Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 2 7
PALL SVEINSSON
+ Páll Sveinsson
fæddist 24.
desember 1911 að
Stórutungo í
Bárðardal. Hann
lést á Elli- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund 15. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Sveinn
Pálsson og Vilborg
Krisljánsdóttir.
Hann átti þrjár syst-
ur, þær Guðrúnu,
Margréti og Krist-
ínu, sem allar eru á
lífi. Hann kvæntist
eftirlifandi konu sinni, Sigríði
Jónsdóttur frá Stóruvöllum í
Bárðardal, hinn 28. september
1939 og bjuggu þau síðan á
Stóruvöllum þar til þau hófu
búskap í Sandvík í Bárðardal
1943. Arið 1960 fluttu þau síðan
til Saltvíkur í Reykjahverfi í
Suður-Þingeyjarsýslu og
bjuggu þar til 1966 þegar þau
fluttu til Hveragerðis, þar sem
þau bjuggu síðan. Þau eignuð-
ust þijú börn, sem eru: Birgir,
sem býr í Hveragerði, Geir-
þrúður, sem býr í Reykjavík og
Sveinn, sem býr í Hveragerði.
Útför Páls Sveinssonar fer fram
frá Hveragerðiskirkju í dag.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í fríði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Mig langar að minnast Páls
Sveinssonar með fáeinum orðum.
Leiðum okkar bar saman fyrir fimm
árum þegar maðurinn minn, Jón
Páll, bað mig um að koma með sér
í heimsókn til ömmu sinnar og afa
í Hveragerði. Mér er það einstak-
lega minnisstætt hversu þétt hand-
takið hans Páls var og mér fannst
að ég hefði þekkt hann alllengi, svo
góðar voru móttökumar.
Svona var þetta ætíð þegar við
fórum í Hveragerði, alítaf voru
móttökumar jafn góðar.
Ég kveð Pál með söknuði og
þakklæti fyrir samvemstundirnar
sem við áttum og um leið bið ég
Guð að styrkja Sigríði, eiginkonu
hans, og alla aðra ættingja við
þennan mikla missi.
Elsku Sigga mín, Dúdda, Birgir,
Sveinn og fjölskyldur, mig langar
að votta ykkur mína dýpstu samúð
um leið og ég minnist orða spá-
mannsins sem era:
„Því hvað er það að deyja ann-
að en að standa nakinn í blænum
og hverfa inn í sólskinið? Og hvað
er að hætta að draga andann en
að frelsa hann frá friðlausum öld-
um lífsins, svo að hann geti risið
upp í mætti sínum og leitað ófjötr-
aður á fund guðs síns?
Aðeins sá, sem
drekkur af vatni þagn-
arinnar, mun þeklq'a
hinn volduga söng. Og
þegar, þú hefur náð
ævitindinum, þá fyrst
munt þú hefja fjall-
gönguna."
(Kahlil Gibran,
Spámaðurinn)
Björk Ragnarsdóttir.
Ég ólst mikið upp hjá afa og
ömmu, bæði sem bam og ungling-
ur. Afi kenndi mér margt og er
mér þar minnisstæðast þegar hann
kenndi mér að telja. Ég gat ekki
með nokkru móti munað töluna
þrettán. Afi lét mig telja aftur og
aftur upp að tuttugu þar til ég var
loksins orðinn sannfærður um að
þrettán átti heima milli tólf og fjórt-
án. Síðan hefur talan þrettán verið
mér happatala.
Um vorið 1988 hringdi amma í
mig til Noregs þar sem ég var þá
búsettur til að láta mig vita að afi
væri mjög alvarlega veikur og það
gæti bragðið til beggja vega hvort
sjúkdómurinn eða afi hefði betur.
Afí var greinilega ekki tilbúinn til
að fara á vit skapara síns á þeim
tíma því honum tókst að sigra í
þeirri orrustu.
Seinna sama ár flutti ég heim
til íslands og í ágúst næsta ár var
afí minn ásamt fjölskyldu sinni
staddur á ættarmóti norður í
Bárðardal og notaði ég þá tækifær-
ið til að biðja hann um að sýna
mér og núverandi eiginkonu minni,
Björk, heimasveit sína. Fóram við
síðan suður í Stóratungu þar sem
Addi, systursonur afa, fylgdi okkur
suður að Aldeyjarfossi. Þegar ekki
var hægt að komast lengra á bíl
lagði Addi til að ég og Björk gengj-
um á undan þeim frændunum, þeir
myndu svo koma á eftir í rólegheit-
um. Afí hélt nú ekki og stökk yfír
næsta læk og gekk síðan svo rösk-
lega suður að fossi að hann virtist
hafa yngst um mörg ár við komuna
I heimasveit sína.
Svona var afi. Hann sótti hægt
á en ef honum fannst eitthvað þess
virði að beijast fyrir því, þá gerði
hann það af fullum krafti. Afí hafði
því miður einungis unnið eina orr-
ustu við sjúkdóm sinn, sem tók sig
aftur upp fyrir um sex mánuðum,
hann var samt aldrei á þeim nótun-
um að hann væri búinn að gefast
upp, ætíð átti hann til bros þegar
hann fékk heimsókn, en að lokum
gat hann ekki barist lengur. Ég
vil frekar minnast 15. júní síðastlið-
ins sem dagsins sem afí hætti að
finna til heldur en dagsins sem
hann lést.
Þakka þér, elsku afí, fyrir allar
góðu minningarnar sem ég mun
ætíð eiga um þig og megi Guð
varðveita þig.
Jón Páll Haraldsson.
JONAS KRISTINN
TRYGGVASON
+ Jónas Kristinn Tryggvason
* var fæddur á Víkurbakka á
Árskógsströnd 28. ágúst 1911.
Hann lést í Sjúkrahúsi Siglu-
fjarðar 10. júní síðastliðinn og
fór útför hans fram frá Siglu-
fjarðarkirkju 18. júní.
ELSKU afi, megi algóður guð varð-
veita þig óg veita þér hvíld og frið
eftir löng og ströng veikindi.
Vertu sæll og farðu í friði. Takk
fyrir allt og allt og Guð blessi minn-
ingu þína.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Þín barnabörn
á Sauðárkróki.
TRYGGVI
ÞOR VALDSSON
+ Tryggvi Þor-
valdsson fæddist
að Syðstu-Mörk
undir Eyjafjöllum 6.
nóvember 1917.
Hann lést á Land-
spitalanum 8. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Ólöf Jóns-
dóttir frá Hlíð í
Skaftártungu og
Þorvaldur Jónsson
frá Hemru í sömu
sveit, en þau bjuggu
lengst af á Skúms-
stöðum í Vestur-
Landeyjum. Systkini Tryggva
eru Hilríur, f. 20. 10. 1912, d.
13. 6. 1933, Sigríður Lóa, f. 8.
12. 1913, d. 29. 3. 1985, Rósa,
f. 2. 6. 1916, d. 15. 11. 1940,
Helga, f. 1. 10. 1918, Sigurður,
f. 28. 7. 1921, Hrefna, f. 7. 2.
1923, Þórunn, f. 6. 1. 1925,
Sveinn, f. 16. 6. 1926, og Ragn-
heiður, f. 28. 7. 1957, en hún
er dóttir Þorvaldar og^ seinni
konu hans, Guðríðar Arsæls-
dóttur.
Tryggvi bjó á Skúmsstöðum
fram undir þrítugt, en flutti
síðan til Reykjavíkur. Hann
kvæntist Jóhönnu Rakel Jónas-
dóttur og átti með henni fimm
börn: Ingólf Helga, f. 1957,
Jónas, f. 1959, Hávarð, f. 1961,
Dóru, f. 1965, og Ólöfu, f. 1966.
Jóhanna átti dóttur fyrir,
Helgu Stolzenwald, f. 1954.
Tryggvi fékkst við ýmis störf
til sjávar og sveita, var m. a.
bílsljóri hjá Bæjarþvottahúsi
Reykjavíkur og vann við þrif á
Borgarspítalanum. Jarðarförin
hefur farið fram í kýrrþey.
HORFINN er á braut skemmtilegur
frændi. Tryggvi móðurbróðir var í
miklu uppáhaldi hjá mér og systkin-
um mínum. Þeir sem þekktu
Tryggva og era þeir ófáir vita að
þar fór maður sem lét almennings-
álitið sig litlu skipta heldur fór sín-
ar eigin leiðir, fylgdi rödd hjarta
og hugar.
Hestar og hestamennska var
sameiginlegt áhugamál okkar
Tryggva. Þar áttu ég og hestamir
mínir vin og vemdara. Uppi við
Rauðavatn í hesthúsinu hans
Tryggva fengum við Steina vinkona
mín að vera með hestana okkar og
eigum við þaðan okkar bestu minn-
ingar. Það var ótrúlegt að sjá hvern-
ig dýrin hændust að Tryggva. Ég
man alltaf eftir því þegar hann kom
gangandi eftir Norðlingabrautinni
og kallaði hátt og snjallt: „Dísa
mín, Skjóni, Blesa,“ og hrossin
stukku á móti honum eins og þraut-
þjálfaðir hundar. Einnig man ég
eftir villiköttum sem enginn gat
komið nálægt, en um leið og
Tryggvi birtist, eða þeir sáu bílinn
hans, stukku þeir á móti honum til
að heilsa upp á hann.
Tryggvi var alltaf glaður í bragði,
kunni margar sögur og hló hátt. Á
ættarmóti í Tunguseli árið 1992 var
Tryggvi í essinu sínu. Þar var mik-
ið fjör og Tryggvi söng og dansaði
fram á rauða nótt. Skarð Tryggva
í tilveranni verður ekki fyllt, en
eftir stendur minningin um frábær-
an frænda sem við munum aldrei
gleyma. Fyrir hönd systkina minna
færi ég Hönnu og fjölskyldu innileg-
ar samúðarkveðjur.
María Ingimundardóttir.
Ég kynntist Tryggva, móður-
bróður mínum, vel í lok 6. áratugar-
ins. Þá var ég, sveitastrákurinn,
orðinn nógu stálpaður til að fara
einn í borgina og átti athvarf hjá
Tryggva og Jóhönnu. Þau voru þá
að hefja búskap í litlu húsi sem
Tryggvi byggði sjálfur og kallaði
skúrinn sinn. Það nafn var ekki
fjarri lagi, því húsið var lágreist
með „skúrþaki“ og
efniviðurinn kassa-
fjalir og annað tilfall-
andi efni sem fékkst
fyrir lítið. En húsið
hélt þó vatni og í
minningunni er það
mjög hlýtt, rúmgott
og notalegt og nóg
pláss fyrir gesti. Það
stóð rétt við gamla
Múlakampinn sem þá
eimdi enn eftir af og
taldist vera Suður-
landsbraut 115 b.
Rúmum áratug síðar
reis þama blokka-
hverfi og eignuðust Tryggvi og
Jóhanna íbúð í blokk sem byggð
var nákvæmlega á sama stað og
telst vera Háaleitisbraut 105. Þar
bjó hann til dauðadags og úr því
hreiðri eru börnin öll flogin, en eiga
þar athvarf ásamt barnabörnum
og barnabarnabömum.
Þegar börnin komu í heiminn,
eitt af öðra, byggði Tryggvi við
„skúrinn" svo ekki skorti pláss.
Jóhanna saumaði á fjölskylduna og
aflaði einnig tekna með saumaskap
sínum auk þess að annast heimilið
og börnin. Það var alltaf nóg af
hollum mat, m.a. mikið af græn-
meti sem var ekki algengt í þá
daga. Þar lærði ég að borða rétt
sem nefndist „glás“, en það var
súrmjólk með miklu af grænmeti
útí. Eg man hve góður andi var á
heimilinu og fjörlegt í hverfínu, þar
sem mikið var af börnum og ýmiss
konar atvinnustarfsemi í bröggum
og skúram.
Á þessum tíma ók Tryggvi sendi-
bíl fyrir Bæjarþvottahúsið, sem var
til húsa í Sundhöllinni við Baróns-
stíg. Hann sótti óhreinan þvott frá
heimilum og stofnunum og skilaði
aftur hreinum. Ég fékk oft að sitja
í hjá frænda. Hann var óþreytandi
að fræða mig um borgina og lífíð
þar og tók oft á sig krók til að
sýna mér merka staði og starf-
semi. Ekki svo að skilja að ég hafi
notið þessa einn, öðru nær. Oft
fékk hópur af krökkum úr hverfínu
að sitja í og njóta leiðsagnar og
mynduðust stundum biðraðir í
þessar ókeypis kynnisferðir og
óformlegu starfskynningu (ég held
að þessi orð hafí naumast verið til
þá). Tryggvi sýndi okkur krökkun-
um áhuga og umhyggju, jafnt
frænda úr sveitinni sem börnum
fátækra nágranna og samstarfs-
manna. Hann talaði við okkur eins
og vitiborið fólk en brá jafnframt
á leik. Hann hvatti sín eigin börn
óspart og studdi til náms af litlum
efnum.
Hvað skyldum við vera mörg sem
Tryggvi átti þátt í að koma til
manns? Við getum sýnt þakklæti
okkar með því að fylgja fordæmi
hans þegar börn og unglingar verða
á vegi okkar.
Það nutu fleiri hans Tryggva en
við krakkarnir. Mér er minnisstætt
hvað hann var einatt hress og glað-
ur í bragði þótt mikið mæddi á
honum og hann hljóti oft að hafa
verið áhyggjufullur undir niðri.
Hann átti gjarnan orðaskipti við
fólk á förnum vegi, ekki síst við
kúnna þvottahússins. í dag væri
þetta kölluð góð sölumennska þó
enginn hafi litið svo á þá, allra síst
Tryggvi. Mér fannst einkennilegt
að heyra hann tala um stelpurnar
þegar harðfullorðnar húsmæður
áttu í hlut. Það kom fyrir að
gamansemi hans varð stríðni, ég
man helst eftir því þegar hann
ræddi um þjóðmálin. Mér er ekki
alveg ljóst hvar hann stóð í pólitík,
held þó að hann hafi verið — allt
í senn — sjálfstæðismaður, þjóð-
varnarmaður og sósíalisti!
Ég held að Tryggvi hafi getað
talist sérkennilegur maður sem
setti svip á umhverfið. Hann var
stór vexti og lá oft hátt rómur, en
mest munar um að hann var hann
sjálfur meira en margur, einlægur
og sjálfum sér samkvæmur. Þó
hann hefði ákveðnar skoðanir var
hann laus við hroka og sýndi fólki
mikið umburðarlyndi, sætti sig við
að það færi sínar eigin leiðir.
Tryggvi var góður námsmaður
í skóla lífsins og stundaði ýmis
störf til sjávar og sveita en lengst
þó í borginni. Formleg skólaganga
var stutt, eins og hjá flestum af
hans kynslóð, aðeins nokkurra
vikna farskóli á unglingsárum
ásamt fermingarundirbúningi.
Síðar var hann einn vetur í Bænda-
skólanum á Hvanneyri og hafði
þá hug á að verða bóndi — og
varð það reyndar síðar. Svo tók
hann meirapróf á bíl og varð at-
vinnubílstjóri hjá Reykjavíkurborg
í röska tvo áratugi, en síðustu 15
starfsárin vann hann við þrifnað
og ruslabrennslu við Borgarspítal-
ann. Þegar fjölskyldan stækkaði
hafa þær tekjur hrokkið skammt,
enda hóf Tryggvi þá hænsnabú-
skap í kofa einum í Háaleitinu
skammt frá þar sem hann bjó.
Þegar blokkirnar tóku að rísa í
hverfínu flutti hann búskapinn upp
í Selás þar sem nú er Norðlinga-
braut. Seinna eignaðist hann einar
þijár merar sem hann tamdi og
ól ásamt hænsnunum í Selásnum
og heyjaði handa þeim með hand-
verkfærum ýmsa grasbletti í borg-
inni. Hann sýndi dýrunum um- ^ _
hyggju ekki síður en fólkinu og
spjallaði svo mikið við þau að fólki
þótti stundum nóg um. Mér er tjáð
að hann hafi jarðsett hrossin sín
sjálfur og tók býsna nærri sér
þegar ein hryssan hans hvarf og
fannst ekki fyrr en löngu síðar
dauð í skurði.
Það var svo í þijá áratugi, að
þegar fullum vinnudegi hjá Reykja-
víkurborg lauk átti Tryggvi eftir
að gegna nokkur hundrað hænum.
Líf hans var vinna frá blautu barns-
beini fram undir það síðasta og
frídagar fáir. Þó var hann ekki vel
heilsuhraustur og átti nokkrum
sinnum við vanheilsu að stríða. Síð-
ustu tvö æviárin stundaði hann lík-
amsrækt og sund af krafti og yngd-
ist við það um mörg ár. Eg man
varla eftir honum jafn frískum og
fallegum og um síðustu áramót,
þegar ég sá hann síðast. Hann
hélt því striki til vors er hann fékk
vægt heilablóðfall og fáeinum vik-
um síðar alvarlegan blóðtappa í
heila sem leiddi hann til dauða.
Okkur vinum hans og aðstandend-
um fannst hann fara allt of fljótt
og hefðum viljað njóta návistar
hans lengur.
Nú er hann Tryggvi fallinn frá
og skeið hans á enda rannið. Fjöl-
skylda hans og afkomendur bera
arf hans og eiginleika áfram. Svo
gaf hann okkur samferðamönnun-
um hlutdeild í lífí sínu og fékk um
leið hlutdeild í lífi okkar sem við
gefum nú öðram hlut í. Hann veitti
okkur veganesti svo við urðum af-
lögufær og miðlum nú til annarra
á ýmsan hátt. Á þann hátt lifir
hann áfram í okkur. Hann er hluti
þess lífs sem við lifum nú og veitum
stöðugt á nýjar brautir hér í henni
veröld. Sá sem gefur af sjálfum sér
lifír svo lengi sem mannkyn fær
þrifist hér á jörð. Það á vissulega
við um hann Tryggva frænda minn
Þorvaldsson.
Þorvaldur Örn Amason.
Séríncðingar
í blúniiiskrcytiiigiim
\ iú öll lirkir.iH'i
blómaverkstæði
JDINNA^
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090