Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR SVO virðist sem sænska klæðningin standist vel íslenskt veður- far, en klæðninguna má fá í ellefu mismunandi litum. Sænsk utanhúss- klæðning lofar góðu hér á landi HÉR á landi er að ryðja sér til rúms svokölluð mar- moroc-utanhússklæðning, sem er sænsk að uppruna. Samkvæmt úttekt, sem Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins gerði að beiðni umboðsaðilans, Ver- kvers hf. í Reykjavík, á veðrunarþoli klæðningar- innar virðist hún henta vel sem utanhússklæðning hérlendis. Úttekt var gerð á húsi, sem hafði verið klætt marmoroc fyrir fjórt- án árum og reyndist klæðn- ingin með öllu óskemmd. Að sögn Gunnars Ámasonar, framkvæmdastjóra Verkvers, er marmoroc skemmtilegur valkostur við hinar hefðbundnu plötuklæðn- ingar sem hafa mest verið í notk- un. „Fjórtán ára reynsla hefur feng- ist af efninu hér, nánar tiltekið í Njarðvík, og hefur það staðist mjög vel íslenskt veðurfar. Marmoroc hefur þegar verið sett á hús í Reykjavík, Hafnarfírði, Akranesi og Blönduósi og er nú verið að klæða fjölbýlishús að Hrísmóum 4 í Garðabæ með efninu." Marmoroc er gegnumlitaður steypusteinn með marmarasalla í ytrabyrði til þess að auka slit og veðrunarþol. Stærð steinanna er 10 x 60 sm, þykkt er 30 mm og er þeim raðað á aluzink-húðaðar stál- lektur. Uppsetning er auðveld og fljót- leg. Stállektunum er raðað á húsið STEINUNUM, sem eru 10 x 60 sm að stærð, er raðað á aluzink-húðaðar stál- lektur. með 30 sm millibili og marmoroc- steinunum síðan raðað á lekturnar. Sérstakir hornsteinar fylgja. Aliur frágangur í kringum glugga og hurðir kemur tilsniðinn úr 0,6 mm þykku stáli með PVF2 húð. Vel er hugsað fyrir loftun húss og klæðn- ingar og kemur 10 mm loftrúm milli veggjar og klæðningar. Boðið er upp á ellefu liti og stálfrágang í kringum glugga í sama lit. Fer- metrinn kostar, samkvæmt verð- listaverði, 2.220 kr. Verkver hf. var stofnað haustið 1989. Það sérhæfir sig í sölu á byggingarefnum, m.a. utanhúss- klæðningum, þakefnum, bílskúrs- og iðnaðarhurðum, milliveggjum og kerfísloftum. Einnig framleiðir og selur fyrirtækið í samvinnu við Málmsmiðjuna Afl hf. vöruskemm- ur og iðnaðarhús úr stáli. Svona má halda hrís- gijónimum heitum SÉU hrísgijónin soðin en meðlætið ekki til þá er heillaráð að halda grjónunum heit- um með því að setja þau á sigti yfir pott með sjóðandi vatni í. Uppskriftir vikunnar Makkarónupæ og Moussaka eru meðal þjóðarrétta Grikkja 1 kg kjöthakk '/2 bolli olía 2 stórir laukar 5 vel þroskaðir tómatar '/2 bolli þurrt hvítvín salt pipar rifinn ostur steikingarolía 2-3 bollar jafningur Jafningur 2 msk. smjör 2 msk. hveiti '/2 litri mjólk 2 egg 200 g rifinn ostur Flysjið, þvoið og skerið egg- plöntuna í stórar en þunnar sneiðar. Saltið og þerrið. Brúnið kjöthakkið ásamt smátt skornum lauknum í steikingarolíu og hellið því næst hvítvíninu út á pönnuna. Flysjið tómatana, saxið þá fínt og bætið þeim út í. Saltið og piprið eftir smekk og MAKKARÓNUPÆ Moussaka 2 kg eggplöntur MOUSSAKA sjóðið þar til vökvinn er því sem næst gufaður upp. Hellið hálfum bolla af olíu á pönnu og steikið eggplöntu- sneiðarnar. Raðið þeim í stórt eldfast mót og stráið smávegis af rifnum osti yfir. Þá er kjötkáss- unni hellt yfir, því næst öðru lagi af eggplöntu-sneiðum og rifnum osti stráð yfir. Að lokum er jafn- ingnum hellt yfir svo yfirborðið verði þakið þykku hvítu lagi og rifnum osti stráð yfir allt saman. Bakað í ofni í um það bil hálftíma. Jafningurinn, sem er hvít sósa, er gerður þannig að smjörið er látið bráðna í potti á eldavélar- hellu. Hveitinu bætt út í. Hrært vel, svo ekki myndist kekkir. Mjólkinni er bætt í og loks rifnum ostinum og saltinu. Þegar jafning- urinn tekur að þykkjast, skal taka pottinn af heitri hellunni og sósan látin kólna í eina til tvær mínútur. Eggin hrærð saman í skál. Þeim hellt út í og hrært vel í á meðan. Jafningur 10 bollar mjólk 1 bolli smjör 1 bolli hveiti _____8 egg____ 3 bollar rifinn ostur Látið kjöthakkið og laukinn í pott ásamt dálitlu vatni og látið sjóða þar til vatnið er gufað upp. Hrærið af og til. Hellið olíu út í og brúnið. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Bætið mauk- uðum tómötunum út í og sjóðið við vægan hita um stund. Látið makkarónurnar í sjóðandi vatn og saltið. Þegar þær eru soðnar er helmingurinn sigtaður og honum jafnað í ofnskúffu. Stráið rifnum osti yfir og því næst kjötkássunni. Þá er hinum helmingnum af makkarónunum hellt yfir, rifnum osti og hálfum bolla af bræddu smjöri. Hvíta sósan er búin til eins og jafningurinn að ofan, en gott er að hita mjólkina áður en henni er bætt út í. Jafningnum er hellt að síðustu í ofnskúffuna og osti að lokum stráð yfir. Bakað í ofni í um það bil hálftíma. AÐ ÞESSU sinni sækjum við upp- skriftir vikunnar alla leið til Grikk- lands, en Grikkir eiga marga skemmtilega rétti, sem vert er að gefa gaum. Réttur, sem geng- ur undir nafninu „moussaka", er gjarnan ofarlega í hugum manna þegar þjóðarrétti Grikkja ber á góma. Einnig látum við fylgja uppskrift af makkarónu-pæi, sem einnig er algengur réttur á borð- um Grikkja, en matreiðsla á þess- um tveimur réttum er ekki svo ýkja ólík. Moussaka er ofnréttur, sem oftast er gerður úr kjöthakki, eggplöntu og með ostbráð inn í og ofan á. I stað eggplöntunnar má einnig nota kartöflur í þunn- um sneiðum. Áður en að upp- skriftunum kemur má til gamans geta þess að þjóðardrykkur Grikkja kallast „ouzo“ og koníak- ið þeirra „metaxa". Hvort tveggja bragðast hið besta þó mönnum sé sérstaklega ráðlagt að fara sér hægt í ouzo-inu, sem ilmar eins og lakkrís og er bæði sterk- ur og lúmskur drykkur. Sumir kjósa því að blanda það vatni til að milda áhrifin. Makkarónupæ 1 kg makkarónur 1 kg kjöthakk 2 stórir laukor, smótt skornir 2 bollor maukaðir tómatar '/2 bolli olía '/2 bolli smjör (fyrir makkarónurnar) salt og pipar Ungmennafélagar um land allt. Sunnudagurinn 26. júní er Göngudagur fjölskyldunnar Göncrudagur fjölskyldunnar Þá geíst gott tækiíæii til aö íá stimpil íLýöveldishlaupinu. Göngum saman á ári fjölskyldunnar. UNGMENNAFÉLAG ÍSLANDS I s Þ.ÞORGRfMSSON&CO ABETE3=±nt HARÐPLASTÁ BORÐ ARMULA29, SÍMI 38640 Blab allra landsmanna! -kjamimálsinsl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 141. tölublað (25.06.1994)
https://timarit.is/issue/126467

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

141. tölublað (25.06.1994)

Aðgerðir: