Morgunblaðið - 21.04.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994
17
Aftur til fortíðar
eftir Jón Pétursson
Það hefur verið mér hugleikið í
langan tima hvernig hægt er fyrir
okkur lögreglumenn, og þá sérstak-
lega hér í Reykjavík, að losna úr
þeirri úlfakreppu sem við höfum
verið í til fjölda ára hvað varðar
starfskjör, tækjabúnað og nú sein-
ast Ijársvelti til löggæslunnar og
það svo að vart er hægt að fram-
kvæina starfið svo sómi sé að.
„Það er búið að skipuleggja lög-
gæsluna niður á núllið,“ sagði við
mig aðalvarðstjóri nýverið. Þörf
löggæslunnar hér á höfuðborgar-
svæðinu hefur breyst og er auðvitað
stöðugt að breytast í takt við breytt
þjóðfélag í hugsun og gjörðum. Þær
breytingar koma fyrst fram hér í
Reykjavík. Þess vegna verða borg-
arar þessa svæðis að ráða um fjár-
streymi til löggæslunnar hér í
Reykjavík og á hvaða þætti hennar
þeir vilja leggja áherslu. Það er
gjörsamlega útilokað og órökrétt
að hafa yfir sér skömmtunarvald í
málaflokki sem þessum. Við borgar-
ar hér í Reykjavík hljótum að fá
að ráða því, hvernig tryggja má
öryggi okkar og okkar starfsmanna
með því fjármagni sem við kjósum.
Því er ég einlægur stuðningsmaður
þeirra sem vilja að lögreglan að
stærstum hluta flytjist aftur til
borgarinnar og að hér verði höfuð-
borgarlögregla sem heyrir beint
undir borgarstjórn.
Ég kannast ekki við annað og
hef ekki heyrt annað en að lögreglu-
menn hafi verið ánægðir sem starfs-
menn borgarinnar hér á árum áð-
ur, eða fyrir árið 1972. Þeir fengu
hærri laun en hjá ríkinu. Launa-
greiðandinn var Reykjavíkurborg
og ríkið. Menn hófu störf sem ríkis-
starfsmenn, en að nokkrum árum
liðnum voru þeir færðir til borgar-
innar og ég man að það var eftir-
sóknarvert og í því var upphefð.
Ég þekki engin dæmi um svik eða
vanefndir af hálfu borgarinnar
vegna samninga og almennt talið
gott að semja við borgina. Borgin
var okkur jákvæð og velviljuð sem
hún og er í dag.
Aðra sögu höfum við að segja
af viðskiptum okkar við ríkið hvað
Sýning í Perlunni
Ferðalög
og útivist
VEITIN GAHÚ SIÐ Perlan stendur
fyrir sýningunni Ferðalög og úti-
vist dagana 21. til 24. apríl. I sýn-
ingunni taka þátt 80 fyrirtæki og
verða 38 básar með ýmsum kynn-
ingum á ferðamöguleikum, gist-
ingu, veitingum og afþreyingu í
öllum landshlutum.
Það sem fram fer meðan á sýning-
unni stendur er t.d. getraunaleikur,
sérstæðar rútur verða til sýnis, mat-
vælakynningar frá hinum ýmsum
landshlutum, gönguferðir verða fam-
ar á vegum Ferðafélags íslands um
Nauthólsvík og Fossvog, skógarferð
verður farin um Oskjuhlíð, kennsla í
notkun gasgrilla, jafnvægiskeppni á
reiðhjólum, fræðsluerindi í máli og
myndum, björgunarsig innandyra o.fl.
Aðgangur að sýningunni er ókeyp-
is.
-----♦ » ♦
„Því er ég einlægur
stuðningsmaður þeirra
sem vilja að lögreglan
að stærstum hluta flytj-
ist aftur til borgarinnar
og að hér verði höfuð-
borgarlögregla, sem
heyrir beint undir borg-
arstjórn.“
varðar starfskjör og samninga.
Deilur, vanefndir, tortryggni, upp-
hlaup og stöðug fundarhöld vegna
túlkana á samningum, árum saman
og standa enn. Himinháir staflar
af marklausum pappír. Linnulaus
átök þessara aðila frá 1986 sem
lögreglumenn rétt einu sinni töldu
að væm loks frá við gerð leiðrétt-
ingarsamnings á seinasta ári. En
viti menn, samningurinn er ekki
samningur nema að hluta.
Deilur sein ráðherrar hafa per-
sónulega reynt að setja niður, þar
sem að þeim hefur ofboðið.
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp
til laga um lögreglumenn og þau
samin af hinum hæfustu lögfræð-
ingum, en án nokkurs samráðs við
þá sem starfið vinna og hafa starfs-
reynsluna. Þeim var fyrst sýnt
Jón Pétursson
frumvarpið nær fullsamið. Athygl-
isverð vinnubrögð, því ég vil ekki
nefna orðið hroki í þessu sambandi.
Af framanrituðu má sjá að lög-
reglumenn hér í Reykjavík hljóta
að sækja aftur til fyrri viðsemj-
enda, því okkur er nauðsyn á að
komast að samningaborði vegna
breyttra aðstæðna og áhersla í lög-
gæslumálum hér í Reykjavík, þar
sem aðalþungi löggæslunnar er
stöðugt að færast á helgarnar og
meiri hættu þykist ég sjá að muni
þróast í starfinu. Nauðsyn á að
brjóta upp núverandi launakerfi og
um leið að koma til móts við þá sem
vinna frumlöggæslu, í launum og
tækjabúnaði. Það tækifæri mun
skapast við flutning frá ríkinu, sbr.
viðtal við Ólaf G. Einarsson,
menntamálaráðherra, í sjónvarpinu
6. þess mánaðar.
Höfundur er fyrrverandi
formaður Lögreglufélags
Rcykjavíkur og starfandi
lögregluþjónn í borginni.
■ KK-BAND hefur ekki látið fara
mikið fyrir sér undanfarið þar sem
þeir hafa verið uppteknir við tónsmíð-
ar fyrir sjónvarpsleikrit. En nú ætla
þeir að gera bragarbót á því og halda
í tónleikaferð um landið. í kvöld, 21.
apríl, verða þeir staddir í Nýja bíói,
Siglufirði, föstudagskvöld á Hótel
Mælifelli, Sauðárkróki, laugardags-
kvöld í Kántrýbæ, Skagaströnd,
sunnudagskvöld leika þeir í Yerts-
húsinu, Hvammstanga, og á þriðju-
dagskvöldið 26. apríl leikur' hljóm-
sveitin í Hlégarði, Mosfellsbæ.
Taktu þér tak í fjármálumí
Námskeið
um fjármál
heimilisins
Næstu námskeið:
Reykjavík:
• Mánud. 25. apríl og miðvikud. 27. apríl. - Fullbókað.
• Mánud. 2. maí og miðvikud. 4. maí.
Kennsla fer fram í Búnaðarbankanum Austurstræti
(gengið inn Hafnarstrætismegin) frá kl.19:30 til 22:30.
Skráning í síma 91-603203 (markaðsdeild).
Selfoss / Hótel Selfossi:
• Þriðjud. 26. apríl, kl. 18:30 - 22:30.
Skráning í síma: 98-22800 (Selfoss),
98-75111 (Hella), 98-34500 (Hveragerði).
Akureyri / Greifanum:
• Fimmtud. 28. apríl, kl. 18.00 - 22:00.
• Laugard. 30. apríl, kl. 13.00- 17.00.
Skráning í síma 96-27600.
III
Helstu eínisþættir eru:
• Heimilisrekstur
• Heimilisbókhald
• Hvernig má spara
• Ávöxtunarleiðir
• Aætlanagerð
• Ákvörðunartaka
• Tekju- og gjaldastýring
• Lánamöguleikar
• Skattamál
• Tryggingabœtur — ellilífeyrir
• Rekstur bíls
• O.fl.
Leiðbeinendur verða: Andri Teitsson, rekstrarverkfræðingur
Gisli S. Arason, rekstrarhagfræðingur og
Friðrik Halldórsson, viðskiptafræðingur.
Námskeiðið kostar 1.900 kr. en
félagar í Heimilislínunni greiða
1.400 kr. Innifalið í námskeiðs-
gjaldi er vegleg bók um
fjármál heimilanna.
HEIMILISLÍNAN
- Heildarlausn ájjárrnálum
einstaklinga
BUNAÐARBANKINN
" Tramtur hanki