Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ1994
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: , Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SfMAR: Skiptiborð: 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
UMHUGSUNAR-
EFNIFYRIR NORÐ-
MENN
Lýsingar íslenzkra sjómanna á framferði norsku
strandgæzlunnar á Svalbarðasvæðinu hafa vakið reiði
meðal þjóðarinnar. Augljóst er, að norska strandgæzlan hefur
stofnað lífi íslenzkra sjómanna og raunar einnig sinna eigin
manna í hættu með framferði sínu á þessum slóðum fyrir viku.
Björn Jónasson, skipstjóri á Drangey, lýsti tilraun norsks
strandgæzluskips til ásiglingar á þennan veg í viðtali við
Morgunblaðið í gær: „Við vorum komnir á ferð áfram. Ég fer
út í glugga og sé varðskipið koma og fer svo og set skipið á
fulla ferð aftur á bak. Ég sá, að við mundum ekki sleppa
fram fyrir hana [Senju]. Svo sér maður bara gráan vegg
koma fyrir stefnið og við vorum ekki vissir um það fyrst,
hvort við mundum lenda á honum eða ekki. Það var það stutt
á milli.“
Skipstjórinn á Drangey lýsir því síðan, hvernig norska
strandgæzluskipið hafi beygt á stjórnborða, þegar það hafi
haft íslenzka skipið miðskips og reynt að draga vírinn undir
skipið, væntanlega til þess að koma vírnum í stýrið eða skrúf-
una.
Sverrir Kjartansson, skipstjóri á Hegranesi, segir, að þess-
ar aðgerðir „hafi farið úr böndurn" hjá Norðmönnum. Hann
segir: „Strandgæzluskipin sjá ekki menn á dekkinu, nema
þeir fari aftur fyrir skipið“ og bætir við, að ef klippt sé á
togvír þegar menn eru við vinnu á dekkinu geti vírinn slegizt
í þá af miklum krafti. í Iýsingum íslenzku sjómannanna kem-
ur fram, að Norðmenn hafi reynt að nota slöngubáta til þess
að klippa á togvíra, sem augljóslega getur verið hættulegt
fyrir þeirra eigin menn og þeir hafi jafnvel reynt að koma
slíkum bát upp rennuna á íslenzku skipi. Um þetta segir Eirík-
ur Sigurðsson, skipstjóri á Hágangi II: „Þetta var fáránleg
aðferð. Það var heppni, að bátnum hvolfdi ekki.“
Þessar lýsingar íslenzku sjómannanna eru hrikalegar. Það
er alveg augljóst og er raunar staðfest rækilega með mynd-
bandsupptökum af þessum atburðum, að norska strandgæzlan
hefur farið yfir strikið í aðgerðum sínum gegn íslenzku skipun-
um. Eitt er að gera tilraun til þess að klippa á togvíra, annað
að gera augljósa tilraun til þess að sigla íslenzkt fiskiskip í
kaf með því að sigla á það á fullri ferð. Hvað hefði norska
strandgæzlan gert, ef hún hefði borið ábyrgð á alvarlegu sjó-
slysi í norðurhöfum og mannskaða af völdum þessara að-
gerða? Það var ekki fyrir snarræði norsku skipstjórnarmann-
anna, að komið var í veg fyrir slys, þegar norska strandgæzlu-
skipið stefndi á Drangey. Það var fyrir snarræði íslenzka
skipstjórans. Ætla norskir stjórnmálamenn, sem gáfu fyrir-
mæli um þessar aðgerðir, að axla ábyrgð á slíkum hugsanleg-
um afleiðingum verka þeirra?
Deilum Islendinga og Norðmanna um fiskveiðar við Sval-
barða og í Smugunni er ekki lokið. Þær eiga eftir að standa
um skeið, því miður. Það er hægt að gera þá kröfu til stjórn-
valda í báðum ríkjum, í Noregi og á Islandi, að þessar deilur
fari fram með siðaðra manna hætti. Raunar á það að vera
þessum tveimur nánu frændþjóðum og menningarþjóðum
metnaðarmál að sýna öðrum þjóðum, að hægt sé að leysa
deilumál af þessu tagi með viðræðum og rökræðum.
Forsætisráðherra Noregs getur veitzt að okkur íslendingum
með stóryrðum, ef henni sýnist svo. Það hefur komið skýrt
fram, að aðgerðir norsku strandgæzluskipanna byggðust á
fyrirmælum norskra stjórnvalda. Forsætisráðherra Noregs ber
ábyrgð á þeim fyrirmælum og hún ber ábyrgð á aðgerðum
norsku skipanna á Svalbarðasvæðinu á dögunum. Stjórnmála-
leiðtogi, sem ber ábyrgð á aðgerðum af því tagi, sem hægt er
að sanna með myndböndum að fóru fram í Norðurhöfum,
ætti að spara sér stóryrði í garð annarra.
Norsk stjórnvöld ættu að kynna sér rækilega þau gögn,
sem hér eru fyrir hendi. Það hlýtur að vera alvarlegt umhugs-
unarefni fyrir norska stjórnmálamenn, hvort þeir ætla að
endurtaka slíkar aðgerðir, ef aðstæður verða á þann veg. Það
fór betur en á horfðist nú. Það er ekki víst, að norsku
strandgæzluskipin verði jafn heppin næst. íslendingar og
Norðmenn eiga að setjast niður og ræða þessi deilumál, allt
annað er fáránlegt. En það er skylda norskra stjórnvalda að
gera þegar í stað ráðstafanir til að slíkir atburðir endurtaki
sig ekki. Ef það gerist fara ekki bara aðgerðir Norðmanna í
Norðurhöfum úr böndum heldur og einnig samskipti þessara
tveggja vina- og frændþjóða.
Bíódagar Friðriks Þórs Fri<
ODUR TII
ÆSKUÁRAN
Friðrik Þór Friðriksson
leikstýrði kvikmyndinni
Bíódögum, en hún verð-
ur frumsýnd fimmtudag-
inn 30. júní Pétur H.
Blöndal kynnti sér sög-
una á bakvið eina dýr-
ustu kvikmynd sem gerð
hefur verið á íslandi.
Islenskir kvikmyndaáhugamenn
geta hugsað sér gott til glóðar-
innar því nýjasta kvikmynd
Friðriks Þór Friðrikssonar, Bió-
dagar, verður frumsýnd miðvikudag-
inn 30. júní í Stjörnubíói. Myndin
gerist árið 1964 og segir frá viðburða-
ríku sumri í lífi Tómasar sem er tíu
ára drengur frá Reykjavík. Það sum-
ar verður hann fyrir óvæntri og oft
spaugilegri upplifun og sumarið er
afdrifaríkara en hann hafði nokkurn
tíma órað fyrir.
Handritið að Bíódögum skrifuðu
Friðrik Þór Friðriksson og Einar Már
Guðmundsson og byggja þeir sögu-
þráðinn að nokkru leyti á æskuminn-
ingum sínum. „Ég myndi segja að
sannindi og skáldskapur haldist þarna
í hendur eftir þörfum," sagði Einar
Már Guðmundsson. Tökur fóru fram
í Reykjavík og Skagafirði á tímabilinu
7. júlí til 12. september árið 1993.
Gerð Bíódaga kostaði alls 137 milljón-
ir og er hún ein dýrasta kvikmynd
sem gerð hefur verið á íslandi. Það
þykir þó ekki mikið á alþjóðlegan
mælikvarða ef miðað er við hve um-
fangsmiklar tökur eru í myndinni.
Sem dæmi má nefna að gjörbreyta
þurfti horni Bankastrætis og Ingólfs-
strætis, heilli götu í Norðurmýrinni
og Islensku óperunni var breytt aftur
í Gamla bíó. Myndin var klippt í
EMC-klippitölvu sem jafnast á við
venjulega 486 heimilistölvu. Hún er
fyrst íslenskra kvikmynda til að vera
alfarið hljóðunnin hér á landi. Fyrir-