Morgunblaðið - 08.12.1993, Síða 38

Morgunblaðið - 08.12.1993, Síða 38
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 Gjöf til Lista- safnsins 50 ÁR eru liðin frá því Hnitbjörg, Listasafn Einars Jónssonar var tengt við hitaveitu frá Reykjum í Mosfellssveit. Af því tilefni ákvað stjórn veitustofnana Reykjavíkur að minnast tímamótanna og gefa safninu jafnvirði 1,5 millj. til hitun- ar hússins næstu ár. Viðstaddir afhendingu gjafarinnar voru meðal annarra úr stjórn safnsins Sveinn Björnsson, prófessor Ármann Snævarr formaður, Hrafnhildur Schram forstöðumaður og fyrir stjórn veitustofnunar, Martin Pet- ersen kynningarfulltrúi, Garðar Ingvarsson og Þórir Lárusson ásamt Páli Gíslasyni formanni, sem afhenti gjöfina. Sparibaukurinn GEORG, jólagjöf sem vex og vex! Afar, ömmur, pabbar og mömmur, frændur og frænkur, systur, bræður og vinir! Sparibaukurinn Georg er skemmtileg jólagjöf. Hann gerir sparnaðinn spennandi, því til mikils er að vinna fyrir börn sem standa sig vel, bæði góðir vextir og margskonar verðlaun s.s. litabók, plakat og bolur. Georg og félagar eru í íslandsbanka. Unnið að skipulagn- ingu Reyk- hólahrepps Miðhúsum. HINGAÐ kom í Reykhóla um síðustu helgi Gísli Gíslason landslagsarkitekt og með hon- um voru Guðrún Halla Gunnars- dóttir landfræðingur, Ingvi Þór Loftsson landslagsarkitekt og Snæbjörn Jónsson fyrrverandi vegamálastjóri sem var fundar- stjóri á fundi á Reykhólum um skipulagsmál, en verið er að skipuleggja Dalasýslu og Reyk- hólahrepp. Á næstu árum mun ferða- mannastraumur aukast hingað vestur og byggist sú skoðun á fyr- irhuguðum göngum undir Hval- fjörð, miklum vegabótum eða jafn- vel göngum gegnum hæsta hluta Bröttubrekku og brú yfir Gilsfjörð. Einnig er fyrirhugað að endurbæta veg yfir Tröllatunguheiði, en þá eru ekki nema um 50 km milli Reykhóla og Hólmavíkur. Einnig kemur vegur yfir Kollafjarðarheiði á dagskrá innan örfárra ára. Verk Gísla er vel á veg komið og hefur hann merkt inn á kortið góð útivistarsvæði og jafnvel kom sú hugmynd upp að gera nyrsta hluta Reykhólahrepps að þjóð- garði. Það mál er á byrjunarstigi, um- ræður að hefjast og ekki auðvelt úrlausnar. Á þessu svæði er æðar- varp og ef sú hugmynd nær fram að rækta eigi tófu og mink í þjóð- görðum verður leiðin erfiðari að markinu. - Sveinn. -----»• ♦ ♦----- * Yerslunarráð Islands Lækkun vsk. á matvæli og tollahækkun- um mótmælt VERSLUNARRÁÐ íslands mót- mælir fyrirhugaðri lækkun virðisaukaskatts á matvæli og einnig fyrirhuguðum tollahækk- unum á feiti og olíur. Verslunar- ráðið lýsir einnig vonbrigðum sínum með hækkun trygginga- gjalds en -fagnar hins vegar því að fallir hefur verið frá skatt- lagningu vaxtatekna. Þetta kemur fram í umsögn Verslun- arráðsins um skattafrumvarp fjármálaráðherra sem sent hef- ur verið til efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis. í fréttatilkynningu frá Verslun- arráði segir af þessu tilefni m.a. að fyrirhuguð breyting virðisauka- skatts á matvæli muni veikja virðisaukaskattskerfið og auka möguleika á undanskotum. Heppi- legra sé að fara aðrar leiðir, s.s. að lækka almenna skatthlutfall virðisaukaskattsins, hækka per- sónuafslátt eða greiða sérstakar tekjutengdar fjölskyldubætur. -----♦ ♦ ♦----- ■ SÍÐASTA konukvöldið fyrir jól verður haldið í kvöld, miðvikdaginn 8. desember, í Herkastalanum, Kirk- justræti 2, kl. 20.30. Tækifæri gefst að bragða á jólakonfekti og einnig verður sýnt hvernig það er búið til. Kapteinn Miriam Óskarsdóttir ásamt fleirum mun syngja og stjórna og Ingi- björg Jónsdóttir flytur hugvekju. Einnig verður efnt til happdrættis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.