Morgunblaðið - 21.04.1994, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRIL 1994
Sveinn Kristjáns-
son — Minning
Fæddur 21. nóvember
1922
Dáinn 13. apríl 1994
Er vinir kveðja hér í heim
í hinsta sinn,
brýst harmanóttin heljarmyrk
í hjartað inn.
Oss finnst þá oft sem fokið sé
í flestöll skjól
og gengin undir geislum svipt
vor gleðisól.
(E.J.)
Þessar Ijóðlínur komu allra fyrst
fram í huga minn, þegar mér barst
sú fregn að morgni hins 13. apríl
sl., að traustur vinur og reglubróðir,
Sveinn Kristjánsson, fyrrverandi
stórtemplar, hefði lotið í lægra haldi
fyrir dauðans bitra brandi þann sama
morgun. Þó að andlát hans kæmi
að vísu ekki alveg á óvart þegar
undangengin veikindi hans eru höfð
í huga, þá fannst okkur vinum hans,
að dauðinn væri svo fjarri þessum
hrausta, þrekmikla og góða dreng,
sem alltaf virtist jafn ungur og æsku-
teitur, þótt kominn væri hann á átt-
ræðisaldur. Andlát hans var okkur
reglufélögum hans reiðarslag. Hann
var einn þeirra, sem við allra síst
máttum missa. Það er því engan
veginn óeðlilegt, þó að „heljarmyrk
harmanótt" komi fram í hugann þeg-
ar Sveinn Kristjánsson er kvaddur á
braut.
Sveinn var Akureyringur að upp-
runa, fæddur þar hinn 21. nóvember
árið 1922. Foreldrar hans voru hjón-
in Kristján Magnússon og Eugenía
Jónsdóttir. Hann var yngstur af fimm
bömum þeirra hjóna. Af þeim er nú
einn bróðir á lífl, Kristinn, búsettur
á Akureyri.
Sveinn ólst upp á Akureyri hjá
foreldrum sínum. Að afloknu bama-
skólanámi fór hann í Gagnfræðaskól-
ann á Akureyri og lauk þaðan gagn-
fræðaprófi. Eftir það fór hann til
starfa sem sendill hjá Prentsmiðju
Odds Bjömssonar. Þaðan hvarf hann
svo eftir tiltölulega skamman tíma
til Kaupfélags Eyfirðinga og gerðist
verslunarmaður þar í nokkur ár, en
var þá kvaddur til skrifstofustarfa
hjá fyrirtækinu. Þar var starfsvett-
vangur hans upp frá því uns hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir. Það
segir merka sögu og meira en mörg
orð um vinsældir Sveins og farsæld
í starfí, að hann skyldi helga sama
fyrirtækinu meginhluta starfsævi
sinnar. Það mun líka mála sannast,
að vel var að öllum þeim störfum
staðið, sem Sveinn kom nærri. Eng-
inn var svikinn af því sem hann tók
að sér að framkvæma og leiða til
lykta. Hann var bæði fljótur og fús
til að leggja hönd á plóginn, og ég
hygg að hiklaust megi fullyrða, að
hann hafi aldrei brugðist í þeim hlut-
verkum, sem hann vann að hveiju
sinni. Síðustu árin, eftir að Sveinn
hætti störfum hjá KEA, vann hann
hjá syni sínum, sem er með versl-
unarrekstur á Akureyri.
Á sínum yngri árum tók Sveinn
mikinn þátt í íþróttum. Hann æfði
og keppti með KA og þótti meðal
þeirra sem fræknasta mátti telja og
liðtækasta á knattspymuvellinum á
sinni tíð. Og þó að hann legði sjálfur
skotskóna á hilluna, þá var áhuginn
jafn brennandi og áður. Af lifandi
áhuga ungs manns fylgdist hann
með fram til hins síðasta þegar liðin
öttu kappi á Akureyrarvelli.
Sveinn var mikill félagsmálamað-
ur og kom víða við á þeim vett-
vangi. Ég nefni hér aðeins hina
miklu, skeleggu og blessunarríku
þáttöku hans í bindindismálum. Það
starf, sem hann innti af hendi innan
vébanda Góðtemplarareglunnar
verður vart þakkað og metið svo sem
verðugt væri. Hann gerðist félagi í
stúkunni Ísafold-Fjallkonan nr. 1 á
Akureyri í nóvembermánuði árið
1962. Þar starfaði hann af lifandi
áhuga, eindæma fórnfýsi og framúr-
skarandi dugnaði allt til leiðarloka.
Hann var, eins og að líkum lætur,
lengstaf í forystusveit stúku sinnar
og gegndi þar flestum æðstu emb-
ættunum. Og það gerði hann jafnan
af þeirri hlýju og látlausu reisn, sem
var honum svo inngróin og eðlislæg.
Frá 1964 var hann gæslumaður
bamastúkunnar Sakleysið nr. 3. Árið
1970 var Sveinn kjörinn til starfa í
framkvæmdanefnd Stórstúku ís-
lands og embætti stórtemplars
gegndi hann kjörtímabilið 1978-
1980, en gaf ekki kost á sér til endur-
kjörs. Eigi að síður starfaði hann
áfram í framkvæmdanefndinni til
1992. Þá var hann kosinn umboðs-
maður alþjóðaforseta og því embætti
gegndi hann til dauðadags.
Af þessu lauslega yfirliti um störf
Sveins að bindindismálum má aug-
ljóst vera, að hann hefír lagt mikið
af mörkum í þeirri hugsjónabaráttu,
sem góðtemplarar heyja fyrir bind-
indi á áfengi, tóbaki og hvers konar
vímuefnum og baráttu fyrir bættu
mannlífi yfirleitt hér á okkar iandi.
Sveinn var aldrei stormsins mað-
ur. Látleysi og hlýja í viðmóti og
allri framkomu einkenndu jafnan
dagfar hans, það var alltaf bjart í
kringum hann og öllum leið vel í
návist hans. Hann var sérstaklega
raungóður og ráðhollur vinum sínum,
félagsbræðrum og samstarfsmönn-
um. Þá var hann einnig einarður og
fastur fyrir, þegar því var að skipta.
Sérstaklega fannst mér, frá okkar
fyrstu kynnum og í öllum okkar sam-
skiptum, mikið til um hið hlýja og
einlæga bróðurþel, sem Sveinn var
gæddur í svo óvenju ríkum mæli.
Og aldrei brást honum háttvísin eða
drengskapurinn. Þessir dýrmætu eig-
inleikar eru því miður alltof fátíðir,
en þeirra er mikil þörf í öllum mann-
legum samskiptum og ekki síst í
bindindisstarfi. Þess vegna má hik-
laust um Svein segja, að á þeim vett-
vangi hafí hann verið hinn rétti
maður á réttum stað. Og þess vegna
hafa svo margir blessunarávextir
sprottið upp af bindindisiðju hans.
í meira en tvo áratugi hafa stúk-
umar á Akureyri og stúka okkar
Akumesinga, Akurblóm nr. 3 haft
með sér gagnkvæmar vináttuheim-
sóknir árlega. Af hálfu Akureyringa
var Sveinn jafnan ein helsta drifijöðr-
in í þeim heimsóknum. Hann eignað-
ist marga trausta vini meðal templ-
ara á Akranesi á þessum árum. Þeir
sakna nú sárt vinar í stað og senda
ástvinum Sveins einlægar samúðar-
kveðjur.
Hinn 10. janúar síðastliðinn var
þess minnst á hátíðarfundi á Akur-
eyri, að 110 ár vora liðin frá því
fyrsta stúkan, ísafold nr. 1 var stofn-
uð á íslandi. Þá lágu leiðir okkar
Sveins síðast saman. Mér verður
lengi minnisstæður hinn lifandi áhugi
hans á starfínu og það hve björtum
augum hann horfði til þeirrar fram-
tíðar, sem Góðtemplarareglan og
bindindisstarfið allt gætu átt í vænd-
um, ef allir legðust á eitt. Mér finnst
að þessi minning ætti að verða áskor-
un til okkar góðtemplara, um að
heiðra okkar burtkvadda bróður og
vin með því að hefja nýja sókn til
sigurs fyrir okkar sameiginlega mál-
stað. Á þann veg væri minning okk-
ar drenglynda og hjartahlýja hug-
sjónamanns að verðleikum rækt og
helguð.
Sveinn var kvæntur Undínu Áma-.
dóttur, sem einnig er Akureyringur,
hinni ágætustu konu, og lifir hún
mann sinn. Þau gengu í hjónaband
20. nóvember 1943. Þau áttu sam-
leið í bindindisstarfínu, og yfirleitt
var heimilislíf þeirra bæði fagurt og
farsælt. Böm þeirra urðu sjö talsins
og era sex á lífi. Næstelsta bamið,
drengur, sem Ámi Kristján hét,
drakknaði fjögurra ára gamall. Elst-
ur systkinanna er Rafn, kvæntur
Kristínu Jónsdóttur, þau búa á Akur-
eyri. Næstur Áma Kristjáni er
Sveinn Brynjar, einnig búsettur á
Akureyri, kvæntur Sigurlaugu Hin-
riksdóttur. Þá er ívar Matthías, sem
býr á Neskaupstað, kvæntur Mar-
gréti Sigmundsdóttur og yngst era
tvíburasystkinin Ingibjörg Hrönn,
gift Pétri Kjartanssyni og Kristján
Amar, kvæntur Gullveigu Ósk Krist-
insdóttur. Þau búa bæði í Reykjavík.
Barnabörnin era 14 talsins og 2 lang-
afabörn hafa litið dagsins ljós.
Fyrir um það bil 10 áram gekkst
Sveinn undir hjartaaðgerð og náði
sér mjög vel eftir hana. Hann veikt-
ist svo skyndilega skömmu eftir síð-
ustu páska, var fluttur til Reykjavík-
ur og gekkst þar undir mikla að-
gerð. Hann komst aldrei til meðvit-
undar eftir hana og andaðist að
morgni hins 13. þessa mánaðar.
Það er mikill sjónarsviptir og mik-
ill missir að slíkum manni sem Sveinn
Kristjánsson var. En mestur er þó
missir ástvinanna og harmurinn sá-
rastur í hjörtum þeirra. En mikil
huggun býr í björtum minningum og
því skulum við heldur ekki gleyma,
að Guð huggar þá sem hryggðin
slær. Það er dýrmætur sannleikur,
sem fram kemur síðar í ljóðinu sem
ég vitnaði til í upphafi orða minna,
þegar skáldið segir:
Sá Guð, sem horfir hæðum frá
og harm vorn sér,
hann þekkir öll hin miklu mein,
sem mannkyn ber.
Og allra vina einnig veit
hann endurfund,
að sköp oss aðeins skilið fá
um skamma stund.
Persónulega og í nafni Stórstúku
íslands þakka ég burtkvöddum bróð-
ur vináttu, tryggð og bróðurhug á
samleiðinni allri. Störfin hans mörgu
og miklu, góðu og gifturíku í þágu
Góðtemplarareglunnar, bæði í
heimabyggð hans og annars staðar,
blessum við og þökkum af heilum
huga. Ástvinum öllum vottum við
einlæga samúð og biðjum þeim allrar
Guðs blessunar í bráð og lengd.
Björn Jónsson,
Akranesi.
Sveinn Kristjánsson fyrrverandi
stórtemplar er dáinn. Hann var
fæddur á Akureyri 21. nóvember
1922. Foreldrar Sveins vora hjónin
Kristján Magnússon og Eugenía
Jónsdóttir. Hann var yngstur fimm
systkina. Sveinn ólst upp í foreldra-
húsum, tók gagnfræðapróf og gerð-
ist verslunarmaður: fyrst í einkageir-
anum síðar sem skrifstofumaður hjá
KEA.
Eftirlifandi kona Sveins er Undína
Ámadóttir. Þau eignuðust sjö börn.
Þar af era sex á lífí. Sveinn gerðist
félagi í Góðtemplarareglunni 1962
hjá stúkunni Ísafold-Fjallkonan.
Tveimur áram síðar var hann orðinn
gæslumaður bamastúkunnar Sak-
leysisins og því starfi gegndi hann
ásamt Sigurlaugu Jónsdóttur til ævi-
loka. Sveinn var kosinn í fram-
kvæmdanefnd Stórstúku íslands
1970 og stöðu æðsta manns reglunn-
ar gegndi hann í tvö ár, 1978-1980.
Árið 1992 var Sveinn kjörinn um-
boðsmaður alþjóðaforseta.
Við Sveinn áttum mikið og gott
samstarf í áratugi. Hann var dugleg-
ur að hveiju sem hann gekk, íþrótta-
Helga Guðmunds-
dóttir — Minning
Hinn 16. apríl sl. lést á Hrafnistu
í Reykjavík móðursystir mín Helga
Guðmundsdóttir frá Patreksfirði. Við
andlát hennar leitar hugurinn til lið-
inna tíma og langar mig að minnast
hennar með nokkram orðum.
Helga var fædd á Patreksfírði 13.
september 1908, elst ellefu barna
þeirra Önnu Helgadóttur og Guð-
mundar Ólafs Þórðarsonar á Hól.
Hún ólst upp við gott atlæti í glöðum
systkinahópi heima á Patreksfirði og
átti þess einnig kost að fara suður
og gekk þar í Kvennaskólann í
Reykjavík.
Amma mín dó af barnsförum árið
1929 og yngsta bamið Kristinn
nokkurra daga gamall, en áður höfðu
þau amma og afí misst dóttur sína
Þuríði aðeins átta ára gamla. Þá kom
það í hlut Helgu, að taka við búsfor-
ráðum hjá afa fyrstu fjögur árin eft-
ir lát ömmu minnar og ganga yngstu
systkinunum í móðurstað . Finnst
mér reyndar að hún hafi ávallt verið
nokkurskonar foringi í systkinahópn-
um og notið virðingar systkina sinna
og þeirra fjölskyldna.
Þrjú systkinanna lifa Helgu, en
þau era Nanna, búsett í Hafnarfirði,
Ingvar, sem býr á Akureyri, og Guð-
mundur Bjami, en hann býr í Kópa-
vogi. Látin era á sl. níu áram Helgi,
Baldur, Freyja og Þormóður en bróð-
ir þeirra Kjartan lést 1940 aðeins
21 árs gamall.
Helga giftist 16. júli 1933 Adolf
Hallgrímssyni loftskeytamanni sem
einnig var frá Patreksfirði. Hann
lést 21. ágúst 1992. Helga og Dolli
voru einstaklega samrýnd og sam-
hent hjón og varð fráfall hans Helgu
afar sár missir. Hún hafði þá um
nokkurra ára skeið verið léleg til
heilsu og hafði hann með einstakri
natni og umhyggju gert þeim kleift
að halda heimili sitt með þeirri gest-
risni og reisn sem einkenndi það svo
lengi sem ég man. Skömmu eftir
andlát Adolfs fékk hún herbergi á
Hrafnistu í Reykjavík og var hún
mjög þakklát fyrir þá umönnun sem
hún fékk þar.
Þeim Helgu og Dolla fæddust
fimm börn. Elstur er Hilmar, bif-
reiðasmiður, hans kona er Svava
Hauksdóttir, næstur í röðinni var
Halldór, hann dó tæpra þriggja ára,
þá Gylfi, skrifstofumaður, hans kona
er Vilborg Geirsdóttir, Hildigunnur,
húsmóðir og verslunarmaður, búsett
í Bandaríkjunum, gift Louis Dixon,
og yngst var Anna Halldóra, sem
dó aðeins sólarhringsgömul. Einnig
ólst upp hjá þeim sonur Hildigunnar,
Adolf Þráinsson, læknanemi, hans
kona er Aðalheiður Pálmadóttir.
Barnabörnin eru átta og barnabama-
bömin era orðin sex.
Eins og ég hef áður nefnt voru
þau Helga og Dolli ákaflega samrýnd
hjón og því tæplega hægt að minn-
ast Helgu öðravísi er að Dolli komi
stöðugt við sögu. Með engri fjöl-
skyldu annarri en Thinni eigin hef
ég átt eins nána samleið allt frá
bernskuárum og þeirra Helgu og
Dolla. Heimili þeirra systra Helgu
og móður minnar Nönnu stóð við
Urðargötu númer 6 og 7 á Patreks-
firði frá árinu 1936 til 1963. Þær
voru samrýndar systur og við systk-
inin áttum þeirra böm að vinum og
leikfélögum. Vorum við í uppvextin-
um nánast eins og systkin. Auk þess
vora þeir pabbi og Dolli sérlega góð-
ir vinir og félagar. Þeir voru báðir
togarasjómenn, reyndar ekki á sama
skipi en hjá sömu útgerð, annar skip-
stjóri hinn loftskeytamaður. Um tíma
ráku þeir saman matvöruverslun, og
meira að segja áttu þeir kú í félagi
í nokkur ár, en það var til þess að
við krakkamir fengjum nóga mjólk
sem á þeim árum var af skornum
skammti á Patreksfirði. Þær systur
stjórnuðu í iandi eins og þeir sögðu,
ráku heimilin, sáu um heyskapinn á
Hólstúninu og tóku virkan þátt í hinu
daglega lífi eins og það gerðist best
á þessum árum í litlum sjávarþorp-
um.
Helga var lengi formaður Kven-
félagsins og tók virkan þátt í starfí
slysavarnafélagsins á Patreksfirði.
Og í minningunni finnst mér eins og
það hafi alltaf verið einhver skemmt-
un eða uppákoma í undirbúningi. Það
voru þorrablót, jólatrésskemmtanir,
sjómannadagar, hjónaböll, 17. júní
o.fl., o.fl., allt undirbúið og unnið í
sjálfboðavinnu af félagsmönnum og
heimafólki eins og það er sjálfsagt
enn víðast hvar úti á landi.
Árið 1962 fluttust þau Helga og
Dolli til Reykjavíkur. Það hafði hallað
undan fæti hjá útgerðinni og fjöldi
þess fólks sem hafði haft atvinnu
þar þurfti nú að flytjast brott og leita
atvinnu annars staðar. Eftir það
starfaði Dolli við verslunarstörf,
lengst af hjá Verslun J. Þorláksson
og Norðmann. En Helga vann í nokk-
ur ár við Hlíðaskóla í kaffistofu kenn-
aranna. Þau áttú mörg góð ár í
Reykjavík, tóku bæði virkan þátt í
starfi Barðstrendingafélagsins og
Helga í Kvenfélagi Hvítabandsins.
Þau bjuggu síðustu árin í Stóragerði
14, og hjá þeim var alltaf gest-
kvæmt, enda trúi ég að fleiri en ég
minnist þess hve þau nutu þess bæði
að taka á móti gestum og veita vel,
á stórafmælum, jólum og nánast
hvenær sem tækifæri gafst til vina-
funda.
Samverastundir með móðursystk-
inum mínum, Hólssystkinunum frá
Patreksfirði, og þeirra fjölskyldum
era ógleymanlegar. Hávær hláturinn,
græskulaus stríðnin og ýmsar at-
hugasemdir sem gengu á víxl og
tekið var mátulega mikið mark á.
Allt þetta sem maður kann betur og
betur að meta í mannlegum sam-
skiptum með hveiju ári sem líður.
Sérstaklega eru mér minnisstæðir
samfundir með systrunum Helgu,
Freyju og móður minni Nönnu og
óska ég þess nú að þær hefðu getað
orðið fleiri. Þær voru í raun afskap-
lega ólíkar systur, en samt svo líkar
í mörgu. Sérhver þeirra hafði ein-
hvem þann kost sem hinar vildu
gjarnan hafa. Helga skrifaði svo fal-
lega og datt svo tignarlega. Þetta
vora kostir sem Freyja og Nanna
töldu að helst skorti á hjá þeim í
samanburði við Helgu. En auðvitað
er þetta bara sýnishorn af því
græskulausa gríni sem alltaf var í
gangi á milli þeirra. Helgu fylgdi
ákveðinn virðuleiki og tign og ein-
mitt þess vegna komu hnyttin tilsvör
hennar og athugasemdir þannig á
óvart að maður veltist um af hlátri
og gleymir þeim ekki.
Að réttum mánuði liðnum munu
Hólssystkinin þtjú sem enn eru með
okkur, afkomendur þeirra, og hinna
sem gengin eru, hittast í þriðja sinn
á Hólshátíð, eins og við höfum kallað
okkar niðjamót. Ég á enga ósk heit-
ari okkur afkomendunum til handa
en að okkur auðnist að viðhalda þeim
anda sem ávallt hefur ríkt meðal
Hólssystkinanna og að þeirra ein-
kenni megi lengi lifa með okkur öll-
um.
í dag kveð ég frænku mína Helgu,
eða töntu eins og við frændsystkinin
mörg hver kölluðum hana til margra
ára. Ég trúi að hún sé með þeim sem
henni voru kærastir og farnir voru
á undan henni yfir móðuna miklu.
Hún var orðin þreytt og þráði hvíld,
og við, sem þótti vænt um hana,
óskuðum henni hvíldar. En börnin
hennar og ástvinir allir minnast
hennar og sakna, og við systkinin
ásamt mömmu og fjölskyldum okkar
sendum þeim innilegar samúðar-
kveðjur og þökkum Helgu áratuga
samfylgd.
Guðrún Gísladóttir Bergmann.