Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 35
BRÉF TIL BLAÐSINS
Að vera eða vera
ekki fatlaðu!
Frá Jóhanni Pétrí Sveinssyni:
Á 50 ÁRA afmæli lýðveldis okkar
Islendinga, þjóðhátíðardaginn 17.
júní sl., var birt bréf Helgu Garðars-
dóttur til Morgunblaðsins undir yf-
irskriftinni: Hveijir eru fatlaðir?
Þar sem að bréfinu er beint til
okkar Sjálfsbjargarfélaga tel ég rétt
að svara því með nokkrum línum.
Ég vil í upphafi þakka Helgu fyr-
ir að vekja athygli á því að fatlað
fólk er margvíslegt og að þörf fyrir
úrbætur í málefnum fatlaðra eru á
mörgum sviðum. Ég er þeirrar skoð-
unar að opin umræða um hugtök á
sviði fötlunar sé af hinu góða og
mjög nauðsynleg til að almenningur
og stjórnvöld geri sér grein fyrir því
að fatlaðir eru í raun það ólíkur
hópur að erfitt ef ekki ómögulegt
er að skilgreina þá undir eitt allsheij-
ar hugtak. Uppfræðsla almennings
um hinar mismunandi fatlanir og
samtök fatlaðra er einnig mjög af
hinu góða. Ég vil því endurtaka
þakkir mínar til Helgu fyrir að vekja
athygli á þessu.
Það er hins vegar misskilningur
hjá Helgu ef hún heldur að við
Sjálfsbjargarfélagar höldum að ein-
ungis fólk í hjólastólum sé fatlað.
Nú þekkti ég að vísu ekki alla sem
komu á útifundinn okkar en af skrif-
um Helgu verður ekki annað ráðið
en að hún hafi ekki verið þar. Ef
hún hefði komið á útifundinn okkar
hefði hún strax séð og heyrt að það
er langt í frá að við Sjálfsbjargarfé-
lagar teljum fólk í hjólastólum vera
þá einu sem eru fatlaðir.
Samtök okkar heita hins vegar
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra
af tvennum ástæðum. I fyrsta lagi
er það vegna þess að þegar fyrstu
Sjálfsbjargarfélögin voru stofnuð
fyrir 36 árum þá var hugtakið fatl-
aður notað fyrir hreyfihamlaða ein-
staklinga fyrst og fremst. Það er
ekki fyrr en á alþjóðaári fatlaðra og
með lögum um málefni fatlaðra sem
þetta hugtak „fatlaðir" fær jafn víð-
tæka merkingu og nú er. Þrátt fyrir
umræður um það innan samtakanna
hefur ekki þótt ástæða til að breyta
nafninu í Sjálfsbjörg, landssamband
hreyfihamlaðra.
í öðru lagi er það einnig svo að
í þeim 16 Sjálfsbjargarfélögum víðs-
vegar um landið sem mynda Sjálfs-
björg, landssamband fatlaðra, er
töluvert af fólki sem ekki er hreyfi-
hamlað eða hefur a.m.k. fleiri fatlan-
ir en hreyfihömlun. Þetta er m.a.
ein af þeim ástæðum sem hefur
valdið því að við höfum ekki breytt
nafni okkar.
í baráttu okkar fyrir bættu að-
gengi höfum við Sjálfsbjargarfélag-
ar lagt á það áherslu að við erum
að beijast fyrir aðgengi fyrir alla.
Við höfum ekki tekið hreyfihamlaða
eða aðra fatlaða þar út úr. Svo var
einnig raunin í þeirri ályktun er við
samþykktum fyrir utan Alþingishús-
ið eftir að hafa mótmælt því að allir
þegnar þessa þjóðfélags komast ekki
inn í umhverfisráðuneytið, sem þó
fer með þann málaflokk sem fjallar
um aðgengi, þ.e. byggingar- og
skipulagsmál.
Ég vil bjóða þig Helga hjartanlega
velkomna til liðs við okkur Sjálfs-
bjargarfélaga til að beijast fyrir
bættu aðgengi allra fatlaðra að lista-
og menningarastofnunum, vinnu-
stöðum og heimilum fatlaðra. Ég sé
af grein þinni að þú ert baráttukona
og ég held að réttlátri reiði þinni
væri betur veitt í þann farveg að
nýttist réttindabaráttu allra fatlaðra.
Þegar þú ert komin til liðs við okkur
og farin að vinna með okkur sérð
þú væntanlega einnig hversu fjarri
sjálfsvorkunn er okkur og það síð-
asta sem okkur dytti í hug er að
reyna að telja fólki trú um að við
eigum eitthvað „bágt“. Við hins veg-
ar teljum okkur eiga sama rétt og
annað fólk til að komast óhindrað
um þær stofnanir sem hið opinbera
rekur. Við teljum okkur reyndar eiga
sama rétt og aðrir til að komast um
allar byggingar þessa lands, hvort
heldur þær eru opinberar eða ekki,
heimili okkar eða vinnustaður,
menningarstofnun eða staður þar
Það er ekki fyrr en á alþjóðaári
fatlaðra og með lögum um mál-
efni fatlaðra sem hugtakið „fatl-
aðir“ fær jafn víðtæka merkingu
og nú er.
sem almenningi er veitt þjónusta.
Þetta teljum við vera mannréttinda-
mál, og ekki bara við heldur hreyfi-
hamlað og fatlað fólk um allan heim,
eins og svo berlega kom í ljós á al-
þjóðlegri ráðstefnu sem haldin var
hér á landi nýlega með styrk og
fyrir atbeina Sameinuðu þjóðanna
og félagsmálaráðuneytisins.
Ég vil að lokum þakka Helgu enn
og aftur fyrir að koma af stað um-
ræðu um hversu fjölbreyttur hópur
fatlaðir eru og hversu víða skórinn
kreppir að í málefnum þess hóps.
Ég ítreka einnig boð mitt til hennar
um samvinnu að því að vinna að
betra þjóðfélagi fyrir alla fatlaða,
að „þjóðfélagi án þröskulda" í víð-
tækasta skilningi þess hugtaks.
JÓHANN PÉTUR SVEINSSON,
formaður Sjálfsbjargar
landssambands fatlaðra.
Fróðlegar fréttir
úr Vesturheimi
Frá Agli Sigurðssyni:
í MORGUNBLAÐINU 15. þ.m. er
birt viðtal eftir Guðmund Guðjóns-
son við Guðmund Guðjónsson. Lítur
þannig út fyrir að Guðmundur hafi
átt viðtal við sjálfan sig á Morgun-
blaðinu.
Nefndur Guðmundur er annar ís-
lenzki lögregluþjónninn, sem setið
hefur námskeið hjá bandarísku alrík-
islögreglunni FBI. Hinn fyrsti var
Leiðrétt símaviðtal
Frá Svend-Aage Malmberg:
Á LÝÐVELDISAFMÆLINU 17.
júní birtist á baksíðu í Morgunblað-
inu símaviðtal við undirritaðan. í
viðtalinu koma fram vond mistök
sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Um
er að ræða síðustu málsgrein í viðtal-
inu, þar sem talað er um uppvöxt
fiska. Þessu ber að breyta í nýliðun,
þ.e. ijöldi nýborinna þorska á við-
komandi ári eins og hann mælist 3
árum seinna. Þannig er nýliðunin
ekki örugglega tengd árferði á sjón-
um heldur stærð hrygningarstofns
sem eins og getur er í lágmarki, sem
aftur getur leitt til þess að nýliðun
misfarist. Síðar í viðtalinu er rætt
um væntingar um hrygningarstofn
frá því í fyrra. Það leiðréttist í vænt-
ingar um nýliðun. í lok viðtals er svo
rætt um veiðistofn. Hér er í viðtalinu
tvítekið um stóran eða sterkan veiði-
stofn og svo aftur sterka árganga,
væntanlega veiðistofna. Hér er ein-
faldlega átt við að bið hlýtur að
verða á að veiðistofn þorsks á ís-
landsmiðum, sem miðast við 4 ára
þorsk og eldri, eflist og svo verður
áfram meðan nýliðun helst lítil.
Haffræðingurinn hefði e.t.v. átt að
sleppa þessum þætti í viðtalinu og
láta fiskifræðingum það eftir, en
mikilvægi þessa atriðis, að það skili
sér til þjóðarinnar, kann að hafa
freistað haffræðingsins. Beðist er
velvirðingar á því, og þá á mistökum
í stuttu símaviðtali um flókin ferli á
lifríki hafsins.
Á Lýðveldishátíð var það hluti
þjóðargjafar samþ. á Alþingi við
Oxará að veita fé til rannsókna á
lífríki hafsins ásamt til málverndar
íslenskrar tungu. Er það vel. Svo
er það annað mál hvort sókn ís-
lenskra fiskiskipa í fiskistofna á
uppeldis- og fæðuslóð innan 200
sjómílna markanna við Svalbarða,
fiskistofna sem hrygna við Lófót í
Noregi, sé réttlætanleg. Lagaleg rök
kunna að vera í lagi, en siðferðilega
þykir mér sem Islendingar séu í
vondu máli lítt samrýmanlegu mál-
flutningi okkar undanfarna áratugi
um veiðar og verndun fiskistofna.
SVEND-AAGE MALMBERG.
Omar Smári Ármannsson, sem þeg-
ar hefir látið Ijós sitt skína á síðum
dagblaða.
Svo merkilega vildi til að á forsíðu
Morgunblaðsins sama dag, efst til
vinstri, er frá því greint að FBI hafi
vaidið miklu uppnámi í Bandaríkjun-
um með því að beita sér fyrir lögum
um, að tölvukubbar (á stærð við
nögl) verði settir á alla síma, mynd-
rita og tölvumótöld. Margir hafa
gagnrýnt þessi áform, segir enn-
fremur í fréttinni, á þeirri forsendu
að þau geri yfirvöldum kleift að
njósna um borgarana. Nokkur stór-
fyrirtæki hafa einnig hótað að flytja
höfuðstöðvar sínar úr landi af ótta
við að þau missi erlenda viðskipta-
vini vegna kubbanna. Þetta vekur
spurningu, hvort ekki væri skynsam-
legra að senda okkar valinkunnu
lögreglumenn eitthvað annað til að
læra listir sínar.
EGILL SIGURÐSSON,
Mávahlíð 29,
Reykjavík.
Hvenær henta lienti-
fánar ekki lengur?
Frá Örnólfi Thorlacius:
NÝLEGA lagði landhelgisgæsla
Norðmanna til atlögu gegn skipi
frá Belize, ríki í Mið-Ameríku við
strönd Karíbahafs. Skipið var við
veiðar á umdeildu svæði við Sval-
barða. Síðan ber svo við að útgerð
skipsins leitar — og raunar krefst
— lagalegs stuðnings íslenskra
stjórnvalda I átökunum við Norð-
menn. Síst sé ég ástæðu til að
rengja vitnisburð skipveija um það
að þeir hafi orðið fyrir yfirgangi,
en mér virðist einsýnt að útgerðin
hafi leitað til óviðkomandi aðila
um aðstoð. Samkvæmt lögum nr.
86 frá 24. maí 1994 er heimilt að
skrá skip af þessu tagi — án kvóta
— hérlendis. Með því að skrá
umrætt skip undir fána Belize
kemst útgerðin hjá ýmsum út-
gjöldum til íslenska ríkisins og
öðrum kröfum sem gerðar eru til
íslenskra skipa. Þess vegna sýnist
mér engin sanngirni í að íslensku
skattfé verði varið til að leita rétt-
ar útgerðarinnar gagnvart Norð-
mönnum. Það er að sjálfsögðu
verkefni stjórnvalda í Belize, sem
bera ábyrgð á útgerðinni og þiggja
af henni gjöld.
ÖRNÓLFUR THORLACIUS,
Bjarmalandi 7, Reykjavík.
Svar til Magnúsar
Skarphéðinssonar
Frá Predrag Dokic:
FYRIR suma er allt sannleikur sem
kemur frá Reuter, Daily Telegraph
og öðrum öfga hægri hreiðrum.
Margir virðast vera heilaþvegnir
og vilja aðeins hlusta á aðra hlið
málsins. Margir rugla saman stað-
reyndum og áróðri, og það er á
vissan hátt eðlilegt því alltaf heyr-
ist í þeim sem hrópar hæst.
Það er útbreidd skoðun hér á
landi að Serbar séu nú að hefna
sín á Króötum og múslimum vegna
„gamalla glæpa“ eða vegna „gam-
alla synda“ úr fortíðinni. Svo er
sagt að Serbar gangi hart að músl-
imum og Króötum og leiti réttlæt-
inga fyrir gerðir sínar. En ekki
hefur komið fram í hveiju glæpir
Króata og múslima fólust. í stuttu
máli fólust glæpirnir í eftirfarandi:
í seinni heimsstyijöldinni stofnaði
Hitler Króatíu sem sjálfstætt ríki
í fyrsta sinn í sögunni. (Króatía
hafði aldrei verið sjálfstætt ríki
áður, heldur aðeins lítið hérað sem
tilheyrði á mismunandi tímum
Austurríki og Ungverjalandi. Kró-
atía var það lítið hérað að ef mað-
ur fór upp í turn Dómkirkjunnar
í Zagreb mátti sjá landamæri Kró-
atíu í allar áttir). í þetta nýstofn-
aða króatíska ríki vár Bosnía inn-
limuð að undirlagi Austurríkis-
manna. Mörgum hlýtur að vera
kunnugt að það var gamall draum-
ur Austurríkismanna að leggja
undir sig Bosníu - og þess vegna
byijaði fyrri heimsstyijöldin. Á
þeim tíma voru Serbar í meirihluta
í Bosníu. Þessir glæpir úr fortíð-
inni fólust í því að Króatar drápu
á hryllilegan hátt í útrýmingarbúð-
um sínum 600.000 Serba, aðallega
óbreytta borgara. Einnig flæmdu
þeir burt á aðra milljón Serba.
Þegar seinni heimsstyijöldinni lauk
voru Serbar samt í meirihluta í
Bosníu, en Tító sem var Króati,
hélt áfram að þrengja að Serbum
og flutti þá með ýmsum ráðum til
Serbíu. Þrátt fyrir nauðungarflutn-
inga og hreinsanir voru Serbar í
meirihluta í Bosníu þar til 20 árum
síðar. Stofnun Bosníu sem sjálf-
stæðs ríkis er ekki annað en stækk-
un Tyrklands og Króatíu á kostnað
Serbíu. Þess vegna hafa Serbar í
Bosníu gert uppreisn. Vesturlönd
eru búin að búa til þetta svínarí
(íslendingar eru á meðal þeirra
með NATO-brambolti) og reyna
að sópa það undir teppið með hót-
unum í garð Serba en það er ekki
lausnin. Mér eru kunnugar stað-
hæfingar um að íslendingar séu
gáfaðasta þjóð í heimi. Samkvæmt
svona staðhæfingum vita Islend-
ingar allt best, allt milli himins og
jarðar, og þurfa því ekki að afla
sér upplýsinga á mismunandi stöð-
um. Þetta er eins og hver annar
brandari, en ef einhver fer að trúa
á brandara og fer að haga sér í
samræmi við hann þá er það svart.
Og einu sinni enn: Reuter og Daily
Telegraph eru ekki einu fréttastof-
urnar.
PREDRAG DOKIC,
bílstjóri.
Gagnasafn
Morgunblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrirvari
hér að lútandi.
Á leiðinni úr sumarbústaðnum...
...nammi já hmm...fjóra
McGóðborgara, tjóra McKjúklinga, átta
McFranskar, sex Mcls
HRAÐLESTIN BEINT-Í-BÍLINN, SUÐURLANDSBRAUT 56. OPIÐ 10:00-23:00
Alþjóðlegur styrktaraðili
HM1994USA