Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Brúðuleikrit
Ungmenni búa til
frumlegar auglýsingar
Frumsýning: Veröld Waynes 2
Freddie Mercury
stundaði nám
við skólann.
Nemendur flykkjast í skólann víðs-
vegar að frá Bvrópu. Þeir læra ekki aðeins tónlistarhliðina heldur einnig
um leyndardóma hljómplötuiðnaðarins og það að telja fram rétt til skatts.
Árið 1960 var háskólinn best þekktur fyrir listadeild sína. Meðal stúd-
enta skólans voru Pete Townsend (Who), Freddy Mercury (Queen) og
Ronnie Wood (Rolling Stones).
ó
Wayne og Garth samtímis í Reykjavík, á
Akureyri og á Waynestock. Helgin er
ónýt ef maður skellir sér ekki í partý.
Fyrsti viðurkenndi
rokkskóli
Bretlands
BRESKUR rokkskóli í London hefur hlotið náð fyrir augum
stjórnvalda og mun bjóða áhugasömum rokktónlistarmönnum
upp á tveggja ára nám. Stjórnvöld munu síðan árlega veita
þrjátíu úrvalsnemendum námsstyrki. Þetta er í fyrsta skipti
sem skóli af þessu tagi fær slíka viðurkenningu í Bret-
landi. „Við munum reyna að bjóða upp á fyllilega sam-
bæriíega kennslu og klassískir tónlistarmenn hljóta,"
sagði Alan Limbrick sem stýrir gítardeild skólans.
„Á sama hátt og nemendur í klassísku námi læra
um liðna meistara, munu okkar nemendur læra
um Led Zeppelin og Pink Floyd.“ Limbrick
er 36 ára og stofnaði skólann árið 1986.
Hann hefur leikið með hljómlistarmönn-
um á borð við Joan Armatrading og
Mike Oldfield.
Ný ævisaga Romans
Polanskis komin út
ENN EIN ævisagan um Roman
Polanski kom út á dögunum, en
ótal tilraunir hafa verið gerðar til
að gera ævi hans skil og margar
miður vel heppnaðar. Ævisagan
nefnist Polanski og er skrifuð af
John Parker. Hún þykir ekkert
meistaraverk, sérstaklega ef mið
er tekið af því hversu auðveld hún
hefur verið í vinnslu, en ótal heim-
ildir var hægt að styðjast við. Höf-
undur bókarinnar þykir ekki hafa
unnið heimavinnu sína nógu vel og
jafnvel beinar tilvitnanir í Polanski
þykja loðnar og skrúðmálgar.
Varla hefur neinn kvikmynda-
leikstjóri átt jafn erfiða og við-
burðaríka ævi og Roman Polanski.
Hann ólst upp í Póllandi á tímum
gyðingaofsókna og voru báðir for-
eldrar hans færðir í útrýmingarbúð-
ir. Faðir hans lifði af en móðir hans
sem var þunguð af barni lést. Tutt-
ugu árum síðar bjó Polanski í Kali-
forníu ásamt Sharon Tate eigin-
konu sinni. Þegar hann var fjarver-
andi braust Charles Manson-hópur
inn á heimili hans og myrti alla á
grimmilegan hátt, þar á meðal
þungaða eiginkonu hans. Fáeinum
árum síðar var Polanski sjálfur
ákærður fyrir kynferðislegt áreiti
við ungling undir lögaldri og í kjöl-
farið flúði hann land til Evrópu, þar
sem hann hefur búið undanfarin
átján ár.
Smekkur Polanskis fyrir ungu
kvenfólki hefur ekkert breyst. Hann
byijaði að vera með Nastössju
Kinski þegar hún var fimmtán ára
gömul og eiginkona hans í dag er
35 árum yngri en hann. Það er
kannski ekkert skrítið ef tekið er
mið af því að Polanski sjálfur er
dálítið barnalegur — hrekkjóttur,
glaðvær og siðlaus. Hann er engin
Frá brúðkaupi Polanskis og
Sharon Tate.
karlremba þó að konurnar í mynd-
um hans séu oft barnslega einfald-
ar, enda leikur enginn vafi á því
að samúð flestra beinist yfírleitt að
þeim.
Aerosmith
spilaði á
opnun blús-
veitingastaðar
►STJÖRNURNAR í Hollywood
opna nú hverja veitingastaða-
keðjuna á fætur annarri út um
öll Bandaríkin. Nýlega var opn-
aður blús-veitingastaður á Sun-
set Boulevard í Los Angeles
eftir að mikil leynd hafði hvílt
yfir öllum framkvæmdum þar.
Viku fyrir opnun staðarins hélt
Aerosmith sérstaka tónleika
fyrir boðsgesti. Hljómsveitin
spilaði engin
venjuleg tón-
leikalög heldur
flutti gamla
smelli eins og
„Big Ten Inch
Record“, „Walk
This Way“ og
„Rattlesnake
Shake“. Meðal
gesta voru
Keith Richards,
Dustin Hoff-
man og gítar-
leikarinn Joe
Perry. Patrick
Dempsey kunni
hinsvegar svo vel við sig að
hann mætti á formlega opnun
staðarins viku síðar, en þá var
Magic Johnson gestgjafi kvölds-
ins. Eigendur staðarins eru
meðal annarra Dan Aykroyd,
Isaac Tigrett og Isaac Hayes.
Brad Pitt er
mikill aðdáandi
Aerosmith.
NOKKUR ungmenni á aldrinum
14 til 20 ára eru þessa dagana
að leggja síðustu hönd á gerð
auglýsinga sem birtar verða í
Ríkissjónvarpinu og á Stöð 2.
Auglýsingarnar eru byggðar í
kringum leikbrúður sem unga
fólkið bjó sjálft til. Frumkvöðull
brúðugerðarinnar er Guðmundur
Þór Kárason en Kolbrún Jóns-
dóttir unnusta hans hefur einnig
lagt sinn skerf af mörkum til
þeirrar vinnu. Þeim til aðstoðar
voru Ölvir Gíslason 18 ára, Jódís
Káradóttir 14 ára, Elís Pétursson
og Orri Ágústsson.
Guðmundur hefur fengist við
leikbrúðugerð frá 15 ára aldri.
Hann er algjörlega sjálflærður á
þessu sviði og hefur þreifað sig
áfram með efni og tækni. Síðast-
liðið sumar fóru hann og Kolbrún
að þróa brúðurnar sem notaðar
eru í auglýsingunum. Ekki er
nóg með að þau búi til brúðurn-
ar sjálf heldur semja þau ásamt
félögum sínum allar auglýsing-
arnar, stjóma hreyfingum brúð-
Þott margir vonuðust til
að Keith Richards slæg-
ist í hópinn með Aerosm-
ith, sat hann sem fastast
í sæti sínu.
Steven Tyler söng marga
slagarana.
DAN Aykroyd sagðist vera að þessu til að hafa
a.m.k. einn stað í hverri borg til að hitta vini sína.
HOPURINN sem stendur að leikbruðuauglýs
ingunum.
Svem bakara og í ^
þeim er grín og glens
notað til að minna á fyrir-
tækið.
anna og leggja til raddir þeirra.
Kvikmyndafélagið Nýja bíó sá
um upptökur og tæknilega úr-
vinnslu, en sú vinna hófst á sama
tíma og Guðmundur og
Kolbrún luku síðasta st-
údentsprófi sínu
Kvennaskólanum.
lýsingarnar eru gerðar fyrir
FOLK