Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 33 Kringlukasti lýkurídag Á MIÐVIKUDAGINN hófst Kringlukast í Kringlunni, en þetta er í sjöunda sinn sem fyri- tækin í Kringlunni haida það. Mikil aðsókn er á Kringlukast og komu yfir 30 þúsund manns fyrstu tvo daga þess. Sumt á tilboði fyrirtækja er langt komið með að seljast upp. Verslanir Kringlunnar eru opnar til kl. 18.30 virka daga en föstudaga til kl. 19 og til ki. 16 laugardaga. ■ HJÓLADA GAR Bifhjóla- samtaka. lýðveldisins verða haldnir í dag, laugardag. Bif- hjólin safnast kl. 14 við Kaffi- vagninn út á Granda. Ekið verður í hópkeyrslu með lög- reglufylgd um Stór-Reykavíkur- svæðið. Hópaksturinn kemur kl. 16 niður á Ingólfstorg, en dag- skráin þar verður til kl. 18. ■ HEIMS VALDASINNAR á leið til hægri mæta mót- spyrnu. Málfundafélag alþjóða- sinna stendur að umræðufundi í dag, laugardaginn 25. júní, kl. 13.15 á Klapparstíg 26, 2. hæð. Fjallað verður um opnara stjórnmálaástand og verkefni í heiminum í dag: Verkfallsöldu alþjóðlega, efnahagsuppsveiflu í kreppunni, óstöðugleika, hægriþróun og æskulýðsrót- tækni. Frummælendur tóku ný- verið þátt í alþjóðiegum fundi verkafólks í ýmsum iðngreinum. STÖKK á mótorhjóli. ■ FYRSTA motorkross- keppni sumarsins verður haldin á vegum Vélhjólaíþrótta- klúbbsins VIK, sunnudaginn 26. júní kl. 14. Keppnin mun fara fram á svæði VIK við Sandskeið, ekið af Bláfjallaaf- leggjara, um 1 km frá Suður- landsvegi. Keppt verður í opnum flokki motorkrosshjóla og í flokki léttra bifhjóla og eru allir velkomnir. Margir nýir kepp- endur verða. Keppt verður í flokki A- og B-ökumanna. ■ SAMTÖKIN 78, félag lesb- ía og homma á íslandi, standa ásamt félaginu Réttindafélag samkynhneigðra og tvíkyn- hneigðra að dagskrá til að minnast tuttugu og fímm ára afmælis réttindabaráttu homma og lesbía laugardaginn 25. júní. Fjöibreytt dagskrá verður allan þann dag. Helgistund á vegum Áhugahóps homa og lesbía um trúarlíf verður í Há- skólakapellu kl. 11. Farið verð- ur í göngu um miðbæ Reykja- víkur kl. 14, til að vekja at- hygli á tilveru og réttindabar- áttu samkynhneigðra. Að göngu lokinni verður dagskrá á vegum Samtakanna 78 og Félagsins, og hátíðinni lýkur með dansleik á vegum Samtakanna 78 í Ris- inu, Hverfisgötu. FRÉTTIR Yfirlits- sýning á Islands- kortum í TILEFNI 50 ára afmælis ís- lenska lýðveldisins og 150 ára út- gáfuafmælis íslandskorts Björns Gunnlaugssonar stendur nú yfir sýning á gömlum kortum í eigu Landmælinga íslands til 26. júní í Listhúsinu í Laugardal. Flest kortanna á sýningunni eru upprunnin úr safni Mark Cohagen, sem Landmælingar íslands keyptu á síðasta ári. Elsta kortið í því safni er frá árinu 1574, en það kort ásamt fjölda annarra hafa ekki verið sýnd opinberlega áður. Meðal þeirra eru strandmælinga- kort af landinu sem gerð voru í upphafí síðustu aldar, en með til- komu þeirra fékk landið í fyrsta skipti rétt útlit á landakorti, segir í fréttatilkynningu. Þess er nú rninnst^ að 150 ár eru liðin frá útgáfu íslandskorts sem kennt hefur verið við Björn Gunnlaugsson stærðfræðing. Kort þetta er til sýnis ásamt mælitækj- um og kortagögnum danska her- foringjaráðsins, en nú eru liðin 50 ár síðan viðamikilli kortagerð þeirra lauk á íslandi. Sýningin er opin alla virka daga og um helgar kl. 13-19. Aðgang- ur er ókeypis. * Afengisvam- arráð heim- sótti 30 skóla ÁRIÐ 1993 heimsóttu erindrekar Áfengisvarnarráðs, þeir Hörður Zóp- haníasson og Jón K. Guðbergsson, alls 30 skóla. Þeir héldu fræðslufund með nemendum og kennurum og fluttu víða erindi á foreldrafundum. Þá komu þeir einnig á fundi í ýmsum félögum og samtökum og þinguðu með forystumönnum í æskulýðs- og félagsmálum, segir í frétt frá ráðinu. Öll þjónusta Áfengisvarnarráðs er ókeypis Samstarf við Fræðsluleikhúsið um sýningar á ieikritinu Gúmmíendur synda ekki eftir Eddu Björgvinsdótt- ur og Súsönnu Svavarsdóttur hófst snemma á þessu ári. Leikritið hefur þegar verið sýnt um það bil 50 sinn- um í skólum og á vinnustöðum. Að sýningum loknum fara fram umræð- ur undir leiðsögn Jóns K. Guðbergs- sonar. Hlutur Áfengisvarnarráðs er ókeypis og auk þess greiðir það ferðakostnað fyrir leikara - en Fræðsluieikhúsið tekur 22.000 kr. fyrir hveija sýningu. Hefðardömur í Árbæjarsafni ÞAÐ verður líf og fjör í Suður- götu 7 á Árbæjarsafni sunnu- daginn 26. júní. Þórunn Páls- dóttir leikkona og nokkrir áhugamenn um liðna tíð munu setja á svið heimilislíf skömmu fyrir aldamótin siðustu. Hesta- kerra verður á staðnum fyrir börn og í Dillonshúsi er ávallt heitt á könnunni. Lýðveldishátíðahöld í Ástralíu Yíkingaráðstefna við Melbourne-há- skóla í október FJÖRUTÍU manna hópur hélt hátíð- legt fimmtíu ára lýðveidisafmæli ís- lands í Melbourne i Ástralíu sautj- ánda júní sl. Skipulögðu Áströlsk- íslensku menningarsamtökin hátíð- arkvöldverð í Melbourne-háskóla sem íslenskir jafnt sem ástralskir félagar og vinir sóttu. Þá voru Roy Renshaw-Jones heiðursræðismaður íslands í Melbourne og eiginkona hans einnig meðal gesta. Auk þess sem notið var veitinga var skálað fyrir þjóðhöfðingjum Is- lands og Ástralíu og Ingibjörg Árna- dóttir flutti erindi, þar sem hún rakti sögu íslands frá upphafi. Árið 1994 er líka mikilvægt af tveimur öðrum ástæðum í Melbo- urne. Á þessu ári eru nefnilega liðin fimmtíu ár frá því kennsla í forn- íslensku hófst við skólann. Það var Augustin Lodewyckx prófessor sem hóf kennsluna 1944. Hann fór á eftirlaun 1947 en hélt áfram kennslu í forníslensku og íslenskum fornbók- menntun allt til dauðadags árið 1964. Við af honum tók Ramsay Maxwell prófessor, en frá árinu 1975 hefur John Stanley Martin aðstoðarprófessor séð um kennsl- una. Þá eru á árinu 25 ár liðin frá því að Áströlsk-íslensku menningarsam- tökin voru stofnuð af þeim Sig- mundi heitnum Finnssyni og John Stanley Martin. Þá má geta þess að 14. maí sl. var haldin fomnorræn ráðstefna í Melbourne-háskóla. Tólf erindi voru flutt um íslenska tungu, bókmenntir og menningu á miðöldum. Auk fræðimanna frá Melbourne fluttu fimm fræðimenn frá Sidney-háskóla og einn frá Riverina-háskólanum í Wagga Wagga erindi. Hinn 8. október nk. verður svo haldin víkingaráðstefna við Melbo- urne-háskóla, sem á að höfða meira til almennings. Sýndar verða myndir og flutt erindi um víkingatímann, sögu Islands og norræna goðafræði. Heimsókn til Evrópsk ráðstefna á Hótel íslandi Fulltrúar 20 þjóða fjalla um sjálfboðavinnu ungmenna FULLTRUAR 20 Evrópuþjóða hitt- ast á ráðstefnu á Hótel Islandi sem hefst í dag og stendur fram á þriðju- dag, en meginefni hennar er sjálf- boðaliðavinna ungs fólks. Ráðstefn- an er á vegum Ungs fólks í Evr- ópu, verkefnis á vegum Evrópusam- bandsins ESB/EFTA og Evrópska efnahagssvæðisins og er ætlað að styrkja ungmennaskipti á milli Evr- ópulanda. Meginmarkmið verkefn- isins er að auka tengsl miili Evrópu- landa og auka með því þekkingu og víðsýni ungmenna á evrópskri menningu. I frétt frá íslenskri stjórn verk- efnisins segir, að verkefnið hafi farið af stað í júní 1988 til þriggja ára, en síðan verið framlengt um önnur þijú ár, eða til ársloka 1994. Nú sé unnið að umfangsmiklu fram- haldsverkefni, Ungu fólki í Evrópu III, sem áætlað sé að fari af stað í ársbyijun 1995. í fréttinni segir, að ætlunin sé að gefa ungu fólki fleiri tækifæri til að afla sér reynslu og þekkingar og ekki síst að kynnast menningu annarra þjóða. Gerðar séu ákveðnar kröfur til þeirra sem taki þátt í ungmennaskiptunum. Skiptin eigi að hafa annan tilgang en eingöngu ferðalög og þurfi dagskrá heim- sóknanna að hafa fræðslu og kynn- ingu að meginmarkmiði. Ætlast er til að þátttakendur vinni með ákveð- ið þema, sem getur t.d. varðað umhverfismál, menningu, atvinnu, málefni minnihlutahópa, áfengi, fíkniefni, dans, leiklist, kvikmyndir, myndlist, félagsleg vandamál, skóla, stofnanir, fjölmiðlun o.fl. Fjöldi fyrirlestra Á ráðstefnunni á Hótel íslandi verða haldnir ýmsir fyrirlestrar, en meginefni hennar er sjálfboðavinna ungs fólks. Þá verður einnig fjallað um þá starfsemi sem snertir ung- menni hér á landi og kynnt verkefn- ið Ungt fólk í Evrópu III. íslenska stjórn verkefnisins Ungs fólks í Evrópu skipa Erlendur Ein- arsson, deildarstjóri, formaður, Ómar Einarsson, framkvæmdstjóri ÍTR, og Inga Dóra Sigfúsdóttir, stjórnmálafræðingur. Verkefnis- stjóri er Margrét Sverrisdóttir. Orðs lífsins JENS GARN- FELDT frá Kaupmanna- höfn mun prédika og biðja fyrir fólki á sam- komu hjá Orði lífsins sunnu- daginn 26. júní kl. 11 og 20.30. Jens Garnfeldt Jens er forstöðumaður safn- aðarins Köbenhavns Bibeltræn- ings Center í Kaupmannahöfn og skólastjóri biblíuskóla þess safnaðar. Hann ferðast mikið um Norðurlöndin til að prédika og kenna og hingað kemur hann beint frá Færeyjum. í fréttatilkynningu segir að Jens Garnfeldt sé kröftugur ræðumaður og biðji fyrir sjúk- um. Allir eru hjartanlega vei- komnir á þessar samkomur sem haldnar verða hjá Orði lífsins á Grensásvegi 8 í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 141. tölublað (25.06.1994)
https://timarit.is/issue/126467

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

141. tölublað (25.06.1994)

Aðgerðir: