Morgunblaðið - 12.04.1994, Síða 24

Morgunblaðið - 12.04.1994, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRIL 1994 Um 60 manns atvinnulausir á Grenivík eftir gjaldþrot Kaldbaks hf. Morgunblaðið/Rúnar Þór Hóflega bjartsýn HJÓNIN Jón Friðbjörnsson og Sigrún Valdimarsdóttir hafa bæði starfað hjá Kaldbak í áraraðir og Jón reyndar frá því fyrirtækið var stofnað fyrir nærri 30 árum. Þau eru hóflega bjartsýn á að endurreisn takist en nota tímann til göng-u- og skíðaferða á með- an staðan er enn óljós. Það er lítið líf á höfninni á Grenivík þessa dagana. Fólk bíður og von- ar að erfiðleikam- ir séu tímabundir UM 60 manns eru nú atvinnulausir á Grenivík eftir að frystihúsið Kaldbakur varð gjaldþrota fyrir hálfum mánuði. Unnið er að því meðal heimamanna að endurreisa fyrirtækið og sagðist Guðný Sverr- isdóttir vonast til að línur skýrðust í vikunni en á laugardag verður haldinn fundur með þingmönnum kjördæmisins þar sem farið verð- ur yfir stöðu mála. „Við erum þtjú hér á heimilinu sem misstum vinnuna," sagði As- mundur Þorláksson, en hann, eigin- kona hans, Hildigunnur Eyfjörð Jónsdóttir, og Fanney dóttir þeirra unnu öll í frystihúsi Kaldbaks. Ás- mundur notaði tímann til að moka snjó frá húsinu. „Maður verður eitt- hvað að gera, það er biðstaða í málinu, fólk bíður eftir að eitthvað gerist. Ég vil helst ekki hugsa þá hugsun til enda hvað verður ef fyr- irtækið verður ekki endurreist þannig að við reynum að lSta á þetta ástand núna sem tímabundna erfiðleika." Ásmundur er Siglfirðingur, kynntist Hildigunni í síidinni þar og fluttist til Grenivíkur en hún er frá Finnastöðum skammt utan við þorpið. Hann er húsasmíðameistari en sagði að á síðustu árum hefði enga vinnu verið að hafa við smíðar þannig að hann hefur síðustu árin verið til sjós eða starfað á frystihús- inu. Ævistarfið „Við höfum vissulega hugsað um hvort við eigum að reyna að selja húsið okkar hér og flytja til Akur- eyrar en maður veit ekki hvað verð- ur. Þetta hús er ævistarf manns en er orðið allt af stórt þegar böm- in eru flogin úr hreiðrinu. En þó að við gætum selt og farið þá hef ég áhyggjur af hvað verður um plássið, hitt fólkið hér. Við verðum að vera bjartsýn á að takist að endurreisa fyrirtækið og fólk fái vinnu aftur,“ sagði Ásmundur. Eirðarleysi Elísabet Friðriksdóttir og dætur hennar og eiginmannsins Guðjóns Jóhannssonar störfuðu hjá fiysti- húsi Kaldbaks. „Ég hef unnið í físki frá því ég var 14 ára,“ sagði Elísa- bet, „og aldrei verið atvinnulaus fyrr, maður kann það varla. Vinnan hefur verið mitt áhugamál, maður verður hálf eirðarlaus að hafa ekki vinnu, en hins vegar stöndum við betur að vígi en margir aðrir því maðurinn minn er á sjó.“ Hún sagðist ekki geta ímyndað sér framtíðina verði nýju fyrirtæki um fiskvinnslu á staðnum hleypt af stokkunum. Kaldbakur var burðarás atvinnulífs í hreppnum og yrði fyrirtækið ekki endurreist væri ekki að neinu öðru að hverfa og þó fólk vildi fara burt í leit að at- vinnu annars staðar yrði ekki hægt að selja húsin. „En ég held að fólk vilji ekki flytja og sé ekki með þann- ig hugleiðingar, að minnsta kosti ekki fyrr en kemur í ljós hvað verð- ur gert og fólk trúir að eitthvað verði gert.“ Lottóvinningur Dætur Elísabetar, þær Svava og Steinunn, hafa báðar starfað hjá Kaldbak í vetur. Svava kom heim frá Bandaríkjunum í nóvember en þar starfaði hún við barnagæslu. Steinunn var við nám í ferðaskóla Flugleiða og kom síðan heim til Grenivíkur í fyrravor og hefur unn- ið hjá fyrirtækinu síðan. Frá því Kaldbakur varð gjaldþrota hafa þær systur eins og aðrir þeir sem misstu atvinnuna á Grenivík verið duglegar að fara út að ganga og hlaupa. „Maður verður að gera eitt- hvað og það er ódýrast að fara út að ganga,“ sögðu þær. Reyndar var Steinunn svo stálheppin síðastliðið laugardagskvöld að vinna bónu- svinning í lottóinu, 92 þúsund krón- ur, sem eflaust kemur sér vel til viðbótar atvinnuleysisbótunum. Við bíðum Hjónin Jón Friðbjörnsson og Sig- rún Valdimarsdóttir hafa í áraraðir starfað hjá Kaldbak og Jón reyndar óslitið frá því fyrirtækið var stofnað fyrir tæpum þijátíu árum. Þau eiga fjögur börn sem öll búa á Akureyri. „Þetta eru mikil viðbrigði, það hefur verið mikil vinna á frystihús- inu og við bæði unnið mikið. Nú hefur maður allt í einu ekkert að gera þannig að þetta er óneitanlega Eirðarleysið verst ELÍSABET Friðriksdóttir og dætur hennar Svava og Steinunn störfuðu hjá Kaldbak, en Elísabet hefur unnið í fiski frá því hún var 14 ára og segir eirðarleysið sem fylgir atvinnuleysinu verst. Steinunn datt í lukkupottinn og vann bónusvinning i lottóinu síð- asta laugardag sem kemur sér vel í atvinnuleysinu. Tímabundnir erfiðleikar ÁSMUNDUR Þorláksson og Hildigunnur Eyfjörð Jónsdóttir unnu í frystihúsinu og einnig Fanney dóttir þeirra en þau vona að erfið- leikarnir séu tímabundnir og úr rætist aftur. nokkurt áfall," sagði Jón. Sigrún sagðist vera hóflega bjartsýn, fólk yrði þó að vona það besta og það þýddi ekkert að gef- ast upp. „Við bíðum,“ sagði hún, „bíðum og sjáum til hvort eitthvað gerist, verði fyrirtækið ekki endur- reist þá verðum við sjálfsagt að leita okkur að vinnu annars staðar þó ekki sé sérlega bjart yfír atvinnu- málunum almennt. Það þýðir ekk- ert að gefast upp,“ sagði hún. Jón og Sigrún segjast reyna að finna sér eitthvað að gera til að dreifa huganum, þau fara í langar gönguferðir og skreppa á göngu- skíði, „og ætli maður verði ekki að fara að taka fram nikkuna og hatt- inn og spila fyrir fólk,“ bætir Jón við og segir að þó ástandið sé svart verði að halda í gamansemina, „annars verð ég bara að sækja um pláss á elliheimili". SKIPATÆKJA/RAFEIN DAVIRKI Fyrirtæki í sölu og þjónustu á fjarskipta, siglinga- og fiskileitartækjum óskar eftir rafeindavirkja með starfs- reynslu til starfa í þjónustudeild. Skriflegum umsóknum skal skila til HAFTÆKNI hf., Hvannavöllum 14b, 600 Akureyri. Strandaði á Laufásgrunni TÖLUVERÐ leit var gerð að manni sem strandaði trillu sinni á Laufásgrunni síðastliðið laugar- dagskvöld, en upplýsingar um staðsetningu trillunnar voru óljós- ar að sögn varðstjóra lögreglunn- ar á Akureyri. Maðurinn ætlaði frá Grenivík til Húsavíkur. Talið var að hann hefði strandað við Gjögra og fóru björgun- arsveitir af stað að leita hans. Trillan fannst á Laufásgrunni og amaði ekk- ert að mannninum, en hann var áber- andi ölvaður þegar að var komið. Var hann færður 1 fangageymslu lögreglunnar á Akureyri. -------♦ ♦ -------- ■ HELGA Haraldsdóttir, for- stöðumaður skrifstofu Ferðamála- ráðs, verður gestur í Miðstöð fólks í atvinnuleit í safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju miðvikudaginn 13. apríl frá kl. 15. til 18. Helga mun kynna hlutverk og störf skrifstdfunn- ar og hugleiða ýmsar nýjungar í ferðaþjónustu. Þá mun hún einnig svara fyrirspurnum um framtíð ferðaþjónustunnar. Kaffí og brauð verður á borðum og dagblöðin liggja frammi auk þess sem ný námskeið verða kynnt. ■ KYRRÐARSTUND verður í Glerárkirkju á morgun, miðviku- daginn 13. apríl, frá kl. 12-13. Org- elleikur, helgistund, altarisakra- menti, fyrirbænir. Léttur málsverður að stundinni lokinni. Allir velkomnir. Bænastund kvenna kL 20.30-21.30 á miðvikudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.