Morgunblaðið - 21.04.1994, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994
Grillpinnar
með hækkandi sól
MARGIR nota gasgrill allan veturinn en aðrir hvíla það í
snjó og kulda og eru þessa dagana að dusta af því rykið.
Hvernig á að þrífa grillið þegar það er búið að standa ónot-
að yfir vetur?
J Þórarinn Guðlaugsson mat-
■ reiðslumeistari segist skafa
' sem mest af griilinu eftir
notkun. Ef fólk er að þrífa
B grillið eftir veturinn segir
öfc hann að það borgi sig að
y kynda grillið upp og bursta
y síðan vel með kopar- eða
SJj vírbursta og bera loks
matarolíu á teinana með
klút. Æskilegt er að bera olíu
aftur á teinana áður en farið er
að grilla. Þórarinn segir að
margir kjósi að taka lausu stykk-
in úr og þvo en hann segist ekki
hafa lagt það í vana sinn.
Þórarinn ætlar að gefa lesend-
um tvær uppskriftir af grillpinn-
um, önnur er gerð úr hakki en
hin úr dýrara kjöti.
_______Grillpinnar úr hakki
300 g nautahakk
300 g lambahakk
100 g saxað beikon
1 laukur
1 dl sojasósa
1 egg
nýmulinn pipar og salt
Öllu blandað saman í hrærivél
eða með höndum en ekki krydd-
að strax. Látið standa í kæli í
klukkustund. Þórarinn bendir á
að ekki eigi að krydda með salti
fyrr en rétt áður en steikt er því
ef kjötið er látið standa með
saltinu í þá ýtir saltið kjötsafan-
um út.
Mótið eins og fjögurra senti-
metra langar pylsur úr hakkinu
og raðið á teina til skiptis
sveppabitum, tómötum og hakki.
Kryddið rétt áður en pinnarnir
eru settir á grillið. Grillið í fjórar
til fimm mínútur. Berið fram
Þórarinn Guðlaugsson matreiðslumeistari
Morgunblaðið/Kristinn
með bökuðum kartöflum eða
hrísgijónum.
Grillpinnar
300 g nautahryggvöðvi
300 g grísalundir
300 g Frankfurter-pylsur
sveppir
græn og rauð paprika
laukbitar
Kjötið er skorið í hæfilega
stóra bita og pylsur líka skornar
niður. Þórarinn segir að ágætt
sé að marínera kjötið eða nota
bara salt og pipar rétt fyrir steik-
ingu. Kjötbitamir eru þræddir á
teina til skiptis rheð grænmetinu.
Olíu er strokið með pensli yfir
grillið áður en kjötið er sett á
það.
Grillað í sex til átta mínútur.
Passa þarf að snúa teinunum af
og til.
Borið fram með bökuðum
kartöflum og salati ef vili. ■
g'g
Framleiða ostarúllur
og selja ýmsar tegundir af brie-osti
Matarkaupin um
tölvu og maturinn heim
Kaupmannahöfn
Hvernig væri að losna við hlaupin í matvörubúðina, leitina að
bílastæði og vöruklyfjarnar, krakkana sem heimta sælgæti við
kassann, en setjast þess í stað í ró og næði við tölvuna og slá inn
það sem vantar? Maturinn er svo sendur heim.
Sérhæft
hreinsiefni
fyrir keramik
Fáanlegt er nú nýtt sérhæft
hreinsiefni fyrir keramik hellur
á eldavélum. Efnið heitir
Impact og er viðurkennt af fyr-
irtækinu Schott en það er einn
stærsti framleiðandi keramik
hellna í heiminum.
Það eru ýmsir viðurkenndir
framleiðendur sem aftan á um-
búðum vörunnar mæla með
notkun hennar. ■
Harðlæst
kl. 16 hjá flestum
bankastofnunum
ÞAÐ GETUR reynst flókið mál
fyrir þá, sem stunda reglulega
atvinnu á virkum dögum, að
sinna fjármálum sínum í banka-
kerfinu þar sem afgreiðslu-
tíminn er frá kl. 9-16. Ýmist
þarf að stelast úr vinnunni eða
gjörnýta matar- og kaffitíma til
slíkra erinda.
Bankastofnanir hafa þó sumar
hveijar verið að rýmka afgreiðslu-
tíma sinn að undanförnu. Sem
dæmi má nefna að opið er í Búnað-
arbankanum í Kringlunni á
fimmtudögum frá kl. 17-18. í
Sparisjóði vélstjóra í Borgartúni
og Rofabæ er opið alla föstudaga
til kl. 18. Hjá Sparisjóði Hafnar-
fjarðar í Strandgötu er opið til kl.
18 alla fímmtudaga. Aftur á móti
er öllum útidyrum læst hjá Lands-
banka íslands, íslandsbanka,
Sparisjóði Reykjavíkur og ná-
grennis og Sparisjóði Kópavogs á
slaginu klukkan 16 alla daga svo
dæmi séu tekin. ■
Barn látið
auglýsa rakvörur
FYRIR skömmu barst Sam-
keppnisstofnun veggspjald, sem
hangir á ýmsum hársnyrtistof-
um. A veggspjaldinu heldur barn
á rakvél og á vanga þess er
skeggsápa. Umboðsmanni vör-
unnar hefur verið send athuga-
semd vegna þessa, en í 22. grein
samkeppnislaga segir:
„Auglýsingar skulu miðast við
að böm sjái þær og heyri og mega
þær á engan hátt misbjóða þeim. í
auglýsingum verður að sýna sér-
staka varkárni vegna trúgirni bama
og unglinga og áhrifa á þau. Komi
börn fram í auglýsingum skal þess
gætt að sýna hvorki né lýsa hættu-
legu atferli eða atvikum er leitt
geti til þess að þau eða önnur börn
komist í hættu eða geri það sem
óheimilt er.“ ■
OSTARÚLLUR með hvítlauks-
pipar, hnetum og koníaki, hvít-
Iauk og steinselju, beikoni og
papriku og blönduðum pipar
er meðal þess sem framleitt er í
Ostahúsinu við Fjarðargötu í
Hafnarfirði þar eru líka mis-
munandi brie-ostar til sölu,
smurostar, brauðostur, Tira-
misu ábætir, sultur, kex og
margar aðrar ostategundir.
í Ostahúsinu ráða ríkjum hjón-
in Þórarinn Þórhalisson_ mjólkur-
fræðingur og María R. Ólafsdótt-
ir. Þórarinn vann við ostagerð í
Danmörku í fjögur ár eftir að
námi lauk og sá síðan um rekstur
Mjólkurbúsins á Hornafirði um
skeið þar sem hann meðal annars
þróaði Jöklaost og Mozarella ost-
inn.
Þegar hjónin fluttu suður
ákváðu þau að opna sannkallaða
ostabúð með veisluþjónustu en
fyrr en varði var Þórarinn líka
farinn að fikra sig áfram við osta-
gerð.
Samningar hafa tekist með
Osta- og smjörsölunni og Osta-
húsinu og nú sér það fyrirtæki
um dreifingu á ostarúllunum. Enn
er þó bara hægt að kaupa brie-
ostana í Ostahúsinu. Brie-ostana
fær Þórarinn frá Osta- og smjör-
sölunni en hann lagar þá til ef
svo má að orði komast og blandar
með grænum pipar, gráðosti og
hvítlauki.
Hægt er að fá sérlagaðar rúllur
á bakka eftir stærð veislu en fyrir-
tækið er með veisluþjónustu og
útbýr einnig gjafakörfur.
Nýjasta framleiðsluafurðin er
Tiramisu-ábætir en enn er hann
bara seldur í Ostahúsinu.
Ýmislegt annað er á döfinni og
Þórarinn ætlar á föstudag og
laugardag að kynna fyrir við-
skiptavinum sínum gráðosta-
ídýfu. í framhaldi af því ætlar
hann að huga að öðrum tegundum
af ídýfum, allt öðruvísi ídýfum
en til eru fyrir, segir hann.
Það verður semsagt kynning í
Ostahúsinu á föstudag og laugar-
dag á gráðostaídýfu og brie-ost-
um. ■
Kompudagar
í Kolaportinu
UM næstu helgi verða svo-
kallaðir kompudagar í Kola-
portinu og fá þá þeir bása á
1.800 krónur sem koma með dót
úr geymslunni eða bilskúrnum
til að selja. Venjulega eru bás-
arnir seldir á 3.500 krónur.
Þetta er því um helmings af-
sláttur af venjulegu verði.
Saumaklúbbar, fjölskyldur eða
einstaklingar geta því notað tæki-
færið og komið með allskyns dót
og selt í Kolaportinu.
í Stokkhólmi er fyrirtæki nokk-
urt að gera tilraun með slík inn-
kaup. Fyrstu viðbrögð notendanna
eru að það taki smá tíma að venj-
ast þessu, læra að nota tölvuna
rétt, en það sé engin spurning um
ávinninginn. Þessi innkaupaaðferð
spari bæði tíma og fyrirhöfn. Og
ef til vill hyllir undir meira af per-
sónulegri þjónustu af þessu tagi.
Til þess að geta nýtt sér tilboðið
til hlítar þarf neytandi að hafa
aðgang að tölvu og mótaldi, en að
öðrum kosti er einnig hægt að
senda pöntunina inn sem símbréf.
Á vegum fyrirtækisins „Food Ex-
press“ hefur verið útbúinn gagna-
banki með upplýsingum um 2500
algengustu vörurnar í matvörubúð.
Neytandinn getur fengið gagna-
bankann sendan og eftir honum
velur hann svo. Hann merkir vör-
urnar og skrifar hversu mikið hann
þarf og þar með verður til pöntun-
arlisti hans. Vörunum í listanum
er auðvitað skipt í flokka, rétt eins
og í góðum vörumarkaði, mjólkur-
vörur saman, kjöt sér o.s.frv. Und-
ir þessum flokkum eru undirflokk-
ar, sem gera neytandnum kleyft
að velja sér þau vörumerki, sem
hann kýs.
Þar sem fólk kaupir oftast nokk-
urn veginn það sama inn, geymir
gagnabankinn síðustu pöntun og
getur neytandi tekið hana fram
næst, bætt og breytt og notað aft-
ur. Með þessu er einnig tækifæri
til að koma með sér óskir, s.s. að
eggin eigi að vera stór eða banan-
arnir mikið þroskaðir. Vörumerk-
ing er eins og í búðum, með kíló-
verði eða verði á hveija einingu,
auk tilboða. Þeir sem ekki hafa
aðgang að tölvu og mótaldri geta
fengið sendan heim prentaðan
vörulista til að panta eftir og sent
pöntunina sem símbréf. Einnig hér
getur neytandi fengið vörulista
sem hann pantar reglulega og get-
ur hann strikað út og bætt við
eftir þörfum.
Fyrirtækið hefur gert samning
við matvöruverslanakeðjuna ICA
um að afgreiða pantanirnar. Vör-
upöntunin er send í þá búð sem
er næst þeim sem pantar og þar
eru vörurnar teknar saman og
sendar áfram til neytandans. “Fo-
od Express" fær prósentur af þeim
viðskiptum sem fyrirtækið útvegar
búðunum og það tekur pöntunar-
gjald frá neytanda. Hann greiðar
um 350 ísl.kr. ef pantað er fyrir
meira en um 15 þús.kr. en annars
um 750 kr. Ávinningur neytandans
er tímaparnaður. Fyrirtækið reikn-
ar einkum með að barnafjölskyldur
og gamalt fólk noti sér þjónustuna
og einnig skólar, leikskólar og aðr-
ar stofnanir.
Þeir sem hafa reynt þessa nýju
skipan segja að í fyrstu taki smá
tíma að panta en hver pöntun sé
léttari en næsta á undan. Tíma-
sparnaður sé á hreinu og gott að
losna við burðinn. Enn stendur
þetta aðeins til boða í einu hverfi
í Stokkhólmi en ætlunin er að til-
boðið nái á endanum til allrar borg-
arinnar. Þá á að taka upp við-
skipti við nýja verslunarkeðju sem
verður komið á laggirnar síðar á
árinu og þá mun vöruverð lækka.
Þá er stefnt að því að matarbílarn-
ir keyri einnig út aðrar vörur, t.d.
þær sem hafa verið pantaðar í
pósti, lyf úr apótekum ofl. Hér er
því stefnt að persónulegri þjónustu
sem um tíma var talið að væri
aflögð fyrir fullt og allt, þegar
kaupmenn hættu að senda heim
hérna í eina tíð. ■
SD.
SS tekur við
dreifingu á Juvel hveiti
NÝLEGA tók Sláturfélag Suður-
lands við dreifingu og sölu á
Juvel hveiti og rúgmjöli til versl-
ana. Eins og áður mun V.B. um-
boðið sjá um dreifingu á Juvel
hveiti og öðru mjöli til bakara.