Morgunblaðið - 21.04.1994, Page 38

Morgunblaðið - 21.04.1994, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 HREINLÆTISTÆKI BORGAR- OG SVEITARSTJORNARKOSNINGARNAR 28. MAI Baðkör 120x70 170x70 KR. 5.600 Kn 6-940 160x70 Kr. 6.600 Setkar 140x70 kr. 6.150 Kn 6'150 WC sett með stút í vegg eða yfirbyggt í gólf m/harðri setu Kr. 9.9'70 Sturtubotnar 70x70 80x80 Kr. 3.150 Kr. 3.450 Handlaugar A vegg frá kr. 2.590 í borð frá kr. 6.670 Sturtuklefar og sturtuhorn Verð frá kr. 7.900 Ötl verð eru stgr.verð m/VSK. Opið mánudaga tii föstudaga 9-18. Opið laugardaga 10-16. FAXAFEN9 SÍMI 91-677332 Einsetinn heilsdagsskóli, nýj- ungar og þróun í skólamálum eftir Kristjönu M. Kristjánsdóttur Á yfirstandandi kjörtímabiii hef- ur meirihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn með Árna Sigfússon í broddi fylkingar lagt mikla áherslu á uppbyggingu grunnskóla borgarinnar. Sjálfstæðismenn hafa lagt áherslu á menntunarþátt grunn- skólanna langt umfram lögboðnar skyldur. Einnig hefur verið lögð rækt við og hlúð að flestum þeim þáttum sem gera skólunum kleift að búa nemendur sem best undir lífið. Markvisst er unnið að því að koma á einsetnum skóla og með sama framhaldi ætti það að geta orðið að veruleika á næstu 4 árum. Reykjavíkurborg mun tryggja hús- næði vegna einsetningarinnar. Það þýðir að reykvísk börn á grunnskólaaldri njóti vandaðrar kennslu frá morgni fram til kl 14.00 og í framhaldi af því býðst lengd viðvera með margvíslegum tilbcðum til kl 17.00. Einnig hefur borgarstjóri leitað samstarfs við ríkið um samninga- mál kennara. Listkynning, tölvuvæðing og forvarnarstarf Helstu nýjungar og þróun sem átt hafa sér stað á yfirstandandi kjörtímabili undir stjórn formanns Skólamálaráðs, Árna Sigfússonar borgarstjóra, eru t.d.: 1. Listkynning í skólum varð fastur liður í skólastarfi með sér- stakri fjárveitingu. Hinir ýmsu listamenn, fulltrúar mismunandi listgreina, til að mynda leikarar, söngvarar, tónlistamenn, ballett- og samkvæmisdansarar hafa komið í skólana a.m.k. tvisvar á ári með dagskrá sem hæfir börnum á grunnskólaaldri til að gefa nemend- um innsýn í list sína og kynna þeim mismunandi listform. 2. Tilveran (lion quest) sem er námsefni er tengist forvarnarstarfi og sjálfstyrkingu einstaklingsins var tekið í notkun í skólum Reykja- víkur árið 1992. Er það alfarið kostað af borginni og kenndar tvær kennslustundir á viku í 7. og 8. bekk í öllum grunnskólum borgar- innar. Kjarni námsefnisins „Að ná tökum á tilverunni" má skipta í sjö námseiningar, sem eru: a) Að vera unglingur — glíman framundan b) Að byggja upp sjálfstraust með samskiptum c) Að læra um tilfinningar — að ná tökum á sjálfsmati og sjálfs- stjórn d) Vinir — að bæta samskiptin við jafnaldra e) Að styrkja samskiptin innan fjöl- skyldunnar f) Að temja sér gagnrýna hugsun til ákvarðana g) Að setja sér markmið til heil- brigðs lífs 3. Skólabúðir að Úlfljótsvatni tóku til starfa 1992 í samvinnu við skátahreyfinguna. Þar gefst öllum nemendum 7. bekkjar grunnskóla tækifæri að dveljast í tvo daga og er dvölin tengd námsefninu Tilver- unni. Reykjavíkurborg greiðir ferð- ir, mat, gistingu og kennslu í þess- um skólabúðum. 4. Markviss tölvuvæðing grunn- skóla hófst 1992 og er nú tölvuver í flestum grunnskólum borgarinn- ar. Árin 1993 og 1994 hafa verið keyptar um 350 tölvur í skóla borg- arinnar ásamt tilheyrandi búnaði. Grunnskólanemendur borgarinnar læra nú að vinna á tölvur og eru verkefnin t. d. námsefni í íslensku, stærðfræði, líffræði og tungumál- um. 5. íslenska menntanetið tengist öllum grunnskólum borgarinnar árið 1994. 6. Tölvuvæðing bókasafna stendur nú yfir. Búið er að kaupa tölvur á bókasöfn skólanna og hef- ur borgin staðið straum af kostn- aði við það. 7. Borgin leggur skólunum til fjármagn í formi styrkja til að vinna. að nýsköpunarverkefnum t.d. í raungreinum og tölvuvinnslu sem hefur í för með sér lengingu á skóla- og viðverutíma nemenda. 8. Stefnt hefur verið að auknu sjálfstæði skólanna með fjárveit- ingum sem gefur þeim möguleika til fijálsrar ákvarðanatöku til efl- ingar á innra starfi. 9. Ekki hefur eingöngu verið hugsað um aðbúnað hvað varðar húsnæði, kennslutæki og önnur gögn heldur eru lóðir yfirleitt góðar og þeim og leiktækjum á skólalóð- um vel við haldið. Forystuhlutverk Reykjavíkur í skólamálum Af framansögðu má sjá að óhætt er að fullyrða að framlag borgar- innar til grunnskóla borgarinnar, bæði hvað viðkemur fjárframlögum sem og öðrum stuðningi við skól- Skýrsluna á borðið eftir Sigrúnu Magnúsdóttur í borgarráði 12. apríl lagði borg- arstjóri fram minnispunkta forvera síns varðandi vinnu sérfræðingsins Ingu Jónu Þórðardóttur. Borgarráð fer með framkvæmda- vald borgarinnar ásamt borgarstjóra og allar athuganir á rekstri borgar- innar og tillögur þar að lútandi á að kynna og taka ákvarðanir um í borg- arráði. Sú sérkennilega staða er komin upp að borgarráðsmönnum er meinað að fá þessi gögn á borðið, sem kost- uðu tæpar þijár millj. króna. Borgar- fulltrúar jafn og allir Reykvíkingar eiga heimtingu á að fá að sjá vinnu „Þetta er opinbert plagg, sem sjálfstæðis- menn hafa enga heimild til að fela.“ sérfræðingsins, sem var kostuð af sameiginlegum sjóði okkar allra, borgarsjóði. í minnispunktum fyrrverandi borg- arstjóra svo og í viðtölum í blöðum að undanförnu við Ingu Jónu Þórðar- dóttur kemur fram að greinargerð eða skýrsla um vinnu hennar var afhent. Þetta er opinbert plagg, sem sjálfstæðismenn hafa enga heimild til að fela. Það er allt annað mál ef flokkssjóðurinn í Valhöll vill aðstoða sitt fólk við tillögugerð og borga fyr- ir það, þá geta valdhafarnir í Reykja- vík legið á þeim upplýsingum. Núverandi borgarstjóri þarf að leita út í bæ til að fá hugleiðingar eftir minni um athuganir og vinnu sem forveri hans lét vinna, eru það árangursríkir stjórnarhættir? Til að hann og borgarráð geti sinnt stjórn- unarhlutverki sínu verður hann að hafa á skrifstofu sinni þessa skýrslu, sem var um hvernig mætti stjórna borginni með nútímalegum hætti í anda einkavæðingar á öllum sviðum, eftir því sem mér skilst. Getgátur eru óþarfar, krafan er skýrsluna á borð borgarráðs strax. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi Reykjavíkurlistans. Krisljana M. Kristjánsdóttir „Sjálfstæðismenn hafa lagt áherslu á menntun- arþátt grunnskólanna langt umfram lögboðn- ar skyldur.“ ana, hefur verið með þeim hætti á yfirstandi kjörtímabili að stjórn bæði þessara mála sem og annarra mála borgarinnar er hvergi betur borgið en í öruggum höndum sam- hents meirihluta Sjálfstæðisflokks- ins. Aðeins það mun gera Reykja- víkurborg kleift að viðhalda sínu forystuhlutverki í skólamálum þjóðarinnar. Höfundur er skólastjóri í Reykjavík og skipar 12. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor. Sigrún Magnúsdóttir Billund/Legoland 1 vika á tímábilinu íírá 5. júní-14. ágúst. kr 30.3(K) Staðgreiðsluverð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára. Innifalið: Flug, bílaleigubíll í A-flokki, ótakmarkaður akstur.öll flugvallargjöld. Flug, bíll og hús ein vika kr. 32.6ÖO Staðgreiðsluverð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn,2-ll ára. Innifalið: Flug,bíll íA-flokki, hús í Hostenberg/Þýskalandi í júní.ótakmark- aður kílómetraíjöldi, öll flugvallargjöld. Við gerum betur Staðgreiðsluverð kr. 25.000 Börn 2-11 ára kr 17.000 Tnnifalið flug, flugvallargjöld, bókuð og greidd fyrir ló.apríl. uitmxi: ■* * nmm 2 vikur 10. júní kr 35.425 Staðgreiðsluverð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára. Innifalið: Flug, gisting og flugvallarskattur. Ferðaskrifstofan sími 652266.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.