Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 13 Ráðstefna um sjávarföll Höfn - Nú er nýlokið viðamikilli ráðstefnu á Hornafirði um strend- ur, sjávarfallaósa og brimvarnar- garða. Ráðstefnuna sóttu fræði- menn og leikmenn víða að og um- ræðuefnið var því mjög fjölbreytt og höfðu menn því ólíkar skoðanir og reynslu. Ráðstefnugestir voru sammála um að ráðstefnan hafi verið geysilega fróðleg og gagnleg og einnig að hafa þessa sérstöku innsiglingu við dyr ráðstefnunnar og fengu homfirskir skipstjórnar- menn hrós þeirra fyrir einstaka hæfni og var þeim líkt við fimleika- menn. Ekki spillti veðurblíðan fyrir ráðstefnugestum og vettvangs- og skemmtiferðir um Hornafjarðarós og um Austurfjöru og ferð á Vatna- jökul var því góður endir á góðum ráðstefnudegi. _________ Umræðuefnið var fjöl- breytilegt. Mikið var fjall- að um sandstrendur Plórída en strendumar____________ þar minna um margt á ”““““ sandstrendur íslands. Norðmaður- inn Emil Dahle fjallaði m.a. um ölduspá á hafsvæðum um ísland og Noreg og líkur á því að smærri skip lentu í öldum sem gætu orðið þeim að tjóni. Kom fram í erindi hans og reyndar hjá mun fleirum að yfirbyggðir dekkbátar hafa al- gjöra yfirburði yfir þá sem ekki hafa verið yfirbyggðir. Stefán Ólafsson kennari og sjómaður á Hornafírði ijallaði um Hornafjarð- arós út frá sjónarhorni sæfarenda. Kom hann líka inn á þetta í sínu erindi og benti á að enginn yfir- byggður bátur hafi farist í Ósnum, og það væri almenn skoðun skip- stjórnarmanna að yfirbyggðir og óyfirbyggðir bátar væru eins og svart og hvítt. „Yfirbyggða báta missa menn ekki undir öldu, en auðvelt sé að stinga yfirbyggðum bát undir öldu á lensi, eins og þarf að gera þegar farið er um Horna- fjarðarós," sagði Stefán. Einnig var rætt um sjóvarna- Olíkar skoðanir og reynsla garða og gerð þeirra víða um heim. Sandstrendur og sandflutningar með ströndum, landris og landsig. Jarðfræðingurinn Páll Imsland hélt fyrirlestur um það efni og sagði að meðal landris á Höfn væru 1,8 sm á ári 'sl. 40 ár, en fram kom í pallborðsumræðum að þetta þyrfti ekki að þýða að innsiglingin grynnkaði að sama skapi því straumarnir sæju um að dýpka á móti. Mikið var líka fjallað um sigl- ingar bæði á úthafi og við erfiðar innsiglingar líkt og við Horna- fjarðarós. Kynnt var tölvulíkan sem notað er til að þjálfa skipstjómar- menn í siglingum við erfiðar og þröngar innsiglingar. Menn höfðu á orði að ráðstefna sem þessi væri vel komin út á land. Menn væru ________ saman í hóp allan tímann og voru allar lausar stundir notaðar til skrafs og skoðanaskipta. _________ Hornfirðingar hafa ““““ beðið eftir þessari ráð- stefnu um nokkurn tíma og komu fram margar skoðanir um hvernig mætti gera innsiglinguna betri við Hornafjörð. Hafa komið tillögur um að færa innsiglinguna að Hornsvík rétt innan við Stokksnes og benti Per Bruun, sem er sérfræðingur um gerð hafnarmannvirkja og ráð- gjafi Hornafjarðar, á að um millj- arða framkvæmd væri að ræða, ef færa ætti innsiglinguna út í Horns- vík. Einnig var bent á að dýpið fyrir utan Hornafjarðarós væri svipað fyrir utan Hornsvík. Einnig finnst mörgum það undarlegt að tala um Hornsvíkina sem nýja innsiglingu því verstu siglingaleiðir sem til eru eru við klappir líkt og við Stokksnes því frákast er þar mest. Per Bruun var sannfærður um að að nokkrum árum liðnum væru þeir búnir að finna lausn sem tryggði framtíð innsiglingarinnar við Hornafjörð. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson. Minnsta lögbýli á landinu nán- ast yfirbyggt. Jörðin Auðnar II yfirbyggð Vogum - Jörðin Auðnar II á Vatnsleysuströnd er eitt minnsta lögbýli á landinu, aðeins tæplega hálfur hektari að stærð. Þar er verið að byggja um 500 fm minka- hús og þar með er jörðin nánast yfirbyggð, utan nauðsynlegs rýmis til að komast að húsunum. Að Auðnum II rekur Jakob Árnason loðdýrabú með ref og mink. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að með þeirri stækk- un sem er verið að framkvæma núna sé verið að reyna að gera búið að tveimur ársverkum. Það er verið að byggja uppeldishús fyr- ir minkahvolpa og á það að vera tiibúið síðar í sumar. Með þessari stækkun er hægt að fjölga minkal- æðum úr 600 í 700. Got hefur staðið yfir að undan- förnu og er lokið hjá minknum, þar voru að meðaltali fimm hvolpar á læðu, en komust upp í ellefu. Hjá tófunni dreifist gotið á lengri tíma, en að meðaltali hafa sex hvolpar verið á læðu, en komist í sautján hvolpa mest hjá tveimur. Að sögn Jakobs stefnir hann aðallega á að rækta svartmink þar sem íslenskar konur vilja helst hafa pelsana svarta. Hann lætur sauma minkapelsa í Grikklandi og hefur áhuga fyrir að setja upp pelsabúð. PER Bruun, sérfræðingur um gerð hafnarmannvirkja og ráð- gjafi Hornafjarðar, Sigfús Harðarson, lóðsinn á Höfn, og Gísli Viggósson, forsljóri Vita- og hafnamála. LANDIÐ VETTVANGSSKOÐUN um Hornafjarðarós og Austurfjörur. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir KVARTETTINN Kuran Swing lék á opnunarkvöldinu Djasshátíð Egilsstaða hafin MIKIL stemmning ríkti meðal 200 gesta á opnunarkvöldi Djass- hátíðar Egilsstaða. Helgi Hall- dórsson bæjarstjóri setti hátíðina og bauð heiðursgesti, þau Poul og Gunn Weeden, sérstaklega velkomna. Vernharður Linnet er kynnir hátíðarinnar og sagði hann þessa hátíð vera þá elstu hér á landi. RÚREK-hátíðin væri árinu yngri. Kvartettinn Kuran Swing með þeim félögum, Bimi Thoroddsen, Ólafi Þórðar- syni, Bjarna Sveinbjörnssyni og Zsymon Kuran hóf dagskrá sína með frumflutningi lags sem heit- ir „Hjartans Árni með húfuna“ og er tileinkað Árna ísleifssyni. Aðrar hljómsveitir sem koma fram eru: Blúsbandið Rætur, Vinir Dóra ásamt Chicago Beau, Dixielandhljómsveit Neskaup- staðar, Djassband Hornafjarðar og Ullarbandið frá Neskaupstað. Hátíðin stendur frá fimmtu- degi til sunnudags og sagði Vern- harður Linnet að það atriði sem yrði hvað mest spennandi, væru tónleikar með Poul Weeden og íslenska djasslandsliðinu sem færu fram á laugardagskvöld. Poul Weeden var áður gítarleik- ari með Count Basie Orchestra og er af mörgum góðum kunn- ur. Með honum leika; Viðar Al- freðsson, Kristinn Svavarsson, Jón Rafnsson, Guðmundur Stein- grímsson, Árni ísleifsson og söngvararnir Aðalheiður Borg- þórsdóttir og Garðar Harðarson Meiri þjoðhatið SNIGLABANDIÐ 06 BORGARDÆTUR á Hótel íslandi í kvöld. Dagskrá: Fjallmyndarlegar konur koma. Nýtt þjóbhátíöarlag kynnt. Skrúðganga frá einum bar á annan. Engir umferbarhnútar; Hátíbin sett kl. 22 meb opnun hússins. Verb kr. 950 sem rennur til styrktar Sniglabandinu og Borgardætrum. Mætib öll og takib meb ykkur fánann. SIMI 687111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 141. tölublað (25.06.1994)
https://timarit.is/issue/126467

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

141. tölublað (25.06.1994)

Aðgerðir: