Morgunblaðið - 12.04.1994, Síða 53

Morgunblaðið - 12.04.1994, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1994 53 Öflugt æskulýðs- starf kirkjunnar Frá sr. Þórhalli Heimissyni: Á vegum kirkjunnar í Reykjavík- urprófastsdæmi hefur verið starf- rækt öflugt æskulýðssamband frá því árið 1988. Frá því er sambandið var stofnað hefur það vaxið ár frá ári. Ný félög bætast í hópinn á hveiju misseri og fleiri og fleiri unglingar sækja starf- ið heima í söfnuðunum. Þannig eru nú starfandi ein 20 félög í 16 söfnuð- um á höfuðborgarsvæðinu. í félögun- um eru svo um 800 rokkarar, hoppar- ar, sportarar, hippar, skopparar, eða í stuttu máli venjulegir unglingar. Félögin eru með ýmsu sniði og skiptast í yngri og eldri deildir, t.d. 13-14 ára, 15 ára og 16-20 ára. Leiðtogar annast rekstur hvers fé- lags og eru þeir ráðnir starfsmenn safnaðanna. Söfnuðirnir leggja líka til húsnæði undir starfsemina. ÆSKR (Æskulýðssamband kirkj- unnar í Reykjavíkurprófastsdæmum) tengir félögin saman og skipuleggur allt sameiginlegt starf þeirri. Vax- andi unglingastarf kirkjunnar endur- speglast svo aftur í vetrardag- skránni. Lítum á síðastliðið ár! í sept- ember tók ÆSKR þátt í landsmóti allra æskulýðsfélaga kirkjunnar. Var það haldið í Vatnaskógi og komu þangað um 300 unglingar. í október stóðu yfir leiðtoganámskeið fyrir starfsfólk í félögunum. í nóvember heldur ÆSKR haustsamveru þar sem unglingar fara í heimsóknir á spítala, elliheimili og aðrar stofnanir til að gleðja heimilisfólkið með söng og leik. í desember héldu unglingar og undirbjuggu djass-messu í Bú- staðakirkju. í janúar fóru allir leið- togarnir, um 40 stk., á mót upp í sveit til að undirbúa vorstarfið. ÆSKR heldur síðan stórmót heila helgi í febrúar. í ár var farið í Reyk- holt í Borgarfírði, rúmlega 200 ungl- ingar. Mars er mánuður Æskulýðs- dags kirkjunnar. Af því tilefni und- irbjó ÆSKR sjónvarpsmessu sem var sýnd á RÚV: Sumarstarfið er tími VELVAKANDI ATHUGASEMD í GREIN eftir Jóhannes Bene- diktsson í Morgunblaðinu þann 6. apríl á bls. 38 er birt vísa „sem ættuð mun vera af Austfjörð- um“. Hún er eftir föður minn, Einar bónda Friðriksson, Hafnar- nesi við Reyðarfjörð. Vísan er ekki alveg rétt. Þeir sem hafa brageyra munu strax sjá, að 2. hending stenst ekki eins og hún var birt. Mér þykir þó vissara að hún komi fram. Hún er svona: Þótt þig leiki lífíð grátt og lítið veiti gaman, skaltu bera höfuð hátt og hlæja að öllu saman. Vísan er raunar birt í bókinni Aldrei gleymist Austurland (Bókaútgáfan Norðri, 1949). Vinsamlegast, Friðrik Einarsson LJÓTAR AÐFARIR DÝRAVINUR hringdi í Velvak- anda og hafði þetta að segja: Við dýravinir getum ekki orða bundist yfir sýningu sem haldin var í Portinu í Hafnarfirði nú yfir páskana. Þar var einhver Þóra Þórisdóttir sem sjálf kallar sig listamann, sem hélt þessa sýningu. Hún lét drepa lítið sak- laust lamb, stillti því upp á stall og lét leka úr því blóðið sem lak í taumum eftir gólfinu. Þvílík heimska og þvílík grimind. Við dýravinir fordæmum svona lag- að, ef þetta kallast list, þá þarf maður ekki að vera merkileg manneskja til að geta kallað sig listamann. Fyrir hönd dýravina, Guðmunda Kjartansdóttir GÓÐ DAGSKRÁ MIG langar til að þakka sjón- varpinu fyrir góðar myndir um páskana. Ég var einn af þeim sem ætlaði að eyða fríinu á ferða- lagi en ákvað síðan að fara að tilmælum og halda mig í bænum á meðan versta hretið gekk yfir. Þar sem ég hef ekki aðgang að myndbandi varð það mér til happs að sjónvarpsdagskráin var óvenju góð yfir páskana. Ég vil sérstaklega þakka Sjón- varpinu og Stöð 2 fyrir eftirfar- andi dagskrárliði: Miðbær Reykjavíkur - aldarspegill ís- lensks mannlífs. Fiðlutónleikar Nigels Kennedys, Hamlet og kvikmyndin Óbærilegur léttleiki tilverunnar. Sjónvarpsrásunum okkar tókst að þessu sinni að finna góða blöndu af fræðslu og afþreyingu um páskana. Það er gaman að sjá hve íslensk dagskrárgerð er orðin áberandi í dagskránni enda hafa gæði hennar margfaldast á fáum árum. íslenskir kvikmynda- gerðarmenn hafa sýnt og sannað að verk þeirra eru fyllilega sam- bærileg við það besta sem gerist erlendis. Þátturinn um miðbæ Reykjavíkur er gott dæmi um getu og metnað íslenskra kvik- myndagerðarmanna enda ein- staklega skemmtilegur og fræð- andi. Pétur Jens TAPAÐ/FUNDIÐ Gleraugu fundust KVENGLERAUGU fundust í Osta- og smjörsölunni sf., Bitru- hálsi 2, föstudaginn 4. mars. Upplýsingar í síma 691611. GÆLUDÝR Köttur í óskilum ÞESSI ógelti fressköttur er sest- ur upp hjá heimilisfólkinu á Arn- artanga 24, Mosfellsbæ. Hann hefur dvalist þar í u.þ.b. mánuð. Þeir sem kannast við köttinn vin- samlega hafi samband í síma 666610. Köttur í óskilum Fjögurra mánaða grábröndótt fress með hvíta bringu og fram- lappir týndist frá Hringbraut 104. Kötturinn er með grábrönd- óttan blett á annarri framlopp- unni. Þeir sem hafa orðið varir við hann eru vinsamlega beðnir að hafa samband við eigendur í síma 14084 eða 15672. Kettlingar KÁTIR grá-brúnbröndóttir kettl- ingar með hvíta kverk fást gef- ins. Upplýsingar í síma 78422. Týndur köttur SVÖRT og hvít læða fór að heim- an frá sér, Engjahverfí, Grafar- vogi, sl. þriðjudag. Hún er með svarta doppu á trýni. Finnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 676827. sumarbúða ÆSKR bæði í borg og sveit en einnig er haldið sumarmót í júní og ÆSKR tekur þátt í versl- unarmannahelgi í Vatnaskógi í ág- úst. Fyrir utan fasta dagskrá annast ÆSKR daglega þjónustu við söfn- uðina, samskipti við félög utan höf- uðborgarsvæðisins, samvinnu við stofnanir ríkis, borgar og kirkju og almenn samskipti við erlend ung- lingafélög. ÆSKR gekk síðastliðið haust í Samband allra æskulýðsfé- laga er starfa á vegum kirkjunnar í Evrópu. Opnaðist þá unglingum frá íslandi leið til þátttöku í mótum, námskeiðum og hjálparstarfi um alla Evrópu. Af öllu þessu má sjá að starf- ið er blómlegt. Ef þú sem þetta lest hefur áhuga á þessum félagsskap, hvort sem þú ert rokkari, hoppari, rappari, sportari, hippi eða bara „venjulegur" unglingur, þá er ÆSKR eitthvað fyrir þig. Láttu sjá þig! SR. ÞORHALLUR HEIMISSON, framkvæmdastjóri ÆSKR. Gagnasafn Morgunbladsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Pennavinir ENSK kona, komin á eftirlaun en með áhuga á bóling, dansi, bóka- le.'tri, gönguferðuin og blómarækt: Irene Willars, 18 Windermere Road, Wigston, Leicester LE18 3RT, England. LEIÐRÉTTINGAR Rangt föðurnafn Greinin „Verkir í mjóbaki — far- aldur í iðnríkjum" eftir Gunnar Amarson kírópraktor birtist í hér í blaðinu síðastliðinn laugardag, blaðsíðu 12. Þar er höfundur rang- lega sagður Árnason í stað Arnar- son. Velvirðingar er beðist á þess- um mistökum. Qkuskóli Islands Námskeið til undirbúnings að auknum ökuréttindum hefjast 14. apríl. Innritun stendur yfir. Ökuskóli islands hf •, Dugguvogi 2, sími 683841. Geymið augiýsinguna. SIEMENS STÓRSKEMMTILEG STÆDA Á U MJÖG GÓÐUVERÐI! • Geislaspilari • Tvöfalt segulbandstæki • Alvöruútvarp • Tónjafnari • 2 x 30 W • Gæðahátalarar Fullkomin fjarstýring Alltþetta fyrir aðeins kr.: 37.810,- Bjóðum einnig fleiri gerðir af hágæða hljómtækjum. Komið og skoðið! Munið umboðsmenn okkar um land allt. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SI'MI 628300 Víl/rr þú endingu og gæði velur þú SIEMENS Karfinn veiddist við Franshól Ónákvæmni gætti í frétt Morgun- blaðsins frá síðasta sunnudegi um góða úthafskarfaveiði suður af landinu. Karfinn veiddist í grennd við Franshól suður við 200 mílna landhelgismörkin eins og kom fram í samtali blaðamanns við skipstjór- ann á Haraldi Kristjánssyni. I með- förum blaðsins var sagt að karfinn hefði veiðst á Franshól. Þar veiðist hins vegar eingöngu blálanga. Vinningstölur 9. apríl 1994. (ÍíÍ)(Í5)(24)É| 7) VINNINGAR fjOldi VINNINGSHAFA UPPHÆD A HVERN VINNINGSHAFA ! 1. 5ai5 , 0 5.366.790 2. 4 2 5« STÍ 92.423 3. 4at5 127 7.532 i 4. 3af5 4.776 467 ! Heildaminningsupphæðþessaviku: 9.108.284 kr. M g i yp.FiysiNGA^siMSVA1«91-68)511 lukkul(na991002 Vorferð um Danmörku og Þýskaland 29. aprd til 5. maí. Verð 44.700 á mann. Innifalið í verði er flug til Kaupmannahafnar, gisting í 2ja manna herbergi með baði og morgunverði i tvær nætur þar, gisting i 2ja manna íbúðum í Damp í Þýskalandi, allur akstur, flug heim frá Hamborg, íslensk fararstjórn og flugvallaskattar. Vor- og sumarferðir um Evrópu Akstur og sigling 30. maf til 16. júnf. Flogið til Lúxemborgar, ekið um Þýskaland, Sviss, Italíu, Austurríki, Danmörku og Noreg. Verð 139.500 á mann. Innifalið í verði er flug, allur akstur, gisting í 2ja manna herbergi með baði, morgun- og kvöldverður, sigling heim frá Noregi með Norrænu í 4ra manna káetu með baðherbergi, íslensk fararstjórn og flugvallarskattur. Ferðaskrifstofa GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34, sími 683222

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.