Morgunblaðið - 12.04.1994, Page 37

Morgunblaðið - 12.04.1994, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRIL 1994 37 Framhaldsskólamót í hestaíþróttum Yerkmeimtaskóhnn rauf sigurgöngu Armúlaskólans Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Hákon Pétursson sem keppti fyrir hönd Iðnskólans i Reylqavík varð stigahæstur keppenda í einstaklingskeppninni auk þess að sig^ra í fjórgangi á hestinum Neró. ________Hestar___________ Valdimar Kristinsson VERKMENNTASKÓLINN á Ak- ureyri með þau Sigrúnu Brypj- arsdóttur og Arnar Grant í broddi fylkingar kom sá og sigr- aði á árlegu móti framhaldsskól- anna í hestaíþróttum. Mótið, sem hófst á föstudag og lauk á sunnu- dagskvöld, var haldið í Reiðhöll- inni í Víðidal. Alls sendu 17 framhaldsskólar sendu lið til keppninnar að þessu sinni sem segja má að sé búin að festa sig rækilega í sessi. Skólarnir styrkja nemendur vegna þátttö- kunnar en margir flytja með sér hross langt að. Kepppnin er fyrst og fremst stigakeppni milli skól- anna en sjálfsagt hefur þótt að bjóða einnig upp á einstaklings- keppni með úrslitum. Nú í fyrsta skipti var keppt eftir nýjum reglum Hestaíþróttasambandsins en einnig var gerð tilraun með að hafa þrjá keppendur inni á vellinum í senn í forkeppninni. Voru menn almennt heldur ánægðir með þetta fyrir- komulag og töldu athugandi að reyna það frekar á öðrum vett- vangi. Tvöföld úrslit voru í hverri grein, þ.e. A- og B-úrslit, og sam- kvæmt nýju reglunum vinnur efsti hestur í B-úrslitunum sér rétt til að taka þátt í A-úrslitunum. Með þessu fyrirkomulagi voru gerð regin mistök að hafa A-úrslit í hverri grein strax á eftir B-úrslitunum sem þýddi til dæmis að einn hestur þurfti að keppa. íjórum sinnum til úrslita á sunnudagskvöldið sem er án efa full mikið af því góða. Mót- ið fór í aðra staði vel fram og ánægjulegt að sjá stöðugt aukinn áhuga nemenda á þessari göfugu íþrótt. Úrslit í einstaklingsgreinum varð sem hér segir: Tölt 1. Arnar Grant, VMA, á Leikni frá Arnarstöðum, 7,25. 2. íris Björk Hafsteinsdóttir, MH, á Gleði frá Þórukoti, 6,75. 3. Berglind Árnadóttir, FÁ, á Öss- ur, 6,50. 4. Anna B. Ólafsdóttir, FLB, á Óð, 6,46. 5. Hákon Pétursson, IR, á Neró, 5,92. 6. Gísli Geir Gylfason, IR, á Kappa. Fjórgangur 1. Hákon Pétursson, IR, á Neró, 6,27 2. Anna B.Ólafsdóttir, FLB, á Óði, 6,23 3. Amar Grant, VMA, á Leikni, 6,13. 4. Maríanna Gunnarsdóttir, VÍ, á Garra, 6,0 5. Sigrún Brynjarsdóttir, VMA, á Brynjari frá Búlandi, 5,83 6. Haukur Baldvinsson, FSU, á Galsa frá Selfossi, 5,50. Fimmgangur 1. Sigrún Brynjarsdóttir, VMA, á Ljúfí frá Hvestu, 6,82. 2. Hörður Hermannsson, IR, á Mekki, 6,65. 3. Edda Rún Ragnarsdóttir, FB, á Sindra, 6,59. 4. Hákon Pétursson, IR, á Kalsa, 6,47. 5. Þóra Brynjarsdóttir, FS, á Fiðr- ingi frá Ingveldarstöðum, 6,09. 6. Ásta Kristín Briem, MR, á Skelfi frá Skagaströnd, 5,91. Stigahæstu skólarnir: 1. Verkmenntaskólinn Akureyri, 422 stig. 2. Iðnskólinn í Reykjavík, 411,71 stig. 3. Fjölbrautaskólinn við Ármúla, 386,98 stig. 4. Fjölbrautaskóli Suðurnesja, 382,50 stig. 5. Menntaskólinn á Akureyri, 376,54 stig. Stigahæsti knapinn Hákon Pétursson með 146,72 stig. íslensk tvíkeppni Amar Grant með 113,91 stig Snyrtilegasti hestur mótsins Leiknir sem Amar Grant sat. Sigrún Brynjarsdóttir VMA, lengst til vinstri sigraði í fimmgangi á Ljúfi frá Hvestu, næst komu Hörður Hermannson IR, á Mekki, Edda Rún Ragnarsdóttir FB, á Sindra, Hákon Pétursson IR, á Kalsa, Þóra Bryiyarsdóttir FS, á Fiðringi og Ásta Kristín Briem á Skelfi frá Skagaströnd. Með sex hesta að norðan í reiðtíma hjá Sigurbimi ÞÆR tefja það ekki eftir sér eyfirsku konurnar sex að mæta til Reykjavíkur með jafn marga hesta í leit að frekari kunnáttu í reið- listinni. „Hugmyndin kviknaði þegar við vorum að vinna við undirbún- ing fyrir íslandsmótið í fyrra á Hlíðarholtsvelli á Akureyri," segir Birna Björnsdóttir sem hafði orð fyrir hópnum er blaðamaður leit við í reiðskemmu Sigubjörns Bárðarsonar þar sem fræðin voru numin. „Okkur fannst ástæða til að gera eitthvað skemmtilegt og gagnlegt saman og þá kviknaði þessi hug- mynd að fara suður á reiðnámskeið til Sigurbjörns. Við komum á Mið- vikudag og förum aftur á miðviku- daginn norður. Höfum við tekið tvo tíma á dag í reiðkennslu og slappað af og látið okkur líða vel þess á milli," sagði Bima „og aðeins farið út á lífið," bætti hún við. Á laugar- dag var farið í útreiðartúr um ná- grenni Víðidalsins og komið meðal annars við í hesthúsahverfínu að Heimsenda og sagði Bima að þeim hafí verið tekið með kostum og kynjum allsstaðar þar sem þær hafi komið. „Eiginmennirnar hafa hringt reglulega í okkur og spurt eftir hvemig hestamir hafí það og hvort þeim hafi nokkuð orðið meint af ferðalaginu en lítið verið spurt um líðan okkar kvennanna," sagði Birna í gamansömum tón. Aðspurð um ástæðuna fyrir suð- urförinni sagði Birna ekki vera van- traust á norðlenska reiðkennara en hinu væri ekki að neita að þau hefðu engan Didda fyrir norðan og vildi hún koma því á framfæri að hann væri hreint frábær reiðkenn- ari og svo skiptir náttúmlega sköp- um að geta verið innanhúss. „Nú Slegið var á létta strengi þegar eyfirsku valkyrjurnar gerðu hlé á reiðnáminu og stilltu sér upp fyrir myndatöku en þær eru frá vinstri talið Sigríður Guðmundsdóttir, Birna Björnsdóttir, Kolbrún Kristjánsdóttir, María Egilsdóttir, Áslaug Kristjánsdóttir, Helga Árnadóttir og kennarinn Sigurbjörn. verður ekki til baka snúið að við um fyrr en við höfum fengið eina viljum reiðhöll í Eyjafjörðinn og slíka," sagði Birna að lokum og var munum við konurnar ekki linna lát- þar með rokin í reiðtímann. skólar/námskeið handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Nú er rétti tíminn til að sauma sumarföt- in. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Upplýsingar i síma 17356. starfsmenntun ■ Námskeið hjá Stjórnunarfétagi íslands: Þekking - þjálfun - þátttaka (námskeið f. konur) 12. apríl kl. 13.00-17.30. Hvað einkennir afburðastjórnandann? 13. aprú kl. 13.00-17.00. Markaðs- og söluáætlun fagmannsins 18. og 19. apríl kl. 13.00-17.30. Leiðin til árangurs (Phoenix) 18., 19. og 20. apríl kl. 16.00-22.00. Alþjóðleg si'masamskipti 19. apríl kl. 15.00-16.30. ■ Tímastjórnun (Time Manager) 20. apríl kl. 08.30-17.30. Leiðir til að útrýma streitu og spennu 22. apríl kl. 15.00-19.00. Sölunámskeið fyrir verslunarfólk 25. og 26. apríl kl. 09.15-12.15. Hlutverk (Mission) 26. apríl kl. 13.00-16.00. Nánari upplýsingar í síma 621066. tölvur ■ Frá Starfsþjálfun fatlaðra Tölvunámskeið hefjast 17. maí. Innritun til 6. maí á staðnum og í síma 29380. Starfsþjálfun fatlaðra, Hátúni 10a, 105 Rvk. ■ Tölvunámskeið - Windows 3.1 - Word fyrir Windows og Macintosh - WordPerfect fyrir Windows - Excel fyrir Windows og Macintosh - PageMaker fyrir Windows/Macintosh - Paradox fyrir Windows - Tölvubókhald - Novell námskeið fyrir netstjóra - Word og Excel framhaldsnámskeið - Unglinganám - Windows forritun Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja öllum námskeiðum. Upplýsingar og skráning í síma 616699. Tölvuskóli Revkiauíkur [Jo,oi.rtúm 28, simi.ei 66.99. . - tungumál ■ Alþjóðlegir pennavinir Viltu nýta og bæta tungumálakunnáttuna á ódýran og skemmtilegan hátt? „Inter- national Pen Friends" útvegnar þér a.m.k. 14 jafnaldra pennavini frá ýmsum löndum eftir þínum óskum og áhugamál- um. Frekari upplýsingar. I.P.F., Pósthólf 4276, 124 Reykajvík. 988-18181. ýmislegt Biblíuskólinn við Holtaveg Pósthólf 4060, 124 Reykjavlk Slmi 91-67B899 ■ Byggt á bjargi Námskeið um Biblíuna Leitað verður svara við ýmkum spurn ingum um Biblíuna, t.d.: Hvers konai bók er Biblían? Hvemig getum við lesif hana og skilið? Af hverju er hún kölluf Guðs orð? Hvaða munur er á einstökum ritum Biblíunnar? Hvemig talar Guð til okkar í Biblíunni? Leiðbeinandi veröur Ragnar Gunnarsson. Kennt í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg fimm mánudagskvöld kl. 20.00-21.30, 18. aprfl - 16. maí. Námskeiðsgjald aðeins kr. 800. Skráning í síma 678899 til 15. aprfl. ■ Bréfið um gleðina Námskeið um Filippíbréfið Bréfið kynnt, baksvið þess og aðstæður er það var skrifað. Bréfið lesiö, vers fyrir vers, útskýrt og heimfært til sam- tímans. Leiðbeinandi: Skúli Svavarsson. Kennt verður fjögur þriðjudagskvöld, 17. og 24. maí, 7. og 14. júní, kl. 20.00- 21.30. Námskeiðið fer fram í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg. Námskeiðsgjald kr. 800. Skráning í síma 678899 til 13. maí. wrrTWTirwwr riwwwT»TBW~Tinnr~nwinjiMi Ieiðin til árangurs (Phoenix) 3., U: m 15. aprfl 12.00^18.00.;

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.