Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994
13
Gallerí Klettur í Portinu
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAOASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖDINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁDHÚSTORGI
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Eitt erfiðasta viðfangsefni sem
listamenn glíma við þegar þeir
hefja sitt starf er að koma sér upp
viðunandi vinnuaðstöðu. Það er
sjaldnast framtíðarlausn að leggja
heimilið að einhveiju leyti undir
listksköpunina, því ýmsir listmiðl-
ar eru frekir á rými og efnanotkun
listarinnar fer ekki alltaf vel inn
á heimili; þar má t.d. nefna til
olíuliti og ýmis eiturefni sem eru
notuð við grafík.
Þar sem kostnaður við að koma
upp einkavinnustofu með öllu sem
tilheyrir er mörgum ofviða, er orð-
ið sífellt algengara að nokkur hóp-
ur listamanna taki sig saman um
rekstur vinnustofu; þannig dreifist
kostnaðurinn á fleiri herðar, og
samnýting aðstöðu, efna og tækja
er að einhveiju leyti möguleg.
Þannig er farið með þær fimm
listakonur, sem standa nú að sam-
sýningu í sýningarsalnum Portinu
við Strandgötu í Hafnarfirði. Þær
stöllur reka sameiginlega vinnu-
stofur við Helluhraun í Hafnar-
firði, sem þær hafa nefnt Gallerí
Klett, og er því sjálfsagt að kenna
sýningu þeirra við þann stað.
Þær Erla Sigurðardóttir, Guð-
rún Sigurðardóttir, Katrín Páls-
dóttir, Sigrún Sveinsdóttir og
Steindóra Bergþórsdóttir héldu
samsýningu á vinnustofum sínum
á síðasta ári, og af sýningunni hér
er ljóst að þeim hentar vel að sýna
saman. Hver þeirra nálgast listina
á sinn hátt, og verk þeirra halda
ágætlega sjálfstæði sínu innan
sýningarinnar; alls eru hér sýnd
um fimmtíu verk, og skiptast þau
nokkuð jafnt á milli sýnenda.
Erla Sigurðardóttir sýnir hér
vatnslitamyndir; annars vegar er
um að ræða landslagsstemmur og
fjörumyndir, en hins vegar myndir
af börnum að leik. Hinar fyrr-
nefndu eru mjög vel unnar, og
einkum kemur notkun hennar á
pappírnum sjálfum sem hvítum
fleti vel útj í þessu sambandi má
benda á „Ur Straumfjarðarfjöru"
(nr. 2) og „Einu sinni var“ (nr. 5).
Guðrún Sigurðardóttir sýnir
nokkur olíumálverk, þar sem ann-
ars vegar er að finna konur við
hljóðfæri, mjög í anda þess sem
Rut Rebekka hefur verið að vinna
um árabil, og hins vegar konur í
hringlaga rými, gjarna í fylgd með
táknrænum fugli; í þessi verk
vantar oft skarpari teikningu og
ákveðna snerpu í litinn, en henni
tekst einna best upp í „Ein í rými“
(nr. 41), þar sem litatónarnir eru
bjartir og skýrir.
Sigrún Sveinsdóttir vinnur einn-
PÓSTUR OG SfMI
Við spörum þér sporin
Markmið okkar er að póstsendingar, sem
póstlagðar eru fyrir kl. 16:30 á höfuðborgar-
svæðinu og póstleiðunum, verði komnar í
hendur viðtakenda næsta virkan dag.
Til annarrá staða tryggjum við að pósturinn fa
ætíð með fyrstu mögulegu ferð.
Notaðu hraðan og öruggan flutnin'g
Póstsins fyrir þínar sendingar.
ig með olíu á striga, en vinnuað-
ferðir hennar eru fjölbreyttari; í
mörgum myndanna byggir hún
landslag upp með geómetrískum
formum, og vísar síðan til orku-
mannvirkja með mastursgrind sem
hallar yfir flötinn; „Orkutindar"
(nr. 12) er gott dæmi um verk af
þessu tagi. I öðrum myndum skef-
ur hún litinn á markvissan hátt inn
í verkið, þannig áð mörgum litum
bregður fyrir í dýptinni, líkt og í
„Fjallið eina“ (nr. 22).
Þær Katrín Pálsdóttir og Stein-
dóra Bergþórsdóttir vinna báðar í
gleri, og við fyrstu sýn kann verk-
um þeirra að svipa nokkuð saman.
Við nánari skoðun koma þó fram
viss persónueinkenni á verkum
hvorrar fyrir sig. í verkum Katrín-
ar bregður víða fyrir smágerðum
táknum, og hún notar mikið hrein-
skipta fleti, líkt og sést vel í „Ljós-
brot“ (nr. 19) og „Brautir“ (nr.
11), þar sem alheimurinn er und-
ir. Steinþóra notar glerkúlur á
markvissan hátt, og gler í sterkum
litum og með mismunandi áferð
skapar oft ljúfa tilfinningu í heild-
arverkinu, líkt og í „Gaukur“ (nr.
16) og „Stemmu“ (nr. 30).
Hér er á ferðinni ágæt samsýn-
ing ólíkra listakvenna, en sýningu
þessa hóps úr Gallerí Klett í Port-
inu í Hafnarfirði lýkur sunnudag-
inn 24. apríl.
Erla Sigurðardóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Katrín Pálsdóttir,
Steindóra Bergþórsdóttir og Sigrún Sveinsdóttir.
Það tekur aðeins
einn » a
■virkan
aö koma
póstinum
þínum til skila
Með næturflutningum á pósti fímm sinnum í
viku milli Reykjavíkur og Akureyrar, myndast
samfellt flutningsnet fyrir póst um Norðurland,
Vesturland og höfuðborgarsvæðið.
Með samtengingu þessara svæða við bíla er
flytja póst um Suðurland og Suðumes geta
80-85% landsmanna nýtt sér þessa bættu
þjónustu.