Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Jarðsjártækí notað til þess að finna horfnar fornmirrjar
Kirkjustæði við
Nesstofu fundið
TEKIST hefur að staðsetja gam-
alt kirkjustæði hjá Nesstofu á
Seltjarnamesi. Til þess var gerð
jarðsjárkönnun en þá er notað
sérstakt tæki, jarðsjá. Hún er
fyrst og fremst notuð til að skoða
jarðlög en hefur áður verið reynd
i þeim tilgangi að kanna mann-
vistarleifar að sögn Kristins
Magnússonar fomleifafræðings á
lækningaminjasafninu í Nesstofu.
Athugunina gerði fyrirtækið
Línuhönnun hf., en það á jarð-
sjána. Það var vitað fyrirfram að
við Nesstofu var kirkja og kirkju-
garður en heimildir höfðu glatast
um nákvæma staðsetningu að
sögn Kristins. Síðasta kirkjan sem
þama stóð fauk árið 1799 í miklu
óveðri, svokölluðu bátsendaveðri.
„Það var kannski farið út í þetta
upp á von og óvon hvort það tæk-
ist,“ segir Kristinn, „en það lítur
út fyrir að það hafi tekist mjög
vel. Nú virðist því liggja fyrir
nokkuð skýr mynd af því hvar
mörk kirkjugarðsins em og eins
staðsetning kirkjunnar."
Jarðsjáin er nokkurs konar ratsjá
nema hvað rafsegulbylgjum henn-
ar er beint ofan í jörðina í stað
þess að beina þeim út í loftið að
sögn Sigurjóns Páls ísakssonar
mælingamanns hjá Línuhönnun.
Þar sem verða breytingar á raf-
svörunareiginleikum efna í jörð-
inni endurkastast rafsegulbylgj-
urnar. Það gerist við jarðlaga-
breytingar en einnig við steina-
hleðslur eins og vitað er að vora
hlaðnar undir kirkjuna, sem fauk
1799.
Kristinn segir að frá sjónarhóli
lækningaminjasafnsins sé þessi
rannsókn einkar áhugaverð. Til
séu heimildir um að Bjarni Páls-
son, sem var fyrsti landlæknirinn
og Nesstofan var byggð fyrir á
sínum tíma, hafi verið jarðaður
innan við kirkjudyrnar. „Þannig
að með því að finna kirlquna,“
segir Kristinn, „teljum við okkur
líka vera búna að staðselja hvar
Bjarai er jarðaður."
NESSTOFA
Hitaveituskurður
frá 1979—
Undirstaða
klukknaports?
Kirkjan í Nesi
LYFJA-
FRÆÐISAFN
Niðurstöður mælinga
með jarðsjá
rTrðð?/
Garður?
Garður
Hugsanieg-
mðrkágarði
Bráðabirg’ðaloðnukvóta úthlutað
LOÐNUVEIÐAR hefjast 1. júlí nk. Bráðabirgða-
kvóti til nóvember næsta haust hefur verið
ákveðinn 950 þúsund lestir og skiptist hann á
milli íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga.
Bráðabirgðakvótinn er 67% af því magni sem
fískifræðingar telja að verði endanlegur kvóti
og samkvæmt því verður hann 1.425 þúsund
lestir. Hafrannsóknaskipið Ámi Friðriksson hef-
ur fundið loðnu um 90 mflur út af Melrakka-
sléttu.
78% endanlegs kvóta til íslands
Samkvæmt samningi íslands, Noregs og
Grænlands um nýtingu loðnustofnsins koma 78%
af endanlegum kvóta í hlut íslands en 22% skipt-
ast jafnt milli Noregs og Grænlands segir í frétt
frá sjávarútvegsráðuneytinu. Verði endanlegi
kvótinn 1.425 þúsund lestir verður hlutur ís-
lensku skipanna úr honum rúmlega 1.111 þús-
Loðna fundin 90 mílur
út af Melrakkasléttu
und lestir, auk þess sem þau fá 30 þúsund lest-
ir frá Evrópubandalaginu til að veiða í janúar-
aprfl á næsta ári.
Með samningi þeim, sem gerður var síðasta
vor, var hins vegar sú breyting gerð að Noregi
og Grænlandi er úthlutað nokkru stærri hlut úr
bráðabirgðakvótanum, eða 16,5% hvoru landi,
og koma því 67% í hlut íslands úr bráðabirgðak-
vótanum. Hlutur íslands verður síðan leiðréttur
við útgáfu endanlega kvótans í nóvember. Bráða-
birgðakvóti íslendinga verður því 636.500 Iestir
og aukning kvótans um allt að 475 þúsund lest-
ir kemur öll í hiut íslensku skipanna. Þannig
veiða Grænlendingar og Norðmenn sín 28.500
tonn öll á tímabilinu frá júlí til nóvember og
eftir það veiða íslendingar einir.
Fiskistofa mun senda útgerðum loðnuskipa
tilkynningu um aflamark auk reglna um veiðarn-
ar, sem eru að mestu óbreyttar frá síðustu vertíð.
Loðna undan Sléttu
Hafrannsóknaskipið Ámi Friðriksson hefur
fundið loðnu u.þ.b. 90 mflur út af Melrakka-
sléttu. Að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar leiðang-
ursstjóra eru torfumar á takmörkuðu svæði, þær
era frekar gisnar og standa ekki djúpt. Þannig
sé ekki víst að hún gefi góð köst en það sé þó
engin leið að segja til um það fyrr en á það
verður látið reyna þegar veiðamar hefjast 1. júlí.
Hjálmar sagði að skipið væri í rannsóknum á
æti og ætisvenjum loðnu og síldar ef einhver
finnst og að ferðinni væri heitið austur fyrir
land þar sem djúpmið verða skoðuð. Leiðangur-
inn mun standa fram undir 7. júlí.
Málarekstur vegna sölu á 20%
hlut Stöðvar 2 í Sýn
Synjun lögbanns-
beiðni staðfest
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur og Héraðsdómur Norðurlands
vestra staðfestu í gær ákvarðanir sýslumannsembættanna í
Reykjavík og á Blönduósi um synjun lögbannsbeiðna vegna sölu
á hlut íslenska útvarpsfélagsins í Sýn hf.
Eins og skýrt var frá í Morgun-
blaðinu fóru fulltrúar nýs meirihluta
innan íslenska útvarpsfélagsins hf.
fram á lögbann vegna sölu 20%
eignarhluta fyrirtækisins í sjón-
varpsstöðinni Sýn. Hjá embætti
sýslumanns í Reykjavík var kröf-
unni hafnað í síðustu viku hvað
varðaði 150 þúsund króna eignar-
hlut og embætti sýslumanns á
Blönduósi hafnaði einnig kröfunni
að því er varðaði 1.850 þúsund
króna eignarhlut, sem hafði verið
framseldur Jóhannesi Torfasyni
bónda.
Snýst um hagsmuni félagsins
í gær kvað Sigurður Tómas
Magnússon, settur héraðsdómari í
Reykjavík, upp úrskurð þar sem
ákvörðun sýslumannsembættisins í
Reykjavík er staðfest. í úrskurðin-
um segir m.a. að telja verði að
stjórnarmönnum þeim sem að sölu
hlutabréfanna stóðu hafí mátt vera
ljóst 10. júní að þeir nytu ekki
stuðnings þeirra aðila sem áttu
meirihluta hlutafjár í félaginu. Það
verði hins vegar ekki leitt af hluta-
félagalögum að það valdi eitt og
sér ógildingu samningsins að ósk
hafí komið frá þessum nýja meiri-
hluta um að hluthafafundur fjallaði
um ráðstöfun bréfsins, enda sala
og framsal bréfanna innan þeirra
marka sem formleg heimild stjórn-
arinnar náði til. Hagsmunir þeir
sem hlutafélagalögum sé ætlað að
vemda séu fyrst og fremst fjár-
hagslegir hagsmunir félagsins og
hagsmunir hluthafa af háu mark-
aðsverði hlutabréfa og góðum arði,
en ekki óljósir hagsmunir einstakra
hluthafa af stjómarsetu, völdum og
áhrifum í öðram félögum.
Ekki undir markaðsverði
Dómurinn telur ekki sýnt fram á
að hlutabréfín hafí verið seld- svo
verulega undir markaðsverði að
ráðstafanir stjórnarinnar hafí verið
bersýnilega fallnar til að afla
ákveðnum hluthöfum hagsmuna á
kostnað félagsins með þeim afleið-
ingum að til ógildingar eða riftunar
á samningnum gæti leitt. Þá var
ekki talið sennilegt að stjórnar-
mennirnir hafí haft svo verulegra
hagsmuna að gæta af sölu hluta-
fjárins umfram aðra hluthafa að
þeir teljist hafa verið vanhæfír til
að standa að henni.
Morgunblaðið/RAX
Útreiðar í sumarblíðunni
REIÐSKÓLAR em nú starfrækt- reiðnámskeiði við Rauðavatn, er
ir viða. Þetta unga fólk var á ljósmyndari blaðsins hitti það.
Skipasmíðaiðnaður
Aukin
aðstoð
RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveð-
ið að veita viðbótarframlag að
upphæð 20 milljónir króna til
jöfnunaraðstoðar vegna stærri
endurbóta- og viðhaldsverk-
efna í skipasmíðaiðnaði. Jafn-
framt var í samþykkt ríkis-
stjórnarinnar kveðið á um að
úthlutunarreglum verði breytt,
þannig að fjárstuðningur við
smærri verkefni minnki hlut-
fallslega frá því sem áður var.
Þær breytingar sem gerðar
hafa verið á jöfnunaraðstoð
þýða að ekki verður greidd að-
stoð af fyrstu 8 milljónunum
af styrkhæfri upphæð hvers
verksamnings. Af því sem er
umfram verður greidd 13%
jöfnunaraðstoð. Þetta þýðir,
svo dæmi sé tekið, að af 20
milljónakr. verki verða greidd
1.560 þúsund í jöfnunaraðstoð.
Skynsamlegri aðferð
Sighvatur Björgvinsson, iðn-
aðarráðherra, sagði að þessi
breyting væri gerð í samráði
við forsvarsmenn skipasmíða-
iðnaðarins. Hann sagði að
menn teldu þessa aðferð vera
skynsamlegri en þá sem menn
lögðu af stað með þegar niður-
greiðslumar hófust.
Sighvatur sagði að samþykkt
ríkisstjórnarinnar feli í sér að
samtals 60 milljónum verði var-
ið til niðurgreiðslna í skipa-
smíðaiðnaði á þessu ári. Sé
reiknað með annarri aðstoð rík-
isins, s.s. þróunaraðstoð, mark-
aðsaðstoð og ráðgjöf, megi
reikna með að fjárframlag rík-
isins til skipasmíðaiðnaðarins
verði um 100 milljónir í ár.
Nýja kapalsjón-
varpsstöðin
Allt erlent
efni textað
AÐ SÖGN Valdimars Steinþórs-
sonar, framkvæmdastjóra Texta
hf. og eins aðstandenda fyrir-
hugaðrar kapalsjónvarpsstöðv-
ar, gera frumáætlanir ráð fyrir
að mánaðaráskrift að stöðinni
verði á bilinu 1.500 til 1.800
krónur.
Búið er að semja um útsend-
ingarrétt á fjölbreyttu sjón-
varpsefni, kvikmyndum, þátta-
röðum og fleiru, en Valdimar
taldi ekki tímabært að greina
nánar frá dagskrá fyrr en að
loknum samningum við Póst og
síma. Ekki er stefnt að viðstöðu-
lausu endurvarpi erlendra sjón-
varpsstöðva heldur verður allt
erlent efni þýtt og textað.
Bílvelta
við Kerið
BIFREIÐ valt í grennd við Ker-
ið eftir árekstur tveggja bíla á
Biskupstungnabraut laust fyrir
kl. tíu í gærkvöldi. Lögreglan á
Selfossi segir að betur hafi farið
en á horfðist í fyrstu. Farþegi
úr bílnum sem valt var fluttur
á heilsugæslustöðina á Selfossi
en meiðsli hans voru ekki talin
alvarleg. Bifreiðamir skemmd-
ust aftur á móti talsvert að
mati lögreglunnar.