Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
RÁÐHERRASKIPTIN
Guðmundur Arni Stefáns-
son félagsmálaráðherra
Sighvatur Björgvinsson tekur við heilbrigðisráðuneytinu
balssonar, formanns flokksins, um nú fækkað úr tíu í níu og hefur Sjálf-
þessar breytingar á ráðherraskipan stæðisflokkurinn flmm ráðherra en
flokksins vegna afsagnar Jóhönnu Alþýðuflokkurinn fjóra. Er ríkis-
Sigurðardóttur, á hádegisfundi í gær. stjórnin nú eingöngu skipuð körlum
eftir afsögn Jóhönnu en það hefur
ekki gerst í ellefu ár að ríkisstjóm
sé eingöngu skipuð körlum. Seinast
GENGIÐ var frá breytingum á ráð-
herraskipan á ríkisstjórnarfundi í
gær. Jóhanna Sigurðardóttir fékk
lausn frá embætti félagsmálaráð-
herra og var Guðmundur Ámi Stef-
ánsson skipaður félagsmálaráðherra
í hennar stað en hann lét jafnframt
af störfum sem heilbrigðisráðherra.
Sighvatur Björgvinsson tók við starfí
heilbrigðis- og tryggingaráðherra af
Guðmundi Árna en hann mun einnig
fara áfram með viðskipta- og iðnað-
arráðuneytið.
Þingflokkur Alþýðuflokksins sam-
þykkti samhljóða og án atkvæða-
greiðslu tillögu Jóns Baldvins Hanni-
JÓN BALDVIN Hannibalsson, for-
maður Alþýðuflokksins, segir engan
betur i stakk búinn til þess að stýra
málefnum heilbrigðisráðuneytisins í
gegnum næstu fjárlagagerð en Sig-
hvat Björgvinsson. Því hafi verið
ákveðið að hann bætti við sig verk-
efnum, en ekki yrði bætt við nýjum
ráðherra, samkvæmt því samkomu-
lagi stjómarflokkanna, að hvör
flokkur um sig hefði fímm ráðherra
í ríkisstjórninni. Utanríkisráðherra
telur að ríkisstjómin eigi að sitja út
kjörtímabilið.
„Við erum nú að bregðast við
fyrirvaralítilli lausnarbeiðni félags-
málaráðherra. Það eru ekki eftir
nema átta eða níu mánuðir af kjör-
tímabilinu. Rökin fyrir því að vara-
formaður flokksins taki við félags-
málaráðuneytinu eru þessi: Félags-
málaráðuneytið er samkvæmt órof-
inni hefð alltaf forgangsráðuneyti
Alþýðuflokksins í stjórnarmyndun,"
sagði Jón Baldvin í samtali við Morg-
unblaðið í gær. Hann sagði að vara-
formaður flokksins hefði mjög lengi
Níu ráðherrar
Klukkan 15 var svo haldinn stutt-
ur ríkisstjórnarfundúr þar sem
breytingarnar voru kynntar og sat
Jóhanna þar sinn seinasta ríkis-
stjórnarfund. Síðdegis ritaði svo for-
seti íslands undir lausnarbeiðni Jó-
hönnu og skipunarbréf fyrir hina
nýju félagsmáía- og heilbrigðisráð-
herra.
Ráðherrum í ríkisstjórninni hefur
gegnt því starfi, ef
Alþýðuflokkurinn
hefði haft það ráðu-
neyti á sinni könnu.
í þingmannaliði Al-
þýðuflokksins væra
fáir ef nokkur með
jafnmikla reynslu í
sveitarstjórnarmál-
um og Guðmundur
Ámi Stefánsson,
varaformaður
flokksins.
Þekkir vel til mála
„Að því er varðar heilbrigðisráðu-
neytið, þegar taka þarf á málum
með svona skömmum fyrirvara og
til skamms tíma, þá verður að snúa
sér til þess manns, sem þekkir mál-
efni ráðuneytisins af eigin reynslu,
sem er Sighvatur Björgvinsson, sem
gegndi þar ráðherradómi í tvö ár,“
sagði Jón Baldvin.
Utanríkisráðherra kvaðst í gær
ekkert vilja um þau orð Davíðs Odds-
sonar forsætisráðherra segja, að frá-
var það í ríkisstjórn Gunnars Thor-
oddsens sem fór frá völdum í maí
árið 1983.
Sighvatur Björgvinsson tók við
Iyklum að ráðuneyti heilbrigðis- og
tryggingamála síðdegis í gær en
Guðmundur Árni Stefánsson mun
taka við lyklunum að félagsmála-
ráðuneytinu á mánudagsmorgun.
sögn hans af símtali hans við Jón
Baldvin í Helsinki sl. þriðjudag hafi
ekki verið byggð á misskilningi.
Uppskera árangur verka sinna
Utanríkisráðherra var spurður
hvort ekki væri kominn upp trúnað-
arbrestur á milli hans og forsætis-
ráðherra, en um það mál neitaði
hann að tjá sig. Hann var jafnframt
spurður hvort aukið fylgi stjórnar-
flokka, samkvæmt skoðanakönnun
DV í gær, hefði að hans mati aukið
líkur á haustkosningum:
„Það að stjórnarflokkarnir styrktu
stöðu sína í þessari skoðanakönnun
er athyglisvert," sagði Jón Baldvin,
„sér í lagi að Alþýðuflokkurinn skuli
gera það á sama tíma og pressan
hefur verið heltekin í heila viku af
hugsanlegum klofningi Alþýðu-
flokksins, eftir að það hefur verið
skilið svo að Jóhanna Sigurðardóttir
sé á útleið úr flokknum. Þetta era
engan veginn vísbendingar um
haustkosningar. Þvert á móti, þetta
er vísbending um að stjórnarflokk-
amir eigi að sitja út kjörtímabilið,
af því að þeir kunna nú loksins að
vera að uppskera árangur verka
sinna. Það gengur ekki upp að segja,
að þegar stjórnarflokkarnir tapa
fylgi eigi stjórnin að segja af sér,
og þegar hún styrkir stöðu sína, eigi
hún líka að segja af sér.“
Staða ríkis-
sljórnar-
innar sterk
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
sagði að Alþýðuflokkurinn bæri
ábyrgð á ráðherrabreytingunni sem
gerð var í ríkis-
stjóminni í gær og
miðað við þá
ákvörðun Jóhönnu
Sigurðardóttur að
hverfa úr embætti
félagsmálaráð-
herra þá teldi hann
að Álþýðuflokkn-
um hefði tekist að
leysa sín mál með
ágætum.
Davíð sagðist hafa litið svo á að
það veikti ríkisstjórnina að missa
Jóhönnu úr ráðherrahópnum en það
þýddi þó ekki að staða ríkisstjórnar-
innar væri veik. „Þvert á móti held
ég að hún sé sterk og reyndar bend-
ir nú margt til þess að fólkið í land-
inu telji hið sama,“ sagði hann.
Aðspurður hvort líkur á haust-
kosningum hefðu aukist eftir þessar
breytingar sagði Davíð að fækkun
ráðherra Alþýðuflokksins hefði ekk-
ert með það að gera. Á rúmlega
þriggja ára tímabili hefðu komið
átta ráðherrar úr tíu manna þing-
flokki, og það hlyti að teljast góð
nýting. Davíð sagði að ekki væri
pólitísk hefð fyrir því hér á landi,
eins og sumstaðar erlendis, að for-
sætisráðhema efndi til kosninga í
ljósi skoðanakannana, þótt ekkert
bannaði forsætisráðherra það. Hann
sagðist ekki hafa í huga að bijóta
þá hefð. „Ég stefni að því að ríkis-
stjórnin sitji út kjörtímabilið. Ég hef
ekki breytt um þá skoðun,“ sagði
Davíð.
Jóhanna hafði óskað eftir að beð-
ið yrði með ráðherraskiptin til ríkis-
ráðsfundar næstkomandi þriðjudag
en aðspurður um þetta sagði Davíð
að það væri meginregla í stjórnsýslu
að veita mönnum lausn frá embætti
eins fljótt og fært væri þegar um
það væri beðið.
Eðlilegt að
bíða ríkis-
ráðsfundar
JÓHANNA Sigurðardóttir, fyrrver-
andi félagsmálaráðherra, sagðist
hafa talið eðlilegast að ráðherra-
skiptin færu fram á
ríkisráðsfundi sem
halda á nk. þriðju-
dag, eins og hefð
væri fyrir, því þar
flyttu ráðherrar
mál sín, sem þeir
hafi fengið sam-
þykkt á seinasta
Alþingi, fyrir for-
seta.
Hún sagðist ekki
hafa skýringar á því af hveiju ákveð-
ið var að boða til ríkisstjórnarfundar
og ganga frá þessu máli í gær og
sagðist hafa frétt að það stæði til
fáeinum klukkustundum áður en rík-
isstjórnarfundurinn var haldinn.
„Eftir að ég lagði fram lausnar-
beiðni mína var málið í höndum for-
sætisráðherra og forseta. Forsætis-
ráðherra og formaður Alþýðuflokks-
ins vissu alveg mínar óskir um þetta.
Forsætisráðherra tjáði mér að hann
myndi senda mér bréf um lausnar-
beiðni mína. Þess vegna bjóst ég
ekki við því í dag og vissi það raun-
veralega ekki fyrr en rétt fyrir há-
degi að þetta myndi gerast á þessum
klukkutímum,“ sagði hún.
Jóhanna sagði að á ríkisstjórnar-
fundinum hefði komið fram að Iausn-
arbeiðnin yrði ekki staðfest fyrr en
hún hefði verið lögð fyrir forseta til
undirskriftar og sagði að sér hefði
skilist að það yrði gert í gær. Að
loknum ríkisstjórnarfundinum átti
Jóhanna stuttan fund með Vigdísi
Finnbogadóttur, forseta íslands.
Sagðist hún hafa verið að kveðja
Vigdísi og þakka fyrir gott samstarf.
Hef aldrei
verið verk-
hræddur
SIGHVATUR Björgvinsson við-
skipta- og iðnaðarráðherra tók síð-
degis í gær við ráðuneyti heilbrigð-
ismála á nýjan leik.
Hann sagði í sam-
tali við Morgun-
blaðið að það legð-
ist vel í sig að taka
aftur við heilbrigð-
ismálum, þótt það
yrði erfitt að bæta
á sig svo miklum
verkefnum.
Sighvatur
kvaðst eftir
tveggja ára heilbrigðisráðherratíð
sína þekkja vel til í því ráðuneyti,
og því kviði hann í sjálfu sér engu.
„Það verður geysilega mikið starf,
að verða heilbrigðisráðherra, jafn-
framt því að vera viðskipta- og iðn-
aðaráðherra, en ég hef aldrei verið
verkhræddur," sagði Sighvatur.
Aðspurður hvort hans biðu mikil
verkefni, við að koma málefnum
heilbrigðisráðuneytisins í samt lag,
sagði Sighvatur: ;,Ég vil nú ekki
orða það þannig. Ég á eftir að eiga
fundi með starfsfólki heilbrigðis-
ráðuneytisins og sjá hvernig mál
standa.“ Hann var spurður hvort
þessi breytta verkaskipting ráð-
herra Alþýðuflokksins hefði áhrif á
áform ríkisstjómarinnar um að
setja inn nefnd úr fjármálaráðu-
neytinu í heilbrigðisráðuneytið, til
þess að stýra fjármálum ráðuneytis-
ins: „Ég veit ekkert um það. Engin
slík ákvörðun verið tekin.“
Veigamikið
ráðuneyti
„ÞAÐ VAR sameiginleg niðurstaða
að bæta ekki við nýjum ráðherra
eftir brotthvarf Jóhönnu. Það eru
fjölmargar ástæður
íýrir því. Það era
átta mánuðir til
næstu kosninga og
þeir þingmenn sem
í þingflokknum era,
utan ráðherranna,
gegna formennsku
í nefndum þingsins
og hafa þar fangið
fullt af verkefnum,
sem þeir vilja
gjarnan ljúka. Hefur ekki líka verið
um það talað að ráðherrarnir væru
jafnvel of margir?" sagði Guðmund-
ur Árni Stefánsson, sem lét af störf-
um heilbrigðisráðherra í gær og tók
við embætti félagsmálaráðherra af
Jóhönnu Sigurðardóttur.
Guðmundur sagði að þá hugmynd
að hann færði sig yfir í félagsmála-
ráðuneytið og Sighvatur Björgvins-
son viðskiptaráðherra tæki við heil-
brigðisráðuneytinu hefði borið á
góma í samtali hans og Jóns Bald-
vins Hannibalssonar, formanns AI-
þýðuflokksins, í Helsinki fyrr í vik-
unni. Þó hefðu ýmsir fleiri valkostir
verið í stöðunni. „Ég og formaðurinn
vorum sammála um að það færi
ágætlega á því að varaformaður
flokksins sæti í félagsmálaráðuneyt-
inu, sem hefur verið veigamikið
ráðuneyti í augum okkar jafnaðar-
manna um áratuga skeið. I því Ijósi
vildi ég ekki skorast undan því. Áuk
þess þekki ég þau verkefni sem und-
ir það heyra býsna vel eftir langa
setu í sveitarstjórnum,“ sagði Guð-
mundur Árni.
Stjórnin sitji út kjörtímabilið
„Þessar ráðstafanir hafa ekkert
með einhveijar ótímabærar vanga-
veltur um haustkosningar að gera.
Við erum einfaldlega að bregðast við
ákvörðun sem Jóhanna Sigurðardótt-
ir tók og gerum það með þessum
hætti. Eg hef verið og er ennþá þeirr-
ar skoðunar að ríkisstjórnin eigi að
ljúka því verkefni sem hún tókst á
hendur og vinna sín verk til loka
hefðbundins kjörtímabils," sagði
hann.
Morgunblaðið/Golli
Jóhanna kveður
JÓHANNA Sigurðardóttir sat sinn seinasta ríkis-
stjórnarfund sem boðað var til kl. 15 í gær en þar
var gengið frá ráðherraskiptunum. Á minni mynd-
inni er Sighvatur Björgvinsson, iðnaðar-, við-
skipta-, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, að taka
við lyklum að heilbrigðisráðuneytinu frá Guð-
mundi Ámi Stefánssoynifélagsmálaráðherra.
Stjómin á að sitja
út kjörtímabilið
Jón Baldvin
Hannibalsson
Jóhanna
Sigurðardóttir
)
)
I
>
\
>
i
i
i
i
i
i
i
i
\
i
\
\
i
i
i
i
i
I-