Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Bannað að
verðtryggja
óbundin
innlán
SEÐLABANKINN hefur gefíð út
nýjar reglur um verðtryggingu spari-
fjár og lánsfjár. Helsta breytingin frá
fyrri reglum er að frá næstu áramót-
um verður óheimilt að verðtryggja
óbundin innlán. Ýmsir óbundnir inn-
lánsreikningar hafa til þessa notið
verðtryggingar, hafí innstæða staðið
óhreyfð í heilt ár.
Eftir sem áður verður leyft að verð-
tryggja innlánsreikninga sem bundnir
verða minnst eitt ár í fyrstu og síðan
minnst sex mánuði í senn eftir það.
Nýju reglumar fela einnig í sér breyt-
ingar sem miða að því að sem fyrst
náist jöfnuður milli verðtryggðra
eigna og skulda innlánsstofnana.
í frétt frá Seðlabankanum er bent
á að ríkissjóður hafí unanfarið aukið
útgáfu óverðtryggðra verðbréfa. Tel-
ur Seðlabankinn brýnt að áfram verði
unnið að því að auka við útgáfu
óverðtryggðra skuldbindinga, til
dæmis til lengri tíma en boðið hefur
verið upp á. Það muni stuðla að því
að fjármagnsmarkaður hér á landi
líkist meir því sem þekkist meðal
annarra þjóða.
-----♦ ♦ 4----
Norska sendiráðið
Fékk boð
með tíu
mínútna
fyrirvara
NORSKA sendiráðinu í Reykjavík
barst formlegt boð frá dómara í
Héraðsdómi Norðurlands eystra um
að fulltrúa þess væri velkomið að
vera viðstaddur sjóprófín vegna at-
burðanna á Svalbarðasvæðinu aðeins
tíu mínútum áður en sjóprófín hóf-
ust. Bragi Kristjónsson, fulltrúi í
sendiráðinu, segir að það gefí auga-
leið að sendiráðið hafi ekki haft neina
möguleika á að senda fulltrúa norður
með svo skömmum fyrirvara.
„Dómarinn í málinu hringdi hingað
klukkan 20 mínútur yfír eitt í gærdag
[fímmtudag] þar sem hann tilkynnti
okkur um dómhaldið. Daginn áður
hafði komið tilkynning frá LíÚ um
að sjóprófín yrðu á þessum tíma, en
þeir eru náttúrlega ekki boðunarmenn
fyrir dóm,“ sagði Bragi. Sjóprófín
hófust klukkan 13.30.
Hann segir að sendiráðið þurfí að
hafa samband við stjómvöld í Noregi
vegna svona mála. Sendiráðið taki
ekki sjálft ákvörðun um hvort mætt
sé við sjópróf þegar norsk skip eiga
í hlut. Svona mál þurfí að ganga
hina formlegu leið og ekki sé bmgð-
ist við fyrr en formleg tilkynning
hafí borist.
Bragi sagðist telja að norsk stjóm-
völd hefðu haft hug á að senda full-
trúa til að vera við réttarhaldið ef
það hefði verið tæknilega mögulegt.
Tilmæli Samkeppnisstofnunar
Oddi telur málið
enn í vinnslu
ÞORGEIR Baldursson forstjóri
Odda hf. telur að Samkeppnis-
stofnun hafi ekki afgreitt kæru
um ummæli sem Oddi viðhafði í
auglýsingu um pappír samkeppn-
isaðila. Lögfræðingur stofnunar-
innar er á öðru máli.
„Við höfum fengið bréf frá
Samkeppnisstofnun þar sem leitað
er okkar skýringa en við höfum
ekki náð að gefa þær enn,“ sagði
Þorgeir og sagði að því væri ekk-
ert hægt að segja enn hver niður-
staðan yrði.
Morgunblaðið sagði á fímmtu-
dag frá því að Samkeppnisstofnun
hefði beint þeim tilmælum til Odda
hf. að hann léti nú þegar af um-
mælum um samkeppnisaðila sinn,
Kristján Gissurarson, og að stofn-
unin telji að ummæli sem Oddi
viðhafði um pappír, sem Kristján
Gissurarson selur, samræmist ekki
20. og 21. grein samkeppnislag-
anna.
10 daga frestur
Siguijón Heiðarsson lögfræð-
ingur hjá Samkeppnisstofnun
staðfesti í fyrradag, að stofnunin
hefði sent Odda hf. bréf 10. þessa
mánuðar með tilmælum um að
láta af umræddum ummælum um
samkeppnisaðila sinn. Siguijón
sagði að Odda hefði verið gefínn
10 daga frestur til að gefa sínar
skýringar á málinu og sá frestur
hefði liðið án þess að heyrst hefði
frá Odda. Því teldi stofnunin málið
afgreitt.
Samkomulag við
ásatrúarmenn
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Golfleikið um hánótt
ARTIC Open golfmótið á Akureyri er vinsælt orðið um víða ver-
öld og sækja það kylfingar allt frá Astralíu. Spilað er Jónsmessu-
nóttina. Myndin er tekin um hánótt í fyrrinótt.
FULLAR sættir hafa náðst á milli
Þingvallanefndar og ásatrúarmanna
um hvemig staðið verði að innsetn-
ingu nýs allsheijargoða. Samkomu-
lagið felur í sér að innsetningin fer
fram á Spönginni eins og Þingvalla-
nefíid hafði lagt til. Ekki hefur ver-
ið ákveðið hvenær innsetningarat-
höfíiin verður haldin.
Samkomulag til frambúðar
íyfírlýsinu sem JÖrmundur Ingi
sendi frá sér fyrir hönd ásatrúar-
manna segir að ásatrúarmenn
harmi þann ágreining sem komið
hafí upp á milli þeirra og Þing-
vallanefndar vegna innsetningar
allsheijargoða. Jörmundur Ingi og
Björn Bjamason, formaður Þing-
vallanefndar, áttu fund í gær þar
sem ágreiningi um þetta mál var
eytt. í yfírlýsingu Jörmundar Inga
segir að fullar sættir hafí tekist
um athafnir ásatrúarmanna á
Þingvöllum, bæði í ár og til fram-
búðar.
Bjöm Bjamason staðfesti í sam-
tali við Morgunblaðið að sam-
komulag hefði tekist. Hann sagði
að samkomulagið feli í sér að inn-
setning nýs allsheijargoða fari
fram á Spönginni eins og nefndin
hafði áður boðið og að á eftir verði
hópreið niður Almannagjá.
Sjópróf vegna aðgerða norsku strandgæslunnar gegn Má SH
Skipherra strandgæsluskipsins
sýndi glæpsamlegt athæfi
SKIPSTJÓRINN á Má SH segir að það hefði jafngilt sjálfsmorði að
reyna að kasta aftur veiðarfærum eftir að Senja, skip norsku strand-
gæslunnar, reyndi að klippa á togvíra Más 19. júní og síðan siglt
þvert fyrir Drangey á miðunum á fiskvemdarsvæðinu við Svalbarða.
Með aðgerðum sínum hafí skipherrann á Senju sýnt glæpsamlegt at-
hæfi. Þetta kom fram í sjóprófum í Héraðsdómi Vesturlands í Borgar-
nesi í gær, en þau vom haldin vegna aðgerða norsku strandgæslunn-
ar gegn Má á miðunum í kringum Svalbarða.
Endurgreiðsla hafin vegna
of hárra símreikninga
ÞEIR SÍMNOTENDUR í Reylgavík
sem hafa símanúmer sem byija á
tölustafnum þremur og fengu of
háa símreikninga um síðustu mán-
aðamót munu fá nýja leiðrétta
reikninga á næstu dögum og þeir
sem þegar hafa greitt of mikið fá
senda endurgreiðslu. Um er að
ræða nokkur hundrað símnotendur.
Við leiðréttinguna var notuð sú
aðferð að skoða nákvæmlega
símanotkun viðkomandi síðasta ár
og bera hana saman við notkunina
í febrúar, mars og apríl. Ef í ljós
kom að einhver þessara mánaða
var yfír meðalnotkun var skrefa-
fjöldinn færður til samræmis við
hana og hækkaður um 10% að
auki. Með þessu vonar Póstur og
sími að hægt sé að bæta viðskipta-
vinum upp þau óþægindi sem þess-
ir of háu reikningar ollu.
I ljós kom galli í samböndum
út á land sem orsakaði aukataln-
ingar hjá ákveðnum hluta símnot-
enda sem allir eru tengdir við
sömu símstöðina. Mjög misjafnt
var hversu mikið reikningamir
hækkuðu. Þessa dagana er unnið
að því að skoða sérstaklega hvort
aukatalning hafí komið fram hjá
öllum símnotendum í þessari sím-
stöð og munu þeirra mál þá einn-
ig verða leiðrétt.
Þetta mál er litið alvarlegum
augum innan Pósts og síma og
eru allir þeir notendur sem málið
snertir beðnir afsökunar á þessum
mistökum.
Már kom á miðin við Svalbarða
13. júní, eitt síðasta íslenska skip-
ið á svæðið. Dagana áður höfðu
íslensku skipin veitt vel, en eftir
14. júní var enginn friður til veiða
vegna strandgæslunnar.
Skotið að
Má 14. júní
Strax þann 14. júní lenti Már í
útistöðum við Strandgæsluna sem
endaði þannig að norskt strand-
gæSluskip miðaði fyrir framan Má
og skaut að honum. Reynir Viðar
Georgsson, skipstjóri, segir að
Senja hafí komið að skipinu rétt
eftir að þeir voru búnir að hífa.
Hann segir að engin ástæða sé
til að ætla að skotið hafí verið
eitthvað annað en púðurskot, skip-
veijar hafí ekki séð neitt lenda í
sjónum.
19. júní dregur aftur til tíðinda
á miðunum. Reynir segir að varð-
skip með klippurnar úti hafí kom-
ið að Má, og reynt að klippa á
togvírana án aðvörunar. Senja
hafí styst verið innan við fjóra
metra frá Má þegar það sigldi
fram hjá togaranum.
Báru fyrir sig
takmarkaða stjórnhæfni
Á meðan á aðgerðum Senju stóð
logaði ljós á henni sem gaf til
kynna að hún hefði takmarkaða
stjórnhæfni. Reynir segir að skip-
veijar á Má hafí ekki tekið eftir
ljósinu fyrr en eftir á. Reynir sagði
að hann hefði ekki getað ímyndað
sér að sigla skipi með takmarkaða
stjórn við þessar aðstæður.
Strandgæslan hafí einfaldlega ver-
ið að misnota merkin.
Senja neytti
yfirburða
Hann segir að Senja hafi neytt
yfírburðanna og hún hefði ekki
getað hindrað árekstur, íslensku
skipstjóramir hefðu þurft að gera
það.
Hann álítur að Senja hafi með
siglingu sinni á milli íslensku skip-
anna brotið siglingareglur og skip-
stjóri strandgæsluskipsins hafi
hegðað sér glæpsamlega. Hann
hafí skapað hættu fyrir íslensku
togarana og þeir hefðu þurft að
forða sér.