Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 11
FRETTIR
Verðlaun veitt fyrir slagorð
UMFERÐARRÁÐ veitti nýlega sjö
aðilum verðlaun í samkeppni um
slagorð og innskot sem ráðið hyggst
nota til að stuðla að bættri um-
ferðarmenningu í tengslum við út-
varp Umferðarráðs.
Ekkert innskot hlaut fyrstu verð-
laun og segir Þuríður Sigurðardótt-
ir það vera vegna þess að ekkert
þeirra hafi uppfyllt fagleg skilyrði.
Þess hafi verið krafist að innskotin
væru tilbúin til flutnings, en ekkert
innsendra innskota hefði verið það.
Þuríður sagði að innskotin og slag-
orðin yrðu fyrst og fremst notuð í
útvarpi, en einnig sem uppfyllingar-
efni í dagblöðum.
Verðlaunahafar voru eftirtaldir:
2. verðlaun fyrir röð af inn-
skotunum „Pabbi, fórstu ekki yfir
á rauðu“ fékk fjölskyldan Brekku-
byggð 57, Garðabæ. 3. verðlaun
fékk Inga Karlsdóttir, Álfalandi 5,
Reykjavík, fyrir innskotin „Ekki
fara svona hratt“.
1. verðlaun fyrir slagorðið „í
umferðinni eru allir í sama liði“
hlaut Viktor A. Ingólfsson, Birki-
mel 8, Reykjavík, 2. verðlaun hlaut
Pálmi Guðmundsson, Keilusíðu 41,
Akureyri, fyrir slagorðið „Beltið -
barnanna vegna“. Hann hlaut einn-
ig tvenn aukaverðlaun fyrir slagorð.
3. verðlaun fékk Auður Jónsdóttir,
'Ijarnarmýri 5, Seltjarnarnesi, fyrir
slagorðið „Tökum áfengið úr um-
ferð“. Hún hlaut einnig tvenn auka-
verðlaun.
Loks fengu Einar Guðmundsson,
Grenigrund 14, Kópavogi, og Sig-
urður Guðmundsson, Grænumýri
5, Mosfellsbæ, aukaverðlaun fyrir
slagorð.
Morgunblaðið/Golli
VERÐLAUNAHAFAR í samkeppni Umferðarráðs um innskot
og slagorð.
Sveinn
Magnússon
Fundur Norræna
læknaráðsins
Jafnvægis
á atvinnu-
markaði
krafist
NORRÆNA læknaráðið, sem hitt-
ist í fyrsta sinn í Reykjavík í síð-
ustu viku, samþykkti að hvetja rík-
isstjómir Norðurlanda til að koma
á jafnvægi á atvinnumarkaði
lækna og vinna þannig gegn at-
vinnuleysi innan stéttarinnar.
Sveinn Magnússon fráfarandi for-
maður læknaráðsins sagði fundinn
hafa verið gagnlegan og telur hann
að þessi faglegi
samnorræni vett-
vangur hafi sann-
að gildi sitt á
þeim tveimur
árum síðan ráðið
var stofnað.
„Þessi sam-
vinna færir
landsfélögunum
styrk til að vinna
í sínum málum og
fundir ráðsins eru fulltrúum þess
sem hugmyndabanki. Við komum
einnig saman fram á alþjóðavett-
vangi og náum þannig að hafa rík-
ari áhrif en ella,“ sagði Sveinn í
viðtali við Morgunblaðið.
Sveinn sagði að íslendingar
hefðu tvímælalaust notið góðs af
samvinnu norrænu þjóðanna.
„Vegna þess höfum við eignast vel
menntaða lækna og myndað mikil-
væg sambönd. Þetta tvennt verður
aldrei metið fyllilega til íjár.“
Atvinnumál mikið rædd
Atvinnumál bar hátt á fundi
ráðsins, að sögn Sveins, enda hefur
atvinnuleysi aukist verulega hjá
læknum á Norðurlöndum síðustu
misseri. Hann segir að ríkisstjórnir
hafi verið hvattar til að stuðla að
jafnvægi á atvinnumarkaði en
einnig að hætt verði takmörkun á
veitingu lækningaleyfa.
Sveinn sagði að mikið væri rætt
og ritað um trúnaðar- og þagnar-
skyldu lækna á Norðurlöndum og
hefðu fulltrúar ríkjanna upplýst
hvað væri að gerast í siðamálum
í hverju þeirra. Hann sagði það
ekki stefnu norræna læknaráðsins
að stuðla að setningu samnor-
rænna siðareglna. Læknar hefðu
þó borið saman bækur sínar um
viðbrögð við vaxandi eftirspurn
tryggingarfélaga, lögreglu og
vinnuveitenda eftir upplýsingum
um heilbrigði einstaklinga. Sveinn
telur það áfram verða verkefni
siðanefnda landsfélaga lækna að
vera vakandi yfir því að ekki sé
gengið of langt í að komast í gögn
lækna.
Finnar tóku nú við formennsku
í ráðinu af Islendingum. Næsti
fundur verður því að tveimur árum
liðnum í Helsinki.
Miðvikuda$ - Fimnitudag - Föstudag - Laugardag
25. júní