Morgunblaðið - 12.04.1994, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 12.04.1994, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1994 Amdís Benedikts- dóttir - Minning Fædd 31. október 1919 Dáin 3. apríl 1994 Adda móðursystir er dáin og minningarnar fylla hugann. Hún var elst fjögurra systkina, næstur er Finnur, þá Ingimundur sem lést 1989 og yngst er móðir mín, Guð- rún. Systkinin misstu móður sína þegar Adda var fimm ára gömul ^flg yngsta barnið aðeins nokkurra vikna gamalt. Þau ólust upp norður á Hólmavík hjá föður sínum, föður- systur og fóstursystur þeirra. Mikill samgangur var milli heim- ilis Öddu og móður minnar á Hólmavík á uppvaxtarárum mínum. Ótal bernskuminningar tengjast heimsóknum, jólum, dagsferðum með nesti til Reykhóla eða út á Gálmaströnd og ævintýraferðirnar á háaloftið hjá Oddu gleymast seint. Adda tók m.a. að sér að velja á mig fermingarfötin og tók mig þá með til Reykjavíkur. Á mennta- skólaárunum þegar ég bjó ásamt bróður mínum og sonum Öddu í Reykjavík þá var hún með annan fótinn fyrir sunnan og dekraði við okkur. Áður en hún hélt norður aftur þá var hún vön að búa í hag- inn fyrir okkur; ég man að í eitt skiptið sauð hún niður kjöt sem var ógleymanlega gott. Orð fór af henni fyrir myndarskap í tengslum við matargerð og á árunum norður á Hólmavík var mikill gestagangur á heimili hennar vegna starfs eigin- mannsins. Adda bjó á Hólmavík ásamt manni sínumn, séra Andrési Ólafs- - syni, til haustins 1982 eða þar til hann lét af prestsstörfum. Synir þeirra voru þá sestir að í Reykjavík og þangað fluttu þau og tóku við störfum kirkjuvarða í Dómkirkj- unni. Systkini Öddu fluttu hvert af öðru suður til Reykjavíkur og 1985 var öll fjölskyldan sest þar að. Ég á erfitt með að ímynda mér meira og nánara samband milli systkina en milli þessara fjögurra. Það lætur Mklnkkjur Glæsileg kafii- hlaðborð Megir salir og mjög góð þjómista. Upplýsingar ísáma22322 FLUGLEIÐIR ÍÍTIL uruillll friðfinns Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvöid til ki. 22,- einnig um helgar. - Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. nærri að daglegt samband hafi ver- ið milli þeirra. Söknuðurinn vegna fráfalls Öddu er því mikill, jafn- framt því sem við erum þakklát fyrir að hún þurfti ekki að upplifa frekari þjáningar. Adda hafði þann hæfileika í ríkum mæli að sjá það góða í hverjum og einum og vildi öllum vel. Eg veit að henni á eftir að líða vel í nýjum heimkynnum. Ég er líka viss um að vel hefur verið tekið á móti henni og að við eigum eftir að hittast aftur og eiga góðar stundir saman á ný. Guðrún Reykdal. Það er einn af þessum dögum á mótum sumars og hausts sem skarta svo ríkri fegurð á íslandi. Gróður hefur enn ekki látið á sjá en fjallatindarnir eru krýndir nýrri mjöll. Lágfleyg sólin fleytir glömp- um eftir gárunum sem golan vekur á Steingrímsfirðinum. Við sjónum ferðalangs blasir Hólmavík og lætur sjóinn leika um bryggjur sínar og teygir kirkjuspíruna til himins í værð. Þessum stað voru þau samgróin Arndís og Andrés, hjón sem við höfðum nánast þekkt af afspurn einni þegar við ókum í hlað á prests- setrinu. Það breyttist næsta sólar- hring. Við höfðum komið heiman frá Isafirði um Laxárdalsheiði og ætluðum að skoða okkur um í Strandasýslu. Þau hjónin voru að búa sig til beija þegar okkur bar að garði og við vildum þá gera stuttan stans og það var í góðu lagi ef við kæm- um aftur um kvöldið og gistum hjá þeim. Þetta gekk eftir og áttum við eftirminnilegt kvöld og morgun saman, þar sem við kynntumst við- horfum þeirra og athöfn. Arndís átti sinn drjúga þátt í frá- sögn og umræðum og gleði hennar og andlegt fjör gerði okkur gott í geði og veitingarnar sem hún bar fram af myndarskap settu hátíð- arblæ á samkvæmið. Áður en við fórum höfðu þau sýnt okkur prestssetrið og kirkjuna og við sannfærst um að það sem við höfðum áður spurt var satt: Þau Arndís og Andrés höfðu látið um sig muna á Hólmavík. Seinni daginn sem við ókum úr hlaði voru þeir Benedikt og Hlynur, synir þeirra, væntanlegir til þess að pakka með þeim niður. Þau voru að flytjast suður og ætluðu að annast Dóm- kirkjuna í Reykjavík. Ekkert okkar grunaði þá að þar ættu leiðir eftir að liggja saman um ára bil en svo varð þó. Þar efld- ust kynnin við dagleg störf. Vinátta skapaðist og trúnaður sem aldrei brást. Arndís hafði mótaðar skoðan- ir og lét þær ekki til hliðar ef um- ræður tókust. Hún var íhaldssöm í góðum skilningi þess orðs og einkar ábyrg. Sami myndarskapurinn ein- kenndi störfin í Dómkirkjunni og áður hafði verið á Hólmavík og juku þau virðingu kirkjunnar. Þau urðu henni samgróin bæði fyrir það hversu þau lögðu sig í störfin og eins fyrir það að hver sem þangað hefur leitað nú í 13 ár hefur hitt þau fyrir. Prestar og aðrir þjónar helgiathafna hafa sótt í þau ráð og traust og jafnan átt góðu að fagna í viðskiptum við þau. Þau Ámdís voru og prýði á sam- fundum þess fólks sem hvað þétt- ast hefur staðið um Dómkirkjuna. Jólafundir Kirkjunefndar kvenna, sumarferðir og hátíðlegar samkom- ur bregða svip við fráfall Arndísar. Glaðværð hennar og óaðfinnanlega viðurkvæmilegt yfirbragð sló jafnan tón fyrir marga aðra. Við söknum vinar í stað. Þegar komið er inn um skrúðhús- dyr Dómkirkjunnar standa ævin- lega við fatahengi tvennir skór, karlmannskór og kvenskór, snyrti- lega raðað hlið við hlið, einskonar tákn um verklag og samstöðu eig- enda sinna. Á daginn era þetta úti- skór og á kvöldin inniskór. Það er dapurleg tilhugsun að nú verði karlamannsskómir bara einir. Verkdijúgum starfsdegi er lokið og fýrir innri eyrum hljómar rödd sem segir: Gott, þú trúa þema, gakk inn til fagnaðar herra þíns. Við kveðjum Arndísi Benedikts- dóttur í virðingu og þökk. Auður og Jakob Hjálmarsson. Á páskadag árið 1949, kl. 7 að morgni, settu þau Amdís Bene- diktsdóttir og sr. Andrés Ólafsson sóknarprestur á Hólmavík upp hringa til þess að staðfesta opinber- lega unnin heit um ævitryggð. Síð- an gengu þau saman til morgun- guðsþjónustunnar, þar sem fagnað- arerindi lífsins var boðað og lof- söngvar sungnir vegna vissunnar um, að Kristur er sannarlega upp- risinn. Þar var það boðað, að vegna þess að hann lifir, þá munum við einnig lifa að eilífu. Hans vegna eigum við það víst að mega, handan við dauðans ós, ganga við stuðning lífsips sterkustu og hlýjustu handar og í samfélagi þeirra ástvina, sem við höfum tengst nánustum bönd- um, í áttina að hástóli Guðs. Páskamessan var eins og sameig- inleg játning hinna ungu elskenda um, hvaða köllun þau vildu gegna í lífi sínu. Þau gengu í hjónaband um haustið þetta sama ár, og þeirra biðu 33 afar farsæl ár í þjónustu fýrir kirkju Krists þar norður á Ströndum, þjónustu, sem var unnin af dugnaði og samviskusemi, en þó umfram allt af trú í kærleika. Ferðalög nyrðra vom erfið, ekki síst á vetmm, og sr. Andrés hafði fundið fyrir nokkmm heilsubresti, þannig að þau sáu þörfina að breyta til. Um það leyti, þ.e. árið 1982, þurfti að ráða nýja kirkjuverði að Dómkirkjunni. Eftir þeim var aug- lýst með þeim hætti, að æskilegt var talið að geta ráðið hjón, er ynnu þessi mikilvægu störf saman. Um- sókn þeirra Arndísar og sr. Andrés- ar lá fyrir, er ég kom úr sumar- Ieyfi, en aðrar álitlegar umsóknir höfðu einnig borist. Ég var að því spurður, af samstarfsaðilum, hvort mér mundi ekki þykja óþægilegt að fá þarna til starfa prest, sem væri eldri en við sr. Hjalti, fyrrver- andi prófastur og trúlega fastur í formum. Ég var svo lánsamur að hafa kynnst ljúflyndi sr. Andrésar og hafa einnig haft góðar spurnir af hans ágætu eiginkonu, þannig að ég gat öruggur vísað öllu slíku á bug. Þau voru því ráðin, og í dag er það í senn gleði okkar, sem við Dómkirkjuna höfum starfað síðan, og hamingja þeirra hjóna, hve vel hefur þar til tekist. Ég er oft búinn að segja það, að við höfum fengið þama bestu kirkjuvarðarhjón í heiminum, og einhvern veginn hef- ur enginn haft ástæðu til að mót- mæla því. Það var einstakt að fá kirkjuvörð, sem sameinaði svo vel þjónustulund og þekkingu sem sr. Andrés hefur gert. En Arndís hefur verið honum þar svo algjörlega samstiga, og skapað með hreinlæti sínu og myndarskap þann brag sem kirkjuhúsið hefur notið síðan. Kór- óna þessara hluta hefur svo verið einlægni þeirra og trúargleði sem þátttakenda í helgihaldinu. Hin daglegu samskipti einkennd- ust, af þeirra hálfu, af fágætu lúf- lyndi og tillitssemi. Þegar við prest- arnir komum til athafna, var ævin- lega allt til reiðu og okkur fagnað sem vinum. Þannig var það einnig um organistana og söngfólkið. Það var líka svo ánægjulegt, að verða vitni að því, að prestar, eldri sem yngri, prestar utan af landi eða úr úthverfum prófastsdæmisins, er áttu Ieið um miðbæinn, þeir löðuð- ust að, litu gjarnan inn til að njóta hinna góðu hjóna, og væri ekkert á dagskrá í kirkjunni, lá leið margra upp á kirkjuloftið í kaffisopa. Síðustu sex árin hef ég meira verið gestur en heimamaður, en gagnkvæm vináttan og samfélagið hafa ekkert breyst. Árndís hefur seinni hluta þessa tímabils barist við krabbameinið illvíga. Hún hefur gert það með þeim hætti, að vakið hefur aðdáun og virðingu okkar allra, sem til höfum þekkt. Hún sagðist ekki þurfa að kvarta. Guð væri búinn að gefa sér svo mörg góð ár og mikinn gæfuhlut. Það vildi hún þakka og taka svo hinu, að ég hygg, í anda orða postulans, sem sagði: „Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir.“ Páskadagur rann upp, 3. apríl sl. Ég frétti það, er ég kom til morgunmessunnar, að Arndís og Andrés væru þar ekki. Hún hafði veikst alvarlega daginn áður og var flutt á Borgarspítalann. Tengslin við þau hjón em með þeim hætti, að það var nánast sjálfsagt að fara til hennar þá strax um morguninn. Ég var svo lánsamur, að henni leið vel þá stund, sem ég stansaði hjá henni þar rétt fyrir hádegi. Við viss- um bæði, að það var ekki langt eftir. Þess vegna var rætt um vin- áttuna og samstarfið og fyrir það þakkað. En páskarnir og fögnuður þeirra voru þó efst í huga, hinn lif- andi Kristur, „ástvin alls sem lifír“, og horfnir vinir í hans vernd. Hún var svo ömgg um að mæta þar vin- um í varpa og fá sjálf að taka á móti þeim, sem hún skildi eftir hér. I þeim hug kvöddumst við. Eftir hádegi elnaði sóttin, og undir kvöld kvaddi hún þetta líf. Þá var haldið til þeirrar himnesku páskaguðsþjónustu, sem engan enda tekur. Sr. Andrés, kæri vinur. Þessar fátæklegu Iínur eru skrifaður til þess fyrst og fremst að tjá þakk- læti okkar Dagbjartar fyrir allt, sem við höfum átt sameiginlegt í starf- inu við Dómkirkjuna og á góðum stundum á heimilum okkar beggja. En jafnframt er það bæn okkar, að Guð gefi þér, og ástvinum ykkar öllum, huggun og styrk. Ég hygg ég mæli fyrir munn allra, sem nutu Arndísar með okkur, er ég lýk hér með orðum sr. Valdimars Briem: Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Þórir Stephensen. Kveðja frá Dómkirkjusöfn- uðinum í Reykjavík Það var mikill fengur fyrir Dóm- kirkjuna í Reykjavík og söfnuð hennar þegar sæmdarhjónin Arndís Benediktsdóttir og séra Andrés Ólafsson komu til starfa við Dóm- kirkjuna sem kirkjuverðir í byijun október árið 1982. Þá þegar áttu þau bæði að baki langan og giftu- dijúgan feril sem kirkjunnar þjón- ar, hann sem prestur og prófastur, hún sem prestkona og prófastsfrú, samhent eiginmanni sínum í öllum hans störfum og þjónustu við kirkju og söfnuð. Fljótt varð okkur ljóst, er Dóm- kirkjuna sóttu, að nú hafði þessi gamla og virðulega kirkja eignast verðuga þjóna. Auk einstakrar snyrtimennsku, kurteisi og prúð- mennsku í fasi öllu og framkomu, geisluðu þau hjónin af hljóðlátri glaðværð, hógværð og hjarta- gæsku, sem náði langt út fyrir veggi kirkjunnar. Svo samstíga virtust þau í öllu, að vart verður annars þeirra getið án þess að nafn hins fylgi með. Okkur setti öll hljóð þegar til eyrna barst sú harmafregn að frú Arndís hefði látist að kvöldi páska- dags, 3. apríl sl. Nokkra hríð höfð- um við vitað að hún gekk ekki heil til skógar, en háði af æðruleysi baráttu við alvarlegan og erfiðan sjúkdóm. Við höfðum vonað í lengstu lög að hún færi með sigur af hólmi. Svo varð þó ekki og því er nú skarð fyrir skildi. Upp er runnin kveðjustund. Við kveðjum frú Arndísi að leiðarlokum með söknuð og sorg í hjarta. Um leið þökkum við henni öll hennar góðu störf fyrir kirkjuna okkar. Við þökkum henni allar góðu minning- arnar og brosin sem hún skildi eft- ir handa okkur. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs- ins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi. Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.