Morgunblaðið - 21.04.1994, Side 29

Morgunblaðið - 21.04.1994, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 21. APRIL 1994 Ólífubar í Heilsuhúsinu GRÆNAR ólífur með rauðum paprikubitum innan í. Þannig ólífur þekkja flestir úr stór- mörkuðunum, en það er hægt að fá öðruvísi og bragðmeiri ólífur. Heilsuhúsinu í Kringlunni hefur að miklu leyti verið breytt í sæl- keraverslun og þar er nú kominn sérstakur ólífubar. Að sögn Mar- grétar Kaldalóns, verslunarstjóra í Heilsuhúsinu Kringlunni, er hægt að kaupa um tuttugu mismunandi ólífutegundir, þ.e.a.s í mismunandi kryddlögum. Sumar ólífurnar eru stórar, aðrar litlar, einhveijar grænar en aðrar svartar. Við- skiptavinir geta valið sér ólífur af barnum, keypt þær í fallegum litl- um krukkum eða fjárfest í miklu magni ef vill. Kílóverðið er um átta hundruð krónur, en hækkar og lækkar eftir J)ví hversu mikið magn er keypt. A barnum eru líka sólþurrkaðir tómatar, ætliþistlar og fleira góðgæti. Það sem einu sinni var sælkera- horn í Heilsuhúsinu hefur undið upp á sig og nú er þetta sannköll- uð sælkeraverslun. Þarna er hægt að fá ótal tegundir af ediki og olíusósum eins og þrúgukjarnaol- íu, hvítlauksolíu og ýmsar sósur til að marínera í eða nota á pizzur og pasta. Pasta af ýmsum gerðum er til í Heilsuhúsinu svo og tilbún- ar pastasósur. Otal tegundir af sinnepi eru í hillum sælkeraversl- unarinnar, sultur og ekki má gleyma trufflunum sem notaðar eru í pastá- og hrísgijónarétti. Þurrkaðir sveppir eru til í stórum glerkrukkum og þeir eru seldir eftir vikt. Það er hægt að fá þá á nokkur þúsund krónur kílóið en þeir dýrustu kosta um 18.900 krónur. Vel að merkja, það þarf mjög lítið magn í rétti til að fá fram þetta eftirsótta bragð af sveppunum. í stórum fallegum glerkrukkum er hægt að fá allskonar súrsað grænmeti, ávexti í sírópi og kara- mellusósu svo eitthvað sé nefnt. Það er að minnsta kosti úr nógu að velja fyrir sælkera. ■ Morgunblaðið/Kristinn Grillvagn tekinn í notkun FYRIR nokkru fengu forsvars- menn Meistarans í Dugguvogi flutningsvagn til landsins sem þeir létu taka í gegn og breyta í grillvagn. I vagninum e.ru tvö grill sem eru það stór að hægt er að grilla sex lambaskrokka í einu. A grill- unum eru hitalampar á hliðunum og hitastillarar gera það að verk- um að hægt er að ráða hitanum hvar sem er á grillinu. Vagninn er opnaður þegar á áfangastað er komið, á annarri hliðinni er grillað en hinum megin eru drykkir afgreiddir. Að aftan er salat og annað meðlæti afgreitt. Grillvagninn verður á götum borgarinnar i sumar og víða um land. Hann er ætlaður fyrir ýmsar uppákomur, ættarmót, útihátíðir, ferðahópa og í góðu veðri verður hann jafnvel staðsettur í miðbæn- um. ■ MnrminhlarliA/.Túlínc! kr. 495,- (margar gerðir) Vorlaukaútsala Allir vorlaukar með 20-50% afslœtti á meðan birgðir endast. Blómstrandi Begoniakr. 395,- Gleðilegt sumarl stœrri og betri. Grænmetis- og heilsudeildin hefur fengið andlitslyftingu. Vörukynningar og tilboð. Rósa- veisla 10 afskornar rósir kr. 795, M 9403

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.