Morgunblaðið - 21.04.1994, Side 18

Morgunblaðið - 21.04.1994, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 Réttarfarslegur rogastans eftir Ómar Valdimarsson Það hefur sjálfsagt mörgum farið eins og mér á dögunum að reka upp stór augu þegar Morgunblaðið birti frétt þess efnis að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði dæmt blaðamann einn í fjársektir fyrir fréttagrein sem hann hafði skrifað í blað sitt — en sýknað ritstjóra blaðsins og ábyrgð- armenn fyrir sömu grein. Málavextir eru þeir að blaðamað- urinn, sem á þeim tíma var við Dag- blaðið-Vísi, skrifaði grein í blað sitt og merkti með upphafsstöfum sínum eins og tíðkast á því blaði — og raun- ar flestum öðrum blöðum en Morgun- blaðinu. Maður sem greinin fjallaði um stefndi ritstjórum blaðsins, út- gáfustjórum, útgáfufyrirtækinu og blaðamanninum og krafðist þess að þeir sættu allir refsingu og yrðu dæmdir sameiginlega fyrir ærumeið- ingar. Dómurinn er byggður á 15. grein prentlaga nr. 57/1956, en sú grein er svohljóðandi: „Um ábyrgð á efni annarra blaða eða tímarita en þeirra, er getur í 14. gr., gilda þessar regiur: — Höfundur ber refsi- og fébótaábyrgð á efni rits- ins, ef hann hefur nafngreint sig og er auk þess annaðhvort heimilisfast- ur hér á landi þegar ritið kemur út, eða undir íslenskri lögsögu, þegar mál er höfðað. Ef enginn slíkur höfundur hefur nafngreint sig, ber útgefandi rits eða „Lögin sem dæmt er eftir eru sem sé nærri fjörutíu ára gömul og mörg dæmi eru fyrir túlkun dómstóla á þeim ritstjóri ábyrgðina, því næst sá, er hefur ritið til sölu eða dreifingar og loks sá, sem annast hefur prentun þess eða letrun.“ Lögin sem dæmt er eftir eru sem sé nærri fjörutíu ára gömul og dæmi eru um túlkun dómstóla á þeim. Lögin þykja sem sé hafa dugað ágæt- lega — að minnsta kosti hefur ekki þótt ástæða til að gera breytingu á þeim. SUMARDAGSTILBOÐ Píta m/buffi, frönskum og sósu Kr. 490.- Píta m/grænmeti, frönskum og sósu Kr. 450.- Hamborgari m/frönskum og sósu Kr. 400.- Afsláttarkort gilda ekki í sambandi viö tilboð. rakið nú eftir, égœtia að segja y&kur bvernig Dþ«S?go buxnaöieian fráLióero er geró. Alvðru tamabieia sem veltir aigjört. frelsi tii að breyfa sig. Ný Libero bleia. Alveg eins og buxur. Barnið er öruggt með Libero. Það var auðvelt fyrir okkur að stíga skrefið til fulls og hanna alvöru buxnableiu. Libero er eina bleian sem hefur alltaf verið mcð buxnasniði. Við höfum einkaleyft á því. Nýja Up&go bleian sameinar buxur og bleiu í eitt. Bleian uppfyllir ströngustu gæðakröfur. Hún er með breiðu teygjubelti sem heldur henni á sínum stað án límborða. Með Up&go fær bamið þitt bleiu sem veitir því algjört frelsi til að hreyfa sig. Hún er auðveld í meðförum og lekur alls ekki. Þetta snýst auðvitað allt um Libero. Eitt það mikilvægasta fyrir lítil dugleg böm er að geta verið á ferðinni og uppgötvað þessa stórkostlegu veröld okkar. Libero Up&go buxnableian er til í tveimur stærðum þ.e. fyrir böm frá 9 - 15 kg. og 15-25 kg. Þar til núna. Nú skyndilega gefur héraðsdómari í Reykjavík frat í viðurkenndan dómapraxís og dæmir blaðamanninn í þungar fjársektir en sýknar rit- stjóra hans og ábyrgðarmenn blaðs- ins. Hér kveður við nýjan tón. Hinn 21. nóvember 1978 var kveð- inn upp dómur í borgardómi í alveg sambærilegu máli. Maður nokkur stefndi ritstjóra Dagblaðsins sáluga fyrir ærumeiðingar og miska í nokkr- um tilteknum fréttum. Meðal þeirra voru almennár fréttafrásagnir sem undirritaður voru með upphafsstöf- um einstakra blaðamanna. Dómarinn í því tilviki, Guðmundur Jónsson, síðar hæstaréttardómari, var ekki í neinum vafa um hv'ernig bæri að túlka 15. grein prentlag- anna. í niðurstöðum hans sagði: „ Umrædd grein er merkt upphafs- stöfunum „ASt“. Er auðkenni þetta ekki nægilegt til að fullnægt sé ákvæði 1. mgr. 15. gr. laga nr. 57/1956 um nafngreiningu höfund- ar. Samkvæmt 2. mgr. 15. gr. Iag- anna ber því stefndi sem ritstjóri Dagblaðsins refsi- og fébótaábyrgð á hinum umstefndu ummælum." Með þessari röksemdafærslu sýknaði dómarinn blaðamanninn en sakfelldi ritstjórann. Þessi afstaða dómstóla hérlendis hefur verið i óbreytt síðan, túlkun laganna hefur j verið hin sama og Guðmundur Jóns- son setti fram í dómnum haustið 1978. Þangað til núna. í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. apríl sl., er blaðamaðurinn dæmdur en ritstjórinn sýknaður með i eftirfarandi lögskýringu dómarans: „Þykir mega líta svo á að höfund- ur, sem var starfandi blaðamaður, hafi auðkennt sig nægilega með því að setja upphafsstafi sína undir greinina, sbr. 1. mgr. 15. gr. laga nr. 57/1956. Afþvíleiðir... að sýkna ber aðra stefndu af öllum kröfum stefnanda. “ Nú spyr ég og lái mér hver sem vili: Hvað er eiginlega að gerast? Lögin um prentrétt eru óbreytt þótt borgardómur sé ekki lengur til. Hvað hefur breyst sem réttlætir þessa Ómar Valdimarsson kúvendingu í svo gríðarlega mikil- vægu máli sem hér er um að ræða? Er það kannski niðurstaða dómarans að ritstjórar og ábyrgðarmenn blaða skuli hafa það hiutverk eitt að gegna störfum fundarstjóra á ritstjórnar- fundum? íslenskir blaðamenn þurfa að ræða þetta mál í sínum hóp og þar á með- al spurninguna sem Morgunblaðið lagði fyrir DV í frétt á dögunum: Ætlar DV að taka til endurskoðunar þá stefnu sína að blaðamenn þar merki fréttir sínar með upphafsstöf- um sínum? Eða ætla ritstjórar að vera stikkfrí í ljósi þessa dóms á meðan blaða- menn þeirra dingla í gálganum? Vonandi verður þesari niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur skotið til Hæstaréttar þannig að eyða megi þeirri réttaróvissu, sem nú hefur sannanlega verið sköpuð. Höfundur starfar hjá fjölmiðlafyrirtækinu Athygli og er fyrrverandi formaður -Blaðamannafélags íslands. Sýning Laugardaginn 23. apríl frá kl. 10-16 Allir sem staöfesta pöntun fyrir 1. júní nk. á innréttingu hjá Eldhúsi og baði fá ókeypis matreiðslunámskeið hjá listakokkinum Sigurði L. Hall.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.