Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 7 FRÉTTIR Norrænn ráðherrafundur DAGANA 13. og 14. júní sl. var haldinn í Ar- endal í Noregi fundur í ráðherranefnd Norður- landaráðs um heilbrigðis- og félagsmál. Fund- inn sóttu heilbrigðis- og félagsmálaráðherrar frá öllum Norðurlöndum. Af íslands hálfu sóttu fundinn Guðmundur Arni Stefánsson heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra, Bragi Guð- brandsson aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri og Dögg Páls- dóttir skrifstofustjóri. Formaður ráðherra- nefndarinnar er Guðmundur Árni Stefánsson og sljórnaði hann fundinum. Frá vinstri: Torben Lund heilbrigðisráðherra Danmerkur, Harriet Lindeman í landsráði Álandseyja, Hill-Marta Solberg félagsmálaráð- herra Noregs, Grete Berget barna- og fjöl- skyldumálaráðherra Noregs, bakvið hana stendur Werner Christie heilbrigðisráðherra Noregs, Bo Könberg heilbrigðisráðherra Sví- þjóðar, Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra íslands og lengst til hægri er Komo Leppo ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu í Finnlandi. Formaður Sam- bands garðyrkju- bænda Bændur ráði hvert þeir selji KJARTÁN Ólafsson, formað'ur Sambands garðyrkjubænda, segist telja að bændur eigi að hafa frelsi til að selja sína vöru þangað sem þeir vilji. Hann sagði að sala á sveppum hafi aukist mikið á síð- ustu árum og verð hafi lækkað um helming á um 10 árum. Samkeppnisráð hefur beint þeim tilmælum til Flúðasveppa að þeir selji sveppi til allra dreifingaraðila sem vilja kaupa af þeim sveppi, en fyrirtækið hefur fram að þessu einungis selt sveppi beint til Hag- kaups og í gegnum Sölufélag garð- yrkjumanna. Kjartan sagðist ekki vera sáttur við málflutning Félags íslenskra stórkaupmanna í þessu máli. Hann sagði rangt að garðyrkjubændur hafi misnotað það fyrirkomulag sem er á sölu grænmetis hér á landi. Hann benti á að öllum sé fijálst að framleiða sveppi og ann- að grænmeti að vild. Verðið ráðist á ftjálsum markaði. Þegar framboð sé mikið lækki verðið og nærtæk- asta dæmið um það sé verð á tómötum, en það er nú um stundir eitt það lægsta sem þekkist í Evr- ópu. „Það er mjög mikil samkeppni á grænmetissölumarkaði hér á landi. Ég held raunar að þetta sé einhver mesta samkeppni sem fyr- irfinnst á matvörumarkaði á land- inu. Það er því alls ekki rétt að tala um einhveija einokun á þessu sviði. Mér finnst að bændur eigi að hafa frelsi til þess að selja sína vöru þangað sem þeir vilja. Sé þeim það fijálst munu þeir væntan- lega selja þangað sem þeir telja sínum hagsmunum best borgið,“ sagði Kjartan. Sveppaverð lækkað um helming Kjartan sagði að Flúðasveppir hafí náð mjög góðum árangri í framleiðslu sinni. Sveppabú fyrir- tækisins sé eitt það fullkomnasta í Evrópu. Hann sagði að verð á sveppum sé nú um 600 krónur á kíló út úr búð. Fyrir tíu árum hafi sveppakílóið verið selt á yfir 1.200 krónur. Hann sagði að ef menn telji sig geta gert betur se þeim velkomið að reyna. Kjartan sagðist einnig vera ósáttur við þann samanburð á neyslu, sem stórkaupmenn settu fram á blaðamannafundi í vikunni. Kjartan sagði fráleitt að bera neysl- una hér saman við neyslu í Grikk- landi þar sem stór hluti fólks hafi einfaldlega ekki efni á að kaupa kjöt. Nær sé að bera neysluna hér saman við neysluna á Norðurlönd- um. Hann sagði að neyslan þar sé um helmingi meiri en hér. IMIS5AIM SUIMNYSR sportlegur og hlaðinn aukahlutum kostar aðeins kr. 1.278.000.- Aðeins örfáir bílar seljast á þessu tilboðsverði. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 sími 91-674000 Nissan Sunny SR þriggja dyra er með kraftmikilli 1600 vél og beinni innspýtingu,fimm gíra vökva-og veltistýri samlæsingu, rafdrifnum rúðum, vindskeið og fjóra öfluga Ijóskastara. Auk þess fylgir bílnum frítt þjónustueftirlit í eitt ár. Geislaspilari og útvarp

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 141. tölublað (25.06.1994)
https://timarit.is/issue/126467

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

141. tölublað (25.06.1994)

Aðgerðir: