Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRIL 1994
11
Skæruliðastúlkuraar
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Undanfarin misseri hefur loks-
ins komið upp nokkur umræða
um stöðu kvenna í íslenskri mynd-
list, og mátti tæpast seinna verða
ef þær vangaveltur sem komið
hafa fram erlendis, hafi ekki
hreinlega átt að fara framhjá
landinu. Þessi umræða hefur eink-
um verið áberandi í Bandaríkjun-
um, og þá stundum tengst um-
fjöllun um stöðu minnihlutahópa,
sem eiga einnig erfitt uppdráttar
í myndlistinni.
Nú er angi af þessari umræðu
kominn til íslands í formi sýning-
ar á veggspjöldum, sem óformleg-
ur hópur listakvenna í New York
hefur staðið að. Hópurinn hefur
tekið sér nafnið „Skæruliðastúlk-
urnar“, með undirtitlinum „sam-
viska listheimsins". Þegar á þarf
að halda koma listakonurnar fram
nafnlaust í tvíræðum einkennis-
klæðnaði, sem er stuttir, þröngir
kjólar, háhælaðir skór - og górillu-
grímur.
Hér er ekki um raunverulega
listsýningu að ræða, heldur dreif-
ingu á upplýsingum. Á veggjum
Nýlistasafnsins er að finna þrjátíu
veggspjöld, þar sem sem athyglis-
verðum staðhæfmgum er haldið
fram; listakonur fá mun minni
athygli hjá gagnrýnendum (jafn-
vel konum í þeirra hópi), í listtíma-
ritum er hlutur þeirra einnig afar
rýr, og þekktu listasöfnin (Metro-
politan, Nútímalistasafnið, Whit-
neysafnið o.fl.) í borginni sýna
listsköpun kvenna afar litla at-
hygli.
Karlmenn gætu ef til vill reynt
að leiða málið hjá sér sem þrá-
hyggju, ef ekki kæmu til sláandi
tölulegar upplýsingar sem styðja
þessar fullyrðingar; samanburður
við hlut kvenna á öðrum sviðum,
t.d. við rekstur strætisvagna í stór-
borginni, gerir stöðuna í listheim-
inum enn háðulegri. Því er full
ástæða fyrir skæruliðastúlkurnar
að setja fram tillögu um siðareglur
fyrir listasöfn, eins og þær gera
hér.
Eini gallinn við þessa framsetn-
ingu er e.t.v. að tölurnar sem
byggt er á eru orðnar gamlar, en
flestar staðhæfíngarnar byggja á
úrtaki frá 1985-86, og mætti
ætla (þó það sé engan veginn víst)
Haukur Halldórsson
Nú stendur yfir í suðurvæng
Hallgrímskirkju all-nýstárleg sýn-
ing, sem hlotið hefur yfirskriftina
„Trú og tákn í tveim heimum“.
Hér er að finna verk sem Haukur
Halldórsson myndlistarmaður hef-
ur unnið í samvinnu við kínverska
listiðnaðarmenn, en myndefnin eru
byggð á íslensku teiknibókinni í
Árnasafni, ímyndum frá víkinga-
tímum og loks á myndlist indíána
í Norður-Ameríku, þannig að hér
er um alþjóðlegt framtak að ræða.
Haukur Halldórsson er einna
þekktastur fyrir myndskreytingar
sínar á bókum, m.a. um þjóðsögur
og íslenska hestinn. Þau myndefni,
sem hér er að finna, byggja á sama
hátt á gömlum hefðum; íslenska
teiknibókin er talin frá byijun
fimmtándu aldar, og indíánar Norð-
ur-Ameríku áttu sér aldalanga hefð
í myndgerð náttúruvætta þegar
hvítir landnemar kynntust verkum
þeirra, sem sumir þjóðflokkamir
unnu m.a. með mislitum sandi. Hér
er því að finna stílfærða myndgerð,
sem á sér langar hefðir og ætti að
vera mörgum kunnugleg. Haukur
vinnur úr þessu öllu af miklum
trúnaði við uppruna myndefnanna,
og skipar því skemmtilega niður í
myndflötinn.
Úrvinnsla verkanna er síðan til-
raun í alþjóðlegu samstarfi. Hauk-
ur teiknar verkin hér heima, en
þau eru síðan endanlega unnin af
kínverskum listiðnaðarmönnum,
sem eru greinilega afar leiknir í
sínu starfi. í hefðbundinni vinnslu
emileraðra gljámynda eru teikn-
ingin mótuð með málmþræði, og
myndfletir síðan fylltir með litar-
efni. Það er mikið þolinmæðisverk,
þar sem engu má skeika um lit
eða dreifingu; loks er verkið brennt
við háan hita til að festa litina og
skapa harða húð
utan á verkið. Hér
er notuð ný tækni
sem þessir tilteknu
listiðnaðarmenn
hafa þróað, og
nefna mætti kalda
emileringu; í stað
brennslunnar er
fljótandi polyester
hellt yfir myndina
og látið harðna.
Þannig er ferlinu
lokað, en í mynd-
unum má vel
greina komóttann
litsandinn, sem er
jafnað út í hvetjum
litfleti; þessi nýja
tækni gefur verk-
unum mun líflegri
og ferskari svip en
ella.
Á sýningunni
eru tæplega sextíu
myndir unnar með
þessum hætti, og
eru margar þeirra
mun stærri en var
hægt að gera með
eldri tækni. Það er
forvitnilegt að sjá
hversu vel þessi
myndgerð getur hentað ólíkum
myndstílum, t.d. víkingamyndum,
kristilegum viðfangsefnum og
táknmyndum indíána, sem eru hér
hafðar afar litríkar.
Listamaðurinn hefur átt náið
samstarf við Ragnar Baldursson
um þróun þessa verkefnis, en
Ragnar hefur dvalið langdvölum í
Kína og tengsl hans þar hafa gert
þeim félögum kleyft að komast í
samband við þá listiðnaðarmenn,
sem vinna verkin. Nú hefur verið
stofnað fyrirtæki til að fylgja þessu
starfi eftir og athuga möguleika
þess á víðari grunni; nú þegar eru
fyrirhugaðar sýningar erlendis á
verkum, sem eru unnin með þess-
ari nýju tækni, og verður fróðlegt
að fylgjast næstu árin með fram-
gangi þessa íslensk-kínverska sam-
vinnuverkefnis á sviði lista og list-
iðnaðar.
Sýningin „Trú og tákn í tveim
heimum" í Hallgrímskirkju stendur
til sunnudagsins 24. apríl, og er
unnendum fallegs handverks bent
á að líta við.
að staðan hafi nokkuð batnað síð-
an.
Á einu veggspjaldinu er fullyrt
að staðan sé jafnvel enn verri í
Evrópu. Vegna þessa hlýtur að
vera áhugavert að athuga stöðuna
hér á landi, og þar hefur undir-
búningshópi sýningarinnar tekist
að byggja á nýjum upplýsingum
frá Listasafni íslands, Listasafni
Reykjavíkur og skrifstofum
Reykjavíkurborgar.
Staðan á íslandi reynist nokkru
skárri en þar sem skæruliðastúlk-
urnar starfa, en samt er þar ekki
eðlismunur á. Einkum er athyglis-
vert að sjá hvernig listaverkakaup
safnanna endurspegla rýran hlut
listakvenna, bæði hvað varðar
fjölda listaverka, en ekki síður á
hvaða verði þau eru keypt. - Hér
er ekki rétt að hafa allar þessar
tölur eftir, en vert að benda safna-
fólki og listunnendum að kynna
sér þær vel.
í listum er aldrei hægt að rétt-
læta kvótaskiptingu af einu eða
neinu tagi; það hljóta ætíð að
vera hin listrænu gæði, sem eru
hinn endanlegi mælikvarði, þegar
öllu er á botninn hvolft. Hins veg-
ar er afar ótrúlegt, að í augum
opinberra listkaupenda halli sá
mælikvarði svo áberandi á annan
veginn, eins og hér er sýnt fram
á; þar hlýtur fleira að koma til,
a.m.k. hvað varðar samtímalist.
Þegar haft er í huga að konur eru
í meirihluta félagsmanna Sam-
bands íslenskra Myndlistarmanna
er rökrétt að álykta að hér þurfi
að kanna betur sjónarmið „sam-
visku listheimsins".
Samhliða þessari kynningu hef-
ur verið komið fyrir í sölum Ný-
listasafnsins ljósmyndaverkum
Ingu Svölu Þórsdóttur og Wu
Shan Zhuan, sem og verkum úr
eigu safnins eftir þær Sólveigu
Aðalsteinsdóttur, Ragnheiði
Hrafnkelsdóttur, Önnu Líndal og
Ráðhildi Ingadóttur. Tengslin við
aðalsýninguna eru ekki nógu
sterk, nema þá í ljósmynd Maike
Klein af hinni eilífu sögu um
Adam og Evu og eplið góða.
Sýningunni um „Skæruliða-
stúlkurnar" sem og öðrum sýning-
um í Nýlistasafninu lýkur sunnu-
daginn 24. apríl, og er rétt að
benda áþugafólki um stöðu list-
anna á íslandi að líta við.
Margrét Sveinsdóttir
í Gallerí einn einn við Skóla-
vörðustíg var nýlega opnuð sýning
á nokkrum málverkum Margrétar
Sveinsdóttur, en þetta mun vera
fyrsta einkasýning hennar í höf-
uðborginni.
Margrét lauk námi frá málun-
ardeild Myndlista- og handíða-
skóla íslands 1988 og hélt þá til
Svíþjóðar, þar sem hún nam við
Valands listaháskólann í Gauta-
borg. Hún hefur áður tekið þátt
í nokkrum samsýningum í Svíþjóð
og á ísafirði.
Listakonan sýnir hér fimm olíu-
málverk, sem öll eru unnin með
þykkri áferð, þar sem litirnir eru
lagðir með hrjúfum hætti; efsta
lagið í þremur verkanna er fremur
litlaust í sjálfu sér, en undir því
má greina sterkari liti, sem bijót-
ast á stundum í gegnum uppbygg-
ingu flatarins.
Verk af þessu tagi hafa verið
virkur þáttur í málaralistinni allt
frá því um miðja þessa öld, þegar
abstraktlistamenn eins og Jack-
son Pollock og fleiri fóru að nota
sand og aðra aðskotahluti í mál-
verk sín; frá þeim tíma hefur efn-
isgildið ætíð verið ríkur þáttur í
málverkinu. Hugtakið „Matter
Painting" (Efnismálun) hefur
stundum verið notað um verk í
þessum anda og bandaríski lista-
maðurinn Larry Poons vann ötul-
lega á þessu sviði um og eftir
1970.
Því má vera ljóst að hér er um
að ræða framhaldsvinnu við hin
eilífu viðfangsefni málaralistar-
innar, úrvinnslu formsins og efn-
isins í málverkinu. Það er í sjálfu
sér eðlilegt að hver listamaður
fyrir sig takist á við þau og kom-
ist að persónulegum niðurstöðum;
sú vinna er hins vegar sjaldnast
áhugaverð fyrir aðra fyrr en ár-
angurinn er kominn í ljós. Hér er
flest kunnuglegt og því eiga
vinnubrögðin enn nokkuð í land
til að geta talist persónulegt, sjálf-
stætt framlag á sviði málaralistar-
innar.
Sýning Margrétar Sveinsdóttur
í Gallerí Einn Einn neðst við
Skólavörðustíginn stendur til
mánudagsins 25. apríl.
TRÍÓ FRÁ VÍN
_________Tónlist______________
Jón Ásgeirsson
Vienna Clarinet Trio kom fram
á tónleikum í Norræna húsinu sl.
föstudag. Tónleikar þessir voru
Inaldnir í boði austurríska mennta-
imálaráðuneytisins og tilefnið voru
svonefndir „þýskukennaradagar".
Á efnisskránni voru verk eftir
Johannes Brahms, sellósónatan í
e-moll, op. 38, klarinettusónatan í
Es-dúr, op. 120 og a-moll píanótríó-
ið, op. 114. Brahms var dulur og
margir sökuðu hann um tilfinninga-
leysi, íhaldsemi, ofhlæði og útspek-
uleruð vinnubrögð. Allt á þetta við
rök að styðjast en tilfinningaleysið
er nú skilgreint að vera innhverfar
og duldar tilfinningar og hafa tón-
flytjendur sífellt náð sterkari tökum
á þrunginni túlkun þessa mikla tón-
skálds og einfara.
Tónleikamir hófust á e-moll
sellósónötunni, verki sem að nokkru
felur í sér allt sem Brahms var
sakaður um. Það hefst á þungbún-
um, alvörugefnum þætti í sónötu-
formi, sem er þrunginn næturíhug-
un einfarans. Annar þátturinn er
ljóðrænn mennúett, eins konar
„Valse triste", þar sem sorgin og
gleðin eru ofin saman í hæglátum
dansi, eins konar stefnumóti við
einmanaleikann. Lokakaflinn er
baráttuljóð en þar fer Brahms
lengra aftur, hvað snertir form og
vinnubrögð en í 'tveimur fyrri köfl-
unum. Þar er það kontrapunkturinn
sem ríkir í mikilleik sínum, sem
foldgnátt fjall, hættulegt og erfítt
hveijum farandmanni.
Ekkert af þessu var að heyra í
leik sellóleikarans Adalbert Skocic
og píanóleikarans Adrian Cox, því
þó þeir séu góðir hljóðfæraleikarar,
vantaði t.d. sellistann þann syngj-
andi tón, sem hæfir þessu sérkenni-
lega skáldverki.
Es-dúr klarinettusónatan var fal-
lega flutt af Helmut Hödl, klari-
nettuleikara, en á köflum með of
mjóróma tóni. Hamin tónmyndun,
eins og héyra mátti hjá Hödl, veld-
Helmut Hödl
ur því að hlustendur taka sérstak-
lega eftir flutningnum, en hlusta
minna á tónlistina, sem verið er að
leika.
A-moll tríóið er eiginlega píanó-
sónata, eins og mörg kammerverk
Adalbert Skocic
meistarans og þar átti Adrian Cox
oft vel leiknar tónhendingar, sem
og reyndar í fyrri verkunum en í
heild vantaði mýktina í leik hans.
Ef ætti að lýsa leik félaganna í
Vienna Clarinett Trio koma lielst í
Adrian Cox
hugann þær andstæður, sem ein-
kenndu leik þeirra. Leikur sellistans
var þurr og á köflum ótónviss, tónn
og túlkun klarinettuleikarans var
„kúltúr" haminn en píanóleikarinn
var á köflum harður og ósveigjan-
legur. Það vantaði sem sé skáld-
skapinn í flutninginn, sem í heild
olli nokkrum vonbrigðum, því heim-
sókn frá Vinarborg er ekki hvers-
dagsviðburður hér á landi.