Morgunblaðið - 12.04.1994, Síða 34

Morgunblaðið - 12.04.1994, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGUR 12. APRÍL 1994 BORGAR- OG SVEITARSTJORNARKOSNINGARNAR 28. MAI Stefnuyfirlýsing bræðingsins eftir Jónu Gróu Sigurðardóttur Alþýðubandalagið, Alþýðuflokk- urinn, Framsóknarflokkurinn og Kvennalistinn hafa gert með sér kosningabandalag við borgarstjórn- arkosningarnar í vor og bjóða fram R-listann. Þau láta sem hér sé um fem stjórnmálasamtök að ræða, en sannleikurinn er sá að þau eru í raun sex þar sem Nýr vettvangur og Birt- ing eru með í bandalaginu. í sameiginlegri stefnuyfirlýsingu þessa bræðings segir svo: „Kosningabandalagið mun leita eftir stuðningi borgarbúa tl þess að fá meirihluta í kosningunum, þannig- að unnt verði að vinna eftir nýjum áherslum í Reykjavík eftir nær sam- fellda áratuga stjórn Sjálfstæðis- flokksins." í þessu sambandi hljóta Reykvík- ingar að spyija: Hvað er það sem sameinar þessi stjórnmálasamtök? Hveijar eru hinar nýju áherslur sem þau ætla að vinna að? Augljóst er að fátt sameinar þessi sundurleitu stjómmálaöfl annað en að fella meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjóm Reykjavíkur. Stefnuyfirlýsing R-listans í at- vinnumálum er með eindæmum. Þeir sem eitthvað hafa fylgst með at- vinnumálum í borginni hljóta að vera undrandi. R-listinn hefur engin önn- ur stefnumál fram að færa en þau sem þegar hafa verið í framkvæmd og í vinnslu um langan tíma hjá meirihluta sjálfstæðismanna í borg- arstjórn. Þessi sundurleitu öfl virðast þannig hafa gert markmið sjálfstæð- ismanna í atvinnumálum að sínum og ætia síðan að nota þessi sömu markmið sem meðul við þann eina tilgang sinn að fella meirihluta borg- arstjórnar Reykjavíkur. R-listinn ætlar að gera sóknar- áætlun í samvinnu við verkalýðsfélög og atvinnurekendur í Reykjavík um hvernig megi öiTa hjól atvinnulífsins í borginni. Hér er um stolna fjöður að ræða því starfshópur á vegum Atvinnumálanefndar Reykjavíkur, Aflvaka Reykjavíkur hf. og verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, hefur unnið að þessum markmiðum. Meg- inviðfangsefni starfshópsins hefur verið að leita þess með hvaða hætti mætti standa að undirbúningi og varanlegum úrræðum til úrbóta í atvinnuleysinu. í samstarfi síðastgreindu aðila hefur víða verið komið við. Helstu viðfangsefni hópsins má flokka niður á eftirfarandi hátt: Ataksverkefni Reykjavíkur- borgar. Reykjavíkurborg ætlar að skapa 1.200 störf tímabundið í sam- vinnu við atvinnuleysistrygginga- sjóð. Verið er að úthluta fyrstu 100 störfunum. Arið 1993 stóð stjórn borgarinnar að því að 7.000 störf væru tímabundið sköpuð fyrir at- vinnulausa og skólafólk. Fræðslumál atvinnulausra. Mik- il vinna hefur verið lögð í að kanna fræðslumál fyrir atvinnulausa svo sem endurþjálfun, endurmenntun, hugmyndir um skiptivinnu, þ.e. að námi og vinnu er blandað saman, og ýmsar fleiri hugmyndir. Til þess að mögulegt sé að vinna að þessu enn frekar er nauðsynlegt að félags- „Þessi sundurleitu öfl virðast þannig hafa gert markmið sjálf- stæðismanna í atvinnu- málum að sínum og ætla síðan að nota þessi sömu markmið sem meðul við þann eina til- gang sinn að fella meirihluta borgar- stjórnar Reykjavíkur.“ málaráðuneytið og menntamálaráðu- neytið komi að málinu ásamt aðilum atvinnulífsins. Starfshópurinn hefur sent ráðuneytunum báðum erindi þess efnis. Ný atvinnutækifæri. Fyrir hópn- um hafa legið tillögur um skoðun á hugmyndum að stofnun nýrra fyrir- tækja með fjölgun atvinnutækifæra að leiðarljósi. Hér er árangurs að vænta á nokkrum sviðum. Aðrar tillögur og hugmyndir. Af öðrum tillögum og hugmyndum sem starfshópurinn hefur fjallað um má nefna tillögur um löndunarskyldu frystitogara og eflingu fiskmarkaða. Einnig má nefna hugmyndir til þess að opna leið fyrir íslenskar afurðir á erlenda markaði. Annað markmiðið á stefnuskrá R-listans er að örva nýsköpun í at- vinnumálum með samræmdu og skipulögðu stuðningskerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Meirihluti sjálfstæðismanna í Fylgstu meb á þribjudögum! Á þriðjudögum ei gefib út sérstakt íþróttablab þar sem fjallaö er um allt þab helsta sem gerst hefur í íþróttaheiminum innanlands og utan. Úrslit eru birt út fjölmörgum greinum íþrótta, t.d. öllum deildum í knattspyrnu, hand- og körfuknattleik, einnig eru fréttir af golfi, júdó, blaki, karate, frjálsum íþróttum og kappakstri svo eitthvab sé nefnt. Vibtöl eru tekin við íþróttafólk, umsagnir um leiki og lífleg umfjöllun um allt sem tengist íþróttum. - tfarnl málsinsl borgarstjórn hefur unnið ötullega að þessum markmiðum lengi í samvinnu við Háskóla Islands og rannsókna- stofnanir atvinnuveganna. I þessu sambandi má minna á Líftæknihús, Tæknigarð hf. og Rannsóknahús í þágu fiskeldis, en þar reiddi Reykja- víkurborg fram verulega fjármuni. Unnið er að hugmyndum um tækni- garð í sjávarútvegi, fríhöfn í sam- bandi við komu erlendra skemmti- ferðaskipa og margvíslegri þjónustu við skip sem hægt er að veita við Reykj avíkurhöfn. Reykj avíkurborg hefur stutt við fyrirtækjanet, en það er starfsemi sem stuðlar að samvinnu smærri fyrirtækja og auðveldar þeim nýsköpun. Atvinnumálanefnd hefur um ára- bil haft yfir sjóði að ráða einmitt til þess að standa að nýsköpun og þróun smáfyrirtækja. Víða má sjá árangur. Hér hefur aðeins verið minnst á tvö fyrstu atriðin í markmiðasetn- ingu R-Iistans í atvinnumálum sem eru í raun stolnar fjaðrir. Með hinum sjö atriðunum í stefnuyfirlýsingu Jóna Gróa Sigurðardóttir bræðingsins sýnir þessi sundurleiti hópur að hann hefur reytt fuglinn allan. Höfundur er formaður A tvinnumálanefndar Reykjavíkurborgar ogskipar 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosningarnar í Aukið umferðar- öryggi í Reykjavík eftir Ólaf F. Magnússon Stefna sjálfstæðismanna í Reykja- vík í flölskyldumálum hefur nú verið kynnt en þar segir m.a.: „Forvarnir sem miða að betri aðstöðu til umönn- unar bama, menntunar, fækkunar slysa og betri heilsu borgarbúa eru skynsamleg fjárfesting og síður en svo útgjaldaauki þegar til lengri tíma er litið. Forvarnir þýða meðal annars að fleiri einstaklingar eru virkir á vinnumarkaði, afla sér tekna og styrkja samfélagið." í fjölskyldustefnu okkar sjálfstæð- ismanna er lögð megináhersla á fimm þætti sem á mismunandi hátt snerta ijolskylduna og umhverfi hennar, en þeir eru: 1. Þjónusta við börn. 2. Þjónusta við aldraða. 3. Forvarnir. 4. Aukið umferðaröryggi. 5. Umhverfisvernd. Aukið umferðaröryggi er sérstakt forgangsverkefni Framkvæmdir sem stuðla að auknu umferðaröryggi eru í senn arðbærar og hafa í för með sér aukna vellíðan fólksins í borginni. Þar á ég einkum við fjölgun undirganga við umferðar- æðar og bættar göngu- og hjólreiða- leiðir um borgina. Einnig þarf að gera umferð um stofnbrautir greiðari og beina umferð frá íbúðahverfum inn á stofnbrautir í vaxandi mæli. Knýj- andi þörf er fyrir mislæg gatnamót, þar sem stærstu umferðaræðar höfuð- borgarinnar liggja saman. Færri ferðir og öruggari leiðir í skólann Með tilkomu heilsdagsskóla má fækka ferðum nemenda milli heimilis og skóla. Skipulega hefur verið unn- ið að skráningu gönguleiða barna og unglinga til og frá skóla. Staðsetning umferðaröryggis- varða á gönguleiðum barna í skól- ann, ásamt vel upplýstum gang- brautum og gangbrautaljósum eða hraðahindrunum, auka öryggi barn- anna. Við framtíðarskipulag þarf að reyna að staðsetja skóla í hverfum þannig að börn þurfi ekki að fara yfir umferðargötur á leið í skólann. Fjölgun undirganga við umferðaræðar Sjálfstæðismenn munu láta vinna sérstaka á' mn um framkvæmdir við göngu' .ýr og undirgöng til að auka öryggi gangandi vegfarenda. Þar má nefna tengingar yfir Skóg- arsel í Suður-Mjódd, yfir Breiðholts- braut í Módd, yfrr Miklubraut neðan Rauðagerðis og yfir Bústaðaveg-frá ibúðaHVéWi^íð.'feléftöfögM Ólafur F. Magnússon „Sjálfstæðismenn munu láta vinna sérstaka áætlun um fram- kvæmdir við göngubrýr og undirgöng til að auka öryggi gangandi vegfarenda.“ Bættar göngu- og hjólreiðaleiðir Á næstu tveim árum ætla sjálf- stæðismenn að ljúka við gerð göngu- og hjólreiðastígs, sem liggur frá Sel- tjarnarnesi meðfram ströndinni og um Fossvogsdal og Elliðaárdal upp í Heiðmörk. Byggð verður göngu- og hjólreiðabrú yfir Kringlumýrar- braut á næsta ári. Þannig skapast um 16 km gönguleið, þar sem aldrei þarf að fara yfir umferðargötu. Sjálf- stæðismenn leggja einnig áherslu á tengingu borgarhverfa með gerð göngu- og hjólreiðastíga. Mislæg gatnamót og greiðari umferð Sjálfstæðismenn leggja áherslu á, að sem fyrst verði gerð mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og á mótum Vesturlandsvegar og Höfðabakka. Einnig þarf að ráðast í breikkun Vesturlandsvegar milli Höfðabakka og Skeiðarvogs. Á þennan hátt má greiða fyrir umferð og auka enn frek- ar forvarnir í umferðinni um höfuð- borgina. Höfundur er læknir og varaborgarfulltrúi í Reykjavík. Hann skipar. 9. sætið á borgarstjórnarlista "> kjálktæðiánokkiiitifi.' i < ,'u;(OG[its[

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.