Morgunblaðið - 21.04.1994, Síða 66
66
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994
HANDKNATTLEIKUR / ÚRSLITAKEPPNIN
Páll Ólafsson, leikmaðurinn fjölhæfi hjá Haukum, er leikstjórn-
andi þeirra.
Bjarki Sigurðsson, hornamaðurinn snjalli hjá Víkingum, er
einnig öflugasta langskytta þeirra.
Sigurður Sveinsson. Hann fagnaði síðast meistaratitli með
Valsmönnum. Fagnar hann nú með Selfyssingum?
Mætasl Páll
og Sigurdur?
ÞEGAR 1. deildarkeppnin i handknattleik hófst fyrir sjö mánuð-
um, voru tólf kallaðir, en þegar uppi verður staðið verður aðeins
einn útvalinn og krýndur Islandsmeistari. Fjögur lið eru eftir í
keppninni; Reykjavíkurrisarnir undanfarin ár, Valsmenn og Vík-
ingar, Selfyssingar, sem voru svo nálægt því að verða meistarar
1992 — þá „féllu þeir á tfma“ gegn FH-ingum í Hafnarfirði, og
Haukar, sem þurfa að renna huganum alit aftur til ársins 1943,
til að rifja upp eina íslandsmeistaratitil þeirra. Haukar mæta
Víkingum í undanúrslitum og Valsmenn Selfyssingum, þannig
að sú staða gæti komið upp að tvö Reykjavíkurlið leiki til úr-
slita, tvö utanbæjarlið, eða Reykjavíkurlið gegn utanbæjarliði.
Jón Kristjánsson, lykilmaður í vörn og sókn hjá Vaismönnum, sem hafa
meistaratitil að veija.
Undanúrslitakeppnin hefst annað
kvöld með öllu tilheyrandi —
spennu, sorg og gleði, að ógleymdum
hávaða áhorfenda.
Trommuleikur á
leikjum hefur geng-
ið út í öfgar — há-
vaðinn hefur verið
óbærilegur frá mönnum sem virðast
eingöngu vera mættir til að lemja á
trommur og skapa hávaða. Sam-
kvæmt mælingum Morgunblaðsins í
úrslitakeppninni í fyrra, mældist há-
vaðinn yfír sársaukamörkum sem er
samkvæmt skilgreiningu heilbrigðis-
yfirvalda á milli 110 og 120 desibel.
Hávaðinn mældist mest 122 desibel,
en þess má geta að hávaðinn mælist
135 desibel þegar farþegaflugvél er
í flugtaki og þegar hljómflutnings-
tæki eru á fullu mælist hávaðinn 90
desibel. Á þessu sést að það er kom-
inn tími til að takmarka trommuleik
í íþróttahúsum hér á landi.
Valsmenn og Selfyssingar
mælast aftur
Valsmenn hafa meistaratitil að
verja og verða þeir að leggja Selfyss-
inga að velli, eins og í fyrra, til að
komast í úrslitaviðureignina. Róður-
inn verður erfiður hjá hinu unga liði
Valsmanna, því að Selfyssingar, und-
ir stjóm Einars Þorvarðarsonar, eru
orðnir vel sjóaðir í baráttu sem ekk-
ert má gefa eftir í — og eru örugg-
lega orðnir þreyttir á að sjá andstæð-
inga sína fagna. FH-ingar fögnuðu
íslandsmeistaratitlinum á Selfossi
1992, Valsmenn sendu Selfyssinga
vonsvikna heim eftir bikarúrslitaleik
1993 og eftir blóð, svita og tár í
vetur, voru þeir aðeins hársbreidd frá
því að komast í undanúrslitin í Evr-
ópukeppni bikarhafa. í fyrra unnu
Valsmenn Selfyssinga í undanúrslit-
um meistarakeppninnar — í Reykja-
vík 31:27 og á Selfossi 28:22. Þá
voru gamlir refír í herbúðum Vals,
eins og Geir Sveinsson, Valdimar
Grímsson og Jakob Sigurðsson. Þeir
eru famir, en Selfyssingar tefla fram
sama liði og þá.
Byrjunarlið Selfyssinga er geysi-
lega öflugt. Það er þeim mikill styrk-
ur að Einar Gunnar Sigurðsson, sem
átti við meiðsli að stríða í vetur og
var í öldudal, hefur tvíeflst með
hverri raun. Einar Gunnar og Sigurð-
ur Sveinsson geta skotið hvaða vam-
ir og markverði á bólakaf, þegar
þeir eru í ham. Guðmundur Hrafn-
kelsson, markvörður Valsmanna, átti
í erfiðleikum með gólfskot Stjörnu-
mannanna Patreks Jóhannessonar
og Sigurðar Bjamasonar. Hann á
eftir að svitna í viðureign sinni við
Einar Gunnar og Sigurð.
Þorbjöm Jensson hefur náð frá-
bærum árangri með Valsliðið und-
anfarin ár — hann hefur alltaf náð
að koma fram með sterkt lið þrátt
fyrir að missa góða leikmenn. Vais-
liðið er óneitanlega ungt, en liðsheild-
in er sterk hjá Valsmönnum, sem eru
ekki þekktir fyrir að gefast upp fyrr
en í fulla hnefana. Það getur komið
niður á leik Valsmanna að Dagur
Sigurðsson og Jón Kristjánsson, sem
var lengi vel meiddur, hafa ekki náð
að leika að undanförnu eins og þeir
geta best. Rúnar Sigtryggsson hefur
komið inná til að létta á sóknarleik-
ÍSLENDINGAR töpuðu 0:2
gegn Saudi Aröbum í vináttu-
landsleik íknattspyrnu íToulon
í Frakklandi ígær. Leikurinn
var slakur af Islands hálfu, að
sögn Ásgeirs Elíassonar þjálf-
ara.
Leikurinn átti upphaflega að fara
frarh í Cannes en þegar til kom
fengu Saudi Arabar, sem eru í æf-
ingabúðum á svæðinu, ekki völlinn
þar. Því var leikið í Toulon. Mörkin
komu bæði í fyrri hálfleik, á 20.
og 25. mín. „Við gáfum työ mörk,
aulalega. Það var engin ástæða til
mönnum Vals, en spumingin er hvort
hann hafi nægilega mikla reynslu.
Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um að leikir liðanna eiga eft-
ir að verða spennandi og tvísýnir.
Spáin: Selfoss vinnur 2:0.
Haukar á f lugi
Viðureign Hauka, sem hafa verið
á góðu flugi í vetur — tapað aðeins
einum deildarleik, og Víkinga verður
ekki síður spennandi. Jóhann Ingi
Gunnarsson hefur náð að byggja upp
sterka liðsheild í Hafnarfirði, þar sem
reyndir og ungir leikmenn fléttast
vel saman í góðum leik, þar sem liðs-
heildin ræður ríkjum. Það skemmir
ekki fyrir að „refurinn" Páll Ólafsson
stjórnar leik Haukaliðsins, en Páll
er einn af klókustu handknattleiks-
mönnum Islands — útsjónarsamur
leikmaður, sem hefur lært alla galdra
handknattleiksins. Páll hefur engu
gleymt, frekar en gamli félagi hans
hjá Þrótti — Sigurður Sveinsson,
Selfossi. Þeir félagar eiga sér örugg-
lega þann draum að mætast í keppni
um Islandsmeistaratitilinn — og það
kæmi á óvart ef þeir gerðu það ekki.
Þegar Haukum tekst vel upp er
vamarleikur liðsins sterkur og fyrir
aftan vörnina er Magnús Árnason,
sem kallar ekki allt ömmu sína þeg-
ar á reynir. Sóknarleikur Hauka er
að tapa fyrir þessu liði, en við gerð-
um það nú samt. Við sóttum mikið
í seinni hálfleik, en fengum þó eng-
in dauðafæri. Við fengum samt
fjögur eða fimm þokkaleg færi, sem
hefðu getað gefið mörk — Bjarki
fékk það besta, ef ég man rétt, en
vamarmaður náði að blokkera skot-
ið hjá honum,“ sagði Ásgeir Elías-
son. „Þeir léku mjög aftarlega í
seinni hálfleiknum, enda með
tveggja marka forystu og það er
alltaf erfitt að eiga við lið sem spila
þannig.“
Hann sagði lið Saudi Arabíu ekki
sérlega sterkt. „En þetta var slakur
agaður, fjölbreyttur og skemmtileg-
ur, þar sem boðið er upp á leikfléttur
á milli þess að langskytturnar fara
á kreik. Við hlið Páls eru þeir Petr
Baumruk og Halldór Ingólfsson afar
ógnandi.
Víkingar tefla fram „þremur ás-
um“ sem þeir Bjarki Sigurðsson,
Birgir Sigurðsson og Gunnar Gunn-
arsson eru — reyndir leikmenn, sem
gefast aldrei upp. Allir þekkja styrk
Birgis á línunni, stálgrip hans og
kraft. Hann skoraði sigurmarkið
gegn FH á dögunum, þegar fimmtán
sek. voru til leiksloka. Bjarki er afar
ógnandi hægra megin í sókninni —
leikur hjá okkur, við lékum ekki
eins vel og í Japan um daginn. Það
var of mikið af feilsendingum og
of mikið um að menn væru að tapa
bolta illa, þannig að þeir kæmust
þrír gegn tveimur aftarlega á okkar
vallarhelmingi.“ Ásgeir sagði ekki
nógu mikið jafnvægi hafa verið í
liðinu, en hafa bæri í hugi að i lið-
inu væri menn sem hefðu ekki ver-
ið að æfa saman, og sumir sem
ekki væru enn komnir í fulla æf-
ingu. „Við verðum að bæta okkur
fyrir næsta leik, gegn Bandaríkja-
mönnum á sunnudaginn," sagði
Ásgeir og bætti við að menn yrðu
jafnt sem hornamaður og skytta.
Haukar hafa örugglega góðar gætur
á Bjarka og ef þeir taka einhvern
leikmann úr umferð verður það hann,
en Víkingar koma til með að „líma“
leikmann á Pál Ólafsson, ef þeir fara
út í það að klippa á leikmann hjá
Haukum. Fyrir utan þessa þrjá leik-
menn er Serbinn Slavisa Cvijovic
ógnandi — getur átt góðan leik, en
þess á milli lítið borið á honum.
Varnarleikur Víkinga er nokkuð góð-
ur og ef þeir ná að vinna vel saman
í vöm, kann Reynir Þ. Reynisson,
markvörður, að meta það.
Spáin: Haukar vinna 2:1.
líka aldeilis að taka sig saman í
andlitinu fyrir viðureignina við
Brasilíumenn ytra, sem verður 4.
maí. „Og við gerum það,“ bætti
hann við.
Lið íslands stillti upp skv. leikað-
ferðinni 3-4-3 í fyrri hálfleiknum í
gær, en eftir hlé skipti Ásgeir í
3-5-2. Bjarki Gunnlaugsson var
færður aftur á miðjuna með Hlyn
og Þorvaldi og Arnór og Arnar
voru tveir frammi. Þegar Sigur-
steinn og Haraldur komu inná fóru
þeir á kantana og Ólafur Þórðarson
inn á miðjuna.
Sigmundur Ó.
Steinarsson
skrifar
Leikdagar í undanúrslitunum
Strandgata: Haukar-Valur..............föstudagur kl. 20
Laugardalshöll: Valur-Selfoss.......laugardagur kl. 16.30
Víkin: Víkingur-Haukar................sunnudagur kl. 20
Selfoss: Selfoss-Valur.................mánudagur kl. 20
■Ef þarfa að leika þriðja leikinn, mætast Haukar og Víkingur að
Strandgötu á þriðjudaginn kl. 20 og Valur og Selfoss í Laugardals-
höllinni á miðvikudag kl. 20.
KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ
Tap gegn Saudi Arabíu