Morgunblaðið - 08.12.1993, Page 31

Morgunblaðið - 08.12.1993, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 31 Morgunblaðið/Þorkell Skírnarfontur í Borgarspítala NÝLEGA var vígður í kapellu Borgarspítalans skírnarfontur sem tileinkað- ur er minningu Valgerðar Bergþórsdóttur hjúkrunarfræðings. Hún lést árið 1991 og var mörgum að góðu kunn fyrir störf sín á Borgarspítalan- um. Það var samstarfsfólk Valgerðar heitinnar og eiginmanns hennar Kristins Guðmundssonar yfirlæknis sem safnaði fyrir skírnarfontinum en Félag velunnara Borgarspítalans átti veg og vanda af gerð hans. Skírnar- fonturinn var teiknaður og smíðaður af Finni Guðsteinssyni; hann er úr eðalviði, borinn uppi af fjórum örmum sem hvíla á áttstrendum stöpli. Það var formaður Félags velunnara Borgarspítalans, Egill Skúli Ingibergs- son (til hægri á myndinni) sem afhenti skírnarfontinn. Við hlið hans stend- ur Finnur Guðsteinsson íistamaður, þá séra Sigfinnur Þorleifsson. Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti í Reykiavík Vilja samstarf en hafna sameiginlegu framboði Tilbúnir til viðræðna um sameiginlegt borgarstjóraefni FRAMSÓKNARMENN í Reykjavík eru tilbúnir til viðræðna um náið samstarf við núverandi minnihlutaflokka í borgarstjórn Reykjavíkur og um sameiginlegt borgarsljóraefni. I sama streng taka Guðrún Agústsdóttir, varaborgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins, og Guðrún Ogmundsdóttir, fulltrúi Kvennalista í borgar- sljórn. Flokkarnir hafna hins vegar sameiginlegu framboði. Borgarmálaráð Nýs vettvangs hefur samþykkt að hefja formleg- ar viðræður við Alþýðubandalagið, Grænt framboð og Flokk mannsins um myndun nýs sameiginlegs framboðs þessara flokka. Jafnframt er skorað á Samtök um kvennalista, Alþýðuflokk og Framsóknarflokk að endurskoða fyrri afstöðu sína og koma sem fyrst að viðræðunum. Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi Framsóknarflokksins sagði að flokkurinn hafni alfarið sameigin- legu framboði minnihlutaflokkanna en sé tilbúinn til að ræða um sam- starf við hina flokkana. „Minnihlut- inn hefur ætíð starfað saman í ýmsum málum,“ sagði hún. „Við teljum að nú séu allar líkur á að hægt sé að fella meirihluta Sjálf- stæðisflokksins. Það mun nást með samstarfi minnihlutans í ákveðnum Framkvæmdastjórí Sinfóníuhljómsveitar íslands um að jóiatónleikar verði ekki teknir upp Ríkissjónvarpið braut munnlegt samkomulag FRAMKVÆMDASTJÓRI Sinfóníuhljómsveitar íslands hefur sent útvarpssljóra bréf þar sem sú ákvörðun Sjónvarpsins að taka ekki upp jólatónleika SI er hörmuð. Runólfur Birgir Leifsson, fram- kvæindastjóri SÍ, segir að búið hafi verið að gera munnlegt samkomu- lag milli Sinfóníunnar og Sjónvarpsins um að tónleikarnir yrðu tekn- ir upp og því til staðfestingar hafi verið sent bréf til Sjónvarpsins 16. nóvember sl. með yfirliti yfir efnisskrá. Stuttu síðar hafi yfirmað- ur innlendrar dagskrárgerðar, Sveinbjörn I. Baldvinsson, hins vegar tilkynnt SÍ að Sjónvarpið væri hætt við að taka upp tónleikana þar til væri nokkurra ára gömul upptaka af jólatónleikum sem sem hann taldi keimlíka tónleikunum nú. Runólfur sagði í samtali við Morg- unblaðið að Sjónvarpið hefði rétt til að taka upp alla tónleika SÍ endur- gjaldslaust. Áður fyrr hefði Sjón- varpið þurft að greiða tónlistarmönn- um ákveðna upphæð fyrir upptöku sem það taldi vera fyrirstöðu á að taka tónleika hljómsveitarinnar upp. Ráðuneyti menntamála, Alþingi og fleirí aðilum hefði fundist óeðlilegt að Sjónvarpið gæti ekki nýtt sér tón- leika SÍ fyrir fólk úti á landi og aðra þá sem ekki kæmust á tónleika hljómsveitarinnar og beitt sér fyrir því í ágúst 1988 að ákvæðið um sérstakar greiðslur til tóniistar- manna yrði fellt niður gegn því að laun þeirra yrðu hækkuð og Sjón- íanna- iramót leysa,“ sagði Hólmgeir. Innan Sjómannasambandsins eru um 40 aðildarfélög með 4.000- 4.500 félagsmenn sem starfa á fiskiskipum. Hólmgeir sagðist eiga von á því að umboð hefðu borist frá öllum félögunum næstkomandi föstudag, en samkvæmt kjara- samningum væri boðunartími verk- falls 21 dagur. Flann sagði að Far- manna- og fiskimannasambandið og Vélstjórafélag íslands væri einn- ig að undirbúa boðun verkfalls, og sagðist hann reikna með því að félögin yrðu öll þijú með verkfalls- boðun á sama tíma. varpið mætti sýna frá öllum tónleik- um SÍ. Síðan hefði Sjónvarpið sýnt frá 5-6 tónleikum sveitarinnar og ítrekað hafnað málaleitan SÍ um að fleiri tónleikar yrðu teknir upp. Leigugjald háir samkeppni I bréfi Runólfs til útvarpsstjóra kveðst hann harma mjög ákvörðun Sjónvarpsins og hvetur það til að taka upp tiltekna tónleika á næsta ári. Runólfur segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að aðrir aðilar, s.s. Stöð 2, fái að taka upp tónleika SÍ en hins vegar eigi Ríkisútvarpið hljóðstúdíó í Háskólabíói sem það láni ekki öðrum aðilum nema gegn greiðslu, sem geri öðrum aðilum mjög erfitt um vik tæknilega og fjár- hagslega að taka upp tónleika. Runólfur segir að honum þyki ákvörðun Sjónvarpsins sérstaklega óeðlileg þar sem nýlega hafi verið samþykkt þingályktun á Alþingi er segir að Alþingi álykti að fela menntamálaráðherra að leita leiða til að fiutningur verka Þjóðleikhúss- ins og Sinfóníuhljómsveitar íslands geti hafist í Ríkisútvarpinu 1994 og jafnframt verði athugað með hveij- um öðrum hætti starfsemi þessara stofnana og annarra hliðstæðra geti sem best náð til allra landsmanna. „Þetta bendir til þess að Alþingi finn- ist einnig óeðlilegt að Sjónvarpið sinni þessum þætti ekki betur en raun ber vitni,“ segir Runólfur. málefnum og ef til vill sameiginlegu borgarstjóraefni. Margir hafa verið tilnefndir sem borgarstjóraefni þannig að af nógu er að taka og þá er spurningin hvort við auglýsum það upp ákveðið eða hvort við höfum einhvern í bakhöndinni.“ Áhersla á samstarf Guðrún Ágústsdóttir, vara- borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, segist þeirrar skoðunar að Alþýðu- bandalagið muni bjóða fram G-lista. Vonandi yrði sem víðtækust sam- staða um listann og þá einkum frá fólki í Nýjum vettvangi. „Við leggj- um áherslu á samstarf við hina flokkana um ákveðin málefni og að það liggi fyrir þannig að kjósendur geti kynnt sér hver er samstarfs- grundvöllur flokkanna," sagði Guð- rún. Sagði hún að ef minnihlutinn næði meirihluta yrði að velja borg- arstjóra og að hann gæti komið úr röðum borgarfulltrúa eða apnars staðar frá. Hann yrði þá valinn eft- ir efni og hæfileikum en ekki eftir því úr hvaða flokki hann kæmi. Guðrún Ögmundsdóttir, borgar- fulltrúi Kvennalista, segir að Kvennalistinn sé innstilltur á sam- vinnu minnihlutaflokkanna en ekki sameiginlegt framboð. Enn hefur ekki verið rætt um hugsanlegt borg- arstjóraefni en það yrði gert eftir áramót. „Það er ákveðinn hópur sem leggur hart að sameiginlegu fram- boði en við fáum ekki séð að það geti gerst,“ sagði hún. Breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga Hækka þyrfti út- svar í Reykjavík ÚTSVAR í Reykjavík þyrfti að hækka um 1,8 til 2 prósentustig til að mæta missi aðstöðugjalds og landsútsvars, verði breyting á lög- um um tekjustofna sveitarfélaga samþykkt. í bréfi Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra til félagsmálanefndar Alþingis er bent á að skynsamlegt sé að bíða með aðgerðir í skattamálum þar til upp- stokkun verkefna ríkis og sveitarfélaga hefur farið fram. * Ovenjumargar aðgerðir á slysadeild Borgarspítala MIKIÐ álag var á skurðstofu slysadeildar Borgarspítala um síðustu helgi og voru á laugardag og sunnudag gerðar 17 að- gerðir, sem er, að sögn Brynjólfs Mogensens yfirlæknis, mun rneira en venjulega. Komur á deildina voru 199 á laugardag og sunnudag sem er ekki meira en í meðallagi en meðaltalið er um 100 komur á sóiarhring. Brynjólfur sagði að eitt skurð- stofuteymi hefði unnið hörðum höndum langt fram á nótt á laugar- dag og sunnudag en þrátt fyrir það hefði ekki tekist að gera að öllum sem þurftu á því að halda. Að þremur var gert á mánudag og siðasta aðgerðin vegna innkomu á deildina um helgina var gerð í gær. Var látin bíða í 13 tíma Morgunblaðinu er kunnugt um tæplega níræða konu sem datt snemma á sunnudagsmorgun og fór á slysadeildina. Þar var hún skoðuð og teknar af henni röngten- myndir sem leiddu í ljós að gera þurfti á henni aðgerð á mjöðm. Henni var gefið morfín og látin bíða þar til seint á sunnudagskvöld að aðgerðin var gerð. En hvers vegna eru sjúklingar látnir bíða svona lengi? Ekki óeðlilegt Brynjólfur Mogensen sagðist ekki þekkja umrætt tilfelli en þeg- ar um fullorðið fólk væri að ræða þyrfti oft að bíða eftir niðurstöðum úr ýmsum rannsóknum áður en hægt væri að gera aðgerð á sjúkl- ingnum. Hann sagði að þegar um mjaðmarbrot væri að ræða væri miðað við að gera aðgerð innan sólarhrings og væri því alls ekkert óeðlilegt þótt sjúklingur biði frá morgni og fram á kvöld. Hann sagði að það hefði ekki áhrif á bata þótt aðgerð vegna beinbrots tefðist í einhveija klukkutíma. Þá benti hann á að óvenjumikið álag hefði verið á skurðstofu slysadeild- ar um helgina. Enginn látinn híða sem ekki þolir bið Pálína Ásgeirsdóttir, deildar- stjóri á slysadeild, sagði að sjúkl- ingum væri raðað í forgangsröð eftir því hversu aðkallandi væri að gera á þeim aðgerðir. Þetta mat gæti stundum verið óskiljanlegt frá sjónarhóli sjúklinga og aðstand- enda þeirra. Það væri hins vegar ófrávíkjanleg regla að enginn væri látinn bíða sem eklci þyldi bið og ef aðstæður gæfu tilefni til þá væri kallað út annað skurðstofu- teymi og unnið á tveimur skurð- stofum. í bréfi borgarstjóra er bent á að verði breytingarnar að lögum sem frumvarpið gerir ráð fyrir muni yflr- færsla á skattbyrði félaga og fyrir- tækja á einstaklinga aukast. Fram kemur að sveitarfélögum verði bættur tekjumissirinn sem verður við brott- fall aðstöðugjalds og landsútsvars með því að heimila hækkun fasteigna- skatta á atvinnuhúsnæði og til bráða- birgða að leggja sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Þá segir að fyrir liggi að ríkisvald- ið hyggst lækka tekjuskattinn um 1,15%. Skattbyrði Reykvíkinga mun því aukast um 0,65% til 0,85% á næsta ári ef borgarstjórn ætti ekki annars úrkosta en að bæta tekjumiss- inn með framangreindum hætti. Fram kemur að þegar bráðabirgðaákvæði frumvarps um sérstaka skattlagningu á verslunar- og skrifstofuhúsnæði fell- ur úr gildi í árslok 1994 munu útsvör í Reykj.avík enn þurfa að hækka um 0,25 til 0,3% til að inæta þeim tekju- missi. Bent er á að ráðgert sé að flytja stór verkefni frá ríki til sveitarfélaga og að grunnskólinn verði alfarið verk- efni sveitarfélaga frá 1. ágúst 1995. „Þetta hlýtur aftur að kalla á mikla uppstokkun á tekjustofnum sveitarfé- laga og tilfærslu skatta til þeirra frá ríkinu. Því er skynsamlegt að láta aðgei-ðir í skattamálum bíða, en halda a.m.k. á næsta ári óbreyttu fyirr- komulagi frá því sem í gildi hefur verið í ár,“ segir í bréfi borgarstjóra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.