Morgunblaðið - 21.04.1994, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994
39
Eins og yfir
gefin leikmynd
eftir Guðrúnu
Agústsdóttur
Það var ótrúleg sjón sem blasti
við í fréttum sjónvarpsins á
dögunum: Fjöldi trjáa hafði verið
eyðilagður. Netadræsur sem
höfðu verið dregnar inn á Elliðaár-
hólmann út um allt og þessu fylgdi
spýtnabrak sem hafði verið notað
til þess að hengja á netin. Þessi
perla Reykvíkinga leit út eins og
yfirgefin leikmynd úr indíána-
mynd í villta vestrinu; æpandi
merki eyðileggingar og tjóns. Þó
Islendingar eigi mörg tré í seinni
tíð er hvert tré sem er eyðilagt
sorgarefni, því í heildina eru þau
allt of fá.
Þetta er afleitt — en á sér þá
skýringu meðal annars að það er
ekkert reglulegt eftirlit með þess-
um útivistarsvæðum Reykvíkinga.
Greinilegt var að leikmynd eyði-
leggingarinnar í Elliðaárhólman-
um hafði verið hrönglað upp á
löngum tíma. Og það er hægt af
því að þar er ekkert reglulegt eft-
irlit.
Þegar myndarlegar tillögur um
skipulag Elliðaárdals voru ræddar
í umhverfismálaráði gerði ég til-
lögu um að ráðinn yrði umsjónar-
maður sem hefði eftirlit með daln-
um. Hefði sá aðstöðu \ upplýs-
ingamiðstöð um svæðið í Árbæjar-
safni. Verkefni hans væru:
— Að hafa daglegt eftirlit með
dalnum og sjá um viðhald gróð-
„Vonandi verða
skemmdirnar sem sjón-
varpið sýndi í fréttun-
um til þess að opna
augu fólks fyrir nauð-
syn þess að ráða eftir-
litsmann fyrir Elliðaár-
dalinn. Það er óhjá-
kvæmileg nauðsyn.“
urs, stíga og þess búnaðar sem
tilheyrir svæðinu — bekkja, leik-
tækja, ruslaíláta, trimmtækja
o.s.frv.
— Að sjá um að gerðar verði
ráðstafanir til að koma í veg fyrir
sinubruna.
— Að stjórna umferð um svæð-
ið eftir því sem við á, til dæmis
að annast tímabundna friðun
vegna varps, laxagengdar og
gróðurs.
— Að hafa umsjón með veiði í
vesturál við árósana.
— Að hafa á takteinum upplýs-
ingar í miðstöð sinni fyrir hesta-
menn, hundaeigendur, hjólreiða-
menn og annað útivistarfólk á
svæðinu.
— Upplýsingamiðstöðina mætti
reka í tengslum við Árbæjarsafnið
og eftirlitsmaðurinn mætti þess
vegna vera hluti af starfsliði Ár-
bæjarsafns.
* 0
Afram Arni
Guðrún Ágústsdóttir
Reykjavík er falleg borg; úti-
vistarsvæðin mynda orðið eina
samfellu sem er tengd saman með
göngustígum og síðan þurfa hjól-
reiðastígar að fylgja í kjölfarið
þannig að þeir myndi eina sam-
fellda heild allt vestur undir
borgarmörk við Seltjarnarnes, út
í Skerjafjörð, upp Fossvogsdal, í
Elliðaárdal og upp undir Heið-
mörk. Þetta svæði verður ekki til
af sjálfu sér og það þarf aðgæslu
við svo það megi verða öllum borg-
arbúum aðgengilegt og til gleði
og nokkurs þroska í framtíðinni.
Vonandi verða skemmdirnar sem
sjónvarpið sýndi í fréttunum til
þess að opna augu fólks fyrir
nauðsyn þess að ráða eftirlitsmann
fyrir Elliðaárdalinn. Það er óhjá-
kvæmileg nauðsyn.
Höfundur skipar 2. sæti
Reykja víkurlistans.
„Umboðsmaður borgarbúa“
eftir Óskar Finnsson
í stefnuyfirlýsingu sameiginlegs
framboðs minnihlutans í stórn
Reykjavíkurborgar, hins svokallaða
R-lista, er meðal annars klausa um
að sett skuli á stofn embætti „um-
boðsmanns borgarbúa".
Þar eð engin frekari útlistun er í
plagginu á því hvað þarna er á seyði
verður að krefja frambjóðendur list-
ans svara um málið. Ekki er nægjan-
legt þegar um svona nýmæli er að
ræða að einungis frambjóðandinn í
8. sætinu, sjálf Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, verði fyrir svörum. Að
vísU er hún gefin upp sem oddviti
liðsins og líklega af þeiin sökum
hefur enginn annar frambjóðandi
látið til sín heyra enn sem komið er.
En íbúar Reykjavíkur hafa jafn
ólíkar skoðanir á stjórnmálum og
hin pólitíska flóra hér á landi rúm-
ar. Þess vegna verða fulltrúar allra
flokka á R-listanum að segja skoðun
sína á því sem liggur að baki tilkynn-
ingunni um sérstakan umboðsmann
íbúanna.
Spurpingar á borð við eftirfarandi
leita á huga fólks: Hvert verður verk-
svið umboðsmannsins? Hvaða
menntun og hæfileika þarf sá að
hafa sem velst í slíkt embætti?
Nýtt form miðstýringar?
Verði ráðinn umboðsmaður fyrir
borgarbúa gildir það sama og ekki
megi lengur snúa sér beint til emb-
ættismanna Reykjavíkurborgar, for-
stöðumanna borgarstofnana og
starfsmanna borgarinnar yfirjeitt?
Er hér um eitthvert nýtt form mið-
stýringar að ræða?
Fram að þessu hefur stjórnkerfí
borgarinnar verið lýðræðislegt með
þeim hætti að hver sem er af íbúum
borgarinnar getur gengið fyrir borg-
arstórann í almennum viðtalstímum
og rætt þar milliliðalaust um mál-
efni sín og borgarinnar. Sérstakur
upplýsingafulltrúi er starfandi á
skrifstofum Reykjavíkurborgar með
standa augliti til auglitis við skjól-
stæðinga sína?
Ekki teymdir hugsanarlaust
Reykvíkingar sem hingað til hafa
átt þess kost að kjósa á milli fram-
boðs ólíkra pólitískra flokka eiga
einfaldlega rétt á því að fulltrúar
Framsóknarflokks, Alþýðuflokks,
Alþýðubandalags, Birtings, Nýs
vettvangs og hvað þeir nú kallast í
þessu fjölflokkaframboði — ijúfi
þann þagnarmúr sem umlykur þá
og skýri málið fyrir kjósendum sín-
um. Þeir geta ekki búist við að allir
fylgismenn sínir láti teyma sig hugs-
unarlaust að kjörborðinu.
Höfundur er veitingamaður og
skipar 19. sæti á iista
Sjálfstæðisflokksins til
borgarstjórnarkosninga í vor.
eftir Harald
Sigurðsson
Minn örlagavefur spannst þann-
ig þessa vikuna, að meiri tími en
áður gafst til lesturs blaða og út-
varpshlustunar. Góður slatti af efni
fjölmiðla hefur tengst borgarstjórn-
arkosningum í Reykjavík, enda
ekki óeðlilegt, þar býr tæplega
helmingur þjóðarinnar. Fyrir borg-
arbúa skipta kosningarnar miklu,
um er að ræða framtíðarskipun á
stærðar apparati, sem hefur með
velferð að gera. Annars staðar en
í Reykjavík er kosning alþingis-
manna kannski mikilvægari. Al-
þingismenn eru útverðir, færa
björg í bú eins og þeim er framast
kostur til sinna byggða. Alþingis-
menn Reykjavíkur hafa að mínum
dómi frekar litið á sig sem „allsheij-
ar“ alþingismenn, oft og tíðum er
þeim tamara að tala um hagsmuni
þjóðar en Reykjavíkur. Það er því
mikilvægt að hér í Reykjavík finn-
ist góð verkstjórn.
Sjálfstæðismenn hafa lengi
stjórnað Reykjavíkurborg. Aðgerð-
ir þeirra verið blanda af því sem
bar að gera en einnig uppbygging
til framtíðar. Aldrei er þó hægt að
gera öllum til geðs, kannski sem
betur fer. Þá væri lítið svigrúm
fyrir umbætur. Skoðanakannanir
hafa sýnt að margir sem studdu
sjálfstæðismenn, gera það ekki
lengur. Skýringar eru trúlega
margar, viðkvæðið er að „breytinga
sé þörf“. Miklar mannabreytingar
hafa nú átt sér stað á lista sjálf-
stæðismanna og það sem mestu
máli skiptir, fundinn er góður leið-
togi.
Ef Árni Sigfússon hefði viljað
spila af öryggi fyrir sjálfan sig, þá
hefði hann sagt nei takk við boði
Markúsar Arnar. Trúlega hefðu
kosningarnar tapast og Árni því
orðið leiðtogi borgarstjórnarflokks
sjálfstæðismanna. Nokkuð þægi-
legt, geta nostrað við áframhaldið
eins og verkast vildi. En Árni Sig-
fússon er foringi, hann þorir og
framkvæmir. Hann sagði já takk
og hófst handa. Hugmyndir hans
raunsæjar og líklegar til að ná
árangri. Hann snýr sér m.a. að því
að efla opinbera þjónustu. Hví
skyldum við Reykvíkingar bera
kinnroða yfir að fá opinbert fjár-
magn til nýsmíði á gatnakerfi okk-
ar, hvergi eru bílarnir fleiri, eða
betrumbæta löggæslu í borginni,
gott mál. Ef við Reykvíkingar erum
ekki vakandi eru hlutirnir frá okkur
teknir. Skýrt dæmi er niðurrif
starfsemi á Landakoti, meðan í
sömu andránni á sér stað uppbygg-
ing á hliðstæðri þjónustu í Hafnar-
firði. Þingmenn Reykjavíkur láta
sér fátt um finnast, „hagsmunir“
Haraldur Sigurðsson
„Arni Sigfússon er for-
ingi, hann þorir og
framkvæmir.“
þjóðar, þótt flestir „kenni keimS
pólitískrar rósar“. Tillögur til úr-
bóta fá lítið pláss hjá R-listanum,
meira ber á gagnrýni á núverandi
fyrirkomulag. Ein tillaga þeirra er
að stofna sjóð til úthlutunar fyrir
smáfyrirtæki! Trúlega er ég ekki
einn um þá skoðun að íslenskt
sjóðavesen í atvinnumálum sé full-
reynt og það heldur dýru verði.
I sumurn málaflokkum fara hug-
myndir borgarstjóraefnanna sam-
_an. Ingibjörg Sólrún, þingmaður
Reykvíkinga, klifar á af hveiju
Árni sé ekki búinn að framkvæma
þetta allt, hann hefur jú starfað í
borgarstjórn í nokkur ár. Mér er
ekki kunnugt um annað en hann
hafi staðið sig vel í þeim málaflokk-
um sem honum voru faldir. Aftur
á móti, nú er hann leiðtogi, og
þótt stefnumótun sé samvinna
margra, þá ber hún oft keim forsp-
rakkans. Hugðarefni Árna eru því
nú áberandi í málflutningi sjálf-
stæðismanna í Reykjavík. Án efa
mun þeim verða fylgt eftir af sama
krafti og einkennt hefur störf hans.
Árni hafði kjark til að takast á við
verkefnið, hann hefur blásið lífi í
hálf vonlausa kosningabaráttu;
svona foringja má ekki hegna til
þess eins að sýna almenna
óánægju. Hann er maðurinn sem
við þurfum til að stjórna hér í
Reykjavík.
Höfundur er starfandi augnlæknir
við augndeild Landakots.
Óskar Finnsson
„Þess vegna verða full-
trúar allra flokka R-
listans að segja skoðun
sína á því sem liggur
að baki tilkynningunni
um sérstakan umboðs-
mann íbúanna."
aðsetri í ráðhúsinu. Sérhver kjörinn
borgarfulltrúi er til viðtals þegar
óskað er og forstöðumenn hinna
ýmsu stofnana borgarinnar hafa
ævinlega verið til taks þegar á þarf
að halda — að ógleymdu starfsiiðinu
sem undantekningalítið er boðið og
búið að leysa mál hins venjulega
borgarbúa.
Ber að skilja þetta nýja kerfi
umboðsmanns svo að nú verði þetta
ekki lengur fyrir hendi eða hrýs
væntanlegum oddvita hins sameig-
inlega framboðs hugur við því að
Stofnfundur
Fundur verður haldinn sunnudaginn 24.04.94, kl. 14.00,
í veitingahúsinu Gafhnum, Dalshrauni 13, Hafnarfirði.
Hagsmunasamtök þeirra sem reka fiskvinnslu án
útgerðar, þeir aðilar er versla með fisk fyrir
innanlandsmarkað og til útfhitnings án þess að hafa
útgerð sem aðal hráefnisöflun.
Mætum allir og sýnum samstöðu.
Undirb únings nefnd.