Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRlL 1994 19 Frá neyðarþjón- ustu meinatækna — á rannsóknarstofu Landspít- alans í blóð- o g meinefnafræði eftir Bergljótu Halldórsdóttur Verkfall meinatækna hófst á miðnætti 5. apríl og hefur staðið í 4 daga þegar þetta er skrifað. Bráðarannsóknir frá um 1000 sjúklingum hafa nú verið mæld- ar. Fjórir meinatæknar gegna þessari bráðaþjónustu frá kl. 8.00-18.00 og 1 meinatæknir frá kl. 18.00-8.00. Áður en degi lýk- ur hafa allt að 5 meinatæknar verið kallaðir til hjálpar við að mæla hinar ýmsu bráðarannsókn- ir og bráða undanþágubeiðnum sem fjölgar er líður á daginn. Allar rannsóknarbeiðnir koma frá sérfræðingum spítalans, ein- staka utan af landi og eru allar taldar lífsnauðsynlegar. Telja mætti af rannsóknarljöldanum og þeim fjölda meinatækna sem til eru kvaddar að ekki sé um verk- fail meinatækna að ræða, heldur einungis að dregið sé úr þjónustu þeirra. Meinatæknar hafa verkfalls- rétt. Rétt sem flestar fagstéttir hafa og neyðast til að grípa til, ef allt annað hefur brugðist. Þess- um rétti meinatækna eru þó sett- ar mjög þröngar skorður eins og sjá má hér. Staðan er erfið. Bergljót Halldórsdóttir Meinatæknar eru þjónustustétt í heilbrigðiskerfinu. Ábyrgð er mikil, álag mikið og þekkingar krafist. Það vitum við sem verkin vinna. Höfundur er meinatæknir á bráðaþjónustuvakt. Fundir með Ingi- björgu Sólrúnu INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarsljóraefni R-listans efnir til opinna borgarfunda um helstu málefni Reykvíkinga. Fyrsti fundur- inn verður 12. apríl og nefnist hann: „Atvinnumálin: breytt viðhorf og frumkvæði". Fundarstaður er Borgartún 6. Málshefjendur auk Ingibjargar Sólrúnvar verða Örn D. Jónsson, Gunnar Gissurarson, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þuríður Magnúsdótt- ir, og Grímur Valdimarsson. Um- ræðum stjórnar Halldór Guð- mundsson. Annar fundur verður 18. apríl og nefnist hann: „Breyttir tímar, betri skóli“ og þriðji fundur- inn verður 26. apríl og nefnist hann: „Örugg, breytt og betri borg“. Fundarstaðir verða auglýstir síðar. Ahugaverðar Grænlandsferðir Ammassalik Þriggja daga hundasleðaferðir. Síðasta brottför 13. maí. Kangerlussuaq (Syðri Straumfjörður) Sumarleyfisferðir frá 13. júní til 26. september. Tilvalið fyrir skóla- og íþróttahópa. Einnig einstaklings- og fjölskylduferðir. Narsarsuaq Á slóðum Eiríks rauöa. Fjögurra til átta daga ferðir frá 13. júní til 26. september. Narsaq Veiðiferðir í 4 til 8 daga í ágúst og september. Mjög hagstætt irerð Leitid nánari upplýsinga Ferðaskrifstofa GUDMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34, simi 683222 Orðsending til viðskiptavina sparisjóðanna BREYTIN G k, GIALDSKRA Sparisjóðirnir hafa undanfarið unnið að breytingum á uppbyggingu gjaldskrár. Hugsunin að baki breytingunum er að hver liður gjaldskrárinnar sé í samræmi við hvað það raunverulega kostar að veita þjónustuna. Með öðrum orðum: Þeir sem nýta sér ákveðna þjónustu sparisjóðanna greiða fyrir hana sanngjarnt verð. NÝIR LIÐIR í GJALDSKRÁ VEGNA DEBETKORTA OG TÉKKA: Debetkortagjald 250 kr. á ári Tekur gildi 1. júlí. Færslugjald vegna debetkorta 9 kr. hver færsla Tekur gildi 1. júní. Færslugjald vegna tékka 19 kr. hver færsla Tekur gildi 1. júní. Útskriftargjald vegna yfirlita 45 kr. gjald fyrir hverja útskrift Tékkareiknings- og SÉR-tékkareikningsyfirlita. Færslur vegna debet- korta færast inn á þessi yfirlit. Yfirlit sem send eru út um áramót verða áfram án útskriftargjalds. Tekur gildi 1. maí. Undanfarið hefur staðið nokkur styr um kostnað við notkun debetkorta. Stað- reyndin er þó sú að sá sem notar að meðaltali 10 tékkhefti á ári borgar nú fyrir það hærra gjald en samsvarandi notkun debetkorts kemur tii með að kosta hann. Og eftir að breytingarnar á gjaldskránni ganga í gildi eykst munur- inn verulega debetkortinu í hag. Auk þess að vera öruggur og ódýr greiðslumiðill er debetkortið alit í senn hraðbankakort, persónuskilríki og tékkaábyrgðakort. KOMDU í SPARISJÓÐINN OG FÁÐU . ALLAR NÁNARI'UPPLÝSINGAR SPARISJÓÐIRMR -fyrir þig og þína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.