Morgunblaðið - 21.04.1994, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994
23
Verslunarráð Islands vill að skipað verði í samkeppnisráð
Gagnrýnir Samkeppnis-
stofnun fyrir seinagang
Stofnunin enn ung og ómótuð segir Georg Ólafsson
Morgunblaðið/Sverrir
Hentugt björgunartæki
ÞETTA litla tæki getur bjargað mannslífum og auðveldað allt
björgunarstarf. Það er hins vegar enn nokkuð dýrt, kostar yfir
100 þúsund krónur, og því vart við því að búast að allir hafl ráð á
að eignast það.
VERSLUNARRÁÐ íslands hefur beint þeim til mælum til Sig-
hvats Björgvinssonar, viðskiptaráðherra, að hann flýti því að skipa
í Samkeppnisráð en það var leyst upp í kjölfar nýsamþykktra
breytinga á samkeppnislögum eftir páska. Einnig hefur Verslunar-
ráð kvartað undan seinagangi í meðferð mála sem fara fyrir Sam-
keppnisráð. Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisráðs, segir að
stofnnnin sé ung og enn sé verið að móta stefnuna í málsmeðferð
ráðsins og hvað varðar efnislega niðurstöðu mála. Því sé mikil-
vægt að vanda þær ákvarðanir sem hafi fordæmisgildi.
„Okkur finnst ekki tekið nógu
hratt og ákveðið á málunum,“ seg-
ir Vilhjálmur Egilsson, fram-
Notkun á GPS-tækjum eykst
GPS-staðsetningartæki eru enn of dýr fyrir almennt útivistarfólk
BJÖRN Hermannsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segir að
mikið öryggið sé í því fyrir ferðafólk sem ferðast um óbyggðir
að hafa með sér GPS-staðsetningartæki, en notkun þessara tækja
hefur aukist mikið siðustu misserin. Þessi tæki eru hins vegar
enn mjög dýr og segir Björn að ekki sé hægt að ætlast til að
allir sem ferðast um óbyggðirnar séu með þau á sér.
Um helgina villtist maður í þoku þyrla Landhelgisgæslunnar voru
á skíðasvæðinu við Skálafell.
Björgunarsveitir og björgunar-
Brúðarvanda-
sýning í Borg-
arkringlunni
BLÓMAVERSLUNIN Blóm undir
stiganum í Borgarkringlunni var
opnuð aftur eftir breytingar í
Borgarkringlunni. Af því tilefni
verður brúðarvandasýning föstu-
daginn 22. apríl og laugardaginn
23. apríl.
GLEÐILEGT SUMAR
að leggja af stað til leitar þegar
maðurinn kom fram á bænum
Möðruvöllum í Kjós.
Fyrir nokkrum vikum villtist
einnig maður í þoku, en hann
hugðist ganga frá Litlu-kaffistof-
unni í Bláfjöll.
Á síðustu árum hafa verið að
koma á markað einföld og hentug
björgunartæki, svokölluð GPS-
staðsetningartæki, en þau koma
að miklum notum í tilvikum eins
og þessum. Tækin gera mönnum
kleift að staðsetja sig með mjög
öruggum hætti, auk þess sem
maður sem er í vandræðum getur
gert björgunarmönnum viðvart og
gefið þeim upp staðsetningu sína.
Staðsetningin fer fram með aðstoð
gervitungla. Bjöm Hermannsson
sagði að enn sem komið er væru
þessi tæki alltof dýr til þess að
hægt sé að gera þá kröfu til þeirra
sem ferðast um óbyggðir að þeir
hafi þau á sér. Hvert tæki kostar
yfir 100 þúsund krónur þrátt fyrir
að ekki séu lögð á það há gjöld
af hálfu hins opinbera. Bjöm sagði
að flest bendi til að þessi tæki
verði ódýrari eftir því sem tækn-
inni fleygir fram og því geti kom-
ið að því að það þyki sjálfsagt að
útivistarfólk hafi þessi tæki á sér.
Allir björgunarsveitarmenn á veg-
um Landsbjargar em með GPS-
staðsetningartæki og þau eru á
öllum snjósleðum og bílum Lands-
bjargar.
kvæmdastjóri Verslunarráðsins.
„Fyrirtæki vita ekki alveg hvernig
á málunum er tekið og þegar mik-
ill seinagangur er þá eru hlutirnir
sem verið er að kvarta um stund-
um afstaðnir," segir Vilhjálmur.
Hann segir að sérstaklega eigi
þetta við þegar kvartað sé undan
auglýsingum.
Nýlega vom samþykkt ný lög
um Samkeppnisráð frá Alþingi og
í kjölfar þess var ráðið leyst upp.
í þeim var hæfnisskilyrðum breytt
og þarf því að skipa nýtt ráð.
„Við viljum leggja áherslu á feng-
ið verði fólk sem þekkir til í við-
skiptalífmu," segir Vilhjálmur.
„Það skiptir máli fyrir viðskiptalíf-
ið að Samkeppnisráð virki hratt
og ömgglega."
140 erindi á 13 mánuðum
Georg Ólafsson er ósammála
skoðun Verslunarráðs um að
seinagangur sé á afgreiðslu mála
frá ráðinu. Hann segir að á síð-
ustu 13 mánuðum hafi því borist
rúmlega 140 erindi og hafí hátt í
100 mál verið afgreidd. Það hafi
tafið fyrir að á þessum tíma hafi
ráðið tvívegis verið leyst upp og
nú standi fyrir dyrum að skipa
þriðja ráðið. Hvað varði kvartanir
vegna auglýsinga þá telji hann að
ráðið hafi brugðist hratt við.
Hann segir að oft séu mál ekki
nægilega vel undirbúin „Það kem-
ur fyrir að fyrirtæki sendi bara
þijár línur á faxi þar sem sam-
keppnisyfirvöld er beðið um að
athuga hvort ákveðin atriði stang-
ist á við lög,“ segir hann. „Þegar
þannig er staðið að verki verða
starfsmenn stofnunarinnar að
vinna að umtalsverðri og tíma-
frekri gagnaöflun og úrvinnslu."
Að sögn Georgs mun nýtt Sam-
keppnisráð semja reglur um máls-
meðferð þess og gera kröfur til
þeirra aðila sem senda ráðinu er-
indi.
♦ ♦ ♦
Yiðtalstímar
R-listans
FRAMBJ ÓÐENDUR Reykjavík-
urlistans eru með viðtalstíma í
kosningamiðstöðinni að Lauga-
vegi 31 alla virka daga frá
klukkan 16 til 18.
í dag, sumardaginn fyrsta,
verða allir frambjóðendurnir til
viðtals, en síðan tveir og þrír.
Á laugardaginn verður opið hús
fyrir ungt fólk hjá Reykjavíkurlist-
anum klukkan 10 til 18 og kvöld-
dagskrá á Sólon íslandus sem
hefst klukkan 20.
VarmahlíÖ - Siglufjörður
Akureyri - Mývatn
COMBhCAMP
TJALDAÐ Á 15 SEKÚNDUM
Fjölskyldur úr Garðinum í Ásbyrgi, nátturuparadís norðurlands.
Combi Camp tjaldvagnar fyrir þá sem njóta
vilja útiveru og ferðalaga. Þá sem vilja komast
í náinn kynni við náttúru landsins og geta á
skömmum tíma slegið upp náttstað að eigin
vali með alvöru þægindum.
LAGMULA 7
SÍMI 814077
Laugardalur - Þingvellir - Laugarvatn - Þjórsárdalur
Opið í dag frá kl. 13 -
AUGLÝSING
Hluthafar
Islandsbanka hf.
Kæri hluthafi. Næstkomandi mánu-
dag, 25. apríl 1994, verður aðal-
fundur Islandsbanka hf. haldin. Þar
verður rædd sú niðurstaða ársreikn-
ings að enn eitt árið er rekstur
bankans óviðunandi. Sem hluthafi f
íslandsbanka hf. hef ég þurft að
horfa upp á hríðlækkandi gengi
hlutabréfanna. Nú get ég ekki setið
lengur aðgerðalaus og hef því af-
ráðið að bjóða mig fram til bankar-
áðs og freista þess að sameina
krafta margra smárra hluthafa.
Tap bankans undanfarin ár hefur
verið útskýrt með miklu tapi af
útlánum fyrri ára og slæmu árferði.
Sparisjóðimir starfa við þetta sama
árferði og skila þó góðum hagnaði.
Utlánatöp eru mistök fyrri ára og
þeir, sem þeim ollu, sitja margir
enn í bankaráði og framkvæmda-
stjórn bankans. Það er bankanum
fyrir bestu að skipt sé um menn og
fengnir til starfans menn, sem ekki
bera ábyrgð á og tengjast vandan-
Þó að vel hafi verið unnið að hag-
ræðingu og sparnaði innanhúss,
hefur enn ekki tekist að gera bank-
ann eins heilsteyptan og að var
stefnt, sérstaklega á toppnum. Eg
tel mjög brýnt að enn betur verði
að gert. Markmið mitt í bankaráði
verður að koma hagnaði bankans
varanlega upp fyrir 10% af eigin
fé.
Hafir þú, hluthafi góður, trú á því
að ég muni gæta hagsmuna þinna í
bankaráðinu við stjóm bankans, fer
ég fram á stuðning þinn í atkvæða-
greiðslunni.
Ef þú hyggst ekki sækja aðalfund-
inn og treystir mér til þess að fara
með atkvæði þitt, undirritaðu með-
fylgjandi umboð, klipptu það út og
sendu mér heim til mín í Kringl-
unni 19 fyrir aðalfundinn nk.
mánudag.
Umboð
Ég undirritaður hluthafi í íslandsbanka hf. veiti hér með Pétri H. Blöndal, kt. 240644-2319, Kringl-
unni 19, 103 Reykjavík, umboð til þess að fara með atkvæði mitt á aðalfundi íslandsbanka hf., sem
haldinn verður mánudaginn 25. apríl 1994.
Reykjavík,
Nafn
Vottar
Nafn
1.
Kennitala:
Kcnnitala
2.