Morgunblaðið - 21.04.1994, Side 12

Morgunblaðið - 21.04.1994, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRIL 1994 Sönghópurinn Sólarmegin Bergljót Jónsdóttir og Ásta Hrönn Maack framkvæmdastjóri ís- lensku tónverkamiðstöðvarinnar. Islenska tónverkamiðstöðin Ásta Hrönn Maack tekur við starfi framkvæmdasljóra _________Tónlist___________ Ragnar Björnsson Áður voru það knattspyrnukapp- arnir frá Akranesi sem komu Reyk- víkingum í opna skjöldu, nu senda þeir annan hóp, níu manna lið sem lætur sparkkúnstina eiga sig, býður upp á strengleika raddarinnar, syng- ur verkefni af ýmsu tagi, allt frá madrígölum sextándu aldar, þjóðla- gatónlist, alþýðutónlist, söngleikja- tónlist til nútímalegra útsetninga, undir stjórn Guðmundar Jóhannsson- ar, sem um ieið syngur bassa í hópn- um. Sjálfsagt eru einstaklingar hóps- ins misjafnlega mikið þjálfaðir söngvarar sem að öllum líkindum gerði það að verkum að samhljómur- inn var ekki alltaf óaðfínnanlega hreinn, það getur einmitt gerst þegar saman koma þjálfaðar raddir og raddir sem eru lítt þjálfaðar. Minna bar þó á þessum óhreinindum f síð- ari hluta efnisskrárinnar, þegar raddirnar voru orðnar heitar og sviðsskrekkur fyrri hlutans runninn af hópnum. Sönghópurinn á þó alla möguleika á því að leiðrétta þennan ágalla, því um virðist vera að ræða músíkalskt fólk sem vinnur sam- viskusamlega og vill gera hlutina á listrænan máta, fram yfir þessa venjulegu meðalmennsku sem er að verða ógn ríkjandi. Eðlilega voru lög- in á efnisskránni misvel sungin, áttu misjafnlega vel við hópinn, og misvel samin. Hlédrægni gætti eðlilega í fyrsta laginu — madrigal frá 16. öld, síðara þjóðlagið í útsetningu Sigurð- ar Halldórssonar — Móðir mín í kví kví — var fallega útsett og sungið. Dægurlagakenndir „Hamingjudagar Svantes“ er dæmi um óspennandi dægurlag, og lag Jóns Múla leið fyr- ir óhreina tónmyndun. Erfitt er að ná hinni réttu stemmningu í „Vaar- en“ eftir Grieg og vafasamt er að bæta inn göngunótu, slíkir „saklaus- ir“ hlutir geta eyðilagt rétt áhrif lags- ins. Frönsku lögin eftir Debussy voru fallega sungin. Síðan komu tvö ís- lensk þjóðlög og í útsetningu Árna Harðarsonar, útsetningamar voru kannske of litlausar til að hægt væri að smíða úr þeim perlur. Síðast fyrir hlé var svo ein af snilldartónsmíðum 0. Lassos, sem var skemmtilega sungin. Fyrst eftir hlé kom snjöll tónsmíð eftir Gunnar Reyni Sveins- son — Haldið’ún Gróa hafi. Síðan kom hvert lagið á fætur öðru betur sungið og virtust amerísku lögin eiga mjög vel við hópinn, svo og Bohem- ian Rahapsody eftir Freddy Mercury, í útsetningu Sigurðar Halldórssonar, sem krafðist mikils í samsöng og hópurinn leysti sérlega vel. Eitt vil ég benda hópnum á, síðasti sam- hljóði orða hvarf gjaman í söngnum. Hópnum skal óskað góðs gengis í framtíðinni og næst ætti hann ekki að koma manni eins í opna skjöldu, eða hvað? Ásta Hrönn Maack hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra ís- lenskrar tónverkamiðstöðvar af Bergljótu Jónsdóttur. Ásta er við- skiptafræðingur frá viðskiptadeild Háskóla íslands og starfaði áður sem markaðsráðgjafi á íslensku auglýsingastofunni. MENNING/LISTIR Málmblásarar koma saman í Hafnarborg á laugardag. Myndlist Sýning á mynd- verkum barna og unglinga í Nor- ræna húsinu Sýning á myndverkum bama og unglinga frá Danmörku, Finnlandi, ís- landi, Noregi og Svíþjóð verður opnuð í sýningarsölum Norræna hússins, laugardaginn 23. apríl kl. 15. I kynningu segir: „Farandsýningin Fomnorænar sagnir er þannig tilkomin að sumarið 1990 ákváðu sjö norrænir myndlistarkennarar að búa til sam- norrænt og uppeldislegt myndverkefni' út frá hópvinnu sem unnið var á nor- rænu námsþingi sem haldið var á Got- landi. Eftir miklar vangaveltur og umræður varð samkomulag um að þemað skyldi verða fornnorrænar sagnir. Þetta þema skyldi síðan leggja grunn að myndrænu þróunarverkefni og vera kynnt bæði í bókarformi og sem farandsýning." íslenska framlagið í þessari sýningu kemur frá Grunnskóla Barnadeildar Landakotsspítala undir stjóm Sigríðar Bjömsdóttur myndþerapista. Farandsýningin Fomnorrænar sagnir samanstendur af myndverkum eftir nemendur á ýmsum aldri frá 7 mismundandi skólum á Norðurlöndum. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-19 til 8. maí. Drög að veggfóðri Sýning Jóhanns Sigmarssonar (Jonna) var opnuð á Mokka 18. apríl sl. Sumarið 1992 var kvikmyndin. Veggfóður frumsýnd og Jóhann var leikstjóri hennar og vann handritið ásamt Júlíusi Kemp. Sýningin á Mokka er samansafn teiknaðra augnablika úr vinnubók Jóhanns. í kynningu segir: „Það er hið upprunalega „veggfóður" sem hangir á veggjum Mokkakaffis; skýrslugerð og bergmál af þjóðfélags- ástandi". Sýningin stendur til 8. maí. Samsýningu í Portinu að Ijúka Samsýningu fimm listakvenna í Portinu, Strandgötu 50, Hafnarfirði, lýkur nú um helgina. Þar sýna verk sín Erla Sigurðardóttir, Guðrún Sig- urðardóttir, Katrín Pálsdóttir, Sigrún Sveinsdóttir og Steindóra Bergþórs- dóttir. Til sýnis eru verk unnin í olíu, vatnslit og steindar glermyndir. Sýn- ingin er opin alla daga frá kl. 14-18 en síðasti sýningardagur er sunriudag- urinn 24. apríl. Eitt verka Magdalenu. Magdalena sýnir í Gallerí Fold Listamaður mánaðarins í Gallerí Fold, Austurstræti 3, er Magdalena Margrét Kjartansdóttir. Hún sýnir þar þrykk dagana 23. apríl til 1. maí. Hún hefur haldið margar einkasýu- ingar á verkum sínum og tekið þátt í fjölmörgurh samsýningum hérlendis og erlendis. Gallerí Fold er opið virka daga frá kl. 10-18 nema laugardaga frá kl. 10-16. Síðasta sýningarhelgi Drafnar Grafíksýningu Drafnar Friðfinns- dóttur í Listasafni ASÍ lýkur nú um helgina. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-19 og er lokað á miðvikudögum. Sýning á verkum gesta- nemenda við MHI Sýning á verkum gestanemenda við MHI verður opnuð í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 13 í anddyri Norræna húss- ins. Nemendumir eru 18 talsins og koma frá Danmörku, Finnlandi, Nor- egi, Svíþjóð, Litháen og Þýskalandi. Þau hafa öll stundað nám við MHÍ sem Erasmus- og Nordplus-skiptinem- ar í vetur og sýna hér smá sýnishom af því sem þau hafa verið að gera í myndlistarnámi sínu hér á landi. Á sýningunni má sjá málverk, graf- ík, teikningar, keramík, textíla, pijón- les, innsetningar o.fl. Sýningin verður opin kl. 9-19 alla daga nema sunnu- daga kl. 12-19. Henni lýkur 4. maí. Steinvör sýnir vatnslita- myndir í Lóuhreiðri Nú stendur yfir sýning á vatnslita- myndum eftir Steinvöru Bjamadóttur í Kaffistofunni Lóuhreiðri, Laugavegi 59. Steinvör hefur haldið nokkrar einkasýningar. Sýningunni lýkur 16. maí og er opið alla daga frá kl. .9-6 og á laugardögum frá kl. 10-2. Art-Hún 5 ára Art-Hún hópurinn opnaði sýningu á verkum sínum í Listhúsinu Laugardal laugardaginn 16. apríl sl. Sýningin er haldin í tilefni af 5 ára afmæli Art- Hún, en það var stofnað 15. apríl 1989. í Art-Hún er gestum sem koma í galleríið boðið inn á vinnustofumar og hefur það mælst vel fyrir. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18 en henni lýkur sunnudaginn 1. maí. Æja sýnir í Gallerí Sævars Karls í Gallerí Sævars Karls opnar á morg- un, föstudaginn 22. apríl, kl. 16 sýning Æju, (Þóreyjar Magnúsdóttur). Þetta er fyrsta einkasýning Æju og ber hún heitið „Hrif“. Æja sýnir skúlptúra unna í leir, járn, stein, rekavið og gifs, sem málaðir eru með jarpikmentlitum. Oll verkin á sýningunni eru unnin á ámn- um 1993-1994. Sýningin stendur til 20. maí og er opin á verslunartíma, á virkum dögum frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-14. Listakonan hefur verkstæði og vinnustofu á Sogavegi 190. Tréskurðarverk í Gallerí Listanum Skurðlistarskóli Hannesar Flosason- ar heldur sýningu á tréskurðarverkum nemenda í Gallerí Listanum, Hamra- borg 20A í Kópavogi laugardaginn 23. apríl kl. 14. Sýnendur eru um 40 og sýna verk úr öllum sjö stigum skólans. Sýningin stendur til miðvikudagsins 27. apríl og er opin daglega kl. 14-18. Kvikmyndir „Sögur um Lenín“ Síðasta reglubundna kvikmyndasýn- ingin í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, á þessu vetri verður nk. sunnudag, 24. apríl kl. 16. Sýnd verður kvikmyndin „Sögur um Lenín“ gerð árið 1957 í leikstjórn Sergeis Jútkevitsj. Töku- handrit sömdu Mfkhafl Volgin, Nikolaj Erdman og Jevgeníj Gabrilovitsj. Með hlutverk Leníns í myndinni fer Maxím Straukh. Sögurnar um Lenín eru tvær. Sú fyrri nefnist „Afrek hermannsins Múkhins" og hin sagan nefnist „Síð- asta haustið”. Aðgangur að kvikmyndasýningunni er öllum heimill og ókeypis._________ Tónlist Norræn tónlist í skólum Lokatónleikar á vegum verkefnis um norræna tónlist í skólum verða haldnir laugardaginn 23. apríl kl. 14 í sal Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi. Fluttur verður norrænn djass af djass- kvartett grunnskólanna, skipuðum Sigurði Flosasyni, Birni Thoroddsen, Tómasi R. Einarssyni og Pétri Grétars- syni. Islensku þátttakendumir, sem eru úr Grundaskóia á Akranesi, Flataskóla í Garðabæ og Melaskóla í Reykjavík, flytja eigin lög og texta f dægurlaga- stíl við undirleik hljómsveitar Vilhjálms Guðjónssonar, en hljómsveilina skipa, auk Vilhjálms, þeir Magnús Kjartans- son, Finnbogi Kjartansson og Ásgeir Óskarsson. Vilhjálmur gerði útsetning- amar f samvinnu við bömin. Verkefni um norræna tónlist í skól- um er þriggja ára samvinnuverkefni milli norrænna tónlistarkennara. Hér á landi em þrír bekkir í jafn- mörgum skólum virkir þátttakendur í verkefninu og em nemendurnir nú á aldrinum 10-12 ára. Bekkirnir eru f umsjá tónmenntakennaranna Flosa Einarssonar við Gmndaskóla Akra- nesi, Áslaugar Ólafsdóttur við Flata- skóla í Garðabæ og Helgu Gunnars- dóttur við Melaskóla f Reykjavfk. Tónieikarnir em ölium opnir. Niflungahringurinn í Óperuklúbbnum Niflungahringurinn eftir Richard Wagner verður sýndur á vegum Óperu- klúbbsins um helgina og í næstu viku. Um er að ræða uppfærslu leikstjórans Patrice Chereau, sem sett var upp á Wagner-hátíðinni í Bayreuth á aldaraf- mæli hátíðarinnar árið 1976. f helstu hlutverkum em Donald Mclntyre sem Óðinn, Gwyneth Jones sem Brynhild- ur, Peter Hoffmann sem Siegmund, Jeannine Altmeier sem Sieglinde, Manfred Jung sem Siegfried, Heinz Zednik sem Loki og Mímir, Matti Salm- inen sem Hunding og Fasolt, Hanna Schwarz sem Frigg og Fritz Húbner sem Fáfnir og Hagen. Stjórnandi er Pierre Boulez. Sýnt verður af mynddiskum með enskum skjátextum sem hér segir; Laugardag 23. apríl kl. 15, Rínargullið og kynning, sunnudag 24. apríl kl. 14 Valkyrjan, þriðjudag 26. apríl kl. 19 Siegfried og fimmtudag 28. 'apríi kl. 19 Ragnarök. Sýningarnar verða haldnar á Vest- urgötu 36 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. - Kór frá Finnlandi í Norræna húsinu Sumardaginn fyrsta kl. 17 syngur kór frá „Nonnali koulu“ í Joensuu í Finnlandi í Norræna húsinu. Þessa heimsókn má rekja beint til íslands- kynningar sem Norræna húsið í Reykjavík stóð fyrir í Austur-Finnlandi sl. haust. Eftir þá kynningu tók þessi hópur ungmenna sig til og safnaði fyr- ir íslandsferð. Þau eru einnig með myndiistarsýningu í fórum sínum þar sem sjá má hvernig þau sjá ísland fyrir sér og verður sú sýning í bóka- safni Norræna hússins. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Vortónleikar málmblásara Málmblásarar koma nú saman í sjö- unda sinn, en vortónleikar málmblás- ara verða í Hafnarborg, Hafnarfirði, laugardaginn 23. apríl kl. 16. Efnisskrá tónleikanna að þessu sinni er ijölbreytt., Á tónleikunum verður frumfluttur nýr kvintett fyrir málm- blásara eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Þá verða flutt verk eftir Andrea Gabri- eli og Johann Heinrich Schmeltzer. Því næst verður fluttur kvintett no. 2 eftir rússneska tónskáldið Victor Ewald. Sænskættaði Þjóðverjinn Ingolf Dahl á verk á tónleikunum og loks verður svíta fyrir málmbiásara-septet eftir Englendinginn Stephen Dodgson. Vortónleikar í Fella- og Hólakirkju Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík og Kór Víkurkirkju í Mýrdal halda sameiginlega vortónleika í Fella- og Ilólakirkju laugardaginn 23. apríl kl. 16. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá og kaffi í hléinu. Stjórnendur eru Viol- eta Smid og Anna Björnsdóttir. Undir- leikari er Pavel Srnid." Sauðárkrókur Rökkurkórinn á faraldsfæti Vetrarstarfi Rökkurkórsins í Skaga- firði fer nú senn að ljúka, en að undan- förnu hefur kórinn komið víða fram og haldið söngskemmtanir innan hér- aðs og utan. Lokapunkturinn er hins vegar söngferð suður á land, sem stendur dagana 22. til 24. apríl nk. og sagði söngstjóri kórsins, Sveinn Árnason, að fyrstu tónleikarnir yrðu í bæjarleikhflsinu í Mosfellsbæ, föstu- daginn 22. apríl kl. 21, en á laugardeg- inum yrðu tvennir tónleikar, þeir fyrri í Ytri-Njarðvfkurkirkju kl. 16, en þeir síðari í Vfðistaðakirkju í Hafnarfirði kl. 21. Síðasta dag söngferðarinnar, á sunnudeginum, verður svo sungið að Laugalandi í Holtum og er það sfðasta söngskemmtun Rökkurkóreins á starfsárinu. Með kómum verða ein- söngvararnir Þuríður Þorbergsdóttir, sem einnig leikur undir á þverflautu, Sigurlaug Maronsdóttir, Hjalti Jó- hannsson og Ásgeir Eiríksson, en tví- söng syngja þeir Hjalti Jóhannsson og Eiríkur Jónsson og Ásgeir Eiríksson og Eyjólfur Jónsson. Undirleikari Rökkurkóreins er Thomas Higgereon. BB Tjaldur. Hönnun Þórdís Zoega. Stólar á sýningu í Stöðlakoti Sýning á stólum eftir Þórdísi Zoéga húsgagnahönnuð verður opnuð í Stöðlakoti laugardaginn 23. aprfl nk. Á sýningunni verða m.a. frumgerðir af tveimur nýjum stólum sem koma á markað á næstunni. Stólarnir bera nöfnin Tjaldur og Stelkur og eru eld- hús- eða kaffihúsastólar, sem Sólóhús- gögn hf. munnu annast framleiðslu á. Einnig verða til sýnis aðrir stólar sem Þórdís hefur hannað á undanförn- um 5 árum og hafa síðan verið í fram- leiðslu og sölu. Þórdís stundaði nám í húsgagna- og innanhússhönnun við Skolen for Brugskunst og Kunstakademiets Arki- tektskole í Kaupmannahöfn á árunum 1976-1981. Hún hefur síðan unnið við hönnun og rekur nú eigin teiknistofu. - Þórdís hefur tekið þátt í fjölda samsýn- inga hér á landi og erlendis. Sýningin í Stöðlakoti er fyrsta einka- sýning Þórdísar og er opin alla daga frá kl. 14-18. Henni lýkur 8. maf. Málþing Málþing- um textatengsl og viðtökurannsóknir Stofnun Sigurðar Nordals gengst fyrir málþingi um textatengsl og við- tökurannsóknir laugardaginn 23. april kl. 13.15 í stofu 101 í Odda, hugvfs- indahúsi Háskóla íslands. Ráðstefnu- stjóri verður Úlfar Bragason, forstöðu- maður Stofnunar Sigurðar Nordals. Málþingið verður sett kl. 13.15 og þeir sem flytja erindi eru Soffía Auður Birgisdóttir, Jón Karl llelgason, Toiíi Tuiinius, Matlhew J. Driscoll, Sveinn Yngvi Egilsson og Margrét Eggerts- dóttir. Kl. 17 eru svo umræðurogþing- slit kl. 17.30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.