Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 9 FRÉTTIR ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Veiðidagur fj ölskyldunnar VEIÐIDAGUR fjölskyldunnar verður haldinn á morgun, sunnu- daginn 26. júní. Þetta er árleg fjöl- skylduuppákoma sem Landssam- band stangaveiðifélaga, Upplýs- ingaþjónusta landbúnaðarins og Ferðaþjónusta bænda standa fyrir. Landsmönnum býðst þá að stunda silungsveiði án endurgjalds í fjöl- mörgum vötnum og ám víðs vegar um land. „Tilgangurinn er að opna augu almennings fýrir þeim mögu- leikum sem stangaveiðin og heil- næm útivist hefur upp á að bjóða sem afþreying og áhugamál fyrir alla fjölskylduna, en enn þann dag í dag er það allt of algengt sjónar- mið, að stangaveiðin sé aðeins á færi þeirra efnameiri,“ sagði Guð- mundur Halldórsson stjórnarmað- ur hjá Landssambandi stangaveið- ifélaga. Guðmundur sagði enn fremur, að þeir aðilar sem stæðu að Veiði- degi fjölskyldunnar teldu ástæðu til að minna fólk enn frekar á dag- inn vegna þess átaks sem stæði nú yfir í landinu, „Island - sækjum það heim“. „Þetta er prýðistæki- færi til að kynnast stangaveiði ásamt skemmtilegri samveru með allri fjölskyldunni,“ bætti Guð- mundur við. Þess má geta, að upp- lýsingar um þau veiðisvæði sem í boði eru án endurgjalds er að finna í bæklingi sem liggur frammi á bensínstöðvum Olís, Olíufélagsins og Skeljungs. Spennandi urriðaveiðiá Þröstur Elliðason, leigutaki Ytri- Rangár og Hólsár að vestan hefur bætt ánni Minnivallalæk í safnið. Lækurinn, sem er raunar að vatns- magni svipaður Elliðaánum, renn- ur í Þjórsá ofan Búðafoss í Land- sveit. í honum er afar vænn urr- iði. Lítið hefur verið veitt í læknum um árabil, rétt að stöku kunnugir menn hafi farið dag og dag. Veiði þeirra hefur á stundum verið ævin- týri líkust. í fýrra veiddist t.d. 16 punda urriði. Nokkrir veiðimenn hafa keypt leyfi í læknum síðustu daga og skroppið stund og stund. Að sögn Þrastar hefur enginn stoppað lengi, menn hafi aðallega verið að skoða sig um. „Það eru samt komnir 18 silungar í veiðibók- ina og meðalþunginn er frábær, tæp 5 pund. Stærstu fiskarnir hafa verið 8,5, 8 og 7 pund, en enginn hefur enn veiðst undir 3 pundum. Þama verður veitt á þrjár stangir og aðeins leyfð fluguveiði," sagði Þröstur. Haffjarðará byrjar vel „Byrjunin í Haffjarðará er al- veg þokkaleg, fyrir nokkru vissi ég af því að um 40 laxar væru komnir á land og það er talsvert af fiski að ganga. En eitthvað í skilyrðunum hefur valdið því að laxinn hefur tekið afar grannt og menn hafa misst mjög marga fiska,“ sagði Páll Jónsson hjá Nýja verslunarfélaginu, en hann er leigutaki Haffjarðarár og hluta veiðitímans í Laxá í Kjós. Páll sagði að meðalvigtin í Haffjarðará væri mjög góð, flestir laxarnir væru yfir 10 pundum og upp í 16-17 pund. Þó væri meðalvigtin trúlega ívið minni heldur en fyrstu dagana í Laxá í Kjós, enda hafi hún þá verið næsta óraunveruleg, eða um 15 pund. Páll lét einnig vel af gangi mála í Laxá, en sagð- ist vonast til þess að það kæmu góðar göngur með vaxandi straum þessa dagana. Hús Jóns Sigurðssonar Níu fræðimenn fá inni í Höfn ÚTHLUTUNARNEFND fræði- mannsíbúðar samkvæmt reglum um Hús -Jóns Sigurðssonar í Kaup- mannhöfn hefur lokið störfum og úthlutað íbúðinni frá 1. september 1994 til 31. ágúst 1995. í úthlutunarnefndinni eiga sæti Salome Þorkelsdóttir, forseti Al- þingis, dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessorj tilnefndur af rektor Háskóla Islands, og Ólafur Egils- son, sendiherra íslands í Kaup- mannahöfn, formaður stjórnar Húss Jóns Sigurðssonar. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 39 umsóknir. Sú venja hefur verið að umsækj- endur ættu kost á íbúðinni í þijá mánuði, en vegna þess hve um- sóknir eru margar var samþykkt að úthluta íbúðinni til skemmri tíma í senn að þessu sinni og hlutu því níu fræðimenn úthlutun. Þeir eru: Dr. Bjarni Einarsson handrita- fræðingur, til að vinna að útgáfu Egilssögu. Dr. Clarence E. Glad guðfræð- ingur, til að vinna að rannsókn á ritum danskra og þýskra guðfræð- inga og áhrifum þeirra hér á landi. Dr. Erling Ólafsson skordýra- fræðingur, til að yfirfara og skrá íslensk skordýr á Dýrafræðisafn- inu í Kaupmannahöfn. Ketill Siguijónsson lögfræðing- ur, til að kanna réttarheimildir á sviði hafréttar, einkum með hlið- sjón af Rockall-klettinum. Magnús Óskarsson lögfræðing- ur, til að rannsaka höfundarrétt með sérstöku tillit til réttarstöðu arkitekta og húseigenda. Margrét Jónasdóttir BA, til að afla heimilda um íslenska stúdenta í Kaupmannahöfn og rita um sögu félags þeirra (1893-1993). María E. Kjeld skólastjóri, til að safna efni um fullorðinsfræðslu fatlaðra í Danmörku. Dr. María K. Jónsdóttir tauga- sálfræðingur, til að kynna sér endurhæfingu heilaskaðaðra í Center for Hjerneskade í Kaup- mannahöfn og undirbúa rannsókn á því hvernig þeim farnast eftir sjúkrahúsvist og endurhæfingu hérlendis. Ólafur Guðmundsson skóla- stjóri, til að vinna í samvinnu við danska fræðimenn að úrvinnslu kannana á samstarfi heimila og skóla. Fengsælir og stoltir laxveiðimenn Nú eru stangveiðimenn farnir að bleyta í færum sínum í vötn- um og ám landsins. A morgun gefst kjörið tækifæri fyrir alla fjölskylduna að halda til veiða og njóta samvista við vatnanna unað. Laxveiðimenn eru þegar búnir að setja í þann stóra.Ing- ólfur Bragason og Ólafur Ág- ústsson fengu kvótann fyrir neð- an Æðarfossa fyrir skemmstu. Laxarnir voru allt að 19 pund og enginn undir 12 pundum. Helgi Eyjólfsson var ekki síður stoltur af 16 punda hæng sem hann veiddi af Kerfossbrún í Álftá. Fríkirkjan í Reykjavík Sigurður E. Guðmunds- son kjörinn formaður Á AÐALFUNDI Fríkirkjusafn- aðarins í Reykja- vík, 29. maí sl., var Sigurður E. Guðmundsson, forstjóri Hús- næðisstofnunar ríkisins, kjörinn formaður safnað- arins til tveggja ára. Einar Krist- inn Jónsson, rekstrarhagfræðingur, fráfarandi formaður, óskaði ekki eftir endurkjöri, en hann var kjörinn formaður Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík vorið 1989. Aðalfundurinn var haldinn í nýja safnaðarheimili Fríkirkjusafnaðar- ins á Laufásvegi 13 en áður fór fram minningarathöfn í Fríkirkj- unni um látna safnaðarfélaga. Fundurinn var vel sóttur og var fundarstjóri Hjalti Geir Kristjáns- son. Á fundinum var varaformaður safnaðarins kjörinn Árni Sigurðs- son. Aðrir í stjórn safnaðarins eru: Anna Eygló Antonsdóttir, Berta Kristinsdóttir, Ingimar Sigurðsson; Jón Guðbergsson og Rósa ísdal. I varastjórn sitja: Birgir Rafn Gunn- arsson, Helga Kristinsdóttir og Magnús Axelsson. Signrður E. Guðmundsson r imaiblóma 'j1 j jj j i)±> fimmtudag tU sunnudags Petnnia + - ~ kr. llV,- Dæmi um sumar- blóm á tilboði: Stjúpur, flauelsblóm, hádegisblóm, fjólur, morgunfrú, nemesíur, ljónsmunni, allýsur, silfurkambur. omkr.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 141. tölublað (25.06.1994)
https://timarit.is/issue/126467

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

141. tölublað (25.06.1994)

Aðgerðir: