Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 15
VIÐSKIPTI
Nýr for-
stjóri
Philip
Morris
Reykingamaður
tekur við af manni
sem reykti ekki
New York. Reuter.
NÝR forstjóri Philip Morris-fyr-
irtækisins hefur verið skipaður
og sýnir að fyrirtækið ætlar að
standa fast við tóbaksfram-
leiðslu sína og að hætt verði
deilum í æðstu stjórn þess, að
sögn sérfræðinga. Öllu tali um
að fyrirtækinu, sem er þekkt
fyrir Malboro-auglýsingar sín-
ar, verði skipt í tóbaks- og
matvælafyrirtæki, verður lík-
lega hætt.
Michael Miles hefur látið af
störfum stjómarformanns og
aðalframkvæmdastjóra eftir
margra mánaða þrýsting, sem
þetta stærsta tóbaksfyrirtæki
heims hefur orðið fyrir. Geof-
frey Bible verður forstjóri og
aðalframkvæmdastjóri, en R.
William Murray verður stjóm-
arformaður og yfirmaður mat-
vælamála. Sérfræðingar telja
stöðuhækkun Bibles sýna að
lögð verði áherzla á að auka
tóbaksviðskipti fyrirtækisins.
Miles reykti ekki, fyrstur allra
stjórnarformanna, var aðal-
framkvæmdastjóri Kraft Gen-
eral Foods þegar Philip Morris
keypti það fyrirtæki 1988 og
tók við yfistjóm Philip Morris
í ágúst 1991.
„Stjórn fyrirtækisins gerir
sér grein fyrir að það er tóbaks-
fyrirtæki og því sé fyrir beztu
að tóbaksmaður stjórni því,“
sagði bandarískur sérfræðing-
ur.
Bandarísk þingnefnd lagði
nýlega til að vörugjald á vindl-
ingum yrði hækkað í 45 sent á
pakka, en óttazt hafði verið á
Wall Street að skattar á þeim
yrðu hækkaðir um tvo dollara
á pakkann.
Bandarískur sérfræðingur
segir að efling fyrirtækisins
muni aðallega byggjast á tób-
aksviðskiptum erlendis. Tób-
aksneyzla í heiminum heldur
áfram að aukast, þótt dregið
hafi úr neyzlu í Bandaríkjunum.
Stuttfréttir
Mílanó - Stjóm Silvio Berlusc-
onis mun ekki takast að afla
eins mikils fjár og ætlað var
vegna óróa á peningamörkuð-
um þegar hún hrindir af stað
fyrstu meiriháttar einkavæð-
ingu sinni í næstu viku.
Noordwyk, Hollandi - Olía frá
Miðausturlöndum er svo dýr um
þessar mundir að margar olíu-
hreinsunarstöðvar í Evrópu eru
að snúa sér að olíu úr Norð-
ursjó eða Afríku.
Genf - Óvíst er að mikil aukn-
ing á flugfarmi á undanfömum
mánuðum muni auðvelda að-
þrengdum flugfélögum að skila
aftur hagnaði eftir fjögurra ára
taprekstur, að sögn sérfræð-
inga.
London - Brezka vindlingafyr-
irtækið Rothmans Internation-
al hefur skýrt frá því að hagn-
aður þess hafi aukizt um 5%,
í 498,6 milljónir punda, og
kveðst ætla að loka verksmiðj-
um í Berlín og Haag til þess
að treysta samkeppnisaðstöðu
sína á hörðum Evrópumarkaði.
BÍLASALA í Vestur-Evrópu jókst um 12,8% í maí 1994.
Evrópulönd
Aukin bílasala
London. Reuter.
BÍLASALA í Vestur-Evrópu jókst
um 12,8% í maí í rúmlega eina millj-
ón að sögn efnahagsspástofnunar-
innar Marketing Systems en þeir
skrá sölu bifreiða í 17 löndum Vest-
ur-Evrópu. Sala í Þýzkalandi,
stærsta bílamarkaði Evrópu, jókst
um 6,5%, í 300.390.
Maí 1994 Sala %breyt-
Þýzkaland 300.390 ing 6,5
Portúgal 20.550 -0,3
Ítalía 178.866 7,5
Svíþjóð 15.453 41,8
Frakkland 165.600 26,2
Danmörk 13.100 69,8
Bretland 150.070 10,0
Grikkland 10.710 49,3
Spánn 87.712 32,5
írland 9.580 39,7
Holland 36.680 7,6
Noregur 7.757 55,1
Belgía 34.684 21,1
Finnland 6.320 21,0
Sviss 26.700 1,3
Lúxemborg 2.662 7,1
Austurríki 26.408 -16,5
ALLS 1.093.242 12,8
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur, sem enn hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu
og tryggingagjaldi til og með 5. tímabili með eindaga 15. júní 1994 og virðisaukaskatti til og með
16. tímabili með eindaga 5. júní 1994 og gjaldföllnum álagningum og ógreiddum hækkunuin er
féllu í gjalddaga til og með 15. júní s.l. á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisauka-
skatti í tolli, launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts,
þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtana-
skatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt
skráningargjöldum, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, aðflutningsgjöldum og út-
flutningsgjöldum, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, skipulagsgjaldi,
skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðaafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, en þau eru:
tekjuskattur, útsvar aðstöðugjald, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna
heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, lífeyristryggingagjald skv. 20. gr.
laga nr. 67/1971, slysatryggingagjald atvinnurekanda skv. 36. gr., atvinnuleysistryggingagjald,
kirkjugarðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði.
Gjaldendum skal bent á að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu
áskorunar þessarar.
Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og
öllum kosmaði sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda, að þeim tíma liðnum.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjámámsgerð í för með sér verulegan kosmað fyrir gjaldanda.
Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 10.000 kr. fyrir hverja fjámámsgerð. Þinglýsingargjald er 1.000 kr. og
stimpilgjald er 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kosmaðar eftir atvikum. Em gjaldendur hvattir til að
gera full skil sem fyrst fil að forðast óþægindi og kostnað.
Jafnframt mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald og virðisaukaskatt, búast við
því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara.
Reykjavík, 25. júní 1994
Gjaldheimtan í Reykjavík
Tollstjórinn í Reykjavík
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Gjaldheimtan á Seltjamamesi
Gjaldheimtan í Garðabæ
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Gjaldheimtan í Mosfellsbæ
Sýslumaðurinn í Keflavík
Gjaldheimta Suðumesja
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgamesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Neskaupstað
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík-
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
Gjaldheimta Vestfjarða
Gjaldheimta Austfjarða
Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum