Morgunblaðið - 21.04.1994, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994
47
maður ágætur á yngri árum og átti
auðvelt með að vinna með börnum
og unglingum. Sem íþróttamaður var
hann kappsmaður mikill. I miðjum
handboltaleik á vormóti barnastúkna
á Akureyri kom hann einu sinni til
mín ábúðarmikill og sagði við mig
sem dómara leiksins: „Ætlarðu að
láta mitt lið tapa leiknum?" En að
leik loknum voru allir vinir. Sem
gamlan KA-mann bað ég Svein í
vetur að hafa samband við Sigbjörn
Gunnarsson, alþingismann, formann
flárveitinganefndar Alþingis. í vor
fengum við svo þær gleðifréttir að
Alþingi hefði veitt verulegar flárhæð-
ir til barnastarfs Stórstúkunnar. Þar
átti Sveinn verulegan hlut að máli.
Ég minnist líka ferðar 1982 til Ham-
borgar, sem ég var beðinn að fara
sem þáverandi stórtemplar. Peningar
hjá hreyfingunni voru þá sem oft
endranær litlir. Þá var það Sveinn
með fulltingi Ingvars Gíslasonar
menntamálaráðherra sem töfraði upp
dágóðan farareyri. Á heimili Sveins
komum við oft sunnlenskir templarar
og þáðum höfðinglegar veitingar af
þeim hjónum. Á afmælisfundi í vetur
hjá ísafold var Sveinn enn við stjórn-
völinn en við vissum að heilsan var
völt. Ég votta konu hans, Undínu,
og börnum þeirra innilega samúð.
Við templarar eigum á bak að sjá
duglegum liðsmanni.
Hilmar Jónsson.
Á morgun fer fram í Akureyrar-
kirkju útför vinar míns og vensla-
manns Sveins Kristjánssonar, sem
mér þykir miður að geta ekki fylgt
síðasta spölinn, lífið á sér annan til-
gang.
Það er eftirsóttur kostur hjá sér-
hverri manneskju að eiga hjarta-
hlýju, næstum ótakmarkaða, að gefa
öðrum. Þannig minnist ég Svenna,
„Svenna á Akureyri“. Ég dvaldi oft
langtímum saman hjá þeim Svenna
og móðursystur minni Undínu Árna-
dóttur og börnum þeirra sem barn;
í minningunni er Svenni að koma
heim í hádegismatinn glaðlegur á
svip, nuddar saman lófunum og lítur
yfir hópinn við matarborðið svona
eins og til að athuga hvort allir séu
ekki á sínum stað og að allir fái á
diskinn sinn. Minnist ég sérstaklega
signa fisksins sem oft var á borðum
og mér þótti hreint ekkert spennandi
en það var ekki til siðs á þeim tíma
að börn leifðu matnum sínum, betur
færi ef svo væri enn, og fékk ég því
að sitja tímana tvo þar til diskurinn
var hreinn. Oft höfum við hlegið og
gert grín að þessum stundum við
matarborðið.
Svenni var söngelskur maður og
fannst mér sem barni hann heimsins
besti tenór og tók hann oft lagið
heima, en hápunkturinn var að sjá
hann og heyra syngja með Karlakór
Akureyrar Lóan er komin að kveða
burt snjóinn, þá virkilega hoppaði
hjartað af gleði og sumarið var kom-
ið. í hjarta okkar munum við í dag
fagna sumri með Svenna í hans nýju
heimkynnum, það var alltaf sumar í
návist hans.
Undína og Sveinn voru höfðingjar
heim að sækja og hafði ég ávallt á
tilfinningunni að ég væri komin heim
þegar ég hitti þau og frændsystkini
mín. Seinna varð ég svo lánsöm að
geta snúið dæminu við og boðið hon-
um að gista hjá mér í Reykjavík
þegar hann þurfti oft að sækja fundi
hér sem æðstitemplar Stórstúku ís-
lands, og kom hann þá oft með reykt-
an Mývatnssilung sem var í miklu
uppáhaldi, helst gat hann ekki komið
tómhentur, og Sveinn sonur minn
beið spenntur, hvað skyldi Svenni
frændi (eins og hann kallaði hann)
koma með núna.
Það er gott til þess að vita og
hugsa að hafa átt væntumþykju hans
og mælti ég þá fyrir hönd okkar allra
systkinanna og biðjum við góðan guð
að styrkja Undínu frænku okkar og
börnin þeirra og barnabörn. Missir
þeirra er mikill.
Guð blessi minningu vinar okkar
Sveins Kristjánssonar.
Ingibjörg Bergmann
Sveinsdóttir.
Ein er tærust óskin mín,
oft með trega bið ég hljóð
um að Guð vor gæti þín,
góði vin, á nýrri slóð.
Vinur minn Sveinn Kristjánsson
andaðist hinn 13. apríl síðastliðinn.
Hann var giftur Undínu frænku
minni, og höfum við ætíð verið góðir
vinir síðan. Að vísu þekkti ég Svein
áður sem barn niðri á Eyri. Sveinn
var mér alltaf sérstaklega hjálpleg-
ur, ekki síst eftir að ég missti Gunn-
ar manninn minn. Meðal annars tók
hann mig með í ferðalög, bauð mér
á þorrablót hjá Stúkunni, auk þess
sem hann bauð mér oft á tíðum heim
tii sín. Fyrir þessa hjálpsemi og vel-
vild alla vil ég þakka Sveini, um leið
og ég votta Undínu, börnum hennar
og fjölskyldum innilega samúð mína.
Lilja Jóhannsdóttir.
Einn besti vinur mmn, Sveinn
Kristjánsson, er látinn. Ég get sagt
með sanni, það að hafa átt Svein að
vini var mér mikil lífsfylling.
Nú þegar Sveinn hefur kvatt þá
geri ég mér .enn betur grein fyrir
því hvaða mann hann hafði að
geyma. Hann starfaði mikið að bind-
indismálum og átti ég þess kost að
starfa með honum í gegnum tíðina
og þar fór mikill leiðtogi. í huga
minn koma margar minningar um
Svein og allar eru þær góðar. Hann
var þægilegur maður og oftast stutt
í gamansemina. Oft spjölluðum við
um lífið og tilveruna og það verð ég
að segja alveg eins og er að það
voru einar af mínum bestu stundum
þegar ég hitti Svein.
En nú er hann horfinn okkur í
bili, við fáum ekki oftar að skiptast
á skoðunum við hann og hlægja með
honum á góðri stund.
Þess í stað verðum við að láta
okkur nægja að ylja okkur við minn-
ingarnar um góðan dreng, sem bar
hag sinna vina ávallt fyrir bijósti og
studdi þá í blíðu og stríðu.
Um leið og ég þakka þér fyrir
samfylgdina og kynnin góðu sendi
ég og eiginkona Undínu Arnadóttur
eiginkonu Sveins, börnum þeirra og
öllum ástvinum hans okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Þeirra missir
er mikill eins og allra þeirra er þekktu
þennan 'góða mann.
Sigurgeir Sigurpálsson.
Gardena býður
gleðilegt sumar7
GARDENÁ
Kentucky Fried Chicken /p
Dæmi1:Pakkilynir4, kr. 1500 375 kr. á mann*
Dæmi 2: Pakki fyrir 6, kr. 2200 367 kr. á mann*
*2 bitar, franskar, sósa, salat á mann.
SMUmi sijjjjjjjj-1
Kentucky Fríed Chícken
Faxafeni 2 • S: 680588
Hjallahrauni 15 • S: 50828
Shellskálanum Selfossi • S: 98-23466
frá 11-22
Kentucky Fríed Chicken
Kentucky Fríed Chicken Kentucky Fríed Chicken
Hjólbarðaþjónusta Heklu
Laugavegi 174
hmbiímiei HEKLA
Laugavegi 170 -174 • Simi 69 55 00
SMURSTÖÐ^