ári þegar tvö ár verða liðin frá því þau skildu að borði og sæng. Dagblaðið The Sun sagði í gær, að enska biskupakirkjan legði hart að Karli prins að afsala sér ríkis- erfðum og láta þær í hendur syni sínum, William, sem yrði þá kon- ungur þegar Elísabet, amma hans, léti af völdum. Sagði blaðið, að Geprge Carey, erkibiskup af Kant- araborg, teldi Karl óhæfan sem konung vegna langvarandi sam- bands síns við gifta konu, Camillu Parker Bowles, en talsmaður hans vísaði þessu á bug og sagði ekk- ert hæft í fréttinni. í viðtali, sem breska ríkisút- varpið, BBC, átti við George Aust- in, erkidjákna af York, í gær, sagði hann aftur á móti, að hefði Karl prins haldið við Camillu Bowles, skildi hann ekki hvernig hann gæti gengið inn í Westminster Abbey og svarið krýningareiðinn. Einsdæmi í sögunni í The Sun sagði einnig, að Elísa- bet drottning vildi, að William tæki við af sér þegar þar að kæmi en ef það rættist væri það eins- dæmi í sögu bresku konungsfjöl- skyldunnar. Það gæti þó hugsan- lega mælst vel fyrir meðal almenn- ings þar sem sumir kenna Karli ekki síður en Díönu um hjóna- bandsógæfu þeirra. Þá er einnig haft eftir heimildamönnum í Buck- inghamhöll, að nauðsynlegt sé, að þau Karl og Díana skilji sem fyrst, því verði Karl konungur, hafí Díana rétt til að verða drottning. Eins og málum sé háttað, yrði það hreinn skrípaleikur. Blöðin voru einnig með þær fréttir eftir helgina, að Karl hefði sagt sínum nánustu aðstoðar- mönnum, að hann vildi binda sem fyrst enda á stormasamt hjóna- band þeirra Díönu og eftir sömu heimildum var haft, að Karl ætl- aði að taka við krúnunni án Díönu en hygðist ekki kvænast aftur. í skoðanakönnunum kemur fram, að fiestir Bretar telja, að þau hjón- in eigi að skilja og sex af hverjum tíu vilja, að Karl verði konungur. í bresku sunnudagsblöðunum kom fram, að Díana setti tvö skil- yrði fyrir skilnaði: Að Karl tæki á sig alla sökina og hún fengi umráð yfir sonum þeirra. Hubble betri til geimrannsókna Kanaveralhöfða. Reuter. GEIMFARAR um borð í bandarísku geimfeijunni Endeavour skiptu um hluta Hubble-stjörnusjónaukans í gær og er búist við að það muni stórefla möguleika til stjörnuskoðunar. Eru viðgerðir og endur- bætur á sjónaukanum þá rúmlega hálfnaðar en í því skyni eru ráð- gerðar fimm geimgöngur og er þremur þeirra lokið, öllum með góðum árangri. Skipveijar geimfeijunnar hafa orðið að fara út úr feijunni til við- gerða. í fyrstu geimgöngunum tveimur var skipt um stefnusnúða og sólrafhlöður. í gær var skipt um svokallaðan gleiðhomsmyndspegil, hjarta sjónaukans, og tvo segul- mæla en verkið tók hálfa sjöundu klukkustund. Fjórða geimgangan var ráðgerð síðdegis í gær og átti hún að standa yfir þar til árla í dag, en ætlunin var að skipta um aðra myndavél og tækjabúnað sem komið er fyrir í kassa á stærð við símklefa. Hubble sjónaukanum var skotið á braut um jörðu 1990 en hann er 13 metra langur, 280 kg þungur og áætlaður líftími er 15 ár. Kost- aði hann um þijá milljarða dollara kominn á braut eða um 215 millj- arða króna. Full afnot hafa aldrei af honum verið vegna framleiðslu- galla í tækjabúnaði. Engu að síður hefur mikilvægur árangur náðst í stjörnurannsóknum með hjálp sjón- aukans. Með aðstoð hans hefur verið hægt að fylgjast með veðurf- arsbreytingum á Júpíter og Mars og þróun sjaldgæfs storms á Sat- úmusi. Ennfremur mæla lofthjúp Io, fylgihnattar Júpíters, og með Hubble hafa verið teknar ítarleg- ustu myndir sem náðst hafa til þessa af halastjörnu sem búist er við að rekist á Júpíter í júlí 1994. Með hjálp Hubble fundust einnig rykhringir umhverfis 15 nýmyndað- ar stjörnur í Orion-himinþokunni sem er í 1.500 ljósára fjarlægð frá jörðu en þar með þóttust menn hafa fengið staðfestar tilgátur og tveggja alda vangaveltur um sköp- un sólkerfa eins og okkar. Loks tók Hubble fyrstu myndirnar af meintu svartholi í miðri ystu stjörnuþok- unni sem vitað er um. Kjarnavopnum beint að N-Atlantshafi Mótmælum harka- lega ef rétt reynist - segir Jón Baldvin Hannibalsson JON BALDVIN Hannibalsson, utanríkisráðherra íslands, segir að sendiherra Islands í Bandaríkjunum hafi verið falið að krefjast skýr- ingu á fréttum, m.a. í JVew York Times, þess efnis að bandaríska varnarmálaráðuneytið íhugi að beina langdrægum kjarnaflaugum að öðrum skotmörkum en Sovétríkjunum og komi til greina að beina þeim að Norður-Atlantshafi í staðinn. „Þetta sannar hið fornkveðna að styijöld er alvarlegra mál en svo að hægt sé að láta hana alfarið í hendur hershöfðingja. Ég vísa í frétt New York Times þar sem svo gáfulega er komist að orði að starf hernaðaryfirvalda að þessum breyt- ingum hafi verið hulið svo mikilli leynd í von um að Bandaríkjafor- seti gæti tilkynnt þetta með lúðra- blæstri og fögnuði á leiðtogafundin- um í janúar," sagði Jón Baldvin. Hann sagði ennfremur að það væri svo í stíl við annað að herforingi léti hafa eftir sér að það eina sem menn þyrftu að hafa áhyggjur af væri að flaugarnar gætu hitt ein- hveija hvali í hausinn. Segði þetta sitt um skilning hans á stefnu eigin stjórnvalda í hvalamálum, en þau hefðu hótað þeim viðskiptaþvingun- um, sem leyfðu sér að skerða hár á höfði hvala. „í alvöru talað þá hefur hins vegar sendiherra íslands verið falið að krefjast skýringa á þessari frétt. Sjötti æðsti maður utanríkisráðu- neytisins, sem heitir Teft og er yfir- maður Norður-Evrópudeildarinnar, hefur raunar fullyrt við sendiherr- ann að engar ákvarðanir af þessu tagi hafi verið teknar og vildi því ekki staðfesta fréttina. Sendiráðið mun samt kanna málið frekar og ef hún reynist eiga við rök að styðj- ast þá verður henni harkalega mót- mælt,“ sagði utanríksiráðherra. FERSKIR - SPENNANDI - UÚFFENGIR Pastaréttir er fjölbreytt safn uppskrif+a aS frábærum pastaréttum. Sannkölluð pastaveisla með gómsætum sósum og fyllingum. Spænskir smáréttir býður lesendum sínum upp á lokkandi úrval af liúffeng (dir um PAST/\RETTÍR - ííutar- o(/ (Kt(/;/((/>/)( A B Tapas-réttum, sem eru aldagamlir spænskir réttir, en þeir hafa öðlast vinsæ umi allan heim. Mexikóskir réttir lý sir hvernig búa má til gómsæta rétti sem eru einkennandi fyrir hina fjölbreyttu, heillandi og spennandi matargerð Mexíkóbúa. Thailensk matseld flytur með sér fjölbreytt bragð og ilm Suðaustur-Asíu. Nýstárlegar kryddaðferðir og meðhöndlun hráefnis er lýst í myndum og máli. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ HF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.