Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
50 ÁRA AFMÆLI LÝÐVELDISINS
Lýðveldispening-
urínn 1944-1994
MYNT
Minnispcningur
í TILEFNI LÝÐVELDIS-
AFMÆLISINS
Útgefandi: Þroskahjálp - Hönnuð-
ur: Sjöfn Haraldsdóttir - Myndefni:
50 ára lýðveldismerki íslands eftir
Jón Agúst Pálmason og laufið, tákn
Þroskahjálpar á framhlið. Snæ-
fellsjökuil á bakhlið.
LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp
fengu sérstakt leyfí Þjóðhátíðar-
nefndar 50 ára lýðveldis á ís-
landi til að sjá um útgáfu minni-
spenings, í tilefni afmælisins.
Sjöfn Haraldsdóttir myndlistar-
maður hannaði peninginn, sem
er glæsileg smíði, sleginn í brons
í Finnlandi, vegur 182 grömm
og er 7 sentímetrar í þvermál.
Á framhlið er 50 ára lýðveldis-
merki íslands, hannað af Jóni
Ágústi Pálmasyni. Laufíð, tákn
Þroskahjálpar, myndar eins kon-
ar heiðurskrans um lýðveldis-
merkið, og er tákn um gróður-
átak í landinu. Á bakhliðinni er
Snæfellsjökull, fyrirmynd og
tákn um mikilleik íslenskrar nátt-
úru. Undir honum eru bylgjur og
hreyfíngar hafsins, í stflfærðri
mynd. Fyrir ofan jökulinn eru
orka hans og birta greipt í bak-
grunninn. Peningurinn er afar
áferðarfaliegur, vel sleginn og fer
vel í hendi, enda sleginn hjá virtri
fínnskri myntsláttu. Er skemmst
af því að segja, að peningur þessi
er öllum aðstandendum til mikils
sóma.
Hver peningur er númeraður
og seldur í vandaðri öslq'u, sem
inniheldur upplýsingar um hann,
á íslensku og ensku. Slegnir voru
1.500 rauðleitir peningar, sem
kosta 3.500 krónur. Hafa þeir
selst vel og bendi ég söfnurum á
að vera frekar í fyrra fallinu,
ætli þeir sér að eignast þennan
kjörgrip. 100 gylltir peningar,
sem kostuðu 5.000 krónur, eru
allir seldir. Landssamtökin
Þroskahjálp annast söluna á pen-
ingnum, á skrifstofu samtak-
anna, á Suðurlandsbraut 22 í
Reykjavík, og allur ágóði af söl-
unni rennur til Húsbyggingar-
sjóðs Þroskahjálpar.
Salan á forsetamyntinni geng-
ur prýðilega. Sérsláttan svo til
öll seld, en venjulega sláttan
fæst enn á flestum sölustöðum.
Sumarferð
Sumarferð Myntsafnarafélags
íslands verður farin sunnudaginn
3. júlí næstkomandi. Lagt verður
af stað frá húsnæði félagsins, í
Síðumúla 17, klukkan 13.00.
Farið verður um Eyrarbakka og
Stokkseyri og síðan verður
Rjómabúið að Baugsstöðum
skoðað, undir leiðsögn Helga
ívarssonar, félaga í Myntsafn-
arafélaginu.
Að lokum skal minnt á hið
frábæra Myntsafn Þjóðminja-
safnsins og Seðlabankans, Ein-
holti 4. Opið er alla sunnudaga
milli klukkan 14.00 og 16.00.
Auk þess geta einstaklingar, eða
hópar, pantað skoðunartíma hjá
safnvörðum aðra daga með því
að hringja í þá um síma Seðla-
bankans. Ég hvet sem flesta til
að fara í sunnudagsbíltúr og
skoða þetta frábæra safn í leið-
inni.
Ragnar Borg
ATVINNUAUGÍ YSINGAR
Blaðberar óskast
á Flatir í Garðabæ til afleysinga.
Upplýsingar í síma 691122.
JRtvsmi&IaMfr
Hitaveita
Egilsstaða og Fella
Staða framkvæmdastjóra hitaveitunnar er
laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 8. júlí nk.
Starfið felst m.a. í umsjón fjármála og bók-
halds, starfsmannahaldi, viðhalds- og verk-
eftirliti o.fl.
Umsóknir sendist til Einars R. Haraldssonar,
form. stjórnar, skrifstofu Hitaveitu Egilsstaða
og Fella, Einhleypingi, 701 Egilsstöðum.
Birna Jónasdóttir í síma 97-11466 gefur
lýsingar um viðtalstíma.
Stjórn HEF.
Sölumaður óskast
Heildverslun í matvælum óskar eftir röskum
sölumanni nú þegar.
Upplýsingar um aldur og fyrri störf óskast
sendar á auglýsingadeild Mbl., merktar:
„Traustur - 12779", sem fyrst.
Hjúkrunarfræðingar
athugið
Sjúkrahús Akraness bráðvantar hjúkrunar-
fræðing vegna veikindaforfalla frá 10. júlí.
Upplýsingar gefur Brynja Einarsdóttir, hjúkr-
unarframkvæmdastjóri, í síma 93-12311.
Borgarbyggð
Starfsfólk óskast
faglært eða ófaglært, til starfa við leikskól-
ann Klettaborg í Borgarbyggð.
Umsóknarfrestur er til 4. júlí 1994.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri
í síma 93-71425.
Sjúkraliðar
Sjúkraliða vantar að dvalar- og hjúkrunarrými
Hornbrekku á Ólafsfirði. Um tvær 100%
stöður er að ræða; til greina kemur minna
stöðuhlutfall.
Nánari upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri
og forstöðumaður í síma 96-62480.
Skriflegar umsóknir berist fyrir 20. júlí nk.
. AUÐUNGARSAIA
' AUGL YSINGAR
Vanefndauppboð
Vegna vanefnda uppboöskaupanda fer að nýju fram framhald upp-
boðs á þinglýstum eignarhluta Guðbjarts Kristjánssonar í vélbátnum
Evu (S-269, að kröfu Ásgeirs Eiíassonar, í skrifstofu embættisins,
Aðalstræti 12, Bolungarvík, miðvikudaginn 29. júní kl. 15.00
Sýslumaðurinn i Bolungarvík,
24. júni 1994.
Til sölu
Fiskveiðasjóður íslands auglýsir til sölu fast-
eignirnar Hafnargötu 32, Hafnargötu 35 og
Búðaveg 49, Fáskrúðsfirði, áður eign Saltvík-
ur hf.
Tilboð í eignirnar óskast send á skrifstofu
sjóðsins fyrir kl. 15.00, föstudaginn 8. júlí
1994, merkt: „Saltvík hf“.
Nánari upplýsingar um eignirnar og þann
búnað, sem þeim fylgir, veitir Ragnar Guð-
jónsson á skrifstofu sjóðsins, Suðurlands-
braut 4, Reykjavík í síma 889100.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði
sem er eða hafna öllum.
Fiskveiðasjóður íslands.
Verslunarrými á besta stað
Verslunarrými neðst á Skólavörðustíg er til
leigu. Hér er um að ræða fallegt rými sem
býður upp á mikla möguleika. Á þessum stað
hefur á undanförnum árum verið rekið mynd-
listargallerí. Leigist frá nóvember 1994.
Uppl. í síma 25711 eða kl. 14-18 í síma 11138.
Til sölu
eru jarðirnar Torfastaðir IV og V
í Fljótshlíð, auk býlisins Geilar
Um er að ræða u.þ.b. 200 ha lands auk
gamals íbúðarhúss og eldri útihúsa. Ræktað
land er um 20 ha og greiðslumark í mjólk
er um 18.500 lítrar. Þá er fasteignin Geil,
er stendur á landinu, einnig til sölu, en það
er íbúðarhús 138 fm að stærð, byggt 1986.
Nánari upplýsingar eru á skrifstofu
Lögmanna Suðurlandi, sími 22988.
A
Frá bæjarskipulagi
Kópavogs
Nónhæð - Arnarsmári 32
Tillaga að breyttu aðalskipulagi Kópavogs
1992-2012 auglýsist hér með samkv. 17.
pg 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964.
í breytingunni felst að lóðin Arnarsmári 32
á Nónhæð verður auðkennd sem verslunar-
og þjónustulóð (m.a. bensínsala) í stað lóðar
með blandaða landnotkun, þ.e. opinber
þjónsta og opið svæði til sérstakra nota.
Tillaga að deiluskipulagi á ofangreindri
lóð það er Arnarsmári 32, auglýsist hér með
samkvæmt gr. 4.4. í skipulagsreglugerð
nr. 318/1985.
Uppdrættir, ásamt skýringarmyndum, verða
til sýnis á bæjarskipulagi Kópavogs, Fann-
borg 2, 4. hæð, frá kl. 9.00-15.00 alla virka
daga frá 27. júní-8. ágúst 1994.
Athugasemdum eða ábendingum skal skila
skriflega til bæjarskipulags eigi síða en
kl. 15.00, 22. ágúst 1994.
Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til-
skilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Skipulagsstjóri Kópavogs.