Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ * Afram tap hjá Meck- lenburger Óvissa um framhald starfseminnar miðað við stöðuna TAP hefur verið á rekstri Mecklen- burger Hochseefischerei, dótturfé- lags Útgerðarfélags Akureyringa, það sem af er þessu ári og stefnir í að tap verði af starfseminni á árinu miðað við óbreytt ytri skilyrði. Þetta kom fram á aðalfundi þýska félags- ins sem haldinn var í Rostock 21. júní sl. þar sem lagðir voru fram reikningar ársins 1993. ÚA keypti 60% hlut í félaginu í apríl í fyrra og nam tapið frá þeim tíma til áramóta alls um 9,7 milljónum þýskra marka eða um 420 milljónum króna. Afkoma sl. árs var ekki í neinu samræmi við væntingar eigenda fé- lagsins og eru meginástæður slakrar afkomu veruleg verðlækkun afurða síðari hluta árs og lakari veiði en áætlað var, að því er segir í frétt frá Mecklenburger. Gripið hefur verið til margháttaðra aðgerða til að bæta afkomu félagsins miðað við fyrra ár og eru í gangi aðgerðir sem munu skila frekari bata. Ljóst er hins veg- ar að þessar aðgerðir duga ekki ein- ar sér til að tryggja rekstrarafkom- una til lengri tíma. Þörf á auknu fjármagni Það er mat stjómar félagsins að ef tryggja á rekstur þess og greiðslu- getu til lengri tíma þurfí að leggja félaginu til aukið fé. Verið er að kanna áhuga núverandi eigenda á auknu hlutafjárframlagi og mun það ráðast af viðræðum eignaraðiia fé- lagsins næstu vikur hvort áframhald verður á starfseminni. Evrópumarkaður Islenskir verk- takar ekki sam- keppnishæfir? Framkvæmdastjóri Byggðaverks efast um það en telur Ameríkumarkað vænlegri SIGURÐUR Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri Byggðaverks hf., segist efast um að íslenskir verk- takar eigi mikið erindi inn á evr- ópskan markað. Viturlegra sé fyrir þá að reyna fyrir sér í Ameríku. Sigurður fór í vor á vegum Sam- taka iðnaðarins tii Þýskalands til að kanna möguleika á þátttöku íslendinga í byggingaframkvæmd- um í nágrenni Frankfurt. Boðið var í verkið, en tilboðinu var hafnað þar sem það þótti of hátt. Segist Sigurður halda, að það hafí fyrst og fremst verið kostnaður vegna aðbúnaðar starfsmanna, sem hafi verið hærri en hjá samkeppnisaðil- unum. Þeir hafí í vinnu austur-evr- ópska starfsmenn, sem sætti sig við munlakari aðbúnað en íslensk- ir starfsbræður þeirra. Að sögn Sigurðar bar málið að með þeim hætti, að byggingaraðili á Frankfurtsvæðinu hafði sapiband við Samtök iðnaðarins og óskaði eftir viðræðum við íslenska verk- taka um hugsanlega þátttöku eirra í byggingu íbúðarhúsnæðis. framhaldi af því hafi hann við annan mann farið til Þýskalands og kannað aðstæður, og í kjölfarið hafí verið gert tilboð í verkið. í lok maí hafi síðan borist svar frá þýska aðilanum, þar sem því hafí verið hafnað vegna verðsins. Skynsamlegra að fara á Ameríkumarkað Sigurður segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar, að íslenskir verk- takar ættu ekki erindi inn á Evrópu- markað. Þeir væru of langt frá þeim markaði til að vera samkeppnishæf- ir, miðað við að þar eru stórir aðil- ar, sem hafa yfír að ráða ódýru vinnuafli frá Austur-Evrójpu. Miklu skynsamlegra sé fyrir Islendinga að beina sjónum sínum til Ameríku og reyna fyrir sér þar. Ameríski markaðurinn sé einn sá opnasti í heiminum og ættu íslendingar að hafa þar betri möguleika en til dæmis Evrópubúar eða Japanir, bæði vegna þess að héðan sé styttra flug til Ameríku og einnig vegna þess að flestir íslendingar geti talað sæmilega ensku. Hins vegar geti tungumálið vajdið verulegum vand- ræðum fyrir íslendinga í Evrópu. Þannig sé til dæmis afar erfítt að fínna hér á landi verkstjóra, sem talað geti þýsku, en það sé auðvitað nauðsynlegt, ef senda eigi íslenska vinnuflokka til starfa þar í landi. FRAMKVÆMDASTJÓRI Byggðaverks telur vænlegra fyrir ís- lensk verktakafyrirtæki að reyna fyrir sér í Ameríku en í Evrópu. Sjávarútvegur HB með 83 millj- óna króna hagnað Vextir 7 til 8,25% á endurbótalánum LÁNTAKENDUR hjá íslandsbanka, sem fá sérstök langtímalán til endurbóta eða breytinga á húsnæði sínu, munu njóta mismunandi vaxtakjara eftir því hver veðstaða þeirra er og hve hátt hlutfall launa greiðslubyrði þeirra verður. Vaxtaprósentan verður 7% verðtryggt hjá þeim, sem njóta hagstæðustu kjara, en 8,25% hjá þeim, sem lak- ast standa miðað við forsendur bankans. HAGNAÐUR Haraldar Böðvars- sonar hf. (HB) á Akranesi varð alls 83 milljónir fyrstu fjóra mánuði ársins en allt árið í fyrra varð alls 42,7 milljóna tap. Tekjuaukning fyrirtækisins á tímabilinu varð alls 25% frá sama tíma í fyrra. Námu heildartekjur tæplega 1,1 milljarði samanborið við 880 milljónir í fyrra. Eigið fé í lok tímabilsins var alls 548 milljónir. Fram kemur í nýju fréttabréfi frá Haraldi Böðvarssyni að helstu ástæður betri afkomu megi rekja til loðnuveiða og -vinnslu. Þá var frysting loðnu og loðnuhrogna meiri en áður hefur verið og voru alls fryst 540 tonn af loðnu og 330 tonn af hrognum. Afli skipa fyrirtækisins hefur verið góður og er nefnt sem dæmi RÍKISSPÍTALAR mismuna leigu- bifreiðastöðvum í að ná til við- skiptavina með því að neita öðrum stöðvum en Bæjarleiðum að setja upp beintengda síma í anddyrum sjúkrahúsa. Samkeppnisráð telur þessa mismunun óeðlilega með vís- an til markmiðs samkeppnislaga. í maí 1992 gerðu Ríkisspítalar að undangengnu útboði, aksturs- samning til tveggja ára við bifreiða-. stöðina Bæjarleiðir. Samkvæmt samningnum fengu Bæjarleiðir beinlínusíma við afgreiðslu sína í að Höfrungur III og Sturlaugur H. Böðvarsson hafí veitt um þrjú þúsund tonn af úthafskarfa á tveim- ur mánuðum. Heildarafli Höfrungs III fyrstu fjóra mánuðina var 2.260 tonn. ísfísktogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson hafði á sama tíma veitt I. 390 tonn og hinn ísfísktogari fyr- irtækisins, Haraldur Böðvarsson, 1.050 tonn. Loðnuskipin fengu jafn- framt góðan afla á þessum tíma. Þannig var afli Víkings 18.600 tonn og Höfrungs 18.200 tonn. Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri sagði að áætlanir fyr- irtækisins gerðu ráð fyrir svipaðri afkomu á árinu og varð á fyrstu fjóru mánuðunum. Það myndi hins vegar ráðast m.a. af því hvernig loðnuveiðin yrði í sumar og þróun afurðaverðs. anddyrum helstu sjúkrastofnana. í kjölfarið hefur bifreiðastöðin Hreyf- ill reynt að fá leyfi stjórnar Ríkis- spítalanna til að setja upp beinlínu - síma við skiptiborð Hreyfíls í and- dyri aðalinngangs Landsspítalans en án árangurs. Hreyfíll óskaði eftir áliti Sam- keppnisráðs á synjun Ríkisspítal- anna og eftir því sem fram kemur í Samkeppni, ' fréttablaði Sam- keppnisráðs, og var niðurstaðan að þar sé um óeðlilega mismunun að ræða. Ásmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri fjárfestingalána hjá íslandsbanka segir að hagstæð- ustu kjörin séu í boði þegar lánið fari ekki yfír 40% af fasteigna- mati eða áætluðu söluverðmæti eignar, og þegar mánaðarleg greiðslubyrði lántakenda sé innan við 15% af útborguðum launum þeirra. í slíkum tilvikum séu vext- irnir 7%. Ekki sé veitt hærra lán en sem svarar til 65% af fasteigna- mati eða áætluðu söluverði eða þegar greiðslubyrðin fari yfír 30% af launum, en lántakendur, sem séu við þessi mörk fái lán á 8,25% vöxtum. Ásmundur segir, að það sé nýj- ung í lánveitingum af þessu tagi, að láta veðhlutfallið hafa áhrif á vaxtastigið. Hins vegar sé það al- menna reglan í lánveitingum bank- ans, bæði til einstaklinga og fyrir- tækja, að láta áætlaða greiðslugetu hafa áhrif vextina. Litið sé til fjöl- margra þátta í því sambandi. Þannig sé til dæmis skoða hversu hátt hlutfali tekna gangi til greiðslu lána og hver reynslan sé af viðskiptum við viðkomandi lán- takendur. Við það sé miðað, að góðir og öruggir viðskiptamenn njóti betri kjara en þeir, sem meiri áhætta sé bundin við. Ráðínn úti- bússljóri í nýju útibúi Spron msIGURJÓN Hjartarson hefur verið ráðinn útibússtjóri fyrir nýtt útibú Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis sem verður opnað í Skeifunni 11 í haust. Siguijón er 35 ára gamall. Eftir stúd- entspróf vann hann sem inn- kaupastjóri á Borgar- spítalan- um í 2 ár og síðan sem bók- ari hjá Arnarflugi hf. í tæp 2 ár. Siguijón lauk prófi í viðskiptafræði frá Rockford College í Bandaríkjunum árið 1987 og sama ár hóf hann störf hjá Útvegsbank- anum hf. á lánasviði sem sérfræðingur í lánum til fyrir- tækja. Hann varð síðan lána- sérfræðingur vestur-svæðis hjá íslandsbanka hf. með aðsetur í Lækjargötu 12. Siguijón situr í stjórn Flug- björgunarsveitarinnar í Reykjavík og er félagslegur endurskoðandi Landsbjarg- ar. Eiginkona Siguijóns er Kristín Sigurðardóttir og eiga þau 3 börn. Ríkisspítalar brjóta samkeppnislögin 4 C c 4 4 I 4 4 4 4 4 € 4 C

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 141. tölublað (25.06.1994)
https://timarit.is/issue/126467

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

141. tölublað (25.06.1994)

Aðgerðir: