Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 17
Morgunblaðið/Þorkell
SÆVAR Proppé og Inga Jóna Sigurðardóttir í nýju versluninni
Gallerí Míró í Fákafeni 9.
Gallerí Míró með
gjafavöru
Morgunblaðið/Jón Stefáns
OFT vantar aðstöðu til þess að koma frá sér sorpi.
GALLERÍ Míró er ný verslun, sem
opnuð hefur verið 1 Fákafeni 9.
Eigendurnir Inga Jóna Sigurðar-
dóttir og Sævar Proppé, höfðu um
hríð verið að leita eftir einhverju
sem væri í senn skapandi og at-
vinnuskapandi þegar þau duttu nið-
ur á skemmtilega hugmynd.
„Við erum búin að byggja íbúðar-
húsnæði þrisvar svo það var orðið
tímabært að fara út í það að byggja
upp eigin atvinnurekstur," sagði
Inga Jóna þegar blaðamaður leit inn
í nýju búðina á dögunum en þar
hefur eiginmaðurinn Sævar að öllu
leyti séð um hönnun og útlit sjálfur.
Verslunin er í 130 fm húsnæði
og á boðstólum er fjölbreytt gjafa-
vara, t.d. listaverka-eftirprentanir
eftir þekkta og minna þekkta lista-
menn víðs vegar að úr heiminum,
frummyndir eftir íslenska lista-
menn, finnsk glervara, austurlensk-
Morgunblaðið/Júlfus
Óskar fjallahjólagarpur með
sérsmíðuð keppnisgleraugu.
Sólgler-
augu fyrir
hjólagarpa
í gleraugnaversluninni Fókus í
Lækjargötu er nú hægt að fá frem-
ur óhefðbundin og sérstaklega
styrkt sólgleraugu frá OAKLEY.
Um er að ræða bandaríska hönnun
með sérstaklega styrktu öryggis-
gleri, sem er nánast óbijótandi.
Hvert eintak er sérsmíðað og
sérpantað frá Bandaríkjunum og
er afgreiðslutíminn um sex vikur.
Hægt er að velja um lögun og lit
auk þess sem fáanleg eru sjóngler-
augu í sama stíl með styrkleika frá
+2 niður í -4 og sjónskekkju upp
að 2. Gleraugun eru framleidd úr
efni, sem kallast „plutonite" og
húðuð með efni, sem kallast „irrid-
ium“, en það veitir 100% vörn gegn
útfjólubláum geislum, að sögn Sig-
hvats Cassata, sjóntækjafræðings í
Fókus. Sólgleraugu kosta um tíu
þúsund kr., en ef pöntuð eru sólgler-
augu með sjóngleri getur verðið
numið allt að þijátíu þúsundum kr.
ar trévörur og úrval rammalista,
en þess má geta að Sævar býður
líka upp á innrömmun. Þau segja
að það sé virkilega gaman að versla
með fallegar vörur og fallegar vörur
þurfi ekkert endilega að vera dýr-
ar. Sem dæmi um verð má nefna
að innrammaðar eftirprentaðar
kosta frá 2.000 kr.
Umhverf-
isátak hjá
Body Shop
FRAMKVÆMDARSTJÓRI Body
Shop búðanna á íslandi, Kolbrún
Mogensen segir að umhverfisátak
Body Shop sé margþætt; „Um dag-
inn var alþjóðlegur umhverfisdagur
og þá fórum við af stað með átakið
undir slagorðinu; „Enginn tími til
spillis, tökum höndum saman-björg-
um umhverfinu." í fyrsta lagi reynt
að komast hjá því að vörur fyrirtæk-
isins mengi umhverfið. Brúsa sem
við seljum tökum við aftur til áfyll-
ingar. Allar sápur og snyrtivörur
eru unnar úr náttúrulegum efnum
eins og jurtum, ávöxtum og græn-
meti. Gengið er út frá því að eftir
notkun endi varan í sjónum, og þar
þarf hún að vera umhverfisvæn."
Mikilvægt að fólk nenni og
þori að mótmæla
í bæklingnum sem gefinn var út
í tilefni átaksins eru upplýsingar
um hvað sé hægt að gera til þess
að bæta umhverfið, spara orku,
flokka sorp, nýtni og endurvinnslu.
Þar er eyðublað sem viðskiptavinir
með skoðanir á umhverfismálum
geta fyllt út og skilað í búðirnar.
„Við munum leitast við að koma
þessum skoðunum á framfæri við
viðkomandi yfirvöld. Það er mikil-
vægt að skoðanir komi frá fólkinu,
og það nenni og þori að mótmæla
því sem mönnum þykir vera ábóta-
vant, t.d. er mjög léleg aðstaða til
þess að flokka sorp og koma því
frá sér á einfaldan hátt. Þeim sem
eru allir af vilja gerðir til þess að
flokka sorp sitt, er gert erfitt fyrir,
t.d. með því að finna sorpstöðvar
og ruslagáma, sem ættu að vera í
hveiju hverfi“,segir Kolbrún.
Nokkrar ábendingar og svör hafa
borist, en Kolbrún telur að það taki
a.m.k. tvo mánuði að fólk skili inn
athugarsemdum sínum.
„Það er margt sem fólk getur
gert til þess að bæta umhverfið,
orkusparnaður og nýtni getur gert
heilmikið", segir Kolbrún, „Sumum
finnst rafmagns,-og vatnssparnað-
ur ekki eiga erindi til íslendinga,
en víst er svo, því þetta er fram-
tíðarmál og íslendingar ættu að
hugsa um að spara orku, eins og
aðrar þjóðir."
Kolbrún segir að byija þurfi á
heimilum og breyta viðhorfi al-
mennings. Tal um umhverfismál og
sparnað er alltaf tengt vandamála-
tali. Því viðhorfi verði að breyta.
„Umhverfismál eru ekki vandamál,
heldur sjálfsagður þáttur lífs okk-
ar“, segir Kolbrún að lokum.
I
I
Skoðaðu heimahagana
í sumar en vagnana okkar
um þessa helgi ...
á sýningum í Bíldshöfðanum
eða í Bílakringlunni,
Keflavík.
PARADISO feluhysi
Verð frá kr. 470.000,-
og allt að 75.000 kr. í ókeypis
aukahlutum þegar þú kaupir ParadÍSO.
Bestu kaupin í dag? Örugglega.
hobbv HJÓLHYS\
Verð aðeins frá kr. 1.072.600,-
fyrir nýtt glæsilegt Hobby hjólhýsi
Sama verð og í fyrra!
CAMP-LET TIALDVAGNAR
* --- — ■■■"'fflMÍfmiT... .
Yfir 20 ára reynsla á íslandi skipar Camp-let
í öndvegi meðal tjaldvagna. Traustur, stór og
ákaflega þægilegur í meðförum. Opið lau.
10-16 og sunnud. 13-16.
CíSU JÓNSSON HF
Bíldshöfða 14, 112 Reykavík, s. 876644. Umboðsmenn: BSA, Akureyri; Bílasalan Fell, Egilstöðum og Bílakringlan, Keflavík
1
I
I
I
I
I