Morgunblaðið - 12.04.1994, Side 45

Morgunblaðið - 12.04.1994, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRIL 1994 45 Morgunblaðið/Sverrir Hljómsveitina Sýslumenn skipa harmonikkuleikararnir Grettir Björnsson og Örvar Krisljánsson ásamt trommuleikaranum Barða Ólafssyni. TONLIST „Sýslumenn“ skemmta fólki Hinir landsþekktu harmonikku- leikarar Grettir Bjömsson og Örvar Kristjánsson, sem þar að auki er þekktur lagasmiður, hafa tekið höndum saman og stofnað hljóm- sveit ásamt Barða Ólafssyni frá ísafirði. Hann er aðallega kenndur við hljómsveitina V.V. og Barði sem TONLIST Sigtryggur með Björk Söngfuglinn góðkunni Bogomil Font, sem er aukasjálf Sig- tryggs Baldurssonar, var staddur hér á landi fyrir skemmstu til tón- leikahalds sejn varð raunar skammvinnt. Astæðan er sú að sögn Ásmundar Jónssonar hjá Smekkleysu að Björk Guðmunds- dóttir, sem nú er stödd í Bandaríkj- unum á tónleikaferð, leitaði til Sig- tryggs um að leika á trommur með hljómsveit hennar. Sigtryggur hélt þegar til Bandaríkjanna, þar sem hann leikur með Björk á tón- leikum hennar í Los Angeles á morgun. Ekki er ljóst hvað sam- starf þeirra verður langvinnt að þessu sinni en eins og margir muna voru þau áður saman í Syk- urmolunum. Morgunblaðið/Kristinn Bogomil Font spilar með Björk á tónleikum í Bandaríkjunum. þekkt var á sínum tíma. „Samstarf okkar Örvars hefur komið mörgum á óvart, því við höfum verið taldir samkeppnisaðilar, en við erum það alls ekki. Við erum hins vegar góðir kunningjar og höfum þekkst iengi,“ sagði Grettir í stuttu spjalli við Morg- unblaðið. Félagarnir þrír hafa tekið sér nafnið Sýslumenn. „Jú, það er vegna þess að við ætlum að spila danstónh ist og skemmta fólki um allt land. I raun verðum við í einni sýslunni í dag og annarri á morgun, því þótti okkur tilvalið að skýra hljómsveitina þessu nafni,“ sögðu þeir. Um helgina spilaði hljómsveitin í fyrsta sinn á Hótel Höfn í Horna- firði, enda segjast þeir vera í miklu uppáhaldi í þessum landshluta. Skýr- inguna telja þeir m.a. vera þá, að Örvar er Hornfirðingur, auk þess sem Grettir hafi spilað Austfjarðaþokuna inn á plötu á sínum tíma, en það lag hefur átt geysimiklum vinsældum að fagna í áratugi. Á næstunni munu Sýslumenn m.a. spila í Vestmannaeyjum, Grindavík og fyrir norðan. Þeir segjast hafa orðið varir við mikinn áhuga á hljóm- sveitinni eftir að spurðist út að þeir hyggðust spila saman. „Okkar kjör- orð er líka að koma öllum í gott skap með góðri danstónlist," sögðu þeir félagar að lokum. Tilboð í Bónus og McDonald’s 2 McHamborgarar m.osti i eins! (Venjulegt verð kr. 396,-) ÍBÓNUS BONUS BYÐUR BETUB LYST 8888 Með tilboðsmiða frá Bónus (þegar verslað er fyrir kr. 1.000,- eða meira) færðu 2 McHamborgara m. osti á verði eins (TVOFYRIREINN). Leyfishafi McDonald's íslensktfyrirtceki íslenskar lanabúnaSarafurSir VEITINGASTOFA FJÖLSKYLDUNNAR, SUÐURLANDSBRAUT 56 ÆTTLIÐIR Slær einhver metið? Svo virðist sem nokkurs konar keppni sé fyrir tilviljun komin upp hér í dálkunum, því Morgun- blaðinu hefur borist bréf frá Gunn- ari Þ. Garðarssyni á Akranesi, þar sem hann bendir réttilega á að í Fólki í fréttum birtist fyrir nokkru mynd af fimm ættliðum, þar sem tekið var fram að fremur sjaldgæft væri að sá elsti væri karlmaður. Skömmu seinna var birt önnur mynd þar sem sá elsti var 98 ára gamall karlmaður. Nú bætir Gunn- ar um betur, því á meðfylgjandi mynd er elsti ættliðurinn hvorki meira né minna en 103 ára og verður 104 ára í september næst- komandi. Þess má einnig geta að allir ættliðirnir eiga heima á Akra- nesi. Er hugsanlegt að einhver geti enn bætt hér metið? Lengst til vinstri situr Erlendur Magnússon múrari, 103 ára, þá kemur sonur hans Þorvarður Ellert, því næst Lilja Þorvarðardóttir, þá sonur hennar Jón Ellert, sem heldur á dóttur sinni Lilju Rún. PÖNTIJNA RSEÐI NA FN KENNITALA HEIMILISFANG PÓSTN.ÚM ER STAÐUR Kostir þess að fá þér .. Gerðu það gott" möppu fyrir uppskriftirnar þínar eru fleiri en einn: • Þú hefur alla bæklinga Tilraunaeldhúss MS á einum stað • Mappan er falleg, handhæg og af hentugri stærð fyrir alla bæklingana • í möppunni eru grunnupplýsingar um mál, vog og ýmis góð ráð • Hún kostar aðeins 490 kr _____ Já takk! □ Ég vil fá senda safnmöppu MS í póstkröfu □ Ég óska eftir því að uppskriftarbœklingar MS ---------------------------- fylgi möppunni. numer Utanáskriftin er: Tilraunaeldhús MS, Pósthólf10340, 130 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.