Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBKÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Forystuskúta
á siglingu
Eva II frá Kefiavík náði forystu
í gær í lengstu siglingakeppni,
jsem haldin hefur verið fyrir
stórar skútur hérlendis. Siglt
er frá Reykjavík til Vestmanna-
eyja, sem er um 110 sjómílna
leið. Keppnin er haldin í tilefni
af lýðveldisafmælinu og er vísir
að alþjóðlegri siglingakeppni,
sem halda á hérlendis í framtíð-
inni. Skipstjóri á Evu II er Ar-
sæll Agnarsson.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson.
Lögfræðingur LÍÚ
Næsta skref er
sjópróf í Noregi
JÓNÁS Haraldsson, skrifstofustjóri Landssambands íslenskra útvegs-
manna, segir að nú, þegar sjóprófum vegna aðgerða norsku strandgæsl-
unnar gegn íslenskum togurum á fískverndarsvæðinu í kringum Sval-
barða sé lokið, verði næsta skref væntanlega að stjórnvöld óski eftir
sjóprófum í Noregi. Einnig verði vitnisburðurinn úr sjóprófunum not-
aður í skaðabótamáli sem útgerðarmenn hyggjast höfða í Norégi vegna
tjóns sem þeir urðu fyrir vegna aðgerða strandgæslunnar.
Formenn sljórnarflokkanna
Stjómin sitji
út kjörtímabilið
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagðist að loknum ríkisstjórnarfundi, sem
haldinn var í gær vegna ráðherraskipta í ríkisstjórninni, stefna að því að
ríkisstjórnin sitji út kjörtímabilið. Hann sagðist telja að ríkisstjórnin væri
sterk, og margt benti til að fólkið í landinu væri sömu skoðunar. Jón Bald-
vin Hannibalsson, utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að ríkisstjórnin ætti að sitja út kjörtímabilið.
Á þingflokksfundi Alþýðuflokks- málefnum heilbrigðisráðuneytisins í
?ins i hádeginu í gær var samþykkt
án atkvæðagreiðslu tillaga for-
mannsins um að Guðmundur Árni
Stefánsson, varaformaður Alþýðu-
flokksins, viki úr heilbrigðisráðu-
neytinu til að taka við félagsmála-
ráðuneytinu eftir afsögn Jóhönnu
Sigurðardóttur og að Sighvatur
Björgvinsson bætti við sig heilbrigð-
isráðuneytinu.
Forsetinn undirritaði
lausnarbeiðni
Jóhanna Sigurðardóttir lét af
embætti félagsmálaráðherra á ríkis-
stjórnárfundi sem haldinn var kl. 15
í gær. Undirritaði forseti íslands
lausnarbeiðni hennar síðdegis.
. Jón Baldvin sagði að enginn væri
betur í stakk búinn til þess að stýra
Bótaskylda
ferðaskrif-
stofa hert
FRUMVARP til laga um pakka
ferðir, svokallaðar alferðir, sem
samþykkt var við lok þings í
vor, gerir að verkum að við-
skiptavinur getur krafist
endurgreiðslu ferðar, oft allt
að 75%, standi ferðaskrifstofa
ekki við skuldbindingar sínar.
Inntak frumvarpsins er í
samræmi við tilskipun Evrópu-
sambandsins um pakkaferðir
en einnig var tekið mið af
dönskum lögum þegar lögin
voru samin að sögn Ragnhildar
Hjaltadóttur lögfræðings í sam-
gönguráðuneytinu.
Aukin neytendavernd
Fela lögin í sér aukna neyt-
endavernd en leggja einnig
ferðaskrifstofum auknar skyld-
ur á herðar. í lögunum eru ítar-
legar reglur um vanefndir, sem
gera að verkum að ef upplýs-
ingar um alferð eru ekki hár-
réttar eða tiltekið atriði er fellt
niður í ferðinni af einhveijum
orsökum er ferðaskrifstofu
skylt að bjóða endurgreiðslu
eða aðra ferð.
gegnum næstu fjárlagagerð en Sig-
hvatur Björgvinsson. Því hafi verið
ákveðið að hann bætti við sig verk-
efnum, en ekki yrði bætt við nýjum
ráðherra. Hann sagði einnig að hefð
væri fyrir því í Alþýðuflokknum að
varaformaður flokksins gegndi starfi
félagsmálaráðherra ef flokkurinn
hefði haft það ráðuneyti á sinni
könnu og í þingmannaliði Alþýðu-
fiokksins væru fáir ef nokkur með
jafn mikla reynslu í sveitarstjórnar-
málum og Guðmundur Árni.
Jóhanna sagði að loknum síðasta
ríkisstjórnarfundi sínum að hún
væri sátt við sjálfa sig og sannfærð
um að hún hefði tekið rétta ákvörð-
un. Jóhanna sagðist ekki hafa búist
við að ráðherraskiptin færu fram í
gær og hún hefði fengið að vita um
þau með stuttum fyrirvara. Hún
hefði talið eðlilegra að þau færu
fram á ríkisráðsfundi sem haldinn
verður næstkomandi þriðjudag.
■ Ráðherraskiptin/6
Miðnætursól
í Grímsey
Jónsmessunótt var aðfaranótt
föstudagsins. Þessi nótt er ein
magnaðasta nótt ársins og ber
upp á þann tíma, sem sól er hvað
lengst á lofti. Þessi mynd er tek-
in um miðnættið í Grimsey í
fyrrinótt, en þangað fóru menn
til þess að skoða miðnætursólina
á a.m.k. þremur flugvélum.
Jónas segir að málið sé nú tví-
þætt. Annars vegar snúist það um
brot norsku strandgæslunnar á al-
þjóðlegum siglingareglum og verður
óskað eftir sjóprófum í Noregi vegna
þess. Hins vegar er einnig um að
ræða skaðabótamál þar sem látið
verður reyna á rétt Norðmanna til
löggæslu á Svalbarðasvæðinu. Út-
gerðirnar sem urðu fyrir tjóni á veið-
arfærum, vegna aflamissis og ann-
ars tjóns vegna aðgerða strandgæsl-
unnar standa að málinu. Brýnt sé
að dómstólar í Noregi viðurkenni
skaðabótaskyldu stjómvalda, burt-
séð frá því hversu tjón íslensku út-
gerðanna sé mikið.
Góð sönnunargögn
Niðurstöður sjóprófanna verða
nú þýddar á norsku, myndböndin
sem sýna aðfarir norsku strand-
gæslunnar gegn íslensku togurun-
um klippt saman og verðasíðansend
til Noregs. Myndböndin eru klippt
saman til að betur sé hægt að sjá
atburðarásina í réttu samhengi,
segir Jónas, en mesturhluti mynd-
bandanna sýni atburði sem ekki
skipta miklu máli.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Breytingar hafa verið gerðar á kjörvaxtaálagi hjá Landsbanka íslands
LANDSBANKINN hækkaði á
þriðjudag, 21. júní, álag á kjör-
vexti útlána um 0,4-1,25%. Bank-
inn raðar viðskiptavinum sínum í
9 kjörvaxtaflokka eftir lánstrausti
viðkomandi aðila og er hækkunin
mest hjá þeim sem raðað hefur
verið í 5.-7. flokk, eða á bilinu
1-1,25%. Hins vegar lækkuðu
vextir af yfirdráttarlánum um
0,25%, eða í 13,5%. Þá lækkuðu
kjörvextir af víxlum um 0,25%, eða
í 8%.
Kjörvextir Landsbankans af
óverðtryggðum skuldabréfum eru
nú 7,5% og hefur breytingin á kjör-
vaxtaflokkunum því í för með sér
að vextir lántakenda í 6. flokki
hækka úr 10% i 11,25%, svo dæmi
sé tekið. Lækkun kjörvaxta vegur
nokkuð á móti hækkun álagsins
hvað víxla snertir þannig að vextir
af víxillánum í 6. flokki hækka um
1%.
Um 1% meðalhækkun
Engar upplýsingar voru hins vegar
fáanlegar um breytingar á meðal-
útlánsvöxtum bankans en með
Álagið hækkar
umalltað 1,25%
Breytingar á kjörvaxtaálagi Landsbankans
Víxlar, óverðtryggð og verðtryggð skuldabréf.
Flokkur Eldra álag Nýtt álag Breyting
1. fl. 0,00% 0,000% 10,000%
2. fl. 0,75% 1,130% 0,380%
3. fl. 1,00% 1,500% 0,500%
4. fl. 1,50% 2,250% 0,750%
5. fl. 2,00% 3,000% . m 1.000%
6. fl. 2,50% 3,750% 1,250%
7. fl. 3,00% 4,200% Jg„ 1,200%
8. fl. 3,50% 4,230% 0,730%
9. fl. 4,00% 4,250% 0,250%
hliðsjón af meðalvöxtum banka og
sparisjóða má gera ráð fyrir að
hækkunin sé um 1%.
Áhrif breytinganna á vaxtaálagi
Landsbankans valda umtalsverðri
hækkun á meðalvöxtum skv.
ákvæðum vaxtalaga, en sú viðmið-
un er notuð þegar samið er um
breytilegt meðaltal vaxta á skulda-
bréfum. Þannig hækka vextir af
almennum skuldabréfum um 0,6%
1. júlí nk., eða úr 10,2% í 10,8%
og á sama tíma hækka vextir af
vísitölubundnum lánum um 0,4%,
eða úr 7,7% í 8,1%.
Samræming á kjörum
Björgvin Vilmundarson, banka-
stjóri Landsbankans, sagði að
Landsbankinn væri með þessum
breytingum að samræma kjör-
vaxtaálag bankans við álag ann-
arra lánastofnana. Hann sagði
ekki rétt að segja að þessi breyting
fæli í sér vaxtahækkun, en viður-
kenndi að til langs tíma litið hefði
hún tekjuauka í för með sér fyrir
bankann.