Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Þjóðin úti að aka Við verðum að merkja staðinn, góða. Það verður að vera hægt að svara börnunum þeg- ar þar að kemur, hvar við vorum á 50 ára lýðveldisafmælinu... Hafísrannsóknir íslendings vekja athygli erlendis Gervihnettir spá um ís- rek og veðuráhrif íss RANNSOKNIR Bjöms Erlings- sonar hafeðlisfræðings vöktu athygli á alþjóðlegri ráðstefnu 150 vísindamanna sem haldin var í Finnlandi 6. til 17. júní síðastliðinn. Ráðstefnan fjallaði um það sem helst hefur áunnist í hafísrannsóknum undanfarinn áratug. Rannsóknir Bjöms á hreyfiaflfræði hafíss og gerð hermilíkana af hafísreki þóttu mjög merkilegar og fengu rúm- an tíma á ráðstefnunni. fræðirannsóknum Björns og verða þau meðal annars unnin við íslenskar rann- sóknarstofnanir. Einnig fyrirhugar Hafrannsóknar- og haftækniáætlun Evr- ópusambandsins mikl- ar hafísrannsóknir á norðurslóðum. Ransóknarstyrkir frá ESB Björn Erlingsson starfar nú við hafísrannsóknir hjá Veðurstofu íslands. Hann hefur um árabil rannsakað brotahreyfingar og innri krafta hafíss. Rannsóknirnar hafa meðal annars beinst að því að kanna hvernig nota megi gögn frá gervitunglum til að meta að- stæður á hafíssvæðum út frá brotamynstrum og því hvemig hafísbreiðan hnikast til. Slíkt hef- ur mikil áhrif á ísrek, hvemig ís- hryggir myndast og hvar langar vakir opnast á hafíssvæðum. Þriggja metra þykkur hafís ein- angrar.sjóinn frá lofthjúpnum, en þegar stórar vakir opnast hundr- aðfaldast kæling sjávarins og hef- ur það mikil veðurfarsleg áhrif. Gert er ráð fyrir að íslenskir vísindamenn geti sótt styrki til rannsókna sinna í Björn Erlingsson rannsóknasjóði ESB í samræmi við aðild ís- lands að EES. Rannsóknimar beinast meðal annars að því hvemig hagnýta má gervihnattamyndir til að segja fyrir um ísrek og veðurfarsleg áhrif hafíss. Á þessari gervihnattamynd má sjá regluleg brota- mynstur í ísnum á Framsundi milli Græn- lands og Svalbarða. Slík mynstur eru með- al annars viðfangsefni rannsóknanna. Rannsóknir í norðurhöfum Rannsóknir Bjöms þykja hafa mikla þýðingu fyrir gerð veður- farslegra hermilíkana og fyrir öflun upplýsinga vegna siglinga um hafíssvæðin. Þær hafa einnig mikla þýðingu fyrir skilning á ferlum sem meðal annars móta lífsskilyrði í hafinu umhverfis ís- land. Rannsóknarstofnun bandaríska flotans mun fjármagna næstu tvö ár sérstök verkefni sem byggja á Samvinnuháskólinn mótar nýja stefnu Viljum veita fram- úrskarandi fræðslu í rekstrarfræðum Samvinnuháskólinn á Bifröst útskrifaði í vor 31 rekstrarfræðing og alls hafa þvi um 160 rekstr- arfræðingar verið braut- skráðir frá skólanum. Þetta var í fimmta sinn sem út- skrifað er síðan kennsla á háskólastigi hófst í skólanum árið 1988. Skólinn á sér þó mun lengri sögu og nýlega fögnuðu nemendur og að- standendur skólans 75 ára afmæli Samvinnuskól- ans/Samvinnuháskólans. Vé- steinn Benediktsson rektor skólans síðustu þijú ár hefur ásamt samstarfsfólki sínu unnið að nýrri stefnu skólans fyrir næstu ár sem skóla- nefnd Samvinnuháskólans samþykkti í vor. - í hverju er nýja stefnan fólgin? Vésteinn Benediktsson „1 mjög stuttu máli verður það hlutverk skólans samkvæmt stefnunni að veita framúrskar- andi fræðslu í rekstrarfræðum á háskólastigi. Þetta ætlar skólinn ekki einungis að gera með reglu- bundinni kennslu. Við stefnum til að mynda að því að efla rann- sóknir og halda uppi endur- menntun sem m.a. er ætluð fyrr- verandi nemendum. Við munum og halda áfram að halda nám- skeið fyrir starfsmenn fyrir- tækja, bjóða upp á almenna ráð- gjöf og standa fyrir ráðstefnum. Þá höfum við það að markmiði að gefa út og dreifa námsefni sem tengist rekstrarfræðum. í uppbyggingu og fyrirkomu- lagi námsins höfum við ennfrem- ur lagt ákveðnar línur. Við leggj- um áherslu á að efla samvinnu og hópstarf. Við vitum að til þess að fyrirtæki nái árangri þurfa allir starfsmenn að vinna saman að því. Við höfum einnig viljað leggja áherslu á góð sam- skipti og félagsmál en skólinn hefur lengi staðið fýrir þessi gildi. Það hefur komið í ljós að nemendur leggja ríka áherslu á þennan þátt. I rauninni má segja að við séum í stefnuyfirlýsing- unni aðeins að undirstrika vilja okkar að halda áfram á sömu braut. Á svipaðan hátt og aðrir skólar viljum við halda áfram á mark- aðri braut skólans og efla tengsl við at- ► VÉSTEINN Benediktsson er fæddur á Höfn í Hornafirði árið 1956. Eftir stúdentspróf frá MA árið 1977 nam hann fisktækni I Fiskvinnsluskólan- um en hóf síðan nám í við- skiptafræði við HÍ. Kandídats- prófi lauk hann árið 1983. Hann starfaði sem ráðgjafi í tveimur ráðgjafarfyrirtækjum í nokkur ár áður en hann réðst til kennslustarfa í Samvinnu- skólanum árið 1987. Hann varð aðstoðarrektor skólans árið 1989 og tók við rektors- stöðu við skólann árið 1991 til fjögurra ára. BS-nám í rekstrarfræði á næsta ári vinnulífið og byggja jafnframt meira á raunhæfum verkefnum í náminu, Við viljum einnig setja námsefnið í alþjóðlegt samhengi. Okkur þykir það eðlilegt þegar þjóðin hverfur æ meira inn í al- þjóðlegt samstarf. Loks er mjög mikilvægt að hyggja að upplýs- ingatækni og viljum við gera nemendur hæfari til þess að afla og nýta sér upplýsingar úr um- hverfinu. I þessu samhengi leggjum við sérstaka áherslu á að nemendur okkar geti nýtt sér tölvutæknina." - Hvernig hafa nemendur tekið þátt í stefnumörkuninni? „Við ræddum við fjölmarga útskrifaða nemendur á meðan mótunarvinna stóð yfir. Leitað var eftir skoðunum þeirra á því starfi sem fram hefur farið í skólanum undanfarin ár. Þegar drög að stefnu skólans lágu íyr- ir voru þau lögð fyrir skólaráð þar sem nemendur eiga sæti. Fulltrúar þeirra lögðu síðan blessun sína yfir hugmyndirnar. - Búist þið við aukinni ásókn í skólann með nýja stefnu að leiðarljósi? „Við höfum ekki tök á því að fjölga nemendum vegna hús- næðisskorts. Við gengum að því skilyrði menntamálaráðuneytis- ins þegar skólinn fékk leyfi til að starfa á háskólastigi að ekki yrði um aukin fjárframlög að ræða. Ég á von á því að ásóknin verði heldur meiri en áður og bendi á að nú þegar þurfum við að vísa nemendum frá.“ - Hveijir sækja helst í skól- ann? „Við virðumst höfða til fólks sem þegar hefur mikla starfs- reynslu. Því hefur fundist námið og um- hverfið hér höfða til sín. Meðalaldur nem- enda hefur af þessum sökum verið tiltölulega hár eða í kringum 30 ár á undanfömum árum.“ - Eru fleiri nýjungar á döfinni í námsframboði? „Já. Við höfum fengið leyfi til að útskrifa nemendur með BS gráðu og taka þannig upp þriggja ára nám í rekstrarfræði. Það hefst í haust og við tökum inn 16 nemendur á fyrsta ári. Sá böggull fylgir skammrifi að við getum ekki bætt þessum nemendum við þann fjölda sem fyrir er og neyðumst til að fækka nemendum í tveggja ára rekstr- arfræðináminu." - Sérð þú fyrir þér að Sam- vinnuháskólinn þróist íþá átt að verða hefðbundinn háskóli? Ég tel að skólinn muni ekki taka stórtækum breytingum. Hann verður áfram eins konar sérhæfður viðskiptaháskóli. Það má aftur á móti hugsa sér það í framtíðinni að þróunin verði sú að hægt verði að bjóða upp á meira val. Hingað til hefur okkur verið skorinn þröngur stakkur í þeim efnum. Við munum þó fyrst og síðast fylgjast með þróun á sviði rekstrarfræða hér eftir sem hingað til.“ s (

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 141. tölublað (25.06.1994)
https://timarit.is/issue/126467

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

141. tölublað (25.06.1994)

Aðgerðir: