Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK/D STOFNAÐ 1913 141. TBL. 82.ÁRG. LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Nokkur lönd heita stuðningi við hernaðaríhlutun Frakka í Rúanda Bein mið- Frönskum her- mönnum var víðast vel tekið París, Kigali, Chyangugu. Reuter. FRAKKAR sögðu í gær að nokkur lönd hefðu heitið stuðningi sínum við hernaðaríhlutun Frakka í Rúanda og að viðræður um framkvæmd- ina hæfust fljótlega. Hins vegar lá ekki fyrir hvað fólst nákvæmlega í stuðningsyfírlýsingunni eða hvenær liðsafli bærist. Þeim fímmtíu frönsku hermönnum, sem komnir eru til Rúanda, hefur verið tekið vel víðast hvar, bæði af flóttamönnum af tútsí-ættbálknum, svo og af stjómarhermönnum, sem langflestir era hútúar. Senegalbúar eru þeir einu sem sent hafa liðsafla auk Frakka, en þeir sendu 40 hermenn til Rúanda í gær og fleiri fara af stað fljótlega. Segja Frakkar að ítalir hafi staðfest þá ætlun sína að senda 450 manna liðsafla, en ítalir segjast aðeins fara inn í Rúanda að beiðni SÞ og þá sem hluti af alþjóðlegum herafla. Þá full- yrða Frakkar að Gínea-Bissau hafi lofað að senda hersveitir og Egyptar hafa lýst því yfír að þeir séu reiðu- búnir að senda eftirlitsmenn til Rú- anda og Frakkar segja Bandaríkja- menn, Spánveija, Belga, Hollend- inga og Portúgali reiðubúna að veita aðstoð við flutninga. Tútsar mótmæla Hútúar í stjórnarhernum hófu í gær að fjarlægja vegatálma í suð- vesturhluta Rúanda að fyrirskipun franska hersins. Segjast embættis- menn af hútú-ættbálkinum vera harðánægðir með komu franska hersins til landsins, en Frakkar þjálf- uðu her þess og bjuggu hann vopn- um. Vona þeir að Frakkar muni ráð- ast gegn FYelsisfylkingu Rúanda. Þá hefur almenningur af hútú-ætt einnig fagnað frönsku hersveitunum. Frelsisfylking tútsa hefur gagn- rýnt harðlega hernaðaríhlutun Frakka og mótmæltu um 4.000 túts- ar komu hersveitanna í þorpi nærri Kigali. Um 8.000 tútsar, sem leitað höfðu skjóls í flóttamannabúðunum í Nyarushishi, fögnuðu Frökkum hins vegar ákaflega en lýstu jafn- framt vonbrigðum sínum með að Frakkar virðast ekki að ætla að flytja þá á brott. Reuter Evrópu- geispi ÞESSI gamli Grikki fékk ekki varist geispa þar sem hann hallaði sér að auglýsingaspjöldum frá Evrópusambandinu (ESB) á eynni Korfú, þar sem fundur leiðtoga ESB-rikjanna hófst í gær. Þá var meðal annars undirritaður tíma- mótasamningur við Rússa um efnahagslegt og pólitískt sam- starf, en það virðist ætla að reyn- ast leiðtogunum þrautin þyngri að koma sér saman um næsta for- seta framkvæmdastjórnar ESB, eftirmann Jacques Delors. Jacqu- es Poos, utanríkisráðherra Lúx- emborgar, fullyrti að Belginn Je- an-Luc Deheane hefði þegar tryggt sér 8 af 12 atkvæðum. ■ Harðvítug /18. Óvæntur sigur baráttumanns gegn spillmgu Minsk. Reuter. RÓTTÆKUR baráttumaður gegn spillingu vann sigur í fyrstu umferð forsetakosninganna í Hvíta-Rússlandi samkvæmt óopinberutn kosnin- gaúrslitum, öllum að óvörum. Fyrir kosningar var Vjateslav Kebitsj, forsætisráðherra landsins, spáð sigri en fyrstu tölur bentu til þess að Alexander Lukasjenko myndi vinna stórsigur í kosningunum. Baráttumál Lukasjenkos virðast hafa átt hljómgrann meðal kjósenda, því samkvæmt bráðabirgðanið- urstöðum hlaut hann 45,1% fylgi en Kebitsj, sem kom næst- ur, aðeins 17,4%. Þá kom á þjóðernissinnans Lukasjenko óvart mikið fylgi Zenon Poznyak, 12,9%. Staníslav Sjushkevitsj, fýrr- um leiðtogi landsins, hlaut 9,9%. Lukasjenko höfðaði til almenn- ings með því að saka háttsetta embættismenn um spillingu og virð- ist njóta góðs af þeirri örvæntingu sem ríkir í landinu vegna bágs efna- hags. Umbætur hafa gengið afar hægt, verr en hjá nágrannaþjóðun- um Rússlandi og Úkraínu. Hafði Lukasjenko lítið fram að færa í efnahagsmálum annað en að lofa því að stöðva verðbólgu, verðhækk- anir og spillingu en almenningur virðist ekki hafa sett það fyrir sig. Bæði Lukasjenko og Kebitsj era talsmenn nánari tengsla við Rússa en Kebitsj er fylgjandi hægfara umbótum. Næsta umferð fer fram eftir tvær vikur þar sem enginn frambjóðenda náði hreinum meirihluta. Reuter TÚTSAR mótmæla hernaðarihlutun Frakka í Rúanda í gær. A spjöldunum er Mitterrand m.a. kallaður svikari og morðingi. aldamunka í London BEIN 30 munka frá miðöldum fundust i austurhluta London í gær, þar sem verið er að stækka neðanjarðarlestakerfi borgar- innar. Að sögn fræðinga voru grafir munkanna á lóð þar sem einu sinni stóð klaustur, en verð- ur brátt lögð undir brautarstöð. Fornleifafræðingurinn Sarah Harding skoðar hér eina af höf- uðkúpunum. í gröfunum voru bein fullorðinna karlmanna, utan einnar þar sem voru bein barns, og olli það fornleifafræðingum nokkrum heilabrotum hvers vegna barn hafi verið jarðað með munkunum. Við þeirri spurningu fæst líklega aldrei svar. Forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi Reuter HM í knattspyrnu Myrti eiginmann sinn í æðiskasti Stokkhólmi, Ósló. Rcutcr, Morgunblaðið. ÞAÐ getur tekið á taugarnar að fylgjast með heimsmeistara- keppninni í fótbolta, og atburðir síðustu daga meðal frændþjóð- anna Norðmanna og Svía sýna að þeir gefa blóðheitum Suður- landabúum ekkert eftir. Tók vina- hópur í Þrándheimi tap Norð- manna fyrir ítölum svo nærri sér, að mennirnir fleygðu sjónvarpinu út um glugga á fjórðu hæð. Þá lyktaði deilu sænskra hjóna um hvort og hvenær horfa ætti á boltann með því að eiginkonan varð manni sínum að bana. Tildrög morðsins voru þau að hjónin fóru í heimsókn til kunn- ingja sinna til að fylgjast með leik Svíþjóðar og Kamerún. Leik- urinn bytjaði ekki fyrr en um nóttina og sofnaði konan, en eig- inmaðurinn og kunningjarnir fylgdust spenntir með leiknum og drukku stíft. Þegar Svíar skoruðu mark, vakti eiginmaðurinn konuna og sagði að hún mætti ekki sofa af sér leikinn. Hún vildi halda heim en maðurinn bannaði henni það. Eftir að hjónin höfðu rifist dá- góða stund var konan orðin viti sínu fjær af reiði og banaði eigin- manninum með skærum. 0 Alverð í 1.500 dollara London. Reuter. ÁLVERÐIÐ fór í 1.500 dollara tonnið í gær, það hæsta í þijú ár, og spá því sumir, að það fari brátt í 1.550 dollara. Hefur verðið hækkað um þriðjung frá því um áramót en óttast er, að sumir framleiðend- ur láti nú freistast til að auka framleiðsluna en minnka ekki eins og um hafði verið samið. Hækkunin í gær var rakin til frétta um, að birgðir í geymslum málmmarkaðarins í London hefðu minnkað verulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 141. tölublað (25.06.1994)
https://timarit.is/issue/126467

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

141. tölublað (25.06.1994)

Aðgerðir: