Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 23
Sveinbjöm Bjömsson rektor Háskóla íslands
boðar nýja tíma í háskólamálum
Háskólakerfið
verði endurskoðað
SVEINBJÖRN Björnsson rektor Háskóla íslands.
r r r r
NEMENDURI HASKOLfl ISLANDS
1400
nýnemar
3000
innan skóla
600
endurinnritaðir
5000
nemendur í skólanum
* i—i—iri
800
útskrifast
hverfa frá
600 skólanum
3rikssonar
tækið Bíóhljóð sá um vinnsluna en
það hefur yfír að ráða mjög öflugum
tækjabúnaði.
í Bíódögum eru mörg stór hópat-
riði og auk aðalleikara kemur fram á
sjöunda hundrað aukaleikara. Mikið
var lagt upp úr því að útlit
og klæðnaður allra kæmi
heim og saman við tíðar-
andann árið 1964. Það
kostaði mikið erfiði vegna
þess að ótrúlega torsótt var
að nálgast fatnað og leik-
muni frá þessum tíma. Það hefði aldr-
ei tekist án aðstoðar góðs fólks. Með-
al þeirra sem lánuðu gömul föt var
móðir Friðriks Þórs Friðrikssonar og
ganga bæði Tómas, sem leikinn er
af Órvari Jens Amarssyni, og móðir
hans, sem leikin er af Sigrúnu Hjálm-
týsdóttur, í fötum af henni.
Hilmar Örn Hilmarsson sér um að
velja tónlist við Bíódaga, en hann
hlaut Felix-verðlaunin fyrir tónlistina
í Börnum náttúrunnar. Meðal þeirra
sem eiga lög í myndinni eru frænd-
urnir Haukur og Bubbi Morthens,
Raggi Bjarna, Helena Eyjólfsdóttir,
Kinks og Karlakór Reykjavíkur. Tón-
listin kemur út á geisladiski frá Skíf-
unni mánudaginn 28. júní.
Þó að ekki sé búið að frumsýna
Bíódaga hefur myndin þegar hlotið
meiri dreifíngu en nokkur önnur ís-
lensk kvikmynd. Þá er kvikmyndin
Börn náttúrunnar meðtalin sem þó
var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið
1992. í vor voru Bíódagar sýndir á
sölusýningum á kvikmynaahátíðinni
í Cannes og fengu mjög góðar viðtök-
ur. Það endurspeglast í dreifíngar-
samningum sem myndin hlaut um
allan heim og þá er ekki lítið í húfi.
í hvert sinn sem Bíódagar hljóta kvik-
myndahúsadreifingu kallar það nefni-
lega líka á sjónvarps- og myndbanda-
dreifingu í sama landi. Það tryggir
myndinni margra ára líftíma og má
búast við að hún verði einn öflugasti
sendiherra Islands næstu árin.
Árið 1964 var mikill umrótatími í
íslensku þjóðfélagi. Erlendur
skemmtanaiðnaður hafði rutt sér til
rúms hér á landi og áreksturinn við
rótgróna íslenska menningu verið
harkalegur. íslensk menning varð
stöðugt berskjaldaðri fyrir erlendum
áhrifum. Það gerðist bæði með kana-
sjónvarpinu og breyttum tíðaranda í
heiminum. Kynslóðabilið breikkaði og
skilningsleysi milli barna og foreldra
jókst, enda um afar ólíkar uppeldisað-
stæður að ræða.
Kvikmyndahúsin gegndu enn
stærra hlutverki í lífi fólks árið 1964
en þau gera í dag. Þetta var fyrir
tíma Ríkissjónvarpsins og ekkert sem
keppti við kvikmyndahúsin um at-
hygli. Bíóferðir þóttu meiriháttar við-
burður og fólk tók þær afar hátíð-
lega. Það klæddi sig upp á, keypti
sér dagskrá og setti upp sparibrosið.
Síðan settist fólk í salinn og þegar
líf kviknaði á breiðtjaldinu
gleymdi það áhyggjum sín-
um og amstri. Þá hófst
nýtt líf í framandi og
spennandi heimi.
„Bíóferðir voru miklu
fastari punktur í þjóðlífinu
á þessum tíma,“ sagði Einar Már
Guðmundsson. „Til dæmis voru þijú-
sýningar á sunnudögum sérstakur
viðburður fyrir krakka og kraðakið
við bíóhúsin álika og á þjóðhátíð. Þar
fóru fram viðskipti með hasarblöð og
í salnum voru hróp og köll og reynt
að leiðbeina söguhetjunum inn á rétta
braut. Það kom jafnvel fyrir að krakk-
arnir reyndu að hafa afskipti af sögu-
þræðinum, því þeim fundust myndirn-
ar vera að gerast þarna í virkileikan-
um.
í Bíódögum er leitast við að endur-
skapa stemmninguna og lífsgleðina
frá þessum tíma. Það er horft til baka
og þeir menningarlegu pólar sem tak-
ast á skoðaðir, þó vitanlega fari átök-
in fyrir ofan garð og neðan hjá krökk-
unum. Bíómyndirnar höfðu mikil áhrif
á krakkaleiki og götulífíð, þar sem
blönduðust saman á dálítið skemmti-
legan hátt þær hugmyndir sem menn
höfðu um fornaldarhetjur og svo ein-
hveija kúreka úti í heimi og bófa. í
hugum barnanna varð þetta einn alls-
heijar hrærigrautur.“
Friðrik Þór Friðriksson hefur áður
leikstýrt kvikmyndunum Skyttunum
árið 1987, Börnum náttúrunnar árið
1991 og fjölda heimildarmynda,
þ.á m. Kúrekum norðursins og Rokki
í Reykjavík. Hann vinnur nú að gerð
nýrrar kvikmyndar, „Cold Fever“, í
samvinnu við bandaríska og japanska
aðila. Hún er leikin á ensku, íslensku
og japönsku og verður frumsýnd
næsta vetur.
Hvað verður um þá nem-
endur, sem ekki fínna sig
í Háskóla íslands? Skort-
ir fjölbreytni í skólakerf-
ið og lokar það jafnvel á
hæfa einstaklinga?
Sigurjón Pálsson blaða-
maður ræddi þessi mál
við háskólarektor.
Sveinbjörn Björnsson háskóla-
rektor hefur áhyggjur af því
að leiðir innan menntakerfis-
ins séu lokaðar gagnvart
nemendum, sem vilja stunda háskóla-
nám á öðrum grundvelli en hinum
fræðilega, sem boðið er upp á í Há-
skóla íslands. Á hveiju ári útskrifast
um átta hundruð nemendur þaðan. Á
sama tíma hverfa sex hundruð frá
skólanum án þess að ljúka námi.
Sveinbjöm er nýkominn úr mánaðar-
ferð til Bandaríkjanna, þar sem hann
kynnti sér ýmis atriði í menntakerfinu
þarlendis, bæði með því að heim-
sækja skóla og ræða við sérfræðinga.
Hann telur að öldungadeildakerfið hér
fullnægi ekki lengur þörfum þeirra,
sem vilja ná sér í menntun eftir að
hafa farið á mis við hana í æsku.
Samstarf á milli íslenskra skóla á
háskólastigi er einnig of lítið að mati
rektors.
Leiðina til betri háskóla telur hann
vera best varðaða með verkaskipt-
ingu. Þannig vill Sveinbjörn að HÍ
einbeiti sér að því að vera áfram rann-
sóknaháskóli, sem veiti nemendum
sínum fræðilegan grunn en sem mót-
vægi við hann þyrfti að byggja upp
skóla á háskólastigi, sem þjálfa nem-
endur beint til starfa og nota fræði-
lega þekkingu aðeins til stuðnings.
Þá skóla kýs Sveinbjörn að kalla hér-
aðsháskóla en á ensku nefnast þeir
community colleges.
Um helmingur bandarískra stúd-
enta stundar nám við héraðsháskóla.
Þeir bjóða yfirleitt upp á tveggja ára
nám eftir stúdentspróf. Þar læra nem-
endur beint til framtíðarstarfs síns
eða færa sig eftir héraðsháskólana í
skóla, sem bjóða lengra og fræðilegra
nám. Háskóli íslands er í raun sam-
bland af tveimur tegundum háskóla
í Bandaríkjunum, sem um þriðjungur
stúdenta þar í landi er í. Það eru
annars vegar svokallaður college, sem
býður upp á fjögurra ára nám til BA-
og BS-prófs. Hins vegar rannsókna-
háskólar, sem bjóða upp á lengra
nám. Bestu rannsóknaháskólarnir
hafa yfirleitt mjög ströng inntökuskil-
yrði á meðan héraðsháskólarnir eru
öllum opnir.
Samstarf þarf að auka
Annað, sem Sveinbjörn hafði áhuga
á að kynna sér úti í Bandaríkjunum,
var hvernig samstarfí væri háttað
milli mismunandi háskóla. Hér á landi
er samstarf lítið sem ekkert á milli
skólanna t.d. hvað varðar samnýtingu
á bókasöfnum, kennslustofum eða
kennurum. „Eg skoðaði fjarkennslu í
tveimur fylkjum, Norður-Dakóta og
Maine. Þar er í sumum tilfellum sama
greinin kennd í fjórum mismunandi
skólum á sama tíma. Þá eru upptöku-
vélar notaðar þannig að allir nemend-
ur geta tekið virkan þátt í kennsl-
unni,“ segir Sveinbjörn. Örbylgjurnar,
sem skólarnir í þessum fylkjum nota
fyrir fjarkennsluna, eru á sömu tíðni
og I'jölvarpið er sent út á og HÍ hef-
ur reynt að fá rásir á. Sveinbjörn
segir að HÍ hafi mikinn áhuga á að
taka upp svipað kerfí og hann lýsti
hér en það muni ekki gerast nema í
víðtæku samstarfi við aðra skóla á
háskólastigi.
Efla þarf endurmenntunarnám
Endurmenntun er stór hluti af
þeirri starfsemi, sem fer fram í hér-
aðsháskólunum í Bandaríkjunum.
„Fólk þarf að geta umskól-
að sig og eins þarf fólk, sem
missti af möguleikanum til
að mennta sig í æsku, að
geta komist í háskólanám
án þess að þurfa að eyða
fjölmörgum árum í öldungadeildum
framhaldsskólanna," segir Svein-
björn.
„Öldungadeildirnar voru ágætar í
upphafi. Núna finnst mér hins vegar
að eigi að gera úr þeim starfsmennt-
unarnám og taka lífsreynsluna inn í,
í stað þess að eyða öllum tímanum í
undirbúning fyrir stúdentspróf.
Frumgreinadeild Tækniskólans býður
upp á þess konar nám en það þyrfti
að vera miklu víðar,“ bætir Svein-
björn við.
Vill stofna hollvinafélög
Sveinbjörn telur að við skóla á
háskólastigi þurfi að koma upp holl-
vinafélögum. „í þeim mundu meðal
annars vera fyrrum nemendur skól-
anna,“ segir hann, „og þeir myndu
ekki aðeins hjálpa til við að styrkja
skólann með gjöfum heldur gætu
þeir einnig haft áhrif á málefni skól-
anna. Verkfræðingafélagið er nokk-
urs konar hollvinafélag og hefur tek-
ið mikinn þátt í að byggja upp verk-
fræðideildina hér við skólann.
Launakerfið við Háskólann er einn-
ig nokkuð eftir á. Það þarf að hætta
að miða greiðslur við fjölda formlegra
kennslustunda og fara frekar út i
kerfí, þar sem kennari hefur fijálsar
hendur með námskeiðið og nemendur
hafa meiri tíma til að læra sjálfír í
stað þess að sitja í of mörgum
kennslustundum,“ segir Sveinbjöm.
I Bandaríkjunum fara
laun prófessora eftir mark-
aðslaunum hverrar greinar.
„Kosturinn við það kerfí er
að samkeppnisaðstaða skól-
anna gagnvart markaðnum
er góð en hins vegar getur þetta vald-
ið óróleika meðal starfsmanna, sem
fá mismunandi laun fyrir sambærilega
vinnu. Hér á landi hefur stundum
reynst erfítt að fá menn til að starfa
fyrir Háskólann vegna lágra launa,“
segir Sveinbjörn og bætir við að Norð-
menn, Svíar, Danir og Finnar séu fam-
ir að taka upp svipað kerfí og er í
Bandaríkjunum.
Hinn vanrækti meirihluti
Sveinbjörn segir að honum sé ljóst
eftir mánaðarlanga kynnisferð í
Bandaríkjunum að við séum allt að
tuttugu árum á eftir þeim í þróun
skólamála eftir stúdentspróf. Kerfið
í heild sinni bjóði þar upp á meiri
möguleika fyrir nemendur og einkum-
sé styrkur þess, að verkmenntun er
gert hátt undir höfði og oft höfð á
háskólastigi. Löndin í kringum okkur
hafa tekið við sér og það þyrftu ís-
lendingar einnig að gera, að mati
Sveinbjörns. Hér sé gert vel við þann
hóp stúdenta, sem vill fræðilega
menntun, en hinir, sem eru mik.u
fleiri, séu vanræktir.
Sannleikur og
skáldskapur
haldast
í hendur
Erum tuttugu
árum á eftir í
skólamálum