Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
EITT verka Sólrúnar Litfu.
Morgunblaðið/Golli.
Gallerí Ameríkumaður í París
Sólrún Lilja sýnir
„glæpamyndir“
SÓLRÚN Lilja Rósmundsdóttir
opnar sýningu á teikningum í dag,
laugardag, í Gallerí Ameríkumanni
í París, Götugrillinu, Borgarkringl-
unni.
Sólrún Lilja er búsett í París og
eru myndirnar unnar þar. Myndirn-
ar sem Sólrún kallar „glæpamynd-
ir“ eru minningar. Hún hefur áður
haldið nokkrar einkasýningar er-
lendis, þar sem hún hefur m.a. sýnt
8 mm filmur af ýmsu tagi.
Ramma um myndimar lánaði
verslunin Ikea. Sýningin stendur til
10. júlí og er opin á verslunartíma
Borgarkringlunnar.
Hljómskálakvintettinn í Hailgrímskirkju
Flutt verða
endur-
reisnar-
og barrokk-
verk
FÉLAGAR í Hljómskálakvint-
ettinum halda tónleika á
morgun í Hal lgrímskirkj u og
heQast þeir kl. 17.
A tónleikunum verða flutt
endurreisnar- og barrokkverk
eftir Scheidt, Farnaby, Pezel,
Adson, Gabrieli, J.S. Bach og
fleiri. Hallgrímskirkja er þeim
félögum síst framandi, en
Hljómskálakvintettinn hefur
sl. 15 ár leikið fyrir aftansöng
á aðfangadagskvöld, fyrstu
árin í turni kirkjunnar, en
eftir vígslu hennar í sjálfu
kirkjuskipinu.
Hljómskálakvintettinn
skipa þeir Ásgeir H. Stein-
grímsson og Sveinn Birgisson
á trompeta, Þorkell Jóelsson
á horn, Oddur Björnsson á
básúnu og Bjarni Guðmunds-
son á túbu.
HLJÓMSKÁLAKVINTETTINN heldur tónleika í Hallgrímskirkju
THEATRE de Complicite sýnir
The Street of Crocodiles í Borgar-
leikhúsinu um helgina. Sýningar
leikhúsins em lokaatriði Listahátíðar
í ár. Fyrsta sýning er í kvöld, laugar-
daginn 25. júní, önnur sýning er á
sunnudagskvöld og sú þriðja á
mánudagskvöid. Allar sýningamar
heijast klukkan 20.00.
ISLENSKT MAL
Planki = „ferstrendur bjáiki
eða ás (oftast úr tré)“ er tökuorð
sem komið er inn í mál okkar
ekki seinna en á 18. öld. Orðið á
rætur í latínu planca, en þangað
var það komið úr grísku phalanx
sem upphaflega merkti bjálki.
Fleirtala_ gríska orðsins var phal-
angai. í latínu var planca oft
haft um það sem við köllum
hlunna, það er undirlag skips,
þegar því er flotað eða rennt á
land.
Úr mannkynssögu og herfræði
kannast menn við gríska orðið
phalanx sem á sænsku er lýst
svo: „en tátt sluten slagordning i
láng linje, under Alexanders den
stores tid en vanligen 16 man
djup stridsformering af tungt
bevápnat infanteri." (Þetta mætti
þýða: Þétt röð þungvopnaðra fót-
gönguliða sem á tímum Alexand-
ers mikla var vanalega 16 raðir
á þykkt.)
Fyrirbærið phalanx hefur
löngum verið kallað breiðfylking
á íslensku, en Sigurður Eggert
Davíðsson, margvís m.a. í her-
fræði, hefur sýnt mér fram á að
fleygfylking væri miklu betri
þýðing, sbr. frummerkinguna
bjálki. Bjálka má gjama reka sem
fleyg í eitthvað.
Fylgismenn Francos á Spáni
nefndust Falangistar, en í Svíþjóð
var „Falangen“ hópur listamanna
sem tók að sýna verk sín 1922.
Blokk og blökk eru eldri töku-
orð í máli okkar en planki, þau
orð líklega skyld bjálki. Jafnvel
var talið að hliðarmyndin blönk
sé blendingsmynd úr blökk og
planki.
★
Dagurinn, sem Bandamenn
skyldu gera innrás í Normandí,
var stuttnefndur eða dulnefndur
D. Síðar hét hann D-dagur, eigin-
lega Dags-dagur. Þvílíkt fyrirbæri
í máli heitir með alþjóðlegu orði
pleonasme (úr grísku, sbr. lat.
plenus = fullur). Pleonasme er
skýrt svo í Erni og Örlygi: „hrein
upptugga orðs með sömu merk-
ingu; það að bæta óþörfum orðum
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
750 þáttur
S texta. Dæmi: the two twins“.
Tvíburar eru víst alltaf tveir.
í Gyldendals fjölfræðibók
stendur: „pleonas’me (av gr.
pleonazein, være mere en nok),
opphopning av ensbetydende uttr.
for samme begrep, overflodig
uttryksmáte; smor pá_flesk“. Eg
veit ekki hvort við íslendingar
eigum gott orð yfir pleonasma,
en vel væri það þegið.
Unglingur utan sendir lauflétta
stafsetningaræfingu:
Lítið veit ég um kóng Maximilian,
heldur minna en um St. Kilian.
Mikið er skrýtið
hvað maður veit Ktið,
þó að ekki vanti nú vil í ann.
★
Síðan tekur við Ömólfur
Thorlacius, þar sem fyrir
skemmstu var frá horfið: „„Rúss-
neska þjóðarskútan rekur stjóm-
laust", var haft eftir oddvita
kommúnista á rússneska þinginu
í fréttum Ríkisútvarps 27. febr-
úar. Ætla mætti að maðurinn
hefði verið að víkja að einhveijum
ljöldauppsögnum úr ríkisgeiran-
um í anda Verslunarráðs Islands
en því fer fjarri: Hann var að
leggja út af viðbrögðum Jeltsíns
við því að tilræðismenn við þing-
ræði þar í landi voru látnir lausir
úr prísund.
En það eru fleiri en ljósvaka-
miðlamir sem hnjóta um óper-
sónuiegu orðatiltækin. Framleið-
andi eðalvagna í Bæjaralandi er
meðal annars þekktur fyrir að
„markaðssetja" glæsilega smá-
bíla. Þó hygg ég að ekki sé sama
hugsun að baki þessari setningu
í bílakálfí Morgunblaðsins 27.
febrúar og þegar flík hleypur í
þvotti: „Ný 7-lína frá BMW verð-
ur hleypt af stokkunum í júní
næstkomandi."
í 735. þætti þínum víkið þið
Friðgeir Haraldsson að stafrófs-
röð í íslensku. „Samkvæmt staf-
rófi okkar á í að vera á eftir i
og duga um það engir vafning-
ar,“ segir þú. Eg fellst á fyrrihlut-
ann en geri ágreining um vafn-
ingana og er þá einkum að hugsa
um símaskrána. Ég sótti háskóla
í Svíþjóð og telst því trúlega
tækur í sænsku mafíuna. Þar í
landi voru þeir menn dregnir
saman í dilk í símaskrá er bám
nafn sem eins var kveðið að þrátt
fyrir frávik í stafsetningu, svo
sem Carlson, Carlsson, Karlson
og Karlsson. Á öðmm stöðum í
símaskránni var vísað á viðkom-
andi stað. Ég mæli með sams
konar endurskoðun á símaskrá
okkar af praktískum ástæðum
og hygg ekki að sú breyting fæli
í sér neinn ósigur „fyrir þá sem
varðveita vilja íslenskt mál og
menningu", svo vitnað sé í þátt
þinn.
Vinur minn sem Hálfdan heitir
hefur til dæmis orðið fyrir því að
menn hafa forgefíns leitað nafns
hans meðal Hálfdána. Svipað er
að segja um verslun og verzlun.
Einu sinni þurfti ég að hringja í
ungbarnafatabúð sem ég hélt að
héti Prenatal og leitaði hennar
árangurslaust á milli Prebens og
Prentbergs í símaskránni. Eftir
að ég hafði lagt leið mína í búðina
komst ég að því að nafnið var
sótt í frönsku en ekki ensku (eða
latínu) og stafsett með accent
acute, Prénatal, og samkvæmt því
á milli Prestafélags íslands og
Priscillu Zanoriu Emilsson í
skránni.
Ekki veit ég hversu mörg sím-
töl ágætur frönskukennari við
skóla minn, Gérard Lemarquis,
hefur sloppið við út á það að vera
á milli Geysis hf. og GG lagna sf.
pípulagningaþjónustu en ekki á
milli Gerards Chinotti og Gerdu
Jónsdóttur. Ég hef nokkrum sinn-
um þurft að leiðbeina mönnum í
síma í Hamrahlíð sem ekki hafa
fundið nafn hans í símaskrá.
Lifðu heill.“
P.s. 1) Er ekki full-langt geng-
ið, þegar menn eru „búnir að
ganga svo um hnútana" o.s.frv.?
2) „Bakar" nokkur óvitlaus
maður kleinur? Eru þær ekki
steiktar (eða soðnar)?
Theatre de Complicite
Sýningu íslenskra arkitekta
Mannvirki-landslag-rými í Ás-
mundarsal lýkur í dag, laugardaginn
25. júní. Sýningu sex ungra gull-
smiða í Norrænahúsinu lýkur á
morgun sunnudaginn 26. júní. Sama
dag lýkur sýningu Johns Greers í
Gallerí 11. Mánudaginn 27. júní lýk-
ur sýningu Sigurðar Guðmunds-
sonar á Sólon Islandus,
Skúlptúr Johns Greer
Eftirtaldar sýningar halda áfram
þó að Listahátíð ljúki formlega á
mánudag. Dieter Roth sýnir áfram
í Nýlistasafninu, Ilja Kabakov í sýn-
ingarsalnum Annarri hæð, Kristján
Guðmundsson í Gallerí Sævars Karls
og Joel Peter Witkin á Mokka.
Listasafn íslands speglar tímabilið
frá alþingishátíð til lýðvelsisstofn-
unnar fram á haust. íslandsmerki
og önnur súlnaverk Siguijóns Ól-
afssonar eru í safni hans og verk
Jóns Engilberts í FÍM-salnum og í
Norræna húsinu. Leifur Kaldal
gullsmiður sýnir í Stöðlakoti og loks
er ný finnsk glerlist í Ráðhúsi
Reykjavíkur.
Dagskrá Klúbbs Listahátíðar á
kaffihúsinu Sóloni íslandus verður
þannig að Tríó Óla Steph skemmt-
ir gestum í kvöld milli ellefu og hálf-
þtjú, Einar Kristján Einarsson
leikur á gítar annað kvöld milli tíu
og hálfeitt en á sama tíma mánudag-
inn 27. skemmta Reynir Sigurðs-
son og Þórir Baldursson. Listahá-
tíð lýkur á mánudag en klúbburinn
starfar þó út mánuðinn.
Þorsteinn
Úlfar
Þorsteinn
Ulfar sýnir
í Gallerí
Umbru
NÚ STEND-
UR yfír sýning
á myndverkum
eftir Þorstein
Úlfar Björns-
son í Gallerí
Úmbru, Amt-
mannsstíg 1.
Myndirnar eru
unnar á síð-
ustu fjórum
árum með vatnslitum, pastel
og þurrkrít, bæði á venjulegan
og velúrpappír.
Þorsteinn Úlfar stundaði nám
við Myndlista- og handíðaskóla
íslands 1969-1973. Þá tók við
nám í kvikmyndagerð í London.
Hann hefur tekið þátt í sam-
sýningum þar sem hann hefur
sýnt höggmyndir úr íslenskum
steini. Hann hefur starfað sem
kvikmyndagerðarmaður,
teiknikennari og við steinsmíði.
Hann starfar nú á fréttatofu
Sjónvarps sem tæknimaður.
Guðný í
Gallerí Sæv-
ars Karls
NÚ stendur
yfir sýning
Guðnýjar
Magnúsdóttur
„Lesið í leir“ í
Gallerí Sævars
Karls, Banka-
stræti 9.
Guðný
stundaði
námm við
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands og við Listiðnaðarskóla í
Helsinki. Hún rekur nú eigið
gallerí í Reykjavík, Gallerí
Úmbru.
Verkin á sýningunni eru öll
unnin úr hábrenndum jarðleir.
Guðný hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga og er þetta 9.
einkasýning hennar. Sýningin
er opin á verslunartíma á virk-
um dögum frá kl. 10-18 og á
laugardögum frá kl. 10-14.
Sýning Gunn-
ars Kristinsson-
ar framlengd
MYNDLISTARSÝNING Gunn-
ars Kristinssonar í Listmunahúsi
Ófeigs, Skólavörðustíg 5, hefur
verið framlengd til 27. júní.
Þema sýningarinar er „Erótík
í víðtækri mynd“. Sýningin er
opin virka daga frá kl. 10-18 og
laugardaga frá kl. 10-16, en lok-
uð á sunnudögum.
Guðný