Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 19 ERLENT SERSVEITARLIÐI Reuter Moskvu leitar á tveim mönnum sem grunaðir eru um aðild að skipulagðri glæpastarfsemi. Jeltsín leggur tíl atlögii við glæpamenn Sérsveitir fá frjálsar hendur Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, ætlar að blása til sóknar gegn starfsemi mafíunnar í landinu, og gefur þá sérsveitum hers og lögreglu fijálsar hendur í barátt- unni við skipulagða glæpastarf- semi. Embættismenn segja ástæðulaust að óttast að götur Moskvuborgar fyllist þar með af skriðdrekum, fallhlífahermönn- um og þar komi til skotbardaga. „Við munum væntanlega hefj- ast handa á mánudaginn. Það eru allir pappírar klárir,“ sagði Mikhaíl Jegorov, aðstoðarráð- herra, í gær. „Okkur er alvara.“ Fimm sprengingar á dag Mafíuglæpir hafa aukist gífur- lega í Rússlandi síðan Sovétríkin liðu undir lok, og er svo komið að mafían hefur tögl og hagldir í sumum þáttum hagkerfisins og seilist mjög til áhrifa í stjórnmál- um. Jegorov segir mafíuna hafa lýst stríði á hendur ríkinu. Glæpamenn stæðu fyrir að minnsta kosti fimm sprengingum á dag, og gíslatökum í Moskvu hefði fjölgað úr 16 á síðasta ári í 118 það sem af er þessu. Samkvæmt áætlun Jeltsíns hefur lögregla heimild til að hafa fólk í varðhaldi allt að mánuði vegna gruns um aðild að skipu- lagðri glæpastarfsemi. Einnig hefur lögregla heimild til að rannsaka bankareikninga hjá hverjum sem er. Neðri deild þingsins hefur krafist þess að forsetinn leggi áætlunina á hill- una, því um sé að ræða brot á stjórnarskránni og mannréttind- um. Múslimar hvetja til hertrar sóknar gegn Serbum Líta Banda- ríkin framhjá vopnasölu? Sar^jevó, Washington. Reuter. STJÓRNARHERNUM í Bosníu berast vopn frá íran, gegnum Kró- atíu, með þegjandi samþykki Bandaríkjastjórnar, sem er þó op- inberlega andvíg því að vopnasölu- banni á múslima verði aflétt, að því er sagt var í Washington Tim- es í gær. Yfirmaður stjórnarhersins hvatti til þess í gær að nýstofnað ríkjabandalag múslima og Króata hefji sókn gegn Bosníu-Serbum til þess að frelsa bandalagsríkin. „Frelsisstríð“ „Við höfum hingað til háð varn- arbaráttu, nú er komið að öðrum þætti, frelsisstríði. Það þýðir að hermenn okkar þurfa að losa sig úr viðjum hugarfarsins, fara upp úr skotgröfunum og hefja sókn,“ var haft eftir yfirmanni stjórnar- hers Bosníu, Rasim Delic, í dag- blaðinu Oslobodjenje í Sarajevó. Delic lét þessi orð falla skömmu áður en skrifað var formlega undir samkomulag, sem náðist í mars, milli stjórnarhersins og hers Króat- íu um að hætta bardögum og stofna ríkjabandalag. Vopn frá íran Bandaríska dagblaðið Washing- ton Times hafði í gær eftir heim- ildamönnum innan leyniþjón- ustunnar að Króatía væri orðin megin flutningaleiðin fyrir vopn frá íran til Bosníu, og Bandaríkja- stjórn veitti þegjandi samþykki sitt við vopnasendingunum. Þó sagði háttsettur, bandarískur embættis- maður við blaðið að Bandaríkin hefðu aldrei lýst stuðningi sínum við framferði Irana. En samkvæmt heimildum innan leyniþjónustunn- ar hafa Bandaríkjamenn náið eftir- lit með íran og stöðvuðu í septem- ber vopnasendingu sem átti að fara til Bosníu. Hins vegar hafi þeir ekki hreyft andmælum við því að vopn séu send Bosníumönnum gegnum Króatíu. Slíkar sendingar hafi aukist síðan í mars. minnstum afskiptum skrifræðisins í Brussel af málefnum einstakra ríkja. Bretar hafa hins vegar ekki stutt Lubbers, heldur sinn eigin mann, Leon Brittan. Flestir eru sammála um að Brittan sé líklega hæfasti maðurinn í embættið en eigi litla sem enga möguleika, ekki síst vegna þess hve Bretar séu einangraðir inn- an ESB. Meira að segja Delors hef- ur lýst honum sem „einhveijum mesta afburðamanni sem ég hef nokkurn tíma hitt“. Það var til að mynda ekki síst honum að þakka að samkomulag náðist í deilu ESB og Bandaríkjamanna í GATT-við- ræðunum. Til að afmarka sig frá stefnu bresku stjórnarinnar ritaði Brittan fyrr á árinu bók þar sem hann sagð- ist meðal annars vera hlynntur sam- eiginlegum gjaldmiðli. Það er hins vegar ekki talið duga til. Fjórði maðurinn í dæminu er Pet- er Sutherland, fyrrum framkvæmda- stjóri GATT. Hann er raunar ekki opinber frambjóðandi írsku stjórnar- innar og hefur sjálfur aldrei lýst áhuga á embættinu opinberlega. Það þarf þó ekki endilega að koma hon- um í koll að hann njóti ekki stuðn- ings eigin stjómar, því það ber að hafa hugfast að Delors var á sínum tíma ekki heldur opinber frambjóð- andi Frakka. Að öllum líkindum munu leiðtog- arnir í dag ná samkomulagi um Dehaene. Ef ekki er hugsanlegt að málamiðlun geti náðst um mann á borð við Sutherland. Þjóðveijar hafi þó gefið í skyn að nái frambjóðandi þeirra ekki kjöri muni þeir hafna öllum öðrum og krefjast þess að boðað verði til nýs leiðtogafundar í haust, þar sem hægt verði að velja úr nýjum hópi frambjóðanda. Byggt á: The Daily Telegraph. Tímamótasamn- ingnr við Rússa Korfú. Reuter. LEIÐTOGAR Evrópu- sambandsins undirrit- uðu í gær tímamóta- samning við Rússa um efnahagslegt og póli- tískt samstarf og einnig var gengið formlega frá aðildarsamningum við Austurríki, Svíþjóð, Finnland og Noreg. Verr gengur hins vegar að ná samkomulagi um eftirmann Jacques Del- ors, forseta fram- kvæmdastjórnarinnar. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, undirritaði samkomulagið við Evr- ópusambandið en meg- inefni þess er, að 1998 munu samn- ingsaðilar koma saman og ræða stofnun eins fríverslunarsvæðis; reglulegar viðræður verða milli emb- ættismanna á öllum stigum stjórn- kerfisins; allir kvótar á rússneskri framleiðslu í ESB verða afnumdir nema á sumri vefnaðarvöru og stál- vöru og ESB-þegnar og Rússar munu geta fjárfest hvorir í landi hinna og flutt fjármagn milli landa. Þá eru einnig ákvæði um mannrétt- indi og lýðræði, stuðning ESB við GATT-aðild Rússa, kjarnorkumál og fleira. Engin samstaða Erfiðasta málið á fundinum ætlar að verða að ná samkomulagi um eftirmann Delors, sem lætur af emb- Dehaene ættir í janúar eftir 10 ár í starfi. Var málið rætt á fimmtudags- kvöld og langt fram á nótt án nokkurs árang- urs og ítalir spáðu því á eftir, að engin niður- staða næðist. Lýstu þéir einnig óánægju með, að Frakkar og Þjóðveijar reyndu að segja öðrum fyrir verk- um en þeir styðja Jean- Luc Dehaene, forsætis- ráðherra Belgíu, og hafa raunar meirihluta aðildarríkjanna með sér í því. Ruud Lubbers, for- sætisráðherra Hollands, sækist hins vegar einnig eftir forsetaembættinu og Bretar styðja Sir Leon Brittan. Heilsaði ekki Berlusconi Mikla athygli vakti í gær þegar Theodoros Pangalos, Evrópumála- ráðherra Grikkja, heilsaði ekki Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Italíu, við athöfn, sem Evrópuráðið stóð fyrir. Krosslagði hann hendur á brjósti sér þegar Berlusconi bar að og lét siðameistara gríska utanríkis- ráðuneytisins sjá um kveðjurnar. Með þessum hætti vildi hann mót- mæla aðild nýfasista að stjórn Ber- lusconis. í janúar líkti Pangalos Þýskalandi við risa með barnsheila en neyddist síðar til að biðjast afsök- unar. Reuter Britanníu lagt Skipi Elísabetar Bretadrottn- ingar, Britanníu, verður lagt árið 1997. Árlegur rekstrar- kostnaður skipsins er sem nem- ur um 850 milljónum íslenskra króna. Reynolds og Major. Sættir í augsýn á N-írlandi? BRESKA blaðið Financial Tim- es sagði í gær að samningur um lausn deilu Breta og Ira um Norður-írland yrði í höfn fyrir fund forsætisráðherranna Johns Majors og Alberts Reyn- olds, í næsta mánuði. Tekist hefur verið á um tilkall írska lýðveldisins til norðurhlutans og skipan samstarfsnefnda til að fjalla um gagnkvæm sam- skipti á írlándi. Reynolds sagði í gær að einungis heit írska lýðveldishersins, IRA, um var- anlegt vopnahlé gæti leitt til friðar í Norður-írlandi. Benetton hneykslar enn NÝJASTA auglýsingaherferð Benetton-fyrirtækisins ætlar að bera sama árangur og þær fyrri; hneyksla fólk upp úr skón- um. Að þessu sinni sendir Benetton frá sér tveggja síðna auglýs- ingu. Á annarri síðunni er upp- login minningagrein um Ronald Reagan fyrrverandi Banda- ríkjaforseta og á hinni síðunni er afbökuð andlitsmynd af for- setanum þar sem hann er látinn líta út eins og illa haldinn al- næmissjúklingur. Efnahagsbati í A-Þýskalandi Hefur fengið fertugfalda Marshall- aðstoðina við Vestur-Þýskaland Berlín. Reuter. AUKIÐ fjör er að færast í efnahags- lífið í Austur-Þýskalandi en frá sam- einingunni hefur því verið haldið gangandi með gífurlegum og að því er virtist óendanlegum fjáraustri stjórnarinnar í Bonn. Þá hefur bjart- sýni almennings í austurhlutanum aukist og eru þeir nú í góðum meiri- hluta, sem telja flest vera á réttri leið. „Það versta er um garð gengið og efnhahagsbatinn er byijaður," sagði þýski hagfræðingurinn Ger- hard Grebe hjá Bank Julius Baer í Frankfurt en búist er við, að hag- vöxtur í Austur-Þýskalandi verði að minnsta kosti 7,5% á þessu ári. Kann það að virðast mikið en þá er líka miðað við ástand, sem nálgast það að vera efnahagshrun. Hag- fræðingar segja líka, að hefði stjórn- in í Bonn ekki ausið fjármagni í efna- hagslífið í austurhlutanum, væri það löngu hrunið alveg. Frá því að þýsku ríkin sameinuð- ust hafa Vestur-Þjóðvetjar veitt hvorki meira né minna en 630 millj- örðum marka, 27.216 milljörðum ísl. kr., til ianda sinna í austurhlutan- um en það er 40 sinnum meira fjár- magn en Vestur-Þjóðveijar fengu með Marshall-aðstoð Bandaríkjanna eftir stríð. Áætlað er, að á þessu ári nemi fjárstreymið til Austur-Þýskalands 177 milljörðum marka. Fram kemur í tveimur skoðana- könnunum, að bjartsýnin er að taka völdin í Austur-Þýskalandi. 73% telja, að hagvöxtur verði góður og 49% sögðu það undravert hvað tek- ist hefði að gera í Austur-Þýska- landi á þeim stutta tíma, sem liðinn væri frá hruni kommúnismans. Þá kváðust 30% Austur-Þjóðveija ætla að styðja Kristilega demókrataflokk- inn, flokk Helmuts Kohls kanslara, en 24% jafnaðarmenn.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 141. tölublað (25.06.1994)
https://timarit.is/issue/126467

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

141. tölublað (25.06.1994)

Aðgerðir: