Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 21 ____________AÐSEIMPAR GREIMAR_ Fagur fiskur í sjó ÞÖGNIN um hvernig samband íslands við Evrópusambandið verði bezt hagað í framtíðinni er smám saman að rofna. Alþýðuflokkur- inn hefur rofið samsæri stjórnmálaflokkanna og fjölmiðla um að þegja málið í hel. Vissulega ýta Alþýðuflokksmenn þessu mikilvæga máli ekki úr höfn með lúðra- blæstri og blaktandi fánum. Kannski segir það meira um aðra ís- lenzka stjórnmálaflokka en Alþýðuflokkinn að útvötnuð ályktun flokksþings hans um Evrópumálin er á við sjömílna skref í þeirri umræðu sem nauð- synleg hlýtur að vera að fari fram um þetta mikilvæga málefni. Það er deginum ljósara að þögn- in hefur verið sterkasta og áhrifa- mesta vopn andstæðinga þess að Islendingar hyggi að aðild að Evr- ópusambandinu. Það er undarlegt til þess að hugsa að postular þagn- arinnar vilja annars margir hveijir kenna sig við þær stjórnmálastefn- ur sem meta frelsi til orðs og æðis mest allra gæða. Þegar kem- ur að Evrópumálunum hafa þeir verið fijálsari en aðrir og lýst því yfir að þetta mál sé ekki til um- ræðu því stefna Evrópusambands- ins í sjávarútvegsmálum hæfi ekki íslendingum. Þeir hafa kannað, vegið og megið, aðrir skulu trúa þeim og þegja. Þetta er hin undarlegasta uppá- koma. Þeir tveir íslenskir fræði- menn sem ég veit til að hafi ijall- að sérstaklega um sjávarútvegs- stefnu ESB hafa komist að þeirri niðurstöðu að íslendingar gætu að öllum líkindum unað við stefn- una eins og hún er. Það væri auð- vitað barnaskapur að ætla að taka af skarið um að niðurstöður fræði- mannanna séu rétt- ar. Hitt er hins veg- ar verra og að ég tel beinlínis þjóðhættu- legt að halda því fram að sjávarút- vegsstefna ESB sé þannig að við eigum ekki annan kost en að hafna möguleik- anum á að vera full- gildir félagar í Evr- ópusambandinu. Sá félagsskapur mun á komandi árum móta þær efnahags-, við- skipta- og jafnvel að einhveiju leyti félagslegu reglur sem við ætlum að búa við. Loks má ekki gleyma að ESB mun í framtíðinni eiga mikilvægan þátt í mótun stefnu í öryggis- og utan- ríkismálum. Ríki sem æskja aðildar að ESB verða að vera reiðubúin til að sam- þykkja lög og reglur sambandsins. Ekkert ríki getur tekið upp laga- bálkinn án einhverrar aðlögunar, þess vegna fara fram aðildarvið- ræður. Þær eru í raun ekki annað en samningar um með hvaða hætti og á hve löngum tíma umsækjand- inn getur tekið upp lagabálkinn, sem í gildi er. Ef til þess kemur að við æskjum aðildar að ESB, mundu samningar væntanlega fyrst og fremst snúast um með hvaða hætti og skilyrðum við get- um unað við hina sameiginlegu sj ávarútvegsstefnu. Sjávarútvegsstefna ESB byggir á 43. grein Rómarsamningsins, sem reyndar er í kaflanum um landbúnaðarmál. Þetta stingur okkur íslendinga í augum, en þeg- ar nánar er að gáð er e.t.v. ekki óeðlilegt að fjalla um þessa tvo frumatvinnuvegi í sömu andránni. En þessi staðreynd vekur óneitan- lega athygli á því að sjávarútvegur Ef íslenska ríkið slær eignarhaldi sínu á físk- inn og selur aðgang að auðlindinni er mestur vandinn úr sögunni, segir Valgerður Bjarnadóttir í umfjöll- un um aðild íslands að ESB. er ekki sá möndull alheimsins með þjóðum ESB og hann er hjá okk- ur. Heilsteypt sjávarútvegsstefna varð ekki til hjá Evrópusamband- inu (þá Efnahagsbandalaginu) fyrr en 1983. Tilgangur sjávarút- vegsstefnu ESB er sá sami og til- gangur íslenzkrar sjávarútvegs- stefnu: að koma í veg fyrir ofveiði og vernda fiskistofna. Þar sem um sameiginlega stofna er að ræða komust ESB-ríkin að þeirri niður- stöðu að affarasælast væri að ákveða á vettvangi sambandsins hversu mikið mætti afla á hveiju ári og skipta veiðiheimildum á milli bandalagsins. A hveiju ári leggur framkvæmdastjórn sam- bandsins því tillögur um hámarks- afla og skiptingu hans á milli þjóða fyrir ráðherraráð sem ákveður. Postular þagnarinnar segja að ekki komi til greina að heimildum til að veiða íslenzkan fisk verði úthlutað í Brussel, og vilja að þar með sé málið útrætt. Menn skella skollaeyrum við þeim niðurstöðum fræðimanna sem ég gat hér að ofan, en þeir byggja þær á ákvæði um hlutfallslegan stöðugleika sem kallað er (relative stability á ensku). Samkvæmt því ber að út- hluta heimildum til veiða úr sam- eiginlegu fiskistofnunum til þjóða sambandsins í samræmi við veiðar þeirra undanfarin ár. Að öllum lík- indum fengjum við því sjálf þær heimildir sem úthlutað _ yrði til veiða í íslenzkri lögsögu. í aðildar- samningi Norðmanna er sérstök yfirlýsing þar sem núverandi aðild- arþjóðir sambandsins ítreka skiln- ing sinn á því hversu mikilvægt þetta ákvæði er fyrir Norðmenn. Allt siðað fólk skilur yfirlýsingu af þessu tagi sem fyrirheit um að þetta verði áfram sem hingað til einn af hornsteinum framkvæmd- ar sjávarútvegsstefnunnar. Ef þessi hornsteinn í fram- kvæmd sjávarútvegsstefnunnar tryggir ekki að heimildir til veiða í íslenzkri fiskveiðilögsögu verði eingöngu veittar íslenzkum skip- um má hugsa sér að beita öðrum rökum sem mæla með því að ís- lendingar, sem aðilar að ESB, veiði áfram íslenzkan fisk. Sjávarút- vegsstefnan nær til sameiginlegra fiskstofna. Án þess að ég þekki til þeirra mála í smáatriðum, þá skilst mér að færa megi rök að því að helztu fiskstofnarnir í ís- lenzkri lögsögu séu sérstakir stofnar og vel aðgreinanlegir frá fiskstofnum í lögsögu ESB-ríkj- anna. Ef við getum sýnt fram á að markmiði sjávarútvegsstefn- unnar væri betur náð með því að við stýrum sjálf veiðum í þessa fiskistofna, getum við hugsanlega beitt fyrir okkur lögmálinu um hagkvæmasta dreifingu valdsins (the principle of subsidiarity). Það lögmál, sem er í mikilli tízku um þessar mundir, segir að verka- skipting milli sambandsstjórnar- innar og heimastjórnanna skuli taka mið af því hvaða stjórnvald sé líklegast til að ná beztum árangri. Ég efast ekki um að fleiri rök má finna sem gerðu okkur kleift að ná samningum sem við gætum unað glöð við. Sumir eru þeirrar Valgerður Bjarnadóttir skoðunar að við ættum kost á að fá undanþágu frá ákvæðum sjáv- arútvegsstefnunnar til ársioka 2002. I ársbyijun 2003 á ný sjáv- arútvegsstefna að taka gildi innan ESB. Ef við erum aðilar að sam- bandinu gætum við haft áhrif á mótun þeirrar stefnu, en þau höf- um við auðvitað engin ef við erum utan þess. Loks ber að geta þess að ef íslenzka ríkið slær eignar- haldi sínu á fiskinn í íslenzkri efna- hagslögsögu og selur aðgang að auðlindinni, er mestur vandinn úr sögunni. Arðurinn af auðlindinni verður eftir hjá þjóðinni, hver sem veiðir fiskinn. Ef að líkum lætur yrðu íslenzkir útgerðaraðilar hæstbjóðendur, því íslenzk skip eiga styzt að sækja á miðin og íslenzkir skipstjórar þekkja þau bezt. íslenzkar útgerðir ættu því að geta greitt talsvert hærra verð fyrir að veiða fiskinn en útgerðir frá öðrum Evrópulöndum. Þeir eru til sem halda því fram að vegna þess að við erum fisk- veiðiþjóð þá eigum við ekki sam- leið með iðnaðarþjóðunum í Evr- ópusambandinu. Það má vel vera rétt ef framtíðarsýnin er sú að ísland verði verstöð norður í hafi. En þeir eru til sem hafa aðra fram- tíðarsýn. Ég neita að trúa því að á Islandi sé ekki önnur framtíð en veiða, verka og verzla með fisk. Við réttar aðstæður hlýtur með hugkvæmni að vera hægt að gera áratuga slagorð að raunveruleika og renna fleiri stoðum undir ís- lenzkt atvinnulíf. Til þess að svo megi verða verðum við að hætta að einblína á fisk og skapa aðstæð- ur fyrir aðrar atvinnugreinar að skjóta rótum og vaxa og dafna, þó hægt gangi og í smáum stíl verði til að byija með. Ein af for- sendunum fyrir að slíkar aðstæður verði skapaðar er að við verðum fullgildir aðilar í þeim félagsskap þjóða, sem í framtíðinni mun móta þær reglur sem fólki og fyrirtækj- um verður ætlað að starfa eftir á íslandi sem annars staðar í Evr- ópu. Höfundur er viðskiptafræðingur og starfar hjá EFTA í Brussel. Er búvöru- samningur slys? BÚVÖRUSAMN- INGUR, sem í gildi er, hefur verið ramm- inn um búvörufram- leiðsluna sl. þijú ár. Ekki er mér kunnugt um nema einn fram- bjóðanda, þann sem þetta ritar, sem tók afstöðu móti þessum samningi við síðustu kosningar til Alþingis. Svona var þessi samn- ingur vinsæll um þær mundir. Með svipuðum hætti var afstaða bændasamtakanna nær einróma stuðningur við samninginn. Það þarf því nokkuð til að hugsunar- háttur breytist þegar svona skammt er um liðið frá því að þessi vinsæli samningur var gerð- ur af virtustu samningamönnum þjóðarinnar og herskara sérfræð- inga og síðan staðfestur af stjórn- völdum. En þetta er allt liðin tíð og þó að reynslan um „víti til varnaðar“, sem mikinn lærdóm má draga af, sé mikilvæg skiptir þó öllu hver framvinda þessara mála verður og hveijar horfur eru um afkomu fólksins sem býr við þennan samn- ing. Að því er varðar sauðfjárrækt- ina, sem hér er einvörðungu til umfjöllunar, þá eru aðstæður orðnar með þeim hætti að mikil hætta steðjar að kjörum og afkomu þess fólks sem af þessari grein hefur lifað og þær byggðir sem framfærslu hafa af sauðfjárrækt, bæði í sveit og þéttbýli, standa frammi fyrir miklum vanda í búsetu verði ekki að gert. Þessi mál verða að skýrast hið fyrsta. Þær nefndir og stofnanir sem fjalla nú um málið verða að leggja spilin á borðið svo unnt verði að bregðast við þeirri vá sem fyrir dyrum er með markvissum hætti. Þótt þeir aðilar sem hafa undir- ritað búvörusamninginn og bera ábyrgð á framkvæmd hans hveiju sinni geti varið sig bak við þennan gjörning gegnir ekki hinu sama gagnvart almennum og pólitískum viðhorfum í þessu landi, sem sam- félagsstyrkur þessarar þjóðar felst í. Meðfylgjandi tafla og súlurit skýra þessi mál með ótvíræðum hætti. Það hlýtur að vekja eftir- tekt að frá því að fyrri búvöru- samningi lauk til næsta fram- leiðsluárs (1994-1995) nemur samdráttur í sauðfjárframleiðslu rúmum þremur milljörðum kr., Egill Jónsson Samdráttur í sauðfjár- framleiðslu nemur rúm- um þremur milljörðum króna, segir Egill Jóns- son, og telur vonum seinna að umræða hefj- ist um þessi mál. þ.e. árlegur samdráttur er að með- altali einn milljarður kr. og á þess- um tíma hafa verðmæti í sauðfjár- rækt minnkað um 47%. Þetta eru þær köldu staðreyndir sem við blasa og vonum seinna að þörf umræða um þessi mál hefjist. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Austurlandskjördæmi. M.kr. 7000 6000 4000 3000 2000 1000 0 Heildartekjur sauðfjárræktar fast verðlag 3.596 1986/91 1991/92 1994/95 LANDBUNAÐARNEFND ALÞINGIS: Árleg reiknuð heildarvelta og breytingar á henni innan sauðfjárræktar frá því búvörusamningar hófust árið 1986/87 VERÐLAGS- ÁR FRAM- LEIÐSLA BRÚTTOTEKJUR MEÐ ULL 0G GÆRUM: TAP BÆNDA FRÁ MEÐALTALI ÁRANNA 1986/91 TONN KR/KG KJÖTS MILLJ. KR. MILLJ.KR % 1986/91 11.800 546,96 6.454 1991/92 9.310 513,94 4.785 1.669 26% 1994/95 7.670 480,15 3.596 3.032 47% Athugasemdir: Verðskerðing kr. 174 milljónir er lögð við reiknað tap bænda árið 1994 og lækkun á verði og beingreiðslum af 270 tonnum. Raunverð er reiknað út frá vísitölu framfærslukostnaðar. Miðað er við verðlagsgrundvöll 1.9. ’86 og 1.9. ’93 og ekki er gert ráð fyrir hagræðingarkröfu haustið 1994. Ekki er gert ráð fyrir riðu- og leigusamningum þegar að heildarvelta er áætluð, því forsenda samninganna var að launatekjur bænda héldust sambærilegar. Sala fullvirðisréttar 1991-1992 er metin sem sala eignar og því ekki talin með í veltu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 141. tölublað (25.06.1994)
https://timarit.is/issue/126467

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

141. tölublað (25.06.1994)

Aðgerðir: