Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ1994 21 Sala á Hyundai og Lada frá 1992 Seldir bílar Markaðshlutdeild mumÆ 423 1 LADA mmwm 10,6% 271 178 I LADA 4,9% '92 '93 ’92 ’93 '92 ’93 Bifreiðar & landbúnaðarvélar hafa flutt inn bíla frá Sovétríkjunum og Rússlandi 140 ár. Ladan hefur verið einna vinsælust þeirra og árið 1987 keypti rúmlega 1% þjóðarinn- ar slíkan bíl. Árið 1992 hófst innflutningur á Hyundai, sem hefur aðeins á tveimur árum náð 7% hlutdeild á bílamarkaðinum. il og margir þyrfu að endurnýja en geta það ekki. — Heldurðu að þetta ár verði svipað og í fyrra? „Ég býst við samdrætti. í fyrra dróst heildarsalan á bílum saman um 22% og fyrstu fjóra mánuði ársins hefur samdrátturinn verið 15%. Ég tel að mikið þurfi að breytast ef hann á ekki að haldast út árið og þá er heildarsalan kom- in niður fyrir 5.000 bíla.“ Ekki greitt í wonum Erna segir að innkaupsverð hafi ekki hækkað mikið frá því innflutningur hófst og því sé verð á bílunum nánast óbreytt. Það sem helst hafi áhrif á verðlagið sé inn- lent gengissig og -fellingar. í Kóreu er mikill uppgangur og þykir hagvöxtur lítill sé hann inn- an við 8% á ári. Uppbyggingin er mikil, svo og verðbólga, enda hef- ur verðlag hækkað mikið þar á undanförnum árum. Þegar Erna er spurð hvort gengisbreytingar hafi verið miklar í wonum, sem er gjaldmiðill Kóreu bendir hún á að innkaupin fari ekki fram í þeim gjaldmiðli. „Vegna samkeppninn- ar hefur alltaf verið töluvert leynd- armál hjá bifreiðaumboðunum í hvaða gjaldmiðli þau greiða,“ seg- ir hún. „Umboðin hafa sveiflast á milli gjaldmiðla, kannski úr jenum yfir í mörk og þaðan yfir í doll- ara. Það hefur sjaldnast verið al- veg fast.“ Mér leikur forvitni á að vita hvernig Kórumenn tóku henni þegar hún fór þangað fyrst. „Þeim leist ekkert sérstaklega vel á mig,“ svarar hún. „Þeim fannst ég ung og reynslulítil. Hins vegar hafði faðir minn, sem ég fór með utan, mikla reynslu af samningaviðræð- um og alþjóðlegum viðskiptum. Áður en ég fór út þurfti ég að læra heilmikið af tækniorðum á ensku, þekkja mismuninn á bílun- um, hvað væri innifalið hér í verði bíla almennt, þannig að heiman- ámið var töluvert. Auk þess sem við kynntum okkur menningu og sögu Kóreu. Aftur á móti hafa þeir verið mjög ánægðir s’ðan, einkum með markaðshlutdeildina sem er há rniðað við annars staðar í Evrópu.“ — Fannst þeim einkennilegt að sjá kvenmann koma til samninga- viðræðna? — Já. Þeir höfðu ekki beint orð á því en við fengum öðruvísi með- höndlun eða athygli en aðrir. Þannig var okkur feðginunum boð- ið tvívegis út að borða með einum æðsta yfirmanni fyrirtækisins. Konur í Kóreu eiga ennþá eftir að ganga í gegnum þá kvennabar- áttu sem við höfum gert og því er ekki algengt að sjá þær í stjórn- unarstöðum.“ Erna segir að íslenskir karl- menn í greininni hafi tekið sér vel, enda hafi hún kynnst mörgum þeirra gegnum árin og að því leyti sé hún ekki ný í greininni. Hún segist í rauninni ekki sjá mikinn mun á því að selja bíla eða aðrar fjárfrekar vörur. „Mestu máli skiptir að þekkja vöruna og hvað samkeppnisaðilinn hefur upp á að bjóða.“ IÐNNAM Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Vélsmíði — Rafvirkjun — Húsasmíði Snyrtifræði — Rennismíði Grunnnám FB þegar þú velur verknám Fjölbrautaskólinn Breiðholti SONGLEIKJADEILD SÖNGSMIÐJUNNAR iiuglýsir sumarnám, þar sem kenndur verður jgur, leiklist og dans. Stefnt er að því að . setja upp söngleikinn „G|ŒASE". ÁRIÐ UM KRING Sigling á nýjasta skemmtiskipi heimsins, FASCINATION 21. okt. Hópferð - síðustu sætin. Einstakar brottfarir í hverri viku. Fyrirvari minnst tveir mánuðir, hægt að tengja siglingu við ódýra lúxusdvöl í Dominicana á einni fegurstu eyju heimsins! Puerto Plata - allt innifalið. Punta Cana - algjör uppgötvun. Svítugisting, háift fæði, fegursta ströndin! FERÐASKRIFSTOFAN rí ' ■■'bA 5: Umboð: Carnival Cruises, skemmtilegustu ferðirnar. PRjAÁA? HEIMSKLUBBUR INGOLFS AUSTURSTRÆTI17,4. hæð 101 REYKJAVIK-SIMI620400-FAX 626564 Upplýsingar og skráning á skrifstofu skólans, Skipholti 25 og í síma 61 24 55. Um leið og við þökkum mjög góð viðbrögð við hreinsunardögunum viljum við minna á gámastöðvar Sorpu. Opnunartími gámastöðva Sorpu frá 15. maí til 15. ágúst er sem hér segir: Opnunartími gámastöðva Virkir dagar Um helgar Ánanaust móts við Mýrargötu ki. 09,00 - 21,00 ki.12.30 - 21,00 Sævarhöfða norðan við Maibikunarstöð ki. 09,00-21,00 ki.12,30 - 21,00 Gylfaflöt austan Strandvegar ki. 12,30 - 21,00 ki.12,30- 21,00 Jafnarsel í Breiðholti ki. 12,30 - 21,00 ki.12,30 - 21,00 okkar hreíiinl! Gatnamálastjórinn í Reykjavík Hreinsunardeiid SORPENÐ ING HÖFUÐ BORGARSVÆÐ ISINS bs Gufunesi, sími 67 66 77

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.