Morgunblaðið - 21.04.1994, Síða 16
V|S/ CSS-XTQd li.00
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994
að kvöldi
10 mínútna símtal frá Stykkishólmi til
Hafnar á kvöldin kostar aðeins
PÓSTUR OG SÍMI
Sjá nánar í símaskránni bls, 9.
.
Kynferðislegt of-
beldi, nei takk!
eftir Halldór K. ~“T~
Lárusson , *
í kjölfar þeirrar miklu umræðu
er átt hefur sér stað undanfarið
um kynferðislegt ofbeldi finn ég
mig knúinn til að leggja nokkur
orð í belg og spyija. nokkurra
spuminga.
Er íslenskt réttarkerfí þegn-
ijandsamlegt? Er ekki hægt að
treysta lögreglu og dómsmálayfir-
völdum til þess að taka á kærumál-
um vegna kynferðislegs ofbeldis
af réttlæti og sanngirni? Ef þeim
er ekki treystandi fyrir því, er þeim
þá treystandi yfirhöfuð?
Eru lög okkar íslendinga svo
flókin og ófullkomin að ekki er
hægt að leggja megnið af kærum
í kynferðisafbrotamálum sem ber-
ast ríkissaksóknara og Rannsókn-
arlögreglu ríkisins fyrir dómstóla
og endi þar af leiðandi í skúffum
þeirra? Eg vona innilega, að ein-
hvern daginn verði hægt að svara
þessum spurningum á þann hátt
að við íslendingar getum sáttir við
unað, og treyst yfirvöldum fyrir
réttlátri málsmeðferð kynferðisaf-
brotamála. Það er ekki hægt eins
og málum er háttað í dag. Við
verðum að geta treyst yfirvöldum
fyrir rétti okkar og sjálfsögðum
mannréttindum, því ef við getum
það ekki, þá verður vandlifað í
þjóðfélagi okkar sem lýðræðisþjóð-
félagi.
Að fenginni vitneskju og
reynslu, veit ég, að kynferðislegt
ofbeldi hefur svo alvarlegar afleið-
ingar fyrir þann einstakling er fyr-
ir því verður, að barátta hans við
að öðlast eðlilegt líf og frelsi frá
þeim voðaverkum sem á honum
eru framin, er ævilöng. Viðhorfs-
breyting verður því að verða hjá
yfirvöldum svo þau megi sýna það
í verki að þau eru þess megnug,
að réttlæti ríki í okkar ágæta landi,
ekki bara klappa á kollinn á kyn-
ferðisafbrotamönnum og senda
þeim þau skilaboð að glæpir þeirra
séu nú ekkert tiltökumál. Þótt lengi
megi deila um hvort fangelsisvist
sé mannbætandi, þá er þjóðfélagi
okkar ekki sæmandi að senda ekki
Halldór K. Lárusson
„Viðhorfsbreyting
verður að verða hjá yf-
irvöldum...“
kynferðisafbrotamönnum skýr
skilaboð um að þeir séu að fremja
einn alvarlegasta glæp sem hægt
er að fremja á annarri manneskju,
eða finnst okkur allt í lagi að full-
vaxinn karlmaður hafi mök við
þriggja ára gamalt barn? Ég segi
nei! Þetta líðum við íslendingar
ekki og þessu breytum við! Það
kom bersýnilega í ljós 8. mars síð-
astliðinn, í göngunni gegn kynferð-
islegu ofbeldi, hvert almennings-
álitið er. Stjórnvöld geta ekki leng-
ur haldið að sér höndum og setið
aðgerðalaus.
Eg vona að hæstvirtur forseti
Hæstaréttar móðgist ekki við þessi
skrif mín, né finnist sér óvirðing
sýnd, heldur taki til hendinni við
að koma réttarfarinu á íslandi í
það horf sem okkur íslendingum
er sómi að, ekki ósómi.
Höfundur er áfengis- og
vímuefnaráðgjafi á Tindum,
meðferðarheimili fyrir unga
vímuefnaneytendur.
er ijölskyldudagur
á Jarlinum, Sprengisandi
Þá gerir fjölskyldan sér glaðan dag og börnin fá
barnaboxin vinsælu með Ofurjarlinum og félögum
hans, með hamborgara, frönskum og kók,
á aðeins 195 krónur.
Þeir eldri eiga margra kosta völ:
Mest seldu steikur á íslandi
eða
ítalskur salatbar, hollur, ljúffengur og ódýr
eða
eitthvað annað gómsætt af matseðlinum
- af nógu er að taka
g
i
Sprengisandi